Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Gnístran tanna

 ‘Gnístran tanna' er tímabil sem verður í veginum í leit að líkamlegum umbreytingum þar sem þú þarft bara að bíta á jaxlinn, hætta að væla og halda áfram.

Þetta er oftast tímabilið þegar byrjenda áhrifin hafa dvínað, þar sem breytingarnar eru mjög hraðar, og til lokaafurðarinnar.  Breytingar eru að eiga sér stað, en þú sérð þær ekki frá einni viku til annarrar.

 Hugarfarslega er ‘Gnístran tanna' tímabilið þegar nýja prógrammið og mataræðið er ekki lengur spennandi, allt er komið upp í rútínu, jafnvel bara leiðinlegt.  Þú einfaldlega ferð eftir planinu dag eftir dag eins og vélmenni.

En það sem gerist undir lok ‘Gnístran tanna' tímabilsins er að þú kíkir á "fyrir" myndirnar og áttar þig á að meiriháttar breytingar hafa átt sér stað.  Annað fólk byrjar að taka eftir breytingunum og þú færð hrós hingað og þangað.  Svoleiðis jákvæðar athugasemdir geta kveikt aftur neistann sem hleypir meiri krafti í æfingarnar og hörku í mataræðið.  Afleiðingarnar eru meiri árangur.

Undir lok ‘Gnístran tanna' tímabilsins er einhver áfangi eða verðlaun, yfirleitt í formi útlitslegra breytinga, aukins styrks, þols o.s.frv.
En ‘Gnístran tanna' kemur alltaf fyrst.

Vandamálið er, að flestir eru ekki tilbúnir í svona fórnir.  Þeir byrja ekki einu sinni á ‘Gnístran tanna' hvað þá klára það tímabil.  Og það er ástæðan fyrir því af hverju margir ná ekki árangri.  Það er alltof stutt í uppgjöfina.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband