Þú veist að þú ert fitnesskeppandi þegar....

  Maður verður nú að hafa smá húmor fyrir þessu öllu saman.....

 

1) Þú getur í hreinskilni sagt að þú hafir eytt meiri pening í baðföt en brúðarkjólinn

2) Þú færð póstinn sendan í ræktina þar sem þú ert líka með svefnpokapláss

3) Fataskápurinn er tvískiptur: On-season og Off-season.  Það er ekki hægt að blanda saman fötum úr þessum tveimur deildum.

4) Það er aðeins þrennt sem kemst að á hverjum degi: Æfa, borða hreint og skoða fitness síður á netinu. 

5) Þú getur nefnt fræga fitnesskeppendur með því einu að sjá rassinn þeirra. 

6) Þegar einhver vill taka mynd af þér stendurðu bein í baki, breikkar latsana, dregur inn kviðinn, spennir alla vöðva líkamans og BROSIR. 

7) Þú tekur fleiri töflur á dag en amma þín.

8) Að klæða sig upp er að taka hárið úr tagli sem það er búið að vera í alla vikuna. 

9) Þú hefur látið einhvern nákominn fela mat fyrir þér á þínu eigin heimili.

10) Auðveldur dagur er lyftingaæfing og bara ein brennsluæfing

11) Tupperware er besti vinur þinn

12) Ekkert gleður þig jafn mikið og að vakna með svo miklar harðsperrur að þú kemst varla fram úr rúminu.

13) Þú getur ekki unnið því þú ert of upptekin við að telja sekúndurnar fram að næstu máltíð.

14) Þú færð fiðrildi í magann við að finna lyktina af brúnkukremi

15) Maðurinn þinn lætur þig nota gestaklósettið því þú borðar aspas í öll mál. 

16) Hann lætur þig líka sofa í gestaherberginu:  Brokkolí og prótínsjeikar....need I say more??

17) Þú ert með helauma kjálka því þú jórtrar sykurlaust tyggjó allan liðlangan daginn.

18) Það tekur þig 10 mínútur að panta mat á veitingastað því þú þarft að sleppa allavega 3 atriðum úr réttinum, hafa dressinguna til hliðar, vita hvort fiskurinn sé steiktur í smjöri eða olíu og hvort það sé rjómi í sósunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehehehe so true, so true.

ingunn (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 549249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband