Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Vigtin lýgur

 

Vigtin hefur áhrif á okkur öll, og þá sérstaklega okkur konur.  Annaðhvort erum við syngjandi af gleði allan daginn yfir þeirri tölu sem kemur upp á skjánum borið saman við síðasta skipti sem við athuguðum, eða undir þrumuskýi allan daginn og jafnvel alla vikuna.

Þyngd líkamans er upplýsingar.  Það er allt og sumt.  Hvað segir hún þér?  Hún segir til um hvað við erum þung á þeirri stundu sem við stígum á hana.  Ekkert annað.  Hún segir okkur ekkert um samsetningu þyngdar okkar.  Hún segir ekki hvort við höfum misst fitu, bætt á okkur vöðvum eða um daglegar breytingar á vatnsbúskap líkamans.  Vigtin gefur okkur bara upplýsingar, og það sem er mikilvægast er að upplýsingar án nokkurs samhengis eru gagnslausar.

Flest okkur sem erum að passa mataræðið og æfa erum að sækjast eftir ákveðnu útliti frekar en þyngd.  Vandamálið er að við eigum það til að tengja ákveðið útlit við ákveðna þyngd en það er ekki endilega málið.  Það eru fjölmargir sem Naglinn kannast við sem finnast þeir vera minni um sig en áður (út frá fatastærð) en eru samt þyngri.  Ef við einblínum eingöngu á vigtina væri þetta fólk í vondum málum.  Hins vegar er það augljóst að ef föt passa betur, þú ert minni um þig og skornari þá hefurðu misst fitu.  Og þú ert allt þetta en samt þyngri??  Þá ertu svo heppin(n) að vera með meiri vöðvamassa.  Svo hættu að kvarta!!

Það er staðreynd að vigtin gefur okkur engar upplýsingar um hvað er að gerast með fitu og vöðva í líkamanum en það eru hægar breytingar.  Enn mikilvægara er hins vegar að vigtin gefur okkur engar upplýsingar um daglegar sveiflur í vatnsbúskap líkamans.

Það gæti verið að dagurinn sem þú vigtaðir þig sé "hár" dagur þegar kemur að vatni í líkamanum.  Þú getur prófað þetta með einfaldri tilraun.  Ef þetta getur ekki staðist þá værirðu jafn þung(ur) á hverjum degi og einu breytingarnar væru hægfara þyngdartap.  Það væru aldrei neinir toppar upp á við.  Prófaðu að vigta þig daglega í 2 vikur og þú munt sjá hvernig vigtin sveiflast upp og niður um 1-2 kg yfir þessar tvær vikur.  Auðvitað yfir lengri tíma ætti hún að fara hægfara niður á við eða upp á við (eftir því hvert markmiðið er).

Það er ekki ráðlegt að vigta sig oft því fólk er haldið þráhyggju og sú athöfn að stíga á þetta blessaða tól getur haft gríðarleg áhrif á skapið, sérstaklega hjá kvenpeningnum.  Einu sinni á 2-4 vikna fresti er ágæt regla.  Vigtin eru bara upplýsingar og upplýsingar án samhengis eru gagnslausar. 

Daglegar sveiflur í þyngd eru eðlilegar.  Þær eru ekki vísbending um árangur eða mistök.  Breytingar á saltmagni í líkamanum, hversu mikið vatn þú ert að drekka (lítið vatn stuðlar að  vatnssöfnun í líkamanum), hormóna breytingar tengdar tíðahring, staðan á glýkógeni o.s.frv hafa öll áhrif á líkamsþyngd. 

Ekki einblína of mikið á hvað vigtin segir Í DAG.  Hún sagði örugglega eitthvað annað í gær og mun segja eitthvað annað á morgun.  Eyddu frekar púðrinu í að einblína á það sem þú ert að gera.  Gott næringarplan, lyftingar og brennsluæfingar.  Með þetta allt skothelt þá mun líkamsþyngdin sjá um sig sjálf.  

 

 

 

fit207

Naglinn á breskri grund

Góðan og blessaðan alle sammen.

Afsakið þögnina en Naglinn dvaldist í höfuðstað þeirra Englendinga um liðna helgi og var fjarri tækninni um stund.

Auðvitað var tekið á því í Lundúnaborg, og ásamt hamagangi í ríkisræktinni ákvað Naglinn að prófa Fitness First stöð sem er nýopnuð rétt hjá heimili NaglaSys til þess að taka fótaæfingu enda allt til alls þar fyrir slík átök: Hnébeygjur og dedd.

Í þetta skiptið er Naglinn því með tvær ræktarsögur, enda alltaf gaman að æfa þegar stóreygðir og opinmynntir Tjallar eru í kring. 

Í ríkisræktinni spurði Naglinn einn meðlim hvort lóðin væru pund eða kg.  
Félaginn svaraði að lóðin væru pund, og benti svo á kettlingaþyngdirnar og sagði: "Þú þarft því að deila með cirka 2 til að fá út þyngdina."  
Svipurinn á kauða var "priceless" þegar Naglinn pikkaði upp 50 pundin úr þunga rekkanum og tók pressu með lóð. 
Eftir annað settið kom hann yfir og sagði: "Ég hef aldrei séð konur lyfta þessari þyngd, ekki einu sinni þegar hér var "heavy weights room" í gamla daga."  

Í Fitness First borgaði Naglinn sig inn, og stúlkan í afgreiðslunni dró upp tímatöflu og hóf að þylja upp fyrir Naglann hvaða tímar væru u.þ.b að byrja. 
Naglinn hló í huganum, enda væri hægt að setja video af Naglanum í tíma á YouTube og ná miklum vinsældumLoL.
 
Naglinn tjáði afgreiðsludömunni að stefnan væri eingöngu tekin á lóðin. 
Hún hváði við og sagði: "Ohh, are you a bodybuilder?" 
Naglanum fannst þetta nokkuð kómískt, að gera ráð fyrir að allt kvenfólk sem lyftir séu í vaxtarrækt.  Þessi athugasemd stúlkunnar sagði Naglanum meira en mörg orð um hegðun breskra kvenna í líkamsræktarstöðvum. 
Það tók svo steininn úr þegar inn var komið og beygjurnar hamraðar, að þá komu tveir helmassaðir blökkumenn til Naglans og sögðust aldrei hafa séð konu í tækjasalnum, hvað þá að taka beygjur og hvað þá svona þungt.  Enda var Naglinn eina estrógen eintakið í salnum innan um haug af karlmönnum. 

Það er greinilegt að breskar kynsystur Naglans þurfa að fara að hysja upp um sig spandex brækurnar og koma sér af skíðavélinni og inn í sal að rífa í járnin. 


Sögustund

Verð að deila með ykkur glóðvolgri sögu úr ræktinni sem gerðist í gær.

Í upphitun á brettinu fyrir fótaæfingu dauðans tók Naglinn eftir þekktri kraftlyftingakonu á næsta tæki.  Sú er búin að vera lengi í bransanum.  Naglinn hefur nokkrum sinnum séð hana æfa í World Class en aldrei talað við hana, bara dáðst að henni úr fjarlægð. 

Svo fer Naglinn að massa beygjurnar og sú sterka fer að taka bekkinn skammt frá.  

Nemahvað... að eftir þriðja sett Naglans í beygjunum kemur sjálfur reynsluboltinn yfir og segir: " Þetta þykir mér gaman að sjá.  Alvöru átök.  Það er ekki algengt að sjá konur taka svona beygjur." 
Naglinn sem kann ekki að taka hrósi, hvað þá frá frægum átrúnaðargoðum, beyglaðist í keng, roðnaði og stundi upp úr sér einhverju hljóði sem átti að vera "Takk."  Blush
Sú sterka hélt áfram:  "Ég er nefnilega í kraftlyftingum."
Naglinn: "Já ég veit hver þú ert."
Sterka: "Nú höfum við hist."
Naglinn: "Nei, ég er bara aðdáandi."  (hefði betur sleppt því að segja þetta, nú heldur hún að ég sé psycho stalker Woundering)
Sterka:"Og hvað er svo markmiðið?" 
Naglinn: "Að komast upp í 100 kg."
Sterka: "Nei, ég meina með að keppa.  Þú ættir alvarlega að hugsa um að keppa, verandi að taka þessar þyngdir á æfingu þá átt þú fullt erindi í keppni."

HA!! Naglinn fékk bara pínulitla fullnægingu við að heyra þetta.... og það frá þessari konu.  
Það verður nú að viðurkennast að kraftlyftingakeppnir hafa kitlað Naglann lengi, og Löggan hefur verið ötul baráttumanneskja þess að Naglinn taki þátt. 

Svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér á næstu misserum.  
  


Grunnbrennsla líkamans - Basal Metabolic Rate (BMR)

Basal metabolic rate (BMR) eða grunnbrennsla líkamans er sú orkuþörf sem líkaminn þarfnast til að lifa af án þess að hreyfa sig nokkuð, til dæmis sú orkuþörf sem við þurfum meðan við liggjum í dauðadái.  Grunnbrennsla er venjulega mæld í hvíld en samt vakandi og 12 tímum eftir máltíð.  Semsagt best er að mæla grunnbrennslu um leið og maður vaknar og áður en maður borðar morgunmat.

Það má einnig áætla grunnbrennslu út frá nokkrum lykilbreytum:  Aldur, kyn, hæð, þyngd og fitufrír massi (vöðvamassi).  Fitufrír massi er mjög mikilvæg breyta.

Grunnbrennsla er samt ekki stöðug frá einum tíma til annars.  Hún er breytileg og undir áhrifum frá ýmsum þáttum:  

Svefn: Þegar við sofum er meiri virkni í vöðvum en þegar við erum vakandi og afslöppuð.  Hins vegar þegar við erum vakandi og stundum líkamlega þjálfun hækkum við grunnbrennsluhraðann. 

Aldur: því yngri sem manneskjan er því hærri er grunnbrennslan.  Eftir því sem við eldumst því hægari verður BMR og minnkar um 10% á hverjum áratug, það þýðir 1% á ári. 

Kyn: Karlmenn hafa hraðari grunnbrennslu en konur. 

Vöðvar:  Því meiri vöðvamassi því hærri grunnbrennsla.  Það er vegna þess að vöðvavefur er mun virkari vefur en fituvefur.  Hann krefst því meiri orku sem aftur hækkar grunnbrennsluna.

Líkamsbygging: Flatarmál líkamans, ekki þyngd.  Sá sem er 90 kg og 1,90 á hæð hefur hærri grunnbrennslu en maður sem er 1,70 og 90 kg.  Sá sem er hærri losar út meiri varma í gegnum stærra flatarmál húðar en sá sem minni er.

Megrun: Föstuástand eða langvarandi tímabil þar sem fárra hitaeininga er neytt lækkar grunnbrennsluna.  Þeir sem fara í skyndimegrun

Melting: Þegar við borðum hefur það áhrif á grunnbrennsluhraða.  Meltingarferli, vökvaflæði o.s.frv hækkar grunnbrennsluna.  Margar litlar máltíðir yfir daginn auka grunnbrennslu. 

 

Margir átta sig ekki á að þeir þurfa að annaðhvort minnka magn matarins í takt við hægari grunnbrennslu með aldrinum, eða byrja að æfa til að auka vöðvamassa og keyra upp grunnbrennsluna aftur.  Þegar vöðvar rýrna hægist á grunnbrennslunni.  Þeir sem fara í skyndimegrun hægja á grunnbrennslunni vegna þess að vöðvarnir rýrna.  Það hægist hins vegar ekki á grunnbrennslu við að missa fitu eingöngu.  Þeir eiga því miklu auðveldara með að bæta á sig eftir megrunina en fyrir.

 Það er því alveg "fatalt" að stunda eingöngu brennsluæfingar og borða öreindamáltíðir, til að hækka grunnbrennsluna verðum við að lyfta lóðum og borða oft en lítið í einu. 

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband