Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Pina Colada... án áfengis og sykurs


Af því að handan við hornið er löng helgi þá er hér uppskrift að snarli með Pina Colada bragði til að koma fólki í helgargírinn.
Fín millimáltíð þegar skyrið er farið að valda velgju.

Pina Colada - áfengis-og sykurlaus

125 g kotasæla
3/4 bolli ananas bitar
Kókos síróp (fæst í Kaffitár)
Vanilludropar
Ísmolar

Blanda í blandara

Góða helgi!!


Ávaxtasafar....sykurbombur í felulitum

Ávaxtasykur finnst í miklu magni í djús/safa. Flestir safar innihalda 8-10 grömm af sykri í einu glasi (200 ml).
Ávaxtasykur hefur aðra efnafræðilega samsetningu en strásykur en báðir virka eins á líkamann: of mikið magn er fitandi.

Eitt glas á dag er algjört hámark. Fyrir kyrrsetufólk sem ekki hugsar mikið um mataræðið ætti að takmarka neyslu við nokkur skipti á viku.

Skársti kosturinn er safi með ávaxtakjöti, því þegar það er sigtað frá fjarlægjast mikilvæg snefilefni og vítamín.
Mælt er með að fólk borði frekar ávexti en að drekka safa. Safar metta ekki eins vel og ávextir. Maður er líka miklu fljótari að fá alltof mikinn ávaxtasykur í gegnum safadrykkju en að borða ávexti. Fæstir borða 6 appelsínur í einu, en eiga ekki í vandræðum með að slurka í sig safa frá 6 appelsínum.


Pumpaðu járnið til að fyrirbyggja krabbamein

Hollur matur og þolþjálfun eru ekki eini mátinn til að fyrirbyggja krabbamein.

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var við Karolinska spítalanum í Stokkhólmi sýndu að menn geta minnkað líkur á krabbameini um allt að 40% með því að rífa í járnið af krafti. Tæplega 9000 karlmönnum var fylgt eftir frá 1980 til 2003. Þessar niðurstöður breyta fyrri ráðleggingum sem flestar hafa beinst að þolþjálfun til að minnka líkur á krabbameini: hlaupum, hjólum o.s.frv.
Það er því jafn mikilvægt og gagnlegt að pumpa lóðin, eins og að borða hollt og stunda þolþjálfun til að fyrirbyggja krabbamein.
Meira að segja menn í yfirþyngd sem stunduðu styrktarþjálfun ákaft voru ólíklegri til að fá krabbamein en menn í kjörþyngd sem ekki stunduðu styrktarþjálfun.

Það er ekki nauðsynlegt að æfa eins og vaxtarræktarkappi og djöflast í stærstu lóðunum. Það er nóg að lyfta lóðum, svitna og fá púlsinn upp. a.m.k 2 sinnum í viku, eða í 30 mínútur 5 sinnum í viku,

Rannsóknin bíður birtingar í tímaritinu Cancer Epidemiology, Biomarkers and Prevention.


Vaknaðu og lyktaðu af kaffinu

Alltof margir, bæði konur og karlar, leyfa líkamanum að drabbast niður og safna fitu undir hinum ýmsu kringumstæðum. Það getur verið meðganga, prófatörn, skilnaður, atvinnumissir, slys... hvað sem er. Sumir vakna upp við vondan draum og eru búin að bæta á sig 10,20, 30 kg yfir mánuði jafnvel ár.

Eitt sem Naglinn skilur ekki. Svona fitusöfnun krefst stöðugt stærri fatastærða. Kaupir fólk hugsunarlaust næstu stærð fyrir ofan þegar sú "venjulega" passar ekki lengur? Er það ekki kinnhestur í andlitið og lykt af kaffi??

Naglinn skilur heldur ekki hvernig er hægt að hunsa heilsusamlegan lífsstíl og nota ytri aðstæður sem afsökun fyrir að hreyfa sig ekki og borða óhollt. Til dæmis er alltof algengt að fólk í prófatörn sukki í nammi og snakki, og "hafi ekki tíma" til að hreyfa sig. Í gegnum allt háskólanámið, bæði B.A og M.Sc, datt ekki út ein einasta æfing hjá Naglanum né heldur fór eitt einasta óplanaða svindl upp í túlann. Bitnaði það á náminu? Nei, síður en svo. Að hreyfa sig í 1 klst á dag kemur blóðrásinni í gang og þar með eykur blóðflæði til heilans. Eins hressir það fólk við að komast burtu frá námsefninu í smástund og leyfir heilanum að sortéra upplýsingarnar. Þú kemur bara sterkari inn í lærdóminn á eftir.

Alveg er Naglinn viss um að eiginmenn sem fá samúðarbumbu fara með bílinn í skoðun á þessum 9 mánuðum, og að fólk í prófatörn baði sig og tannbursti. En líkaminn er látinn sitja á hakanum.

Það er þrautinni þyngri að ná af sér mikilli fitu, og krefst gríðarlegrar þolinmæði, staðfestu og dugnaðar.
Er ekki gáfulegra að koma í veg fyrir slíka ferð með því að setja líkamann alltaf í forgang?


mbl.is Verðandi feður fá samúðarbumbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsábyrgð...ekki hjá tryggingafélaginu

Öflugasta hvatningin er sjálfsábyrgð þegar kemur að þvi´að ná markmiðum sínum.

Ábyrgðarkennd er risastór þáttur í allri velgengni, hvort sem það er í viðskiptum, námi,vinnu eða þjálfun. Sjálfsábyrgð byrjar hjá okkur sjálfum og er mjög einföld. Þú setur þér markmið, setur upp plan, skuldbindur þig til að fara eftir því ogfylgist svo með árangrinum.

 

Þú getur verið ábyrg(ur) gagnvartsjálfum þér og öðrum.

 

1. skrifleg markmið 


2. Vigta sjálfa(n)þig

3. Mæla samsetningu líkamans


4. Mæla ummál líkamans


5. Taka ljósmyndi 


6.Búa til matseðil eða fylgjast með mataræðinu í matardagbók

7. Búa til æfingaprógramm og fylgjast með árangrinum í dagbók

Einfaldlega allt sem þú vilt bæta skaltu fylgjast með: Næring, þjálfun, lífsstíll (tími og gæði svefns, reykingar,áfengisneysla o.s.frv).

 

Það mun enginn koma og redda málunum fyrir þig.  

Breytingarnar byrja hjá okkur sjálfum.  Þú þarft að skuldbinda þig og það er stór ákvörðun. 

En um leið og þú hefur viðurkennt sjálfsábyrgð þína þá geturðu tvöfaldað hvatninguna með því að vera ábyrgur gagnvart einhverjum öðrum.  Til dæmis með að sýna árangur vikulega eða mánaðarlega.

Það getur verið hver sem er, systkini,foreldri, vinur/vinkona, vinnufélagi o.s.frv. 

Þú getur líka ráðið þér fagmann í verkið, þjálfara eða leiðbeinanda.  Af hverju virkar þessi aðferð?  Það er tilorðatiltæki í viðskiptum sem segir: Frammistaða eykst þegar frammistaða er mæld

Í viðskiptum eru margvíslegar aðferðir notaðar til að mæla frammistöðu starfsmanna: dagbækur, skýrslur, tékklistaro.fl. Þessar aðferðir virka líka í þjálfun og frammistaðan eykst þegar fylgst er með henni.


Svarti-dauði??

Þetta eru vondar frétttir fyrir kóksvelgina þarna úti, þið verðið öll skít-aum af þessu þambi. Naglinn drekkur ekki þennan svarta-dauða í plastflösku enda er Naglinn nautsterkt kvikindi LoL .  En að öllu gamni slepptu þá spyr maður sig hvað er eiginlega í kolsvörtum vökva sem hægt er að nota til að smyrja hurðalamir??  Það getur ekki verið hollt innihald fyrir mannslíkamann, eins og hefur greinilega komið í ljós.
mbl.is Óhófleg kóladrykkja dregur úr vöðvastyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Partý hjá Karíusi og Baktusi og fitufrumunum

* Vissir þú að sykurneysla á mann á Íslandi er komin upp í eitt kíló á viku?
* Vissir þú að með viðbættum sykri í skólajógúrt, skólaskyri, rjómaskyri, ávaxtajógúrt og þykkmjólk fer heildarsykurmagn vörunnar í 10-14%?
* Vissir þú að venjuleg mjólk, ab-mjólk, óblandað skyr og súrmjólk innihalda aðeins um 4% mjólkursykur, allan frá náttúrunnar hendi?
* Vissir þú að eina morgunkornið sem ekki inniheldur viðbættan sykur eru óblandaðar hafraflögur?
* Cheerios er þó aðeins 3% sykur, Corn Flakes 5%, All Bran 18%, Múslí 22%, Frosted Cheerios inniheldur 40% sykur og Coca Puffs 47%. Þessar vörur eru þó auðugar af ýmsum bætiefnum.
* Vissir þú að gosdrykkjaneysla á Íslandi hefur rúmlega þrefaldast á þremur áratugum og er nú komin í meira en 130 lítra á mann?
* Vissir þú að þurrefni í gosdrykkjum er meira en 99% sykur?
* Vissir þú að algengt magn viðbætts sykurs í kexi er 17-19% og í kökum 21-28%?
* Vissir þú að sykri er bætt í nánast allan pakka-, dósa- og glasamat á Íslandi?
* Vissir þú að ennþá er ekki skylt að tilgreina viðbættan sykur á umbúðum íslenskra matvæla?
* Vissir þú að enginn aðili á Íslandi telur sig hafa það hlutverk að mæla hvort innihaldslýsingar á íslenskum matvælum séu sannleikanum samkvæmar?
* Vissir þú að nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til svipaðs boðefnarugls í heila við neyslu sykurs og við neyslu fíkniefna og borð við áfengi og heróín?


C-vítamín

C-vítamín gerir meira en að koma í veg fyrir kvef. Það er hjálparefni í ýmsum ferlum í líkamanum, t.d í myndun kollagens í bandvef, auk þess að auka upptöku á járni úr fæðunni. Vægur skortur af C-vítamíni kemur fram sem þreyta, minni mótstaða gegn sýkingum og blóðleysi vegna þess að upptaka á járni er léleg.

C-vítamín er öflugt andoxunarefni og berst á móti sindurefnum í líkamanum. Sindurefni (free radicals) geta valdið lifandi frumum skaða en C-vítamín verndar frumur líkamans, blóð og aðra vessa likamans frá skemmdum af völdum sindurefna. C-vítamíns gegnir einnig mikilvægu hlutverki í vöðvauppbyggingu og er mikilvægt bætiefni fyrir fólk sem æfir af krafti.. Það kemur í veg fyrir að nítur oxíð sé eyðilagt af sindurefnum sem eykur blóðflæði til vöðva.

C-vítamín heldur testósterón magni í líkamanum í hámarki með því að minnka hlutfall kortisóls á móti testósteróni. Rannsókn í Journal of Strength and Conditioning Research sýndi að inntaka á 1000 mg af C-vítamíni á dag minnkar losun kortisóls í líkamanum, en eins og við vitum er kortisól vondi kallinn sem eyðileggur vöðvana okkar. Þannig geta vöðvarnir stækkað og við getum lyft meiru.
Þar sem líkaminn ferlar C-vítamín mjög hratt þá mæla margir sérfræðingar með að taka 500 mg af C-vítamíni 2x á dag, sérstaklega mikilvægt er að taka C-vítamín eftir æfingu.

Það er meira af C-vítamíni í papriku – í einni stórri papriku eru 209 mg C-vítamín á móti 98 mg í einni stórri appelsínu.


Loksins jákvæð frétt frá Íslandi

Þessum niðurstöðum ber að fagna. Landinn hefur sannarlega vaknað til vitundar undanfrain ár um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Ástundun reglulegrar hreyfingar og hollt mataræði gefur ekki eingöngu bætt útlit og líðan á sál og líkama. Með því að hreyfa okkur reglulega og hugsa um hvað við setjum ofan í okkur erum við einnig að fyrirbyggja sjúkdóma og þannig lengjum við lífið og bætum lífsgæðin í framtíðinni.

Það verður ekki metið til fjár....þó að það sé talað um í fréttinni að dregið hafi úr reikningum LoL


mbl.is Dánartíðni vegna hjartasjúkdóma hefur minnkað um 80%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú veist að þú ert að taka vel á því þegar....

Þú sannfærir sjálfa(n) þig að sleppa siðasta repsi/setti/spretti – en klárar samt, annað eru helgispjöll

Þú hjólar heim eftir massífa fótaæfingu og börn og gamalmenni þeysast fram hjá þér

Það eru virkileg átök að blása hár og bursta tennur eftir að hafa lyft efri part

Það er á mörkunum að þú getir labbað niður stigann í búningsklefann eftir fótaæfingu

Daginn eftir fótaæfingu kjagarðu eins og fanginn í sturtunni

Þú lætur þig síga hææægt á klósettsetuna daginn eftir fótaæfingu - þú notar jafnvel fatlaða-klósettið

Þú rymur og stynur eins og berklasjúklingur í síðustu repsunum

Þú þarft að fara á “the happy place” í huganum til að geta klárað settið

Börn fara að gráta þegar þau sjá afskræmt andlit þitt í síðustu repsunum

Þú heldur áfram að svitna þó að þú sért búin(n) í sturtu og komin(n) í fötin

Andlitið er ekki rautt heldur purpuralitað eftir æfingu

Súrefnisgríma kemur sterklega til greina eftir sprettæfingu

Þú veltir því fyrir þér í miðjum spretti hvort einhver hafi látið lífið við að gera HIIT


Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband