Dásemdir hörfræja

Dyggir lesendur þessarar síðu kannast líklega við rausið í Naglanum um góðu Omega fituna í fiski sem hjálpar til við að brenna líkamsfitunni. En þeir finnast víst sem hafa óbjóð á fiski en það þýðir bara meira fyrir okkur hin sem kunnum að meta gull hafsins, og lífið úr brjóstinu á þjóðinni. 

 

Fyrir þá sem fúlsa við fiski og fyrir þá sem vilja tryggja að mataræðið sé skothelt eru hörfræ dásamleg viðbót í Omega-3 flóruna.

Hörfræ eru:

Sneisafull af Omega-3 fitusýrum,

Pökkuð af vítamínum og steinefnum: t.d zink, járni, E-vítamíni, magnesium, kalki o.fl o.fl

Full af trefjum bæði uppleysanlegum og óuppleysanlegum.

 

Trefjar eru mjög mikilvægur þáttur í mataræði hvers og eins.  Trefjar fara ómeltar alveg niður í ristil þar sem þær hamast eins og skúringarkonur og halda honum þannig í toppstandi.  Eftir hreingerninguna eru þær síðan brotnar niður.

 

Skortur af trefjum í mataræði getur valdið:

krónísku harðlífi (getur ekki verið gaman)  

vandamálum með þyngdarstjórnun (nóg er af öðrum vandamálum í lífinu)

Háþrýstingi

Hjartasjúkdómum

Sykursýki

 

Omega - 3  fitusýrurnar í hörfræjum kallast ALA (alpha linoleic acid).

ALA eru afar gagnlegar fyrir vöðvauppbyggingu þar sem þær auka insulin næmi inni í vöðvafrumum. 

En það er ekki eina dásemdin við ALA því áhrif hennar á líkamann er margþætt.

 

Áhrifin felast m.  a.  í að:

 

Bæta ónæmiskerfið

Byggja heilbrigða frumuveggi

Stjórna sléttum vöðvum og ósjálfráðum viðbrögðum

Flytja blóð til fruma líkamans

Stjórna taugaboðum

Meginorka hjartavöðvans

 

Þannig getur neysla á hörfræjum komið í veg fyrir ýmsa kvilla og sjúkdóma á borð við krabbamein og hjarta - og æðasjúkdóma.

 

Fyrir fólk í þjálfun hefur neysla á hörfræjum eftirfarandi áhrif:

 

Minni líkamsfita

Aukin frammistaða á æfingum

Minni harðsperrur

Aukin nýtni á súrefni

Aukin nýtni á næringarefnum

Góð uppspretta orku

 

Hvernig notum við hörfræ?

Það þarf að mylja hörfræ áður en þeirra er neytt.  Hægt er að kaupa fyrirfram mulin en mun ódýrara er að kaupa poka af helium fræjum og mylja í blandara.  Síðan er mulningurinn geymdur í ísskáp.  Hann má svo nota út á hafragrautinn, í eggjahvítur, salatið, prótínsjeika. 

Naglinn mælir sérstaklega með eggjahvítupönnsum með muldum hörfræjum....algjört sælgæti Tounge

Eins er hægt að kaupa hörfræolíu og bæta út í prótíndrykki eða drekka beint af kúnni fyrir þá allra hörðustu.  Olíuna skal einnig geyma í kæli.

 

Hvort sem notað er, mulin hörfræ eða hörfræolía, skal miða við 1-2 matskeiðar á dag.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa hjá þér, ég er aaaallllllveg að fara í ræktina, ekki vantar áhugann en stendur eitthvað á framkvæmdagleðinni...

alva (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:54

2 identicon

Fróðlegt! - viltu þá meina að heil hörfræ geri lítið sem ekkert gagn ?

Ég hef nefnilega borðað HEIL hörfræ í töluverðan tíma - ég þarf kannski að endurskoða það og fara að hakka þau.

Valdís (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:03

3 identicon

Djö...meðferðin á trefjunum annars, hamast og hamast við að skúra út og hvaðeina og síðan eru þær bara brotnar niður...beint með þær á kvennaathverfið..

alva (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 02:09

4 identicon

já og eitt enn með hörfræin, að leggja þau í bleyti, virkar það ekki eins og að mylja þau, þá í bleyti í svona 12-24 tíma í kæli?? Það er allavega gert á elliheimilunum...sko við hörfræin.

alva (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 02:12

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Valdís! Mér var ráðlagt að borða þau mulin þar sem þau meltast auðveldar þannig. Sel það ekki dýrara en ég keypti það samt.

Alva! Ekki spurning að fara að drífa sig í ræktina, það er svoooo gott að æfa. Veit ekki með hörfræ í bleyti, hef heyrt um það með þurrar baunir eins og kjúklingabaunir en kann ekki á það með hörfræin. Ég borða þau alltaf mulin en ég býst við að það séu til ýmsar aðrar aðferðir við að matreiða þau.

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.11.2007 kl. 14:10

6 identicon

Sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég ferð minni um Heilsuhúsið um helgina var mér tjáð að neysla hörfræja drægi einnig úr sykurlöngun. Ágætis hliðarverkun ef það er rétt

Mína (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 15:37

7 identicon

Ég hef notað mulin hörfræ út á hafragrautinn góða í marga mánuði en ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona brilliant (eins og Vala Matt myndi segja)!

Óla Maja (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 22:17

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Mér finnst þau líka svo bragðgóð og gera mann saddari ef þeim er bætt út í matinn eins og grautinn góða eða eggjahvíturnar.

Ekki slæmt þessar upplýsingar um sykurlöngunina .

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 08:40

9 identicon

takk fyrir þetta, hreyfingin er í vinnslu

alva (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband