Færsluflokkur: Lífstíll
24.9.2007 | 11:08
Brennsla... veiii gaman gaman...eða ekki
Cardio eða brennsla er bara ekki skemmtileg, ég held að við getum öll verið sammála um það. Það er staðreynd að flestum finnst leiðinlegra að brenna en að lyfta. Að vera fastur á sama punktinum í klukkutíma reynir á þolinmæði flestra og því finnst mörgum skemmtilegra að lyfta enda meiri fjölbreytni í að fara á milli tækja í salnum og vera innan um fólk.
Mörgum finnst svo leiðinlegt að brenna að þeir endast ekki lengur en 15 mínútur á hverju tæki og í versta falli sleppa bara brennslu.
En ef markmiðið er að láta lýsið leka verður æfingaplanið að innihalda einhverja brennslu. Hún er einnig mikilvæg fyrir góða heilsu því þolæfingar styrkja hjarta og æðakerfið mun meira en lyftingar. Brennsluæfingar ætti að framkvæma tvisvar til þrisvar í viku í a.m.k 30 mínútur til að ná árangri hvort sem markmiðið er að fá stinnan rass eða sterkt hjarta.
Þess vegna er mikilvægt að brennslan sé skemmtileg og ánægjuleg.
Hér koma því nokkrar hugmyndir um hvernig megi auka skemmtanagildi brennsluæfinga:
HIIT (High intensity interval training): Þessi brennsluaðferð felst í að taka lotur af sprettum með hægara hlaupi til skiptis. Ég hef áður talað um þessa aðferð hér á blogginu en hún er algjör snilld til þess að bræða fitu og eins til þess að koma í veg fyrir að maður mygli á brettinu úr leiðindum. Þegar hlaupið er á sama hraða í 50-60 mínútur verður það einhæft eftir 10 mínútur og maður mænir á klukkuna á skjánum og telur hverja sekúndu og okkur finnst hreinlega að tíminn standi í stað. En þegar við skiptumst á að taka lotur af sprettum og venjulegu hlaupi þá hreinlega flýgur tíminn eins og vindurinn.
Lagasvampur (iPod) eða annars konar Mp3 spilari er lykilatriði. Það jafnast ekkert á við gott lag sem sparkar í rassinn á manni þegar myglan er að læðast upp bakið. Uppáhalds brennslutónlist Naglans eru rokklög og 80's lög. Þessa stundina er Enter Sandman með Metallica að gera góða hluti fyrir sprettina.
Sjónvarp eða tímarit. Passa bara að gleyma sér ekki og fylgjast alltaf með púlsmælinum svo við séum örugglega að vinna á réttu álagi. Það er alltof algengt að sjá fólk á þrekstiganum í klukkutíma og mæna á imbann en blása ekki úr nös og ekki sést svitadropi neins staðar.
Tímar: Brennslutæki eru ekki eina leiðin. Í flestum stöðvum er gott úrval af hóptímum eins og Spinning, Kickbox, Pallar, Jump-fit, og allt eru þetta killer brennslutímar. Félagslegi þátturinn er svo mikilvægur, því það finnst ekki öllum gaman að húka einir á skíðavél út í horni með beljandi graðhestamúsík í eyrunum.
Stöðvaþjálfun: Nokkrir hringir af 4-5 fjölvöðva (compound) æfingum fyrir stærstu vöðvahópana sem eru gerðar hver á fætur annarri án hvíldar.
Dæmi um einn slíkan hring er:
Hnébeygja- Brjóstpressa með lóðum- Róður með lóð- Deadlift- Kviðkreppur.
Eftir síðustu æfinguna í hringnum má taka stutta hvíld (30-60 sek) áður en byrjað er á næsta hring. Eftir því sem þolið eykst má stytta hvíldina milli hringja eða jafnvel sleppa henni alveg. Til að lengja æfinguna má bæta við öðrum hring. Þessi aðferð eykur bæði þol og styrk.
Fjölbreytni er krydd lífsins. Ef við erum að hamast í sama tækinu dag eftir dag eftir dag þá er það ávísun á að við fáum viðbjóð á þessu öllu saman og gefumst upp. Mannskepnan þolir illa fábreytni og því er mikilvægt að nota sem flest brennslutæki. Jafnvel innan sömu æfingar má taka 15 - 20 mínútur í senn á 3-4 tækjum. Einnig er hægt að taka eingöngu þrekstigann eina viku, skíðavélina næstu viku, hlaupabrettið þriðju vikuna og enda mánuðinn á stöðvaþjálfun eða hóptímum. Svo má blanda saman brennslutækjum og t.d sippi og/eða stöðvaþjálfun. T.d hlaupabretti eða skíðavél í 10-20 mínútur; stöðvaþjálfun eða sipp í 2-3 mínútur og aftur á brettið í 10-20 mínútur.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2007 | 15:53
Tuna baby
Túnfisksalat Naglans:
1 dós túnfiskur í vatni
1 dós hreint skyr EÐA hálf dós hreint skyr blandað við hálfa dós af sýrðum rjóma EÐA 1 dós kotasæla. Sumum finnst of þurrt að nota bara skyr og geta því blandað sýrðum rjóma við en sumir vilja halda fitunni í lágmarki og nota því bara skyr. Allt saman smekksatriði og fer eftir óskum hvers og eins.
1 msk sinnep (mér finnst sætt sinnep best)
Laukur saxaður smátt
Gúrka eða ananas saxað smátt
Harðsoðið egg og rauðan fjarlægð. Skorið í eggjaskera fyrst á þverveginn og svo langsum svo út komi mjög smáir bitar
Stundum set ég 1 tsk Sweet relish út í.
Þetta salat má borða eitt og sér í kvöldmat eða í hádegismat en þá með kolvetnaskammti t.d ofan á gróft brauð eða hrökkbrauð eða með hýðishrísgrjónum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2007 | 07:57
Ryksugari óskast til leigu
Naglanum finnst það ekki tiltökumál að eyða 2-3 klukkustundum á dag í ræktinni en er það algjörlega ofviða að eyða 15 mínútum í að ryksuga alla 50 fermetrana sem hjónakornin búa.
Heimsóknir á Sogaveginn eru vinsamlega afþakkaðar þar til Naglinn tekur sig saman í andlitinu og dregur fram gamla Philips jálkinn úr geymslunni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 13:40
Ekkert kjaftæði !!!
- Ef þú getur auðveldlega gert 1-2 lyftur í viðbót en hættir bara af því þú varst komin(n) upp í ákveðinn fjölda repsa. Þú varst búin(n) að ákveða að gera 12 reps og hættir þegar þú varst komin upp í 12, en ekki af því vöðvarnir fóru í verkfall eftir 12 reps. ÞYNGJA!!!
- Ef þú grettir þig ekki í síðustu 3-4 lyftunum. Ef þú ert með poker-smetti allt settið ertu með of létta þyngd. Sá sem er ljótastur þegar hann lyftir hann vinnur. ÞYNGJA!!!
- Ef það heyrist ekki múkk frá þér allt settið. Þú átt að rymja og stynja, annars ertu með of létt og getur alveg eins verið heima að lyfta kókdósum. ÞYNGJA!!!
- Ef þú ert að spá í rassinn á manninum/konunni í hnébeygjunni eða hvað eigi að vera í kvöldmatinn í gegnum allt settið. Þú átt að þurfa að einbeita þér í hverju repsi að koma þyngdinni upp eða niður, dagdraumar eiga ekki heima í ræktinni. ÞYNGJA!!!
- Ef þú telur repsin upphátt hátt og skýrt. Þú átt að telja í gegnum samanbitnar varir og hugsa á meðan "bara 3 eftir, bara 2 eftir, klára, klára, klára". Ef þú mæðist ekki í settinu og getur bara verið á spjallinu þá ertu að lyfta kettlingaþyngd. Saumaklúbbsstemmning líðst ekki í ræktinni. ÞYNGJA !!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2007 | 20:07
Ljúffengur lax
Það kom ósk frá dyggum lesanda um uppskrift í athugasemdum og að sjálfsögðu verður Naglinn við slíkum beiðnum. Því slengi ég hér fram vinsælum hádegisverði á borðum Naglans.
Lax með spínati og hýðishrísgrjónum:
Lax (frábær uppspretta af Omega fitusýrum). Marineraður í 1 msk af Teriyaki í 2-3 klst í nestispoka í ísskáp. Bakaður í ofni við 200° í 15-20 mínútur. Tíminn fer eftir ofninum, því betri ofn því styttri tími en ofninn á heimili Naglans er jafn öflugur og ljósapera og því hef ég hann inni í 20 mínútur.
Spínat (grænmeti á að vera í hverri máltíð enda fjörefni og gott í kroppinn). Skolað og skellt á sjóðandi heita pönnu í 2-3 mínútur (engin olía) og hrært í á meðan. Spínatið sett á disk og piprað veeeel með svörtum pipar.
Skammtur af hýðishrísgrjónum (flókin kolvetni eru orkugjafi fyrir átökin í ræktinni).
Hér er dýrindis máltíð sem er holl og rétt samsett af kolvetnum, prótíni og fitu.
Bon appetit!!!
Lífstíll | Breytt 20.9.2007 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2007 | 09:34
Happy day
Í dag eru nákvæmlega 10 vikur í fitnessmótið. Í dag er líka brúðkaupsdagurinn minn og því mun án efa einhver óhollusta rata inn fyrir varir Naglans næsta sólarhringinn, bæði í föstu og fljótandi formi.
En á morgun er nýr dagur sagði Scarlett O'Hara forðum daga og á mánudag verður Naglinn kominn aftur í heilsugírinn, galvösk á brettinu og hafragrautur á diskinn minn.
Góða helgi gott fólk!!
14.9.2007 | 08:06
Hollt eða óhollt? Þitt er valið!
Ef vinur eða vinkona biður mig um að koma út að borða á sveitta hamborgarabúllu, sem enginn gerir lengur reyndar, þá segi ég bara einfaldlega að ég borða ekki slíkan mat og hvort viðkomandi sé ekki til í að koma frekar á Vegamót eða eitthvert annað þar sem ég geti pantað hollustu.
Þetta er allt spurning um val, hvað velurðu að borða og hvað velurðu að borða óhollt oft í viku, og þetta val er algjörlega undir manni sjálfum komið.
Maður á ekki að þóknast öðrum með að gúffa í sig einhverjum viðbjóði og líða illa líkamlega og andlega eftir á.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 08:11
Er nauðsynlegt að skjóta þá....
Vissuð þið að hrefnukjöt er frábær viðbót við hollustuna. Það er meira prótín og minni fita í 100 g af hrefnukjöti en í 100 g af kjúklingabringu.
Hrefna 100 g: Prótín 25, 9 g, fita 0,9 g, kolvetni 0 g
Kjúklingabringa 23 g, fita 1,1 g, kolvetni 0 g
Þetta þykir mér stórkostleg tíðindi því ekki veitir af smá fjölbreytni í fæðið hjá okkur heilsumelunum, og svo er hrefnan svo guðdómlega gómsæt.
Ég segi bara: Áfram Kristján Loftsson!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2007 | 10:19
Fólk er fífl
Nú er nóg komið....síðustu pistlar hafa bara verið eitthvað væl og Naglinn grenjar ekki. Eftir að hafa eytt helginni í vangaveltur um hvort ég sé of feit, of mjó, ekki nógu mössuð, of lítil, of stór eða hver hafi eiginlega verið ástæða þessarar ömurlegu athugasemdar frá þessum plebba hefur Naglinn ákveðið að halda áfram ótrauður í átt að settu markmiði.
Þökk sé yndislegum lesendum síðunnar sem hafa aldeilis stappað í mig stálinu og varpað ljósi á sannleikann sem er að fólk er fífl eins og Botnleðja benti svo réttilega á hér um árið.
Ég hafði aldrei hugsað mér að vinna þessa keppni, bara það eitt að fara í gegnum þennan undirbúning og labba upp á þetta svið og standa þar verður sigur fyrir mig og maður á alltaf að klára það sem maður byrjar á.
Fróðleikspistill er væntanlegur innan skamms.
Takk fyrir allt peppið elskurnar mínar. Þið eruð best!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.9.2007 | 07:52
Á báðum áttum
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 550737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar