Færsluflokkur: Fróðleikur
18.4.2007 | 09:07
Fitness og Þrekmeistarinn....not the same thing
Skrýtin tilviljun en um síðustu helgi spurðu mig tvær manneskjur hvort ég hefði verið að keppa í fitness um páskahelgina. Báðar höfðu þær ruglað saman Fitness og Þrekmeistaranum, og af því tilefni vil ég útskýra nánar hvað felst í þessum tveimur keppnum og muninn á þeim.
Í Fitness er farið í gegnum hindranabraut, og í sumum keppnum keppa konur sín á milli í armbeygjum og karlar í upphífingum og dýfum.
Síðan er samanburður þar sem kvenkyns keppendur koma fram á bikiníi og/eða sundbolum og karlar á sundskýlum. Dómarar meta bestu líkamsbyggingu keppenda út frá skurði, brúnku, samræmi milli hægri og vinstri/efri og neðri skrokk, og fleiru sem ég kann ekki að segja frá.Í Þrekmeistaranum er keppt í 10 greinum í kapp við klukkuna. Greinarnar eru eftirfarandi:HjólRóðravélNiðurtogFótalyfturArmbeygjurUppstigUppseturAxlapressaHlaupabrettiBekkpressaEkki eru gerðar kröfur um líkamsbyggingu né klæðaburð í Þrekmeistaranum. Fólk má þess vegna keppa í jólasveinabúning, næpuhvítt og með aukakíló, svo lengi sem það er í góðu formi og getur klárað brautina á sæmilegum tíma. Ef einhver sprengir sig í miðri braut þá verður hann að hætta keppni ef sá sem var ræstur á eftir honum nær honum inni í brautinni. Það er því nauðsynlegt að vera í góðri þjálfun fyrir Þrekmeistarann og passa að sprengja sig ekki í byrjun keppni.Ég vona að fólk átti sig nú á muninum á þessum tveimur keppnum en ég stefni semsagt á keppni í Þrekmeistaranum þann 5. maí n.k.Fróðleikur | Breytt 3.11.2008 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 10:01
Stöðnunartímabil í þjálfun
Allir sem hafa stundað líkamsrækt í einhvern tíma hafa eflaust upplifað tímabil í sinni þjálfun, þar sem árangurinn lætur á sér standa. Nú hafa allir mismunandi markmið í sinni þjálfun, og mæla því árangur á mismunandi hátt.
Sumir eru að grenna sig, aðallega konur, aðrir eru að styrkja sig, og enn aðrir að massa sig upp.
Hvert sem markmiðið er, þá er ekkert jafn pirrandi og þegar líkaminn hættir að svara þjálfunaráreiti, og stendur bara í stað. Þrátt fyrir púl og puð, blóð, svita og tár, þá hreinlega gerist ekki neitt.
Þegar maður upplifir slíkt tímabil þá sér maður ekki lengur tilganginn í öllu þessu helv puði og vill bara liggja uppi í sófa og horfa á Nágranna og borða Homeblest í staðinn fyrir að mæta á æfingu.
Fólk sem mætir reglulega í ræktina veit um vellíðunartilfinninguna sem fylgir æfingu og myndi aldrei höndla samviskubitið sem fylgir því að sleppa æfingu, svo það drattast á æfingu dag eftir dag, illa svekkt út í skrokkinn fyrir að hlýða ekki.
Hvað er til ráða þegar maður lendir í þessari frústrerandi stöðu?
Líkami mannsins er merkilegt fyrirbæri.
Homo erectus þurfti oft að leita á ný svæði þegar fæða var orðin uppurin á einu svæði, þar sem aðstæður voru kannski allt aðrar en á fyrri stað. Forfeður okkar þurftu því oft að þola erfiðar aðstæður eins og kulda og vosbúð, hungur og hita.
Sem arfleifð af þessari aldalöngu baráttu við náttúruna hefur líkami okkar þróast til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.
Þess vegna getur breytt æfingaáætlun skipt sköpum til að komast út úr stöðnun, því með því að sjokkera líkamann erum við að neyða hann til að bregðast við öðru áreiti og hann er vanur.
Hér eru nokkrar hugmyndir:
1) Skipta um brennslutæki, ef maður fer til dæmis alltaf á brettið þá að skipta yfir á þrekstigann eða skíðavélina.
2) Breyta um endurtekningafjölda í lyftingum, í staðinn fyrir að taka alltaf 3 sett af 10-12 endurtekningum, að þyngja lóðin og minnka endurtekningarnar niður í 8-12.
3) Auka ákefðina á æfingum, og keyra púlsinn ofar en gert er vanalega.
Það er mjög mikilvægt að koma sér ekki í þægindahring í ræktinni, þar sem maður gerir alltaf það sama, því þá venst líkaminn bara við þá þjálfun. Ef hann fær nýtt áreiti með nýrri þjálfun þá bregst hann við með að auka styrk og þol og við getum æft á meira álagi sem þyðir meiri fitubrennsla.
Mjög algengt er líka að mataræðið hamli framförum folks í ræktinni.
Nokkrar hugmyndir til breytinga:
1) Skrifa matardagbók og skoða hvort verið sé að borða of mikið eða of lítið en hvoru tveggja getur haft neikvæð áhrif á þjálfun líkamans.
2) Skoða hvort maður sé að borða nógu hollan og fjölbreyttan mat, eins og fisk, kjúkling, grænmeti, hýðishrisgrjón, kartöflur. Þegar maður er í aðhaldi er mjög auðvelt að festast í að borða alltaf það sama og því fær líkaminn ekki öll nauðsynleg næringarefni.
Það er alltof algengt að sérstaklega konur sem vilja grenna sig borði ekki nóg, og skilja svo ekkert í því að lærin og rassinn minnka ekki neitt. Það má líkja líkamanum við bíl, ef maður setur ekki bensín á bílinn þá kemst maður hvorki lönd né strönd.
Ef líkaminn er vel nærður með hollum mat þá getum við lyft þyngra, hlaupið hraðar og þar með brennt fleiri kaloríum.
Svo það er engin ástæða til að sitja heima og grenja í koddann yfir að vigtin haggist ekki, eða að bætingar í bekknum láti á sér standa.
Bara að rífa sig upp á rassinum og breyta til og gera eitthvað nýtt til að sjokkera líkamann.
Fróðleikur | Breytt 4.11.2008 kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 550737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar