9.1.2008 | 16:14
ZMA
Hvað er Zink ?
Zink er flokkað sem nauðsynlegt steinefni. Margar fæðutegundir innihalda zink t.d mjólk, ostrur, rautt kjöt, spínat, hnetur, hafrar og baunir.
Hvað gerir Zink fyrir líkamann ?
Zink styrkir ónæmiskerfið og er nauðsynlegt fyrir skiptingu fruma, vöxt þeirra og viðgerð. Zink sér líka um að brjóta niður alcohol í lifrinni og hjálpar til við meltingu og framleiðslu prótíns.
Það kemur einnig við sögu í mörgum ensímaferlum og hjálpar líkamanum við lsoun hormóna eins og vaxtarhormóna, testósterón, insulin og estrogen. Eins viðheldur zink eðlilegu kólesteról magni í líkamanum.
Hvað gerist ef líkaminn fær ekki nóg Zink ?
Skortur á zinki hefur áhrif á nýtingu og upptöku prótíns og getur því valdið vöðvarýrnun. Vöðvaþol, styrkur og heildar vinnugeta vöðvans minnkar þegar skortur er á zinki í líkamanum.
Rannsóknir sýna að þeir sem stunda stífar æfingar eru líklegri til að skorta Zink en þeir sem æfa lítið eða ekkert. Eftir erfiða æfingu minnka nefnilega bæði zink og magnesium birgðir líkamans verulega.
Margir líkamsræktariðkendur fá ekki nægilegt magn af zinki úr fæðunni og geta því notið góðs af því að taka það inn aukalega.
Hvar fæ ég Zink í bætiefnaformi ?
ZMA er bætiefnablanda sem fæst annaðhvort í töflu- eða duftformi og inniheldur zink, magnesium og B6 vítamín.
ZMA er þróuð með vöðvavöxt og styrktaraukningu í huga.
Talið er að inntaka ZMA auki magn testosterone og vaxtarhormóna í líkamanum og stuðli þannig að auknum vöðvastyrk.
Ein rannsókn sýndi að fótboltamenn sem tóku ZMA á kvöldin í 8 vikur höfðu 2.5 sinnum meiri vöðvastyrk miðað við hóp sem tók lyfleysu (Brilla, L., Medicine and Science in Sports and Exercise, vol 31, 5, 1999).
Betri svefn er annar kostur við inntöku ZMA. Ráðlagt er að taka ZMA 30-60 mín fyrir svefn og margir segjast sofna fyrr og sofa dýpra þegar þeir taka ZMA.
Flokkur: Fæðubótarefni | Breytt 4.11.2008 kl. 16:54 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og takk fyrir enn eeinn fróðleiksmolann ;) Ég verð bara að segja að þegar ég tek inn ZMA þá sef ég muun betur, er ekki alltaf að vakna á nóttunni og á það til að vilja sofa aðeins meira reyndar :) Og mig dreymir meira og skrítnara í þokkabót :P
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:26
Sæl og blessuð og takk sömuleiðis fyrir að kíkja reglulega í heimsókn og nenna að lesa. En gaman að aðrir upplifi þetta sama með svefninn. Ég sef alltaf eins og rotuð þegar ég tek ZMA, sem ég geri reyndar allan ársins hring, og dreymir allskonar bull. Í nótt dreymdi mig að ég hefði litað öll hvítu æfingafötin mín bleik með rauðum sokk í þvottavélinni.
Maður er alltaf með hugann við ræktina, líka á nóttunni ;-)
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.1.2008 kl. 17:31
Hæ hæ, mikið er ég glöð að þú skyldir fjalla um ZMA-ið.
Ég spurðist fyrir um það hjá EAS fyrir nokkrum árum og hann vildi hreinlega ekki selja mér það. Sagði þetta eiginlega vera bara fyrir karlmenn þar sem það hefði svo mikil áhrif á hormónana, væri því ekki hentugt fyrir kvenmenn. En ef þetta er "bara" vítamín og steinefni þá get ég nú ekki séð að þetta geti valdið manni nokkurn skaða.
Þú sem sagt mælir með þessu...?
kv. Helga Dögg
P.s. takk fyrir frábæra síðu, hún hjálpar manni mikið í þessu "ströggli" :o)
Helga Dögg (Ókunnug) (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:31
Sæl og blessuð Helga Dögg, Takk fyrir það og takk fyrir að kíkja í heimsókn að lesa, alltaf gott að geta verið að gagni.
Já ég mæli eindregið með ZMA, hef notað það sjálf í nokkurn tíma og með góðum árangri. Ég kaupi það bara í apóteki frá NOW, kostar rétt um 1000 kallinn minnir mig.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.1.2008 kl. 21:14
Þú ert svo mikill fróðleiksbanki Ragga mín. Alveg frábært. :)
Langaði annars bara að óska þér góðrar ferðar í dag.
ingunn (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.