Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
15.4.2008 | 08:47
Skilnaðar-Barbie
Faðir er á leið heim úr vinnu þegar hann man skyndilega að dóttir hans á afmæli.
Hann kemur við í dótabúð og spyr sölumanninn: "Hvað kostar Barbie- dúkkan sem er í glugganum?"
"Hverja áttu við?" spyr sölumaðurinn. "Við erum með Leikfimis-Barbie á 1200 kr, Stranda- Barbie á 1200kr, Diskó - Barbie á 1200 kr, Geimfara-Barbie á 1200 kr, Hjólaskauta - Barbie á 1200 kr og Skilnaðar - Barbie á 15.900 kr.
" Ha?? Af hverju er Skilnaðar Barbie á 15.900 kr en hinar allar á 1200 kr??" spyr faðirinn.
Pirraður sölumaðurinn andvarpar og svarar: " Herra minn... Skilnaðar - Barbie kemur með húsinu hans Ken, bílnum hans Ken, húsgögnunum hans Ken, bátnum hans Ken, tölvunni hans Ken, einum vini hans Ken, og lyklakippu sem er búin til úr eistunum hans Ken".
Spaugilegt | Breytt 3.11.2008 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 13:56
The liver is evil and must be punished
Naglinn refsaði lifrinni um helgina og líður ennþá eins og ég hafi lent undir valtara.
Man núna af hverju ég drekk svona sjaldan.... þynnka er verkfæri djöfulsins.
Lít út eins og dauðinn í dag.
Þurfti að fara í jogging buxum í vinnuna, gat ekki verið í neinu sem þrengdi að.
Líkar ekki við sjálfa mig í þessu ástandi. Þetta er ekki sú manneskja sem Naglinn vill vera, Naglinn er heilsusamleg fitness spíra, en ekki róni og pakk sem liggur á sínu græna heilan sunnudag.
Það verður langt í næsta skrall Naglans get ég sagt ykkur.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 11:23
Sperrur í staurunum
Sjæse... tók hrikalega á fótunum í gær og núna eru harðsperrur frá helvíti í staurunum. Þarf að halda í vaskbrúnina og láta mig síga hægt og rólega niður á klósettsetuna til að pissa, að labba niður stiga fær tárin til að spretta fram og það eru gríðarleg átök að klæða sig í sokkabuxur (já fór í kjól í vinnuna, vömbin og rassinn eru orðin of stór fyrir brækurnar í skápnum ).
Hnébeygjur (ass to grass): 65 kg x 10 reps, 65kg x 10 reps, 70 x 8 reps, 70 x 8 reps
Deadlift: 60 kg x 6, 60 kg x 6, 65 kg x 4, 65 kg x 4
Framstig: 4x10 @ 40 kg
Fótarétta (extension) (ein í einu): 20 kg x 10 reps, 20 kg x 10 reps, 22,5 x 8 reps, 22,5 x 8 reps (tók sömu þyngd og gaurinn sem var í tækinu á undan mér. Hann fylgdist grannt með mér allan tímann.... já sökker...ég er jafn sterk og þú muuhahahaha )
Fótabeygja standandi (ein í einu): 17,5kg x 10, 17,5kg x 10, 18,75 x 8, 18,75 x 8
Mjóbaksfettur (Hyperextension): 4 x 12 @ 5kg plata á brjósti
Eftir æfingu tróð Naglinn Protein Delite í andlitið á sér með muldum hrískökum og banana.
Hámaði líka í mig fjölvítamín, Beta Alanine, Seven, kreatín, BCAA og glútamín.
Góða helgi gott fólk!!
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 11:53
Megrun fyrir karlmenn.
Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim "misstu 5 kg á 5 dögum" pakkann.
Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".
Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni. Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp. Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti. Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg.
Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
"misstu 10kg á 5 dögum" pakkann.
Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð. Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur "Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig".
Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni. Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki. Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form. Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg.
Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar "misstu 25 kg á 7 dögum" pakkann. "Ertu alveg viss?"spyr sölumaðurinn " Þetta er erfiðasta prógrammið okkar"
"Ekki spurning" svarar félaginn, "mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár".
Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm.
Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur "Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!"
Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.
Spaugilegt | Breytt 3.11.2008 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2008 | 11:59
Diet survival
Þó við pössum mataræðið og borðum hollt er engin ástæða til að maturinn sé jafn spennandi á bragðið og ljósritunarpappír.
Við fæddumst jú öll með bragðlauka og þá þarf að kitla til að við séum sátt við lífið og tilveruna.
Lífið er einfaldlega of stutt til að borða mat sem bragðast eins og trjábörkur og við framleiðum einfaldlega ekki nóg munnvatn til að tyggja þurrar bringur.
Hér eru nefndir nokkrir hlutir sem eru nauðsynlegir þegar verið er að passa mataræðið:
Tyggjó
Splenda sætuefni
Sykurlaust síróp
Sykurlaus sulta (þessi franska: St. Dalfour held ég) hrikalega góð á eggjahvítupönnsur
Allskonar krydd t.d:
Sítrónupipar
Svartur pipar
Kjúklingakrydd frá Bezt
Kryddblöndur í snúningsstaukum
Pizzakrydd frá Pottagöldrum
Tandoori
Hvítlaukur
Ostakrydd (snilld á blómkálið)
Krydd bréf frá Knorr blandað í sýrðan rjóma eða ólífuolíu sem sósur eða salatdressingar
Kanill
Múskat
Bragðdropar (vanillu, möndlu, appelsínu)
Sykurlaust gos
Sódavatn með bragði
Saltskert sojasósa
Teriyaki (lax eða kjúlli í Teriyaki...slef)
Sinnep
Tómatpúrra
Edik
Balsamedik
Te
Ólífuolía með bragði (sítrónu, basil, hvítlauks, chilli)
Hnetusmjör
Prótínduft (bláberja, hindberja, banana) í eggjahvítupönnsurnar
Endilega bætið við hugmyndum elskurnar......
Mataræði | Breytt 3.11.2008 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.4.2008 | 11:06
Töfrapillur og galdramjöður
Sterar hafa verið til lengi, sem og offitulyf. Nýlega hafa vaxtarhormón (HGH) komið fram á sjónarsviðið, og verið notuð sem yngingarlyf eða í hormónaskiptameðferð. Oft er þörf á þessum lyfjum í klínískum tilgangi en það færist æ meir í vöxt að auglýsingum sé beint að heilbrigðu miðaldra fólki sem vilja viðhalda æskuljómanum, eða að þeim sé beint að ungu fólki sem vill stytta sér leið í þjálfuninni.
Það má ná fram dramatískum skammtíma árangri á líkamssamsetningu (vöðvar vs. Fita) með notkun alls kyns megrunarlyfja, stera, fitubrennsluefna, skjaldkirtilslyfja, vaxtarhormóna og annarra efna.
Hvaða nöfnum sem lyfin nefnast þá falla þau öll undir sama hatt:
- 1) Margmilljóna peningamaskínur
- 2) Skammtíma aðferð til að meðhöndla afleiðingar, en ekki orsök
Ef við tökum offitulyf sem dæmi. Hvað myndi gerast ef lyfjafyrirtækin myndu finna upp "öruggt og áhrifaríkt" lyf gegn offitu og myndu markaðssetja það í massavís?
Lyfjafyrirtækin myndu verða ríkari en offituvandinn yrði ennþá til staðar. Ef við spáum aðeins í þessu. Læknaði Xenical offituvandann? En Phentermine? Eða Meridia? Adipex? Bontril? Tenuate?
Hvað með efedrínið og öll fitubrennsluefnin? Milljónir hafa hámað þær pillur í sig. Lagaði það offituvandann?
Í sumum tilvika eru lyf nauðsynleg, jafnvel upp á líf og dauða og vega þá upp á móti áhættunni af því að taka þau. Slík tilvik eru samt afar fá, því flestir sem eru yfir kjörþyngd eru ekki lífshættulega feitir. Því ætti lyfjasmjatt að vera allra síðasta úrræðið sem reynt er. Það kemur ekkert í staðinn fyrir rétta næringu, hreyfingu og breytingu á lífsstíl.
Við lifum í heimi þar sem allt sem gerist hefur orsök. Það gerist ekkert fyrir tilviljun.
Grannur líkami gerist ekki fyrir tilviljun
Feitur líkami gerist ekki fyrir tilviljun
Grannur og feitur líkami eru afleiðingar, og báðir hafa orsök. Ef þú ert of þungur geturðu búið til langvarandi breytingar með því að svipta hulunni af orsökum þyngdar þinnar.
Orsök of mikillar líkamsfitu er í nær öllum tilvikum hreyfingarleysi, léleg næring og oft neikvæð sjálfsmynd. Lyf geta bara unnið á afleiðingunni sem er fitan en hún kemur aftur ef orsökin er ekki meðhöndluð.
Það er ekki hægt að ætlast til langvarandi breytinga á lyfjum því þau meðhöndla eingöngu afleiðingarnar.
Við höfum valdið til að betrumbæta líkamann og það er alltaf hægt að bæta líkamlegt ástand sitt, óháð erfðum, stað og stund.
Hvernig? Jú með því að taka ábyrgð á eigin ástandi og gera jákvæðar breytingar á hverjum degi. Þú þarft hreinlega að breyta lífsstílnum.
Langvarandi heilsa, fallegur líkami og kjörþyngd koma ekki úr lyfjaglasi, alveg sama hvaða efnablöndu farmasíurnar kokka upp. Þeir sem eru ekki sammála þessu uppskera skammtímaárangur en án þess að gera langtíma breytingar á lífsstíl sínum, reka þeir sig fljótlega á vegg.
Í draumaveröld bindast líkamsræktariðnaðurinn og lyfjafyrirtækin höndum saman til að stöðva þessar hugsanavillur fólks og kenna fólki að breyta lífsstíl sínum til hins betra og hafa áhrif á skoðanir þess, í stað þess að selja töfrapillur í Hagkaup eða skrifa upp á endalausa lyfseðla handa Jóni og Gunnu.
Til þess að ná langvarandi kjörþyngd, þarf að átta sig á orsökum offitu og yfirþyngdar.
Þær geta verið:
- Of margra hitaeininga neytt yfir daginn
- Lélegt val á fæðu
- Hreyfingarleysi
- Óhollar lífsstílsvenjur (reykingar, áfengisdrykkja)
- Sálrænar og tilfinningalegir þættir
Svo er það bara að meðhöndla þessar orsakir. Aðeins þegar þær hafa verið fjarlægðar munu óæskilegar afleiðingar (fitan) hverfa fyrir fullt og allt. Þangað til eru allar aðrar lausnir aðeins skammgóður vermir, eins og að pissa í skóinn sinn.
Fæðubótarefni | Breytt 3.11.2008 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 11:36
Míní-bumba á mánudegi
Naglinn hagaði sér loksins eins og manneskja þessa helgi og hélt sig við eina svindlmáltíð á laugardagskvöldið og smá nammi á eftir, jafnvel þó hjónakornin væru uppi í sumarbústað þar sem allt snýst um át.
Svo núna er bara míní-bumba á Naglanum á mánudegi. Síðustu helgar hefur Naglinn nefnilega teygt nammidagana ansi langt fram á sunnudag og afleiðingarnar af þessum átveislum var síminnkandi fataúrval úr skápnum.
Rass, læri, mjaðmir og kviður hafa stækkað svo um munar síðustu vikurnar og Naglinn sá meira að segja appelsínuhúð í fyrsta skipti í mörg ár. Það er að hluta til vegna þess að Naglinn er að reyna að stækka vöðvana og hefur því aukið kolvetnin og minnkað brennsluna og því sest eitthvað af ónýttri orku á vandræðasvæðin. En vömbina og síðan rassinn má samt að stærstu leyti rekja til óhóflegra nammidaga undanfarið. Þeir eru nefnilega ótrúlega fljótir að skemma árangur vikunnar.
Eins og hefur verið drepið á í fyrri pistlum þá á líkaminn auðveldara með að vinna úr sukkinu þegar fitu% er lág. Þá er líkaminn ekki eins næmur fyrir insúlíni. En eftir því sem líkamsfitan er meiri því meiri áhrif hefur sukkið á vöxtinn og til lengri tíma.
Naglinn hefur reynsluna af þessu. Þegar fitu% var agnarsmá rétt eftir mót gat Naglinn gúffað í sig heilu bílförmunum af mat og nammi og það eina sem gerðist var að vöðvarnir sáust bara betur. En eftir því sem kílóin hlaðast utan á skrokkinn og fitu% hækkar í off-seasoninu því erfiðara finnst Naglanum að höndla mikið svindl. Bumban er mætt "med det samme", andlitið eins og á hamstri með troðfulla sarpa og Naglinn kjagar í stað þess að labba í nokkra daga eftir nammidagana.
Nú ætlar Naglinn að taka á honum stóra sínum og halda þessu striki í nammidögunum og hætta þessu gegndarlausa áti um helgar. Bakaríisferðir hafa verið aflagðar eftir stutta endurvakningu enda fer brauðmeti ekki vel í Naglann, og er líka hættulegt því Naglinn á erfitt með að hætta að borða slíkt góðmeti og endar því iðulega með 7 mánaða óléttubumbu. Sama gildir um morgunkorn, en það eru fáir sem slá met Naglans í Cheerios áti. Þess vegna er best að sleppa bara svona "trigger" mat sem kallar fram "get ekki hætt að borða" genið .
Off-season á ekki að þýða of mikið spek og mör þó einhver þyngdaraukning og jafnvel stærri brækur sé óhjákvæmilegt.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 11:02
Axlir og mallakútur
Massaði axlakvikindin í gær með Jóhönnu. Tókum hrikalega á því enda eru sperrurnar í dag sendar með DHL hraðsendingaþjónustu beint frá djöflinum sjálfum.
Nýtt PR (Personal Record) var slegið í pressu með lóð, 20 kg takk fyrir takk, náði 3 repsum alveg ein og Jóhanna spottaði mig í því síðasta. Kellingin er þokkalega sátt við það .
Löggan tók eftir því að nokkrir karlmenn sem voru að lyfta í kringum okkur hættu allir því sem þeir voru að gera þegar Naglinn byrjaði að rymja og stynja undir stönginni.
Það var eins og einhver hefði ýtt á pásu . Það eru svo margir plebbar sem vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við þegar þeir sjá og heyra "kellingar" taka almennilega á því.
Æfing gærdagsins:
Axlir:
Axlapressa m/lóð: 17,5kg x 8 reps, 18kg x 7 reps, 18kg x 7 reps, 20 kg x 4 reps
Axlapressa m/stöng: 32,5 kg x 8 reps, 32,5kg x 8, 35kg x 6, 35kg x 6
Hliðarlyftur með lóð: 4x10 reps @ 8kg
Hliðarlyftur í vél: 3x10 reps 2 plötur
Framlyftur í vél: 3x 10 reps 1 plata
Kviður:
Swiss ball með lóð: 3 x 10-12 reps @ 6 kg
Decline með lóð: 3 x10-12 reps @ 6 kg
Fótalyftur hangandi beinir fætur: 3 x 15
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 11:21
Offita og erfðir
Stundum er talað um að offita sé erfð.
Fjölmargar greinar hafa verið ritaðar í fjölmiðla og fræðirit þar sem kemur fram að offita sé erfðatengd. Skilaboðin eru: "Þetta er ekki þér að kenna, það eru erfðirnar sem gera þig feitan". Slík umfjöllun getur ýtt undir að fólk reynir ekki einu sinni að létta sig því með þessu er fólk hvatt til að kenna einhverju öðru en sjálfum sér um ástand sitt. Þar með er verið að gera fólk óábyrgt fyrir eigin hegðun og það heldur bara áfram á braut ofáts og hreyfingarleysis. Hugsunarhátturinn er þá orðinn þannig að það skiptir hvort eð er ekki máli hvað ég reyni, ég mun alltaf vera feit(ur) og það er auðvitað þægilegt að skýla sér á bakvið þá skýringu að vera saklaust fórnarlamb erfða. Staðreyndin er hins vegar að trúin á að þetta sé ekki þér að kenna er ein sú stærsta lygi sem sögð er í megrunarbransanum og hugsanlega ein sú mest skemmandi.
Eina leiðin til að ná kjörþyngd eða árangri í líkamsrækt er að taka ábyrgð á eigin hegðun.
Það er vissulega genetískur þáttur að baki offitu, við erfum tilhneigingu til ákveðinnar líkamsfitu á sama hátt og við erfum hæð, augnlit og háralit.
Í kringum 1990 fundu vísindamenn OB (obesity) genið og tengdu það við litning nr. 7. Hins vegar hafa vísindamenn bent á að stökkbreyting í þessu geni er afar sjaldgæft, og menn efast um sterk tengsl offitu og erfða. Vísindamenn hafa í þessu samhengi bent á að offita sem er algjörlega orsök erfða megi finna hjá aðeins um 5% offitusjúklinga. Hegðun og lífsstíll vega því miklu þyngra en erfðir þegar kemur að offitu og yfirþyngd.
"..þetta er ekki þér að kenna, þú fæddist bara feitur. En ekki örvænta og ekki skammast þín... því við höfum lyfið sem getur hjálpað þér..." Megrunarpillubransinn hagnast skuggalega á þeirri blekkingu að offita sé af líffræðilegum orsökum. Fjölmörg lyfjafyrirtæki keppast um að þróa offitulyf því ef offita er flokkuð sem genetískur sjúkdómur má græða skrilljónir á því að selja óupplýstum almúganum töfrapillur.
Fjölmargar aðrar kenningar úr erfðafræði fjalla um líkamann í tengslum við þyngd og útlit. Má þar nefna kenninguna um þrjár mismunandi líkamsgerðir: Ectomorph, Endomorph og Mesomorph.
Líkamsgerðir:
Ectomorph: Grannir, fíngerð bein og langir útlimir. Lítið af vöðvum og lítið af fitu. Mjög hröð grunnbrennsla og eiga því erfitt með að bæta á sig þyngd, hvort sem er í formi fitu eða vöðva. Eiga erfitt með stífar æfingar eins og þungar lyftingar eða erfiða þolþjálfun og er því ráðlagt að taka 2-3 hvíldardaga í viku. Þeir sem líta svona út eru til dæmis maraþonhlauparar og ofurfyrirsætur.
Endomorph: Peruvöxtur, yfirþyngd, stórbeinóttir. Andstæðan við Ectomorph. Stærri líkami með ávalari línur. Oftast er fituhlutfall hátt en þessir einstaklingar eru með mun meira af vöðvum en Ectomorph. Eiga erfitt með að létta sig en eiga auðvelt með að bæta á sig vöðvum en því miður bæta auðveldlega á sig fitu líka. Flestir eru með hæga grunnbrennslu sem skýrir hátt fituhlutfall. Þessir ættu að stunda hóflegar brennsluæfingar samhliða lyftingum til að halda fitusöfnun í lágmarki. Dæmi um slíkan vöxt eru t. d leikmenn í amerískum fótbolta.
Mesomorph: Mjótt mitti, breiðar axlir, vöðvastæltir. Þessir eru blanda af hinum tveim týpunum. Þessir einstaklingar eiga auðvelt með að bæta á sig þyngd og vöðvamassa og hafa oft líkamlegt samræmi. Þeir bæta yfirleitt ekki á sig miklu af fitu og geta komist upp með að slaka á í mataræði og æfingum í smá tíma án þess að það sjáist mikið á vextinum. Þeir eiga samt auðvelt með að bæta á sig fitu, en eru fljótir að ná henni af sér aftur. Há tíðni æfinga hentar fólki með þennan vöxt því þeir eru fljótir að jafna sig milli æfinga en þurfa samt að passa að ofkeyra sig ekki.
Það er alveg ljóst að sumir eiga auðveldara með að missa fitu en aðrir og ekki allir hafa líkamsbyggingu til að vinna gull á Ólympíuleikum. En það þýðir samt ekki að við séum dæmd til að vera feitabollur bara af því við höfum ekki íþróttagenið. Það geta allir bætt líkama sinn. Líkamsfita er afleiðing margra þátta og erfðir eru þar aðeins einn þáttur.
Samkvæmt vísindamönnum við Human genomics laboratory í Baton Rouge, LA eru aðallega fjórir þættir sem stuðla að offitu:
1) Umhverfi
2) Félagsskapur
3) Hegðun
4) Líffræði (Erfðir)
Erfðir eru því aðeins 25% af skýringum offitu og hin 75% eru lífsstíll og hegðun. Vísindamenn benda á að offitufaraldurinn sem blasir við í dag hefur þróast á undanförnum 50 árum og það er of stuttur tími til að hægt sé að skýra hann út frá breytingum í genum mannkynsins.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr er ástand skrokksins að mestu leyti afleiðing hegðunar okkar og lífsstíls. En það eru líka góðar fréttir því þessum þáttum getum við stjórnað og breytt til hins betra.
Fyrsta skrefið til að koma líkamanum í betra form er að viðurkenna 100% ábyrgð á eigin þyngd og heilsu. Þegar á móti blæs er auðvelt að kenna einhverju öðru um og búa til afsakanir.
Með því að kenna erfðum um og gefast upp erum við að gera okkur sjálf að fórnarlömbum í stað þess að þrauka áfram og skapa nýjan og betri líkama.
Nokkur spakmæli til að hafa í huga:
Heimurinn hneigir sig fyrir þrautseigju.
Ekkert sem kemur auðveldlega er þess virði.
Góðir hlutir gerast hægt.
Árangur kemur aðeins á undan vinnu í orðabók.
Mastering others is strength. Mastering yourself is true power
Success is not final. Failure is not fatal: it is the courage to continue that counts (Winston Churchill)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2008 | 11:29
Big and buff is better
Naglinn glápti á nokkra gamla Friends þætti í gærkvöldi enda alltaf hægt að hlægja að þeim, þó að maður sé að heyra brandarana í 17. skiptið. Óverdósaði á Friends fyrir nokkrum árum, svo þeir hafa verið í hvíld frá DVD spilaranum í ansi langan tíma. Það sem sló Naglann algjörlega út af laginu var vöxturinn á þeim vinkonum Jennifer Aniston og Courteney Cox-Arquette (a.k.a Rachel & Monica). Þær litu út eins og sleikibrjóstsykurspinnar báðar tvær, gjörsamlega innfallnar af hor, með baunaspíru handleggi og höfuðið í engu samræmi við ræfilslegan búkinn. Í gamla daga þegar ég horfði óhóflega á Friends eins og heróínsjúklingur að fá skammtinn sinn, fannst Naglanum þær tvær æðislegar, alveg hrikalega "hot mamas". Líkamsvöxtur þeirra þótti svo eftirsóknarverður að markmiðið var lengi vel að líta svona út.
Eftir að hafa legið yfir tímaritum og vöðvasíðum á netinu hafa augun opnast fyrir hvernig flottar konur líta út, massaðar, ofurtöffarar sem geta farið í sjómann og opnað sínar eigin sultukrukkur. Konur sem þurfa ekki aðstoð við að flytja, heldur massa sína kassa (hey þetta rímaði).
Núna verður mér hálf illt við að sjá konur langt undir kjörþyngd og finnst nákvæmlega ekkert eftirsóknarvert við slíkan vöxt. Vinkona mín sem er fitnessdrottning, og einkaþjálfari sagði mér frá unglingsstúlkum sem voru í þjálfun hjá henni sem spurðu hana: "Hvaða æfingar getum við gert svo lærin okkar verði þannig að þau snertist ekki?" Halló!!! Hvað er í gangi í samfélaginu þegar slíkt útlit er orðið eftirsóknarvert?
Mig flökrar þegar ég fletti Vogue og Elle og sé litlu hortuggurnar sem skakklappast eftir sýningarpöllunum og langar helst að kaupa miða til Mílanó, ryðjast inn á tískusýningarnar vopnuð rjóma og troða honum ofan í þær. En þetta eru fyrirmyndirnar, og unglingsstúlkur rembast eins og rjúpan við staurinn, jafnvel með puttann ofan í koki til að líta svona út. Heilsufarsvandamálin sem fylgja því að vera of mjór eru alveg jafn alvarleg og að vera of feitur. Beinþynning, hármissir, hormónatruflanir, röskun á starfsemi líffæra og meltingar, og þessi vandamál geta verið langvarandi, jafnvel þó viðkomandi nái aftur kjörþyngd.
Við konur eigum ekki að vera einhver vannærð hræ sem kroppum í örfáar baunir og köllum það matmálstíma. Við eigum ekki að hlaupa af okkur hverja einustu holdtutlu til þess að passa í ákveðna stærð af buxum.
Við eigum að vera ofurtöffarar, nautsterkar, buffaðar, massaðar og sjálfstæðar.
Lyftingar | Breytt 3.11.2008 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar