15.4.2008 | 14:48
Gamla góða Lýsið
Lýsi er líklega það bætiefni sem mest er neytt af á Íslandi. Að meðaltali tekur hver Íslendingur um 3 desilítra af lýsi á ári og er það langmesta neysla í heiminum.
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lýsis gagnvart hinum ýmsu sjúkdómum, og þar hafa Omega - 3 fitusýrurnar verið í aðalhlutverki. Árið 1970 fóru danskir læknar að skoða eskimóa á Grænlandi, en lengi hafði verið vitað að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma væri mun lægri hjá Grænlendingum borið saman við t.d Dani, þrátt fyrir mikla fituneyslu. Það kom í ljós við rannsókn á mataræði eskimóanna að þeir neyttu mikillar fiskifitu. Athygli Dananna beindist fljótlega að Omega - 3 fitusýrunum í fiskifitunni, og þá helst DHA og EPA sem eru ómettaðar fitusýrur. Rannsóknir á DHA og EPA hafa leitt margt merkilegt í ljós.
Flestir vísindamenn eru farnir að hallast að ótvíræðum jákvæðum áhrifum lýsisneyslu á hjarta- og æðasjúkdóma. Annars vegar getur lýsi haft jákvæð áhrif á samsetningu blóðfitunnar með því að lækka hlutfall tríglýseríðs og kólesteróls í blóði og dregið þannig úr æðakölkun. Hinsvegar hefur lýsi áhrif á prostaglandínframleiðsluna og þannig um leið á storknunareiginleika blóðsins.
Allt frá 18. öld hefur lýsi verið gefið við liðagigt með góðum árangri. Lýsi virðist hægja á framgangi og einkennum liðagigtar en læknar ekki sjúkdóminn. Omega - 3 fitusýrur breyta hlutfalli prostaglandína í líkamanum þannig að minna myndast af bólgumyndandi prostaglandínum.
Lýsi dregur einnig úr einkennum á IgA nephropathy, sem er algengur nýrnasjúkdómur.
Nýlegar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á að regluleg neysla lýsis lækkar blóðþrýsting hjá fólki með of háan blóðþrýsting.
Hákarlalýsi hefur verið töluvert notað á Norðurlöndum til að hraða græðslu sára og styrkja ónæmiskerfið og þar með draga úr hættunni á alls kyns sýkingum. Í hákarlalýsi er mikið af svokölluðum alkoxýglýserólum, en þau hafa verið notuð sem hjálparmeðferð við geislameðferð til að draga úr hliðarverkunum hennar, svo sem vefjaskemmdum.
Auk Omega-3 fitusýranna inniheldur lýsi bæði A- og D- vítamín. Ekki þarf að hafa áhyggjur af of stórum skömmtum af lýsi hjá fullorðnum en komið hafa fram D-vítamín eitrunareinkenni hjá börnum sem hafa fengið AD-vítamíndropa og lýsi samtímis.
Nýlega hafa einnig komið fram rannsóknir sem sýna að 2,000 - 4,000 mg af EPA og DHA á dag, hvort sem er úr fiski eða með bætiefnum, getur bætt árangur í íþróttum. Bætingar bæði í styrk og þoli hafa einnig komið fram í rannsóknum. Hjá þeim íþróttamönnum sem prófaðir voru komu bætingar fram í auknum þyngdum í bekkpressu, meiri stökkkrafti í hástökki og langstökki, bættum hlaupatíma og minni bólgum í vöðvum.
Rannsakendur geta sér til um að þessar bætingar í íþróttum megi rekja til jákvæðra eiginleika EPA og DHA. Þessir eiginleikar eru m. a framleiðsla vaxtarhormóna, bólgueyðandi virkni, aukin súrefnisupptaka, betri insúlínviðbrögð í frumuhimnum og blóðþynnandi áhrif. Einnig hefur regluleg neysla EPA og DHA áhrif á að súrefni og næring flyst fyrr til vöðva og stuðla þannig að því að líkaminn þarf styttri tíma til að jafna sig eftir erfiðar lotur af æfingum.
Meginflokkur: Fæðubótarefni | Aukaflokkur: Mataræði | Breytt 31.10.2008 kl. 15:28 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvort mæliru meira með lýsi eða hörfræjarolíu? Eða bara bæði? En hvernig er með omega-3-6-9? Taka það líka?
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:07
Ef þú tekur Omega 3-6-9 skaltu kíkja aftan á hvaðan Omega 3 fitusýrurnar koma. Ef það stendur DHA og EPA þá þarftu ekki lýsi, og ef það stendur flax seed þá þarftu ekki hörfræolíu. Það er misjafnt hvaðan Omega fitusýrurnar koma sem eru í svona blöndum. Ég held að Udo's oil sé með hvoru tveggja, ekki alveg viss samt. Ef þú tekur ekki Omega 3-6-9 skaltu taka bæði lýsi og hörfræolíuna, þetta eru mismunandi fitusýrur og þú þarft á þeim báðum að halda.
Ragnhildur Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 18:14
Takk fyrir frábært blogg Ragga, er einlægur aðdáandi :)
Í Udo's oil eru ekki DHA og EPA heldur mikið af fitusýru sem er nefnd ALA og er ekki talin eins mikilvæg og DHA og EPA. DHA og EPA eru hins vegar í lýsi. Heimild: nemandi minn (er efnafræðingur og kenni efnafræði) gerði fitusýrugreiningu á Udo's oil og lýsi og komst að þessu :)
Soffía (úr workouthópnum) (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:45
Sæl og blessuð Soffía,
Nú fer nú aldeilis að styttast í Þrekmeistarann. Eruð þið ekki vel stemmd? Þið eruð búin að æfa eins og skepnur og eigið eftir að rúlla þessari keppni upp.
Takk fyrir fróðleikinn um Udo's, ég hef nefnilega aldrei keypt það sjálf. ALA er skammstöfun fyrir Alpha Linoeic Acid sem er Omega 3 líka. Líkaminn getur búið til DHA og EPA úr ALA, en það er víst betra að taka DHA og EPA samt til að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem þær hafa á hjartað og heilsuna.
Gangi ykkur vel á laugardaginn. Kick ass!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 19:32
Takk takk... vonandi gengur þetta vel :) Flestir eru mjög vel stemmdir!!! Alla vega hlakka ég rosa til að glíma við þetta :)
Soffía (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:00
Það er líka alveg nauðsynlegt að prófa brautina í keppni til að finna veiku og sterku punktana sína, hvar megi bæta tæknina o.s.frv. Það er allt annað að fara í gegnum hana í salnum eða í keppni með adrenalínið og stressið á fullu og dómara sem sýna enga miskunn.
Best að fara bara á sínum hraða, passa frekar tæknina, og passa að sprengja sig ekki of snemma í brautinni.
Ég sendi stuðningshugsanir norður á laugardaginn
Ragnhildur Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.