11.4.2007 | 11:46
Timing is everything
Mikið er gott að vera komin aftur í rútínulífið eftir frídagana, æfa, borða, sofa á réttum tímum. Ég var alveg í vímu í gær eftir að hafa komist aftur 2x á dag í ræktina og í mitt venjulega mataræði. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað reglubundið líferni veitir mér gríðarlega hugarró. Líf mitt er mjög rútínubundið og lífsstíll minn krefst gríðarlegrar skipulagningar. Yfirleitt er ég búin að plana margar vikur fram í tímann hvenær ég æfi, borða, hvíli mig o.s.frv. og geri yfirleitt aldrei neitt nema að velta því fyrir mér lengi og vega og meta kosti og galla áður en ég tek ákvörðun. Allt sem ég geri er nefnilega ákveðnum tímalegum skilyrðum háð. Tímasetningar eru mjög mikilvægar í mínu lífi, eiginlega svo mikilvægar að það jaðrar við áráttu-þráhyggju og gerir mig að mjög takmarkaðri og hreinlega leiðinlegri manneskju.
Til dæmis get ég ekki farið í bíó nema um helgar. Í fyrsta lagi get ég ekki farið í bíó kl. 18 því þá er kvöldmatartími. Í öðru lagi þarf ég að vera farin að sofa fyrir kl. 22 á kvöldin til að geta vaknað kl. 5.30 á morgnana til að brenna. Átta tíma svefn er lágmark fyrir mig. Það má samt alls ekki breyta svefntímanum og fara til dæmis að sofa kl 23 eftir bíó og vakna kl. 6.30 til að brenna því þá riðlast allt matarprógrammið yfir daginn um heilan klukkutíma. Um helgar opnar ræktin ekki fyrr en kl. 8 og þá er í lagi að fara aðeins seinna að sofa og því hægt að fara í bíó kl. 20.
Ég get ekki borðað kvöldmat seinna en kl 19.30 því það verða að líða allavega 2 tímar frá því ég borða þar til ég fer að sofa. Það mega heldur ekki líða meira en 2 tímar frá máltíð að æfingu.
Yfir vikuna borða ég bara mat sem ég elda sjálf og því er ekki hægt að fara út að borða eða í matarboð í miðri viku, bara um helgar þegar er nammidagur og þá bara ef ég hef ekkert svindlað yfir daginn.
Ég á mjög erfitt með að fara í löng frí því þá riðlast æfinga og matarprógrammið, og ég verð helst alltaf að geta komist í ræktina á þeim stað sem ég er. Ég á líka mjög erfitt með að gista á hótelum, og vil frekar vera í íbúð með eldhúsi því ég verð helst að geta eldað minn hafragraut og mínar eggjahvítuommilettur.
Stundum skil ég ekki alveg hvernig Snorri minn nennir að vera með svona takmarkaðri og uppskrúfaðri konu, sem getur bara farið í bíó og út að borða á ákveðnum dögum, en hann er nú svosem orðinn vanur þessu.
Eins og sést á þessum pistli þá ætti ég kannski betur heima á stofnun þar sem ég klæðist hvítum jakka með löngum ermum sem ná aftur fyrir bak.
Meginflokkur: Naglinn | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 3.11.2008 kl. 11:24 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þvílík staðfesta!! Það eru ekki margir sem hafa svona rosalegan aga ... I know I don´t !!
Anna Brynja (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 12:09
Blessuð vertu, þetta kemst bara upp í vana eftir smá tíma og honum er nú erfitt að breyta. Enda er mannskepnan ekkert nema vaninn, en það þarf auðvitað aga til að koma öllu þessu upp í vana. Svo er auðvitað fín lína milli þess að vera agaður og obsessed hreinlega. Ég veit ekki alveg hvoru megin ég dansa.
Ragnhildur Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.