8.1.2008 | 10:28
Blessað cardio-ið
Það var áhugaverð frétt á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem lektor í íþróttafræðum lýsti yfir áhyggjum sínum af hreyfingarleysi landans. Hann lýsti einnig yfir áhyggjum sínum yfir því að margir karlmenn sem stunda líkamsræktarstöðvar einblína á lyftingar eingöngu og stunda litla sem enga þolþjálfun.
Hann nefndi að þetta þjálfunarmynstur geti stuðlað að aukinni tíðni kyrrsetu -lífsstílssjúkdóma í nánustu framtíð, sérstaklega með tilliti til hjarta - og æðasjúkdóma eins og háþrýstings ig kransæðastíflu, þar sem þessir menn væru aldrei að þjálfa hjarta og æðakerfið.
Naglinn hefur hins vegar sömu áhyggjur af kvenpeningnum og þessi maður í fréttunum í gær hefur af körlunum. Ekki vegna þess að þær pumpi bekkinn of stíft, ónei, öðru nær. Naglinn hefur áhyggjur af öllum þeim fjölda kvenna sem stunda eingöngu Rope yoga, Pilates, Ashtanga jóga, og hvað þessar dýnuæfingar heita allar, og telja að það sé nóg hreyfing. Staðreyndin er hins vegar sú að við þjálfum ekki hjarta - og æðakerfið nema með því að hleypa púlsinum upp og svitna.
Svo eru reyndar öfgarnar á móti, eða kardíó kanínurnar sem djöflast á skíðavélinni eins og þær eigi lífið að leysa og snerta ekki járnið af ótta við að verða eins og Olga Kulechov kúluvarpari á einni nóttu.
Naglinn hefur margoft ítrekað mikilvægi þess að stunda bæði þolþjálfun og lyftingar, hvoru tveggja er nauðsynlegt fyrir heilsuna.
Lyftingar stækka vöðvana, sem eykur grunnbrennslu því stærri vöðvar krefjast meiri orku og eru virkir hátt í 24 klst eftir æfingu. Lyftingaæfingar styrkja líka bein og sinar sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur kvensurnar þar sem tíðni beinþynningar er hærri okkar megin. Sterkari vöðvar og sterkari bein dregur úr líkum á stoðkerfisvandamálum síðar á ævinni.
Þolþjálfun eykur blóðflæði um líkamann og hjartað styrkist og stækkar og við það lækkar hvíldarpúlsinn, því hjartað getur dælt meira blóði í gegn í hverju slagi. Það dregur úr líkum á ýmsum kvillum á borð við háþrýsting. Þolþjálfun brennir líka hitaeiningum sem er kostur þegar menn vilja bumbuna burt.
Ekki misskilja mig samt, jógæfingar eru mjög gagnlegar til að styrkja miðjuna og eiga alveg rétt á sér, en aðeins sem hluti af heildarþjálfunaráætlun þar sem þolþjálfun og lyftingar skipa veigameiri sess. Við þjálfum líka miðjuna í æfingum eins og hnébeygjum, deadlift og róðri.
Það er mikilvægt að festast ekki í einni tegund þjálfunar og hundsa allt annað.
Flokkur: Þolþjálfun | Breytt 4.11.2008 kl. 16:54 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verð að segjaað þetta er aveg hárrétt!! Í ræktinni minni eru gaurarnir og karlarnir fastir fyrir framan speglana með lóðin og allar stelpurnar og konurnar á skíðavélunum.
En spurning, styrkir það ekki æðakerfið að lyfta? ég er allavega sveitt og púandi þegar ég lyfti enda stækka vöðvarnir hjá mér hratt og vel :P
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:40
Allar æfingar sem hleypa púlsinum upp styrkja hjarta og æðakerfið, þ.m.t lyftingar Þegar maður tekur vel á því finnur maður að púlsinn fer upp, sérstaklega þær sem eru gerðar á hröðu tempói. En þolþjálfun er samt sem áður milljón sinnum áhrifaríkari til að styrkja og stækka hjartað.
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.1.2008 kl. 13:01
Hæ Ragnhildur,
ég fylgist alltaf með þér - og öllum góðu heilsuráðunum :)
Ég er alltaf on and off í ræktinni en hef nú tekið enn eina ákvörðunina um að breyta um lífsstíl. Þetta byrjaði allt með að hætta að reykja! Það mótiveraði mig til þess að taka matarræðið all verulega í gegn. Núna er ég að prófa south-beach matarræðið. Ég hef aldrei farið á svona kúra - en ég las bók um þennan og hann virkaði bara ansi sannfærandi. Hefurðu heyrt um þennan kúr? Hvernig líst þér á hann?
Ég verð eiginlega að fá blessun frá heilsugyðjunni ...!!
Annars segi ég bara til hamingju með brúðkaupið - þú varst gullfalleg brúður!!
kv. Erla á mogganum
Erla (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:00
Sæl og bless mín kæra Erla,
Frábært að þú sért byrjuð í átaki. Ég heyrði ekkert meira í þér svo ég vissi ekki hvernig hafði gengið síðast þegar við fórum saman yfir mataræðið og æfingarnar.
Varðandi South Beach þá er ég aldrei hrifin af svona kúrum og reyni frekar að agitera fyrir hollum og fjölbreyttu mataræði. Ég er lítt hrifin af því þegar kolvetnin eru fjarlægð eins og í 1. hluta kúrsins, kolvetni eru bensínið og hvernig ætlarðu að fara um á tómum tanki? Þessi kúr hefur reyndar þann kost að hann kennir fólki að borða margar smáar máltíðir yfir daginn, sem er lykilatriði fyrir fitutap. Mér finnst reyndar alveg ótrúlega flókið hvenær má fara af stigi 2 enda ekki alveg fyrir leikmenn að vita hvenær þeir eru að borða nóg af kolvetnum og hvenær of mikið fyrir kjörþyngd sína.
Það er heldur ekkert talað um daglegan hitaeiningafjölda, sem skiptir auðvitað höfuðmáli fyrir fitutap. Og ekkert talað um fituna sem er líka mjög mikilvæg, að borða rétta fitu ýtir undir fitutap.
En prófaðu bara og sjáðu hvernig þú fílar þig og hvort eitthvað gerist. Maður veit ekkert nema að prófa, ekki satt . Leyfðu mér að fylgjast með hvernig gengur og endilega hafðu samband ef þú ert með frekari spurningar.
Gangi þér vel skvís .
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.1.2008 kl. 15:25
Gjörsamlega sammála, oft erfitt að fá konur til að lyfta.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.1.2008 kl. 15:45
Eins og kemur fram í fjölmörgum pistlum hér á síðunni þá er Naglinn ötull talsmaður loftfirrðrar þolþjálfunar. Slík þolþjálfun ásamt venjulegri þolþjálfun á 60-80% álagi stækkar hjartavöðvann, sem eykur svokallað stroke volume og lækkar hvíldarpúls. Það kalla ég að styrkja vöðva, þegar hann getur afkastað meira en áður. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að þolþjálfun dregur verulega úr líkum á hjarta og æðasjúkdómum, sem hlýtur að sýna fram á að hún sé að styrkja hjarta og æðakerfið. Þegar þolþjálfun er borin saman við styrktarþjálfun í slíkum rannsóknum eru áhrif þolþjálfunar yfirleitt mun meiri. En áhrif styrktarþjálfunar á hjartaheilsu eru þó vissulega til staðar, enda hef ég aldrei haldið öðru fram. Þessi maður í fréttunum í gær, lektor í íþróttafræðum, væri varla að lýsa yfir áhyggjum ef lyftingar væru jafn áhrifaríkar fyrir hjartaheilsu eins og þolæfingar.
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.1.2008 kl. 17:13
Takk fyrir svarið mín kæra.
Ég er hef líka verið frekar skeptísk á fyrsta hlutann - en hann er bara í tvær vikur og hefur þann tilgang að "afsykra" mann - svo að það verði auðveldara að halda sig við hollt matarræði.
En - ég fæ kannski bara að senda á þig póst - ég er sífellt eitthvað að spá í þessu. Líka svo margar ólíkar ráðleggingar sem maður fær að maður getur hreinlega tapað geðheilsunni ;)
p.s. ég hafði ekki meira samband því að ég datt úr heilsugírnum og skammaðist mín fyrir aumingjaskapinn! En núna er ég kominn í svaka gír!!
Knús. Erla.
Erla (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:31
Heyrðu skvís, ekkert til að skammast sín fyrir þó maður detti úr heilsugírnum. Bara frábært að þú sért komin aftur á beinu brautina. Vertu bara í bandi ef þig vantar ráðleggingar, getur alltaf sent mér póst á rainythordar@yahoo.com.
Gangi þér vel!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.1.2008 kl. 08:56
Hvað segirðu um teygjur? Er algjört möst að teygja eftir hverja einustu æfingu og hvað er það sem nákvæmlega gerist við að teygja? Er það ekki efni í pistil
Audrey, 9.1.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.