Allt er breytingum háð....

Nú er allt að gerast í ræktinni.  Alls konar breytingar verið gerðar og þær hafa greinilega verið til góðs. 

Byrjaði á kreatíni aftur fyrir u.þ.b viku og það er aldeilis að virka.  Tók tvíhöfða og þríhöfða í gær og var öflugri en ég hef verið í langan tíma.  Gat þyngt í nánast öllum æfingum.  Svo er ég ekki frá því að vöðvarnir hafi bara hafa stækkað, svei mér þá.  Ég tók nefnilega eftir því fyrir stuttu að ég hafði rýrnað enda búin að vera í allt of mikilli brennslu undanfarið.  Svo ég köttaði út brennslu seinnipartinn og tek núna bara brennslu á morgnana í 45-60 mínútur. 

Svo skipti ég um lyftingaprógramm og lyfti nú hvern vöðvahóp tvisvar í viku í staðinn fyrir bara einu sinni áður.  Er búin að vera á þungu prógrammi í langan tíma, þar sem ég lyfti fáar endurtekningar með miklar þyngdir. Ég var algjörlega stöðnuð í þyngdunum og bara hálf-orkulaus og áhugalaus á æfingum.  En núna er ég að lyfta fleiri endurtekningar (12-15) með aðeins minni þyngdir en áður og keyri á meiri ákefð, tek styttri hvíldir milli setta og fullt af súpersettum.

Mataræðið er samt ennþá það sama: kjúlli, lax, eggjahvítur, hýðishrísgrjón, gróft haframjöl, sojamjólk, myoplex, grænmeti.  Ég er reyndar byrjuð að taka CLA fitusýrur aftur og vítamíntöflur.  Ávexti og mjólkurvörur borða ég ekki nema kotasælu og einstaka sinnum epli.  Mér fannst ég alltaf svo uppþembd eftir að hafa borðað skyr, og hætti algjörlega að borða það þegar ég var í náminu úti í Guildford, enda ekki fáanlegt þar, og fann strax mun á mér.   Ég sá líka mun á skrokknum eftir að hafa köttað út mjólkursykurinn. 

Það er alveg nauðsynlegt að breyta til þegar maður finnur fyrir stöðnun, eða áhugaleysi.  Líkaminn er svo fljótur að aðlagast að eftir ákveðinn tíma verða engar framfarir á sama æfingaprógramminu eða mataræðinu. 

Eitthvað sem virkaði vel í ræktinni eða mataræði fyrir ári síðan virkar ekki endilega í dag. 

Það er líka öruggt að ef maður gerir það sama dag eftir dag, þá kemur upp í mannskepnunni leiði og jafnvel uppgjöf því mannshugurinn þarf örvun og hún fæst ekki með að endurtaka sífellt það sama.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir kommentið! Já, það er ótrúlegt hvað maður getur orðið hundleiður á einhverju sem var svo skemmtilegt einu sinni. Ef ég er ekki með mikla fjölbreytni þá á ég til að leggja árar í bát í einhvern tíma. Svo það er heilmikið til í þessu! Þetta er svo mikið í hausnum á manni að það er ótrúlegt.

Gangi þér vel skvís! 

Anna Brynja (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 18:04

2 identicon

En þú dugleg, ánægð með þig stelpa Stefnirðu á að keppa eitthvað á næstunni?

ingunn (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já fullt að gerast maður.  Næst á dagskrá eru 10 km í Rvk Maraþoni í ágúst og, svo er það Þrekmeistarinn aftur í október og planið er auðvitað að bæta tímann í hvoru tveggja. Svo er dálítið spennandi að gerast í nóvember sem ég stefni á en meira um það síðar....

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.6.2007 kl. 08:53

4 identicon

En spennandi. Dáist að fólki sem leggur í svona hlaup. Ég efast um að ég gæti hlaupið 10 km þó mér væri borgað fyrir það :)

ingunn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:16

5 identicon

Rosalega ertu dugleg!  Veistu... þegar ég les þetta þá fyllist ég löngun til að gera eitthvað rosalega rótækt - fara út og hlaupa t.d.  Verð samt að viðurkenna að ég efast um að ég gæti hlaupið 10 km  Hlakka til að heyra hvað þú ætlar að gera í nóvember  líst mjög vel á hitt  

Óla Maja (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Þú ert ekkert smá öflug... þarf að taka mér þig til fyrirmyndar og fara að hreyfa mig meira. Það eru nú þegar farin tvö kíló hjá mér síðustu tvær vikur, bara við að sleppa gosi, sælgæti og kökum og við Hilmar kíktum á eina líkamsræktarstöð í gær. Erum að reyna að finna einhverjar stöð nálægt nýja strandhúsinu okkar þar sem það styttist nú óðfluga í 1. júlí :) Ég er að spá í að byrja bara rólega þar sem það er svo langt síðan ég hef hreyft mig eða hugsað um mataræði. Bestu kveðjur frá DK, Eydís

Eydís Hauksdóttir, 8.6.2007 kl. 06:22

7 identicon

Segðu mér.. af hverju borðaru svona lítið af ávöxtum?  Ein alltaf forvitin

Óla Maja (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 12:31

8 identicon

Ég gæti trúað að Naglinn sneiði fram hjá ávöxtum út af ávaxtasykrinum...sumir eru öfgafullari en aðrir hehe En tekurður þá ekki allavega C-vítamíntöflur?

Ingunn (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 12:38

9 identicon

Já eða öfgafyllri even hehe

Ingunn (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 12:40

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jú jú rétt hjá Ingunni að Naglinn forðast allan sykur, hvort sem hann heitir ávaxtasykur eða mjólkursykur.  En ég passa auðvitað að fá öll nauðsynleg vítamín úr grænmeti og það er meira C-vítamín í papriku en í appelsínu .

Það er svo lítið mál að hlaupa elskurnar mínar og þið farið létt með það.  Eina sem þarf eru góðir hlaupaskór og góð tónlist, og svo bara nýta sumarið og byrja að æfa sig.  Byrja bara á að labba og hlaupa til skiptis, og svo þegar þolið er orðið betra að auka vegalengdina sem hlaupið er og minnka labbið .  Reyndar þarf Ingunn kannski að bíða eftir að bumbubúinn láti sjá sig fyrst áður en hún byrjar að skoppa um grænar grundir.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.6.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 549166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband