10.10.2007 | 11:37
Hvatning í ræktinni og mataræðinu
Það upplifa allir tímabil þar sem viljinn til að fara í ræktina og púla og puða eða löngunin í enn eina kjúklingabringuna eru hreinlega víðsfjarri. Þá getur verið gott að hafa hvatningarorð við höndina til að leggja frá sér Homeblest pakkann og koma rassinum upp úr sófanum og í ræktina.
Ekki grafa þína eigin gröf með hníf og gaffli
Þú ert það sem þú borðar
6-pack magavöðvar verða til í eldhúsinu, ekki í ræktinni
Sársauki er veikleikinn að yfirgefa líkamann
Andartak í munni, alla ævi á rassi
Eftir nammidag sem fór úr böndunum: Þó eitt dekk hafi sprungið er engin ástæða til að sprengja hin þrjú
Það bragðast ekkert eins vel og að líta vel út
Þeir sem ná árangri gera það sem hinir þora ekki að gera
Þú ert það sem þú hugsar og ef þú hugsar heilbrigt þá ertu heilbrigð(ur)
Eini staðurinn þar sem árangur kemur á undan vinnu er í orðabókinni
Uppgjöf er ekki í boði sem valkostur
Eina hindrunin ert þú sjálfur
Viljinn til að breytast verður að vera meiri en viljinn til að vera óbreyttur
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð!
Mér veitir sko ekki af hvatningu þessa vikuna. Það hefur verið ansi freistandi að hangsa bara heima í stað þess að drífa sig í ræktina. Fínt að hafa svona hvatningarorð við hendina.
Anyways, þar sem ég er sjúkleg áhugakona um mat, þá var ég að prófa pönnukökuuppskriftina frá þér. Setti eplamauk og kanil útí og við mæðgur vorum sammála um að þetta væri þvílíkt lostæti! Á svo sannarlega eftir að nota þessa einföldu uppskrift í framtíðinni.
Takk fyrir frábæra síðu
Mína (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:31
Eini staðurinn þar sem árangur kemur á undan vinnu er í orðabókinni.
Snildin ein og eiginlega bara svo rétt takk fyrir alla hjálpina . En ekki lumar þú á einhverju sem að er svo hollt og gott sem að væri hægt að hafa með sér fyrir framan sjónvarpið eða bare einhvern eftirrétt?
SAS (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 15:32
Frábært Margir góðir þarna. Það sem greip mig fyrst var:
Það bragðast ekkert eins vel og að líta vel út
Það hefur verið ansi stór hvati í mínu lífi undanfarin ár hvað mér líður mikið betur með sjálfa mig - fyrir utan það hvað mér líður bara mikið betur bæði líkamlega og andlega. En það er yndisleg tilfinning að vera sáttur við sjálfan sig og það sem blasir við í speglinum eftir nokkurra ára niðursveiflu, sófaveru og sukk (með tilheyrandi aukakílóum og slappleika.
Verð annars að deila því með þér að ég er núna með svakalega strengi í handleggjum, brjóstvöðvum og baki eftir átök morgunsins.. það verður svaðalega gaman hjá mér á morgun miðað við líðanina núna. Yndislegt bara
Óla Maja (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 18:28
Elsku Óla Maja, ég er sko sammála þér með að hreyfingin bætir og kætir sálartetrið ekki síður en skrokkinn. Þegar maður er ánægður með sjálfan sig þá er maður ánægðari með lífið og tilveruna og lífið verður svo miklu léttara svona jákvæður. Þú ert svo ótrúlega dugleg líka og átt skilið að vera stolt af sjálfri þér.
SAS! Mér dettur nú ekkert í hug sem er sniðugt yfir sjónvarpinu þar sem mitt kvöldsnarl er Extra tyggjó. Það er þá helst niðurskorið grænmeti, hreint eða sykurlaust skyr eða prótínsjeik sem mér dettur í hug. Svo eru snillingarnir hjá Kjörís farnir að framleiða sykurlausan ís, og ísinn frá Kjörís er bara 5% fita svo það ætti að vera í lagi að smjatta á því af og til yfir imbanum.
Mína! Pönnsurnar eru bara snilld og hægt að leika sér með þær á ýmsa vegu með bragðtegundir og krydd. Haltu áfram á þinni braut kona, þú ert svo mikil hetja enda búin að ná svo rosalegum árangri... ekki missa móðinn!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.10.2007 kl. 19:29
Bravo, við hugsum greinilega á sömu línu þessa dagana. :) Vona að allt gangi vel hjá þér krúttan mín.
ingunn (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:41
Sæl bara svona af því að mér þykir margt gott á blogginu þínu þá þykir mér miður að þú sért að predika þetta kjaftæði: Þú ert það sem þú hugsar . Hugsaðu aðeins þá kemstu í raun um að þetta er algjört rugl og oft á tíðum ekkert sérstaklega holt að hugsa svona.
Hafrún Kristjánsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.