30.1.2008 | 17:52
Montinn Nagli
Naglinn er að kafna úr monti núna. Tók bekkinn með Jóhönnu aftur á mánudaginn var, og aftur maxaði kellingin. Loksins náði Naglinn að bekka draumaþyngdina almennilega, 60 kg, þrisvar sinnum án nokkurs spotts. Jóhanna er auðvitað jötunn, enda Íslandsmeistari á ferð, svo hún var að bekka 80-100 kg án þess að blása úr nös. Við stöllurnar vöktum greinilega athygli nærstaddra, því þar sem við erum í dýfunum í dag (með lóðabelti auðvitað), segir Sölvi Fannar (þjálfari í WC) við okkur: "Stelpur, þið eruð rosalegar. Ég frétti af ykkur í bekknum á mánudaginn. Strákarnir hættu víst allir við að taka bekkinn þegar þeir sáu þig taka 60 kg, og Jóhönnu taka 80-90 kg". Svo sneri hann sér að kúnnanum sínum og sagði: "Þær voru að taka rosalegar þyngdir þessar tvær, þessi tók 90 kg og hin tók 60 kg". Þá sagði kúnninn: "Já ég var búin að frétta af þeim". Þetta fannst okkur vinkonunum nú ekki leiðinlegar athugasemdir. Jóhanna er nú orðin vön þessari athygli en Naglinn er í skýjunum að hafa verið nefndur líka, enda búin að berjast við að ráða almennilega við þessa þyngd í langan tíma. Þá er líka eins gott að fólk tali um það út í bæ....hhhmmm
Spurt er
Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg síða :)
Ákvað að kasta kveðju á þig þó að þú þekkir mig ekkert, en bið innilega að heilsa Jóhönnu :)
Kveðja frá Kef, Helga E
Helga Einars (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:25
Sæl Helga! Takk fyrir það. Ég skila kveðjunni til Jóhönnu. Þekkirðu hana semsagt? Ertu kannski í löggunni líka?
Ragnhildur Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 09:46
Djö er ég ánægð með þig stelpa, svona á að gera þetta! :)
ingunn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:25
Krafturinn í þér og sjálfaginn kona. Öfundsvert. Var að lesa þarsíðustu færslu þar sem ég er að ganga í gegnum það sama að buxurnar þrengjast frekar en víkka eins og ég vil. Skil vel að æfingarnar eru að hafa þau áhrif að vöðvarnir stækka, en fitulagið hverfur lítið, þá sérstaklega á mallanum Er of góð við mig matarlega séð og þá helst um helgar, en maður verður líka að leyfa sér það, annars er þetta ekkert gaman
Kíki oft á síðuna þína mér til gamans, mætti þér í wc um daginn og næstum búin að heilsa þér hehehehe Svona eins og þulurnar í sjónvarpinu, allir þekkja þær en þær ekki á móti.
Bumbukveðja
M, 31.1.2008 kl. 12:24
Glæsilegt hjá þér skvísa!
Ekki leiðinlegt að vera milli tannanna á fólki yfir svona afrekum
Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 12:43
Takk fyrir það skvísur . Nú er það bara að sýna afrekin á almannafæri.... hhmm Ingunn Guðbrandsdóttir, ertu ennþá geim í Bekkpressukeppni? Það er ein 17. mars sem ég hef augastað á.
M! Af hverju heilsaðirðu mér ekki? Það er svo gaman að sjá andlitin á lesendum síðunnar. Lofaðu að heilsa mér næst .
Ragnhildur Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 13:14
Lofa því, fjandans feimnin að flækjast fyrir manni
M, 31.1.2008 kl. 13:34
Já út í hafsauga með hana.... alls ekki vera feimin við Naglann .
Ragnhildur Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 13:47
Hæ aftur,
Já þekki hana, toppmanneskja :) já og við vorum að vinna saman í löggunni í Kópavogi 2005.
Kv, Helga
Helga E (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 05:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.