27.3.2008 | 14:33
Booty call
Fallegur rass segir heiminum að þú sért í góðu formi. Hvern langar ekki til að vera með stinnan og fagurlega mótaðan afturenda? Ekki einungis lítur maður betur út í móðins gallabuxum, heldur eru rassvöðvarnir sterkasti vöðvahópur líkamans og styðja við mænuna og koma í veg fyrir álag á hnén. Veikir þjóhnappsvöðvar geta aukið líkur á bak og hné meiðslum.
Við byggjum upp fallega þjóhnappa með að virkja vöðvana og minnka fituna sem umlykur þá.
Æfingar fyrir neðri líkamann byggja upp og móta rassvöðvana, og brennsluæfingar og rétt mataræði kötta burt fitu.
Nokkrar styrktaræfingar sem sparka vel í rassinn... í bókstaflegri merkingu:
Hnébeygjur: Konungur allra æfinga og móðir rassæfinga. Hér er mikilvægt að fara djúpt niður til þess að virkja sem flesta vöðva og þá sérstaklega rassinn, "ass to grass" gott fólk!!
Framstig: Hér er einnig mikilvægt að stíga stórt skref fram á við og láta hnén nánast snerta gólf. Spyrna til baka í gegnum hælinn.
Afturspark: Fókusa á að sparka í gegnum hælinn. Stjórna á leiðinni til baka og ekki fara alla leið til baka til að missa ekki spennuna í rassinum.
Uppstig: Stíga vel í gegnum hælinn á þeim fæti sem stigið er í upp á bekk/kassa.
Þó ekki sé til neitt sem heitir staðbundin fitubrennsla þá getur rétt líkamsstaða á brennslutækjunum virkjað rassvöðvana betur.
Hér eru nokkur ráð til að virkja rassinn sem best í cardio-inu:
Hlaup/ganga upp brekku. Það er mikilvægt að hællinn snerti jörðina fyrst í hverju skrefi en ekki tábergið.
Brekkan veitir mótstöðu og áreitið því ekki ósvipað því að lyfta og neyðir okkur til að lyfta fótunum á móti þyngdaraflinu sem byggir og styrkir vöðvana í neðri hluta líkamans. Hér sláum við því tvær flugur í einu höggi. Bæði brennum við hitaeiningum eins og mulningsvél en erum á sama tíma að byggja upp kálfa, læri og rass.
Þrekstigi: Halla sér pínulítið fram, taka stór skrefi, líkt og við séum að taka tvær tröppur í einu. Rétta vel úr bakinu, skjóta rassinum út (eins og önd) og stíga í gegnum hælana, og virkilega finna fyrir hverju skrefi. Með því að sleppa því að halda í handriðið erum við líka að virkja litlu jafnvægisvöðvana í rassinum, sem gerir æfinguna mun áhrifaríkari.
Skíðavél: Rétta vel úr baki, ýta mjöðmum aftur svo rassinn skjótist út og reyna að stíga sem mest í gegnum hælinn.
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ég myndi gefa fyrir að vera með rass eins og á fyrstu myndinni, samt aðeins stærri
Er einmitt að fara á fótaæfingu i dag. Hef sjaldan sem aldrei gert framstig eða uppstig. Best að byrja á því
Takk fyrir góðan pistil.
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:39
Segjum tvær...væri alveg til í svona kúlurass eins og skvísan þarna . Ég tók einmitt fætur í morgun, fullt af beygjum, uppástigi og framstigi... nú skal kúlurassinn koma og hananú!!!
Mæli eindregið með framstigi og uppstigi fyrir rassinn, finnur vel fyrir þessum æfingum daginn eftir..... við erum að tala um sperrur dauðans .
Ragnhildur Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 14:45
Hnébeygjur eru máli!!!
Hér getið þið lesið aðeins um þær og meira að segja séð video!
http://www.bodybuilding.com/fun/exercises.php?Name=Barbell+Full+Squat
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:55
Einmitt æfingar sem við gerum hjá Auðbjörgu í Body shape Ættuð að sjá rassinn á mér
En hvað með lærabaggana, sama hvað ég reyni. Alltaf með þessa vængi
M, 27.3.2008 kl. 16:08
Ég er einmitt í hvíld frá beygjunum í bili, eða réttara sagt, tek frekar grunnar beygjur þar sem rassinn var aðeins kominn úr hlutfalli við restina, full afturstæður!! hehe en ég vil ekkert endilega að hann minnki, bara að lærin stækki uppí sömu hlutföll
En mér finnst alltaf jafn fyndið þegar fólk labbar á bretti í halla, hangir svo í handföngunum þannig þau halla afturábak og eru beisiklí að labba aftur á jafnsléttu! Nema þau æfa nottla gripið til að passa uppá að detta ekki aftur fyrir sig...
Bjarney Bjarnadóttir, 27.3.2008 kl. 22:18
M! Beygjur, Framstig, Uppástig, Fótapressa eru allt snilldar æfingar fyrir flott og stinn læri. Svo auðvitað skiptir mataræðið máli og fitubrennsluæfingar. Til dæmis HIIT á bretti, það er algjör brennslumaskína fyrir lærin.
Bjarney! Það er kannski þess vegna sem ég er á góðri leið með að fá útstæðan svertingjarass, er alltaf í djúpu beygjunum .
Ótrúlega margir sem hanga á handföngunum og halla sér aftur á bak á brettinu. Þá er hallinn á brettinu algjörlega óþarfur, nema til að friða samviskuna kannski. Allavega er rassinn ekki að vinna vinnuna sína.
Ragnhildur Þórðardóttir, 28.3.2008 kl. 09:00
Djúpar beygjur, djúpar front beygjur, that's where it's at!
Svo til að mæla árangurinn er nauðsynlegt að framkvæma "the pencil test" sem Hannah Johnson lýsir hér: http://asp.elitefts.com/qa/default.asp?qid=51151&tid=
Hér er svo æfingadagbókin hennar: http://asp.elitefts.com/qa/training-logs.asp?tid=131&__N=Hannah%20Johnson
Enjoy!
Fjölnir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.