Cardio kanínur örvæntið eigi

  Að brenna eða ekki brenna, það er spurningin. 

Þegar markmiðið er að stækka vöðvana, eða það sem kallast "off-season" hjá fitnessköppum, er þetta oft stóra spurningin.  Við vitum að lyftingar byggja upp vöðva og því meiri vöðvar því meiri brennsla í hvíld.  Þarf þá nokkuð að pína sig í þessari helv&#$ brennslu líka þegar maður er "off-season"?

Svarið er einfalt: " félagi, hættu þessu væli og á brettið með þig". 

 

cardio

Jafnvel þegar markmiðið er að byggja upp vöðva og stækka er nauðsynlegt að stunda þolæfingar (brennslu) samhliða lyftingunum.  

Brennsla eins og nafnið gefur til kynna brennir hitaeiningum og þar með líkamsfitu.  Því lægri sem líkamsfitan verður því betur koma vöðvarnir í ljós. 

Brennsla eykur matarlystina sem er nauðsynlegt þegar markmiðið er að stækka vöðvana, því það gerir okkur auðveldara að borða helling af "hreinni" fæðu. 

Þolæfingar styrkja hjarta- og æðakerfið sem auðveldar okkur að lyfta þungt.  Fjölmargir lyftingakappar gefast upp í síðustu repsunum ekki af því þá vantar kraftinn heldur eru þeir hreinlega of lafmóðir til að halda áfram.  Eins og Arnie gamli sagði þá eru það síðustu 3-4 repsin sem skipta höfuðmáli og ef við höfum ekki úthaldið í þau þá getum við kysst vöðvavöxt bless.

 

Það er mikilvægt að keyra ekki brennsluna fram úr hófi og brenna þar með vöðvunum sem við unnum fyrir með blóði, svita og tárum.  Hæfilegt magn brennsluæfinga fyrir fólk í uppbyggingu er 3-4 x í viku í 30-40 mín í senn. 

cardio nauðsyn

Brennsluæfingar eiga samt alltaf að vera í þriðja sæti í þjálfun og líkamsrækt.  Hreint og gott mataræði á að vera í fyrsta sæti, lyftingar í öðru sæti og svo getum við pælt í brennslunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frænka litla keeping me on track! Þú ert orðin nr.1 á morgunrúntinum svo ég haldi mér nú við efnið

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er svo gott að fá smá spark í rassinn í morgunsárið  og ekki veitir okkur af sem erum að fara að keppa eftir augnablik.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 11:55

3 identicon

Sæl og verð að byrja á því að segja að þú ert goð í mínum augum þessa dagana ;) smá sem ég ætla að spyrja þig, ég þarf að losna við slatta af fitu, á auðvelt með að fá vöðva reyndar, brenni á morgnana 45 mín, hversu oft er gott i viku og má lyfta á fastandi, svona ef ég hef bara tíma um morguninn? Eða er betra að borða til að hafa orkuna? Á það til að vera í tímaþröng og brenna mikið og lyfta lítið og stend í stað :(

Eva (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:57

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva! Maður roðnar nú bara við svona stór orð .  Takk fyrir!!  Viltu ekki bara senda mér tölvupóst: rainythordar@yahoo.com og við förum yfir málin saman.  Ég skal reyna að hjálpa þér eftir bestu getu .

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 14:17

5 identicon

100 dagar beibí! Eigum við að ræða það eitthvað, nei ég hélt ekki. ;)

ingunn (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já fínt, já sæll, já fínt, já sæll.... hvað það er stutt í mót og kellingin engan veginn orðin nógu buffuð.

Ragnhildur Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband