14.11.2007 | 09:09
Rétt hugarfar í líkamsrækt
Rétt hugarfar skiptir öllu máli þegar kemur að því að ná árangri. Þetta vita þeir sem hafa náð árangri í sinni þjálfun og líkamsrækt.
Maður þarf að temja sér ákveðinn hugsunarhátt til þess að ná langt í þjálfun, því stífar æfingar eru ekki bara líkamlega erfiðar heldur einnig hugarfarslega.
Vinnan, fjölskyldan, félagslífið getur allt sett strik í reikninginn þegar kemur að æfingum eða að halda mataræðinu í toppstandi.
Æfingar á morgnana er skotheld leið til þess að tryggja æfingu dagsins. Tilhugsunin um að rífa sig á lappir fyrir allar aldir er ekki girnilegur kostur í huga margra en staðreyndin er sú að ekki margt í lífinu kemur í veg fyrir æfingu kl. 6 að morgni. Hins vegar getur ýmislegt komið upp á yfir daginn sem gæti orðið til þess að æfing eftir vinnu sé látin sitja á hakanum.
Í líkamsrækt er nauðsynlegt að hugsa eins og skáti og vera "ávallt viðbúinn" óvæntum aðstæðum sem gætu truflað rútínuna.
Þeir sem ná árangri í líkamsrækt eru þeir:
- sem fara vel og vandlega yfir tímaplanið sitt og sníða æfingaáætlun og mataræði í samræmi við það.
- undirbúa máltíðir dagsins kvöldið áður til að koma í veg fyrir:
að máltíðir detti út
að óhollustu sé neytt því ekkert annað sé í boði.
- sem bæta upp ef æfing dettur út um morguninn, með því að æfa í hádegi, eða eftir vinnu.
- sem velta sér ekki upp úr því ef æfing dettur út þann daginn, heldur halda sínu striki daginn eftir
- sem bæta upp ef máltíð dettur út með því að borða eins fljótt og kostur er
- láta ekki óvænta svindlmáltíð breytast í svindldag eða svindlviku. Í stað þess að hugsa "æi fokk it, dagurinn er hvort eð er ónýtur, ég fer aftur í hollustuna á morgun", byrja þeir strax aftur í hollustunni í næstu máltíð
Besti hugsunarhátturinn er forvörn, að reyna að koma í veg fyrir að við dettum út af sporinu.
En það er óhjákvæmilegt að eitthvað komi upp á sem raskar rútínunni og þá er mikilvægt hugsa um að laga skaðann í stað þess að leyfa pirringi og depurð að ná yfirhöndinni.
Fólk sem nær árangri í líkamsrækt eru þeir sem leita að lausnum á vandamálunum.
Þeir sem ekki ná árangri eru þeir sem leita að afsökunum.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SAMMÁLA öllu!!!! Vona að þér gangi þrusuvel á endaprettinum! Ji það er svo stutt eftir núna. Þetta verður fljótt að líða. Mér gengur vel, geri allt þetta á listanum hér fyrir ofan ..hehe.. hef samt svolitlar áhyggjur af að vöðvarnir séu eitthvað farnir að rýrna.. hef grennst svo hratt á tveimur vikum! En nú er bara að lyfta, lyfta og lyfta meira!
kær kveðja
Ester Júlía, 14.11.2007 kl. 09:20
Takk fyrir það mín kæra og sömuleiðis. Við neglum þennan endasprett og verðum hrikalegar á sviðinu eftir bara 10 daga....ó mæ god hvað það er stutt í þetta . Ef þér finnst þú vera rýrna skaltu passa vel upp á að fá nóg prótín og jafnvel auka það pínu svo vöðvarnir verði nú stilltir og þægir á sínum stað .
Hlakka mikið til að sjá þig á sviðinu!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 10:26
Hæ aftur . Þú minntist á pósunámskeið...er það ekki hjá Heiðrúnu? Hvað kostar tíminn hjá henni? Ég er reyndar með góða hjálp, Arnar G er að hjálpa mér með stöðurnar....gengur fínt nema #$%& bakstaðan er að plaga mig, hef ekki almennilega tilfinningu fyrir því hvernig ég á að vera...en það hlýtur að koma
Ester Júlía, 14.11.2007 kl. 13:18
Gaman að lesa síðuna þína. Sammála þér í öreindir. Haltu áfram á þessum nótum, mörgum mikil hjálp í að lesa það sem þú skrifar.
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:48
Aldeilis satt og rétt þetta. Persónulega fannst mér það skemmtilegasta við að lesa þetta að ég átta mig á því að ég VAR í hópnum sem fannst alltaf allt "vera á móti mér" í sambandi við líkamsrækt - lét semsagt það sem "kom uppá" stoppa mig af og datt endalaust í "fokk it" hugsunina
En í dag er ég í lausna-leitargírnum.. ef planið er ekki að ganga þá er það ekki afsökun, heldur verkefni sem þarf að finna útúr og leysa - eins og ég er að vinna í þessa dagana
Óla Maja (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:25
ster! Námskeiðið hjá Heiðrúnu er á þriðjudögum kl 21 í sporthúsinu, og þér er alveg velkomið að kíkja í einn tíma. Það er ótrúlega gagnlegt, því ef einhver kann pósurnar þá er það hún. Láttu mig vita það með %$## bakpósuna, hún er rosa erfið en hún hefur kennt okkur góð trix. Kíktu endilega!!
Fjóla, ástarþakkir fyrir hrósið. Alltaf gaman þegar fólk kann að meta blaðrið í mér.
Óla Maja! Þú ert svo innilega komin í rétta gírinn með þetta allt saman. Við finnum út úr þessari stöðnun þinni í sameiningu, ég veit að það er ekkert meira pirrandi þegar maður hamast og djöflast og #%&/ vigtin og % haggast bara ekki. Mann langar bara til að grenja!! Ekki gefast upp samt, finna lausnir frekar eins og þú segir ;-)
Ragnhildur Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 16:00
Góður pistill
Mína (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.