Pönnsurnar góðu

Naglinn var beðinn um að birta uppskriftina að eggjahvítupönnsunum aftur svo hér koma tvær útgáfur, þessi gamla góða og önnur low-carb varíasjón.

Gamla góða

4-5 eggjahvítur (má vera meira ef menn vilja og þurfa)
Haframjöl (magn eftir smekk, og hitaeininga og/eða kolvetna þörfum)
1 matskeið prótínduft (bláberja er í uppáhaldi hjá Naglanum um þessar mundir, en eitthvað berjabragð eða vanillu er rosa gott)

Hrært í blandara á high-speed í c.a 1 mínútu.  Hellt á meðalheita pönnukökupönnu og bakað þar til koma loftbólur, snúa við og baka á hinni hliðinni í c.a 30 - 40 sekúndur.

Low - carb

4-5 eggjahvítur (má vera meira ef menn vilja og þurfa)
1 matskeið mulin hörfræ (pakkað af trefjum og góðri fitu og nánast engin kolvetni)
1 matskeið prótínduft

Hrært í blandara á high-speed í c.a 1 mínútu.  Hellt á meðalheita pönnukökupönnu og bakað þar til koma loftbólur, snúa við og baka á hinni hliðinni í c.a 30 - 40 sekúndur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Ég hef prófað þetta nokkrum sinnum og notað þá vanillu/pineapple. frá SciTech.. úfff bara kem þessu ekki niður!  Þetta er eitthvað svo þurrt og ógeðslegt hjá mér.  Reyndar notaði ég ekki blandarann í þetta, hrærði bara.  Kannski breytir það einhverju.  Og reyndar notaði ég svoldið meira en 1 msk af prótíninu.. það hefur pottþétt einhver áhrif.  Já kannski tími til að reyna einu sinni enn, ekki veitir af einum kosti í viðbót í mataræðið þessa dagana

Audrey, 1.2.2008 kl. 21:52

2 identicon

Sæl, notarðu enga fitu til að steikja þetta? Festist þetta ekki við pönnuna?

Lokka (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 02:54

3 identicon

Langaði að deila minni reynslu varðandi pönnsurnar Ég hef stundum notað ávaxtamauk út í þær til að bragðbæta (nota ekki prótínduft). Hef notað bara svona barnamatskrukkur með ávaxtamauki og þá valið tegund sem er án viðbætts sykurs (veit ekki alveg hvort Naglinn myndi samþykkja slíkt). Eins finnst mér gott að ef t.d set eplamauk útí að setja kanil líka.

Varðandi hræringuna á þessu gumsi að þá finnst mér best að nota góðan písk og hræra (þeyta) degið mjög vel svo það verði loftkennt og pönnsurnar þ.a.l. svoldið loftkenndar. Þá festast þær líka síður við pönnuna.

kv. Hafnfirska húsmóðirin

Mína (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 07:54

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þær verða ekki þurrar hjá mér ef ég nota blandarann og hræri vel á miklum hraða þar til þetta verður pínu þykkt. Ef þér finnst þetta of þurrt Auður þá er sjúklega gott að hræra 1 matskeið af súkkulaði Scitec út í smá vatn og dýfa pönnsunum útí.... já sæll bara sjúkt.

Lokka! Nei ég keypti bara góða Teflon pönnu og þarf þá ekki að nota neina olíu eða fitu.

Mína! Ósykraður barnamatur og ósykrað eplamauk er sko í góðu lagi. Það er um að gera að vera nógu hugmyndaríkur í hollustunni.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Audrey

Djefulli ertu sniðug - ég prófa þetta!

Og með olíuna þá spreyjaði ég bara Pam spreyji yfir pönnuna.. sem minnir mig á að ég þarf að fara að fjárfesta í nýrri pönnu, teflon húðin fór fyrir löngu þegar kallinn setti hana einu sinni í uppþvottavélina .... mín var ekki ánægð þá!

Audrey, 2.2.2008 kl. 11:19

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Prófaðu líka hörfræin, það gerir þær miklu þykkari og meira djúsí. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég banna kallinum mínum að vaska upp eða nota þvottavélina, þá myndu einmitt svona slys gerast.

Ragnhildur Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 12:08

7 Smámynd: Ingibjörg

ertu að starfa sem einkaþjalfari núna ?

ef svo er hvað myndi það kosta fyrir mig að fá þjalfun hja þér í einn mánuð

Ingibjörg, 3.2.2008 kl. 02:10

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Imba, Nei ég starfa ekki sem einkaþjálfari, því miður.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.2.2008 kl. 12:49

9 Smámynd: Ingibjörg

ok einhvernveginn fannst mér að þú værir einkaþjálfari litur allavega út fyrir að vera það .

Ingibjörg, 5.2.2008 kl. 17:48

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jú jú ég er með einkaþjálfararéttindi en vinn ekki við það. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 6.2.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband