1.6.2007 | 08:42
Óþarfa áhyggjur
Þar sem ég djöflaðist í lóðunum í ræktinni í gær kemur til mín maður, kynnir sig og segist vera læknir.
Hann sagði að hann sæi sjaldan konu sem tæki jafn vel á því og ég og að hann vissi til þess að ég æfði mjög mikið. Hann sæi líka að ég væri "komin af stað" og væri því með áhyggjur. Ég áttaði mig ekki alveg á hvað hann meinti með "að ég væri komin af stað". Þá dregur hann mig afsíðis og segir: "Ég hafði bara áhyggjur að þú værir að lyfta of þungt verandi ófrísk". Ég tjáði honum að áhyggjur hans væru óþarfar þar sem ég sé EKKI ófrísk. "Nú" segir maðurinn, "mér fannst kviðurinn á þér sýna þess merki". Svo ég hló bara við og sagði honum að þetta væru nú bara leifarnar af velmegun helgarinnar. En mér var sko ekki hlátur í hug , enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona athugasemd. Ég meina hvað er að fólki.... þó mallinn sé ekki rennisléttur þá er bara ályktað strax að konan sé með barni.
Smá ráðlegging (til karlmanna sérstaklega).....ekki spyrja konu hvort hún sé ófrísk fyrr en á 9. mánuði og helst bara ekkert fyrr en á fæðingadeildinni til að vera alveg viss.
Nú verður sko googlað hvar er hægt að fá ódýra svuntuaðgerð !!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:43 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HEHEHE....jeminn góður, þetta er nú farið að vera svolítið fáránlegt...hefði samt viljað sjá svipinn á kauða. En það er nú svo að þegar konur eru orðnar þetta grannar þá meiga þær varla innbyrgða eina ertu án þess að hún sjáist á mallanum tíhí En bara svona svo þú vitir það að þá finnst mér þú allavega alls ekkert með óléttumalla og við eru margar sem öfunda þig á þessum malla þannig að þú skalt nú bara snarlega hætta öllum hugsunum um einhverja svuntuaðgerð góða mín
Ingunn (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 09:41
Takk fyrir hughreystingarnar og hrósið elskan mín . Mallinn er nú samt ekkert öfundsverður eftir sukkið um síðustu helgi , en það er verið að vinna í því. Þeim verður víst að svíða sem undir míga!! En eins og þú segir að þá er þetta eiginlega orðið fáránlegt hvað ég fæ oft þessa ÖMURLEGU spurningu. Það liggur við að maður skelli í eitt bara til þess að fólk hafi ástæðu til að spyrja .
Ragnhildur Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 10:53
Hahahaha þetta er orðið alveg fáránlegt... Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig fólk fær það út að þú sért ólétt...
En ég held reyndar að þú þurfi að vera með svuntu svona í alvörunni til að fara í svuntuaðgerð þannig að só sorry. Þú átt í það minnst mjög langt í land til að vera gjaldgeng í svoleiðis.
Þú þarft alls alls ekki að vera með komplexa yfir mallakút, hann er svo fínn og örugglega margar konur sem myndu vilja fara í "naglamagaaðgerð"
Knús og kram
Anna panna og svuntan
Anna María (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 11:27
Takk fyrir uppörvunina elsku dúllurnar mínar *knús*. Maður á auðvitað bara að blása á svona bull og elska friðinn og strjúka (útblásinn) kviðinn .
Ég var í þvílíku dramakasti yfir þessu öllu saman í gær og sagði að maðurinn hefði ekki bara eyðilagt fyrir mér daginn heldur allt árið 2007 og ég myndi aldrei borða meir....NEVER bara!! En ég entist ekkert í þeirri aðgerð og er hætt við það og svuntuaðgerðina og hlæ bara að þessu í dag .
Hvaða svuntu ert þú annars að tala um Anna María...sbr. Anna panna og svuntan ?? Ég geri ráð fyrir að þú sért að elda !
Ragnhildur Þórðardóttir, 1.6.2007 kl. 14:30
Jahérna hér!! Ég tek undir með þér.. maður á bara ALDREI að gera ráð fyrir að konur séu óléttar nema það bara geti ekki verið neitt annað. Ég hef reyndar lent í þessu sjálf. Þ.e. að karlmaður hafi gert ráð fyrir því að ég væri ólétt þegar ég var það svo sannarlega ekki. Ég er reyndar í allt öðru "formi" en þú og var þá u.þ.b. 15 kg þyngri en ég er í dag svo þetta er ekki beint sambærilegt. Ég var samt rosalega hissa á honum að láta þetta út úr sér. Til að gera þetta verra þá eyðilagði hann afmælisdaginn minn En svo er hægt að líta á björtu hliðarnar... þetta var líka harkalegt "wake-up-call" í mínu tilfelli og ég fór að gera eitthvað í mínum málum í kjölfarið. En núna er ég komin svolítið út fyrir efnið. Þessi saga þín vakti bara upp minningar
Mikið vildi ég annars að ég kæmist í Esjugönguna á morgun! Verð líklega að finna mér einhverja aðra áskorun þessa helgina. En ég ætla mér suður bráðlega og þá er Esjuganga á stefnuskránni Óska þér góðrar skemmtunar í þinni á morgun
Óla Maja (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:32
Mikið er ég fegin að einhver önnur en ég hefur lent í þessari ömurlegu lífsreynslu, því ég var farin að halda að maginn á mér væri eitthvað óeðlilegur þar sem ég hef verið spurð að þessu ekki bara einu sinni, heldur ÞRISVAR sinnum.
Stundum þarf svona óþægilegt "slap in the face" til að gera eitthvað í sínum málum, eins og þú þekkir greinilega. Það var ekki fyrr en ég komst ekki lengur í jólafötin í júní að ég ákvað hingað og ekki lengra. Ég hafði oft fengið komment um að ég væri of feit, en lifði bara í sjálfsblekkingu, og hlustaði ekki á það. Kannski að maður ætti að taka mark á svona óléttukommentum og laga helv&%# magann.
Ragnhildur Þórðardóttir, 2.6.2007 kl. 12:46
Djöf dóni
Eysteinn Skarphéðinsson, 2.6.2007 kl. 18:15
Þú ERT að grínast??!!!! Ef þú færð svona komment, þá eigum við hinar okkur ekki viðreisnar von!!!
Ef naglinn vill miskunna sig yfir karókídrolluna og hafa hana með sér í átak, þá þiggur hún það með þökkum :) lofa að vera ekki auminginn í þínu liði!!!
Lovísa (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 12:53
Karókídrollan er velkomin í átak a la Naglinn. Nefndu bara stað og stund og ég mæti með svipuna múúhahaha.... Nei nei ég lofa að vera góð við þig.
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 08:49
ég er laus næst á fös og um helgina, svo mið og fim..!
Lovísa (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.