30.5.2008 | 14:31
Koffín
Naglinn veit um fjölmarga sem segjast ekki geta vaknað almennilega nema að fá sér kaffibolla. Naglinn er blessunarlega laus við þessa fíkn, og hefur aldrei komið þessum vinsælasta drykk jarðar ofan í sig. En það er skiljanleg ástæða fyrir því að fólk sækir í svarta sullið til að hrista af sér svefndrungann.
Koffín er vinsælasta lyf í heimi. Koffín hefur mikil örvandi áhrif á miðtaugakerfið en það er félagslega samþykkt örvandi efni sem er framleitt og markaðssett án lyfseðils.
Koffín hefur ýmsa góða kosti, sérstaklega fyrir fólk sem æfir.
Koffín er hraðvirkt efni sem veitir líkamanum orku fyrir átökin. Margir drekka einn til tvo bolla af kaffi fyrir æfingu. Rannsóknir hafa sýnt að u.þ.b 150 g af koffíni eins og er í c.a einum bolla af kaffi getur dregið úr þreytueinkennum og aukið frammistöðu á æfingu. Eins hefur verið sýnt fram á að fólk getur æft þriðjungi lengur eftir neyslu á koffíni, úthaldið verður meira og harðsperrur koma síður fram.
Koffín hefur líka áhrif á ATP kerfið, en ATP er, eins og margir muna úr fyrri pistlum Naglans, sú orkueining sem líkaminn notar til að framleiða kraftinn sem þarf í lyftingar og snarpa spretti.
Koffíni svipar til efedríns í virkni þess á miðtaugakerfið en blanda af þessum tveimur efnum var mjög vinsæl í fitubrennslutöflum áður en efedrín var bannað. Koffín eykur árvekni og fókusinn verður skýrari, adrenalín flæði verður meira og hjartsláttur eykst. Það er aðallega í gegnum þessa virkni sem koffín hefur áhrif á frammistöðu á æfingu. Adrenalínflæðið keyrir upp orkustig líkamans og veitir andlegan fókus sem þarf í átökin.
Hins vegar er meira ekki betra þegar kemur að koffíni. Sýnt hefur verið fram á öfug áhrif þegar magn koffíns er orðið of mikið (> 500mg). Þá versnar frammistaðan. Það er líklega vegna þess að betri frammistaða er vegna aukinnar árvekni, en það þarf að vera ákjósanlegur skammtur af árvekni. Hins vegar þegar við erum orðin of örvuð getur það hamlað frammistöðu okkar á æfingu.
Meginflokkur: Fæðubótarefni | Aukaflokkar: Íþróttir, Vísindi og fræði, Lyftingar | Breytt 2.11.2008 kl. 17:46 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínn pistill eins og alltaf.
Ein spurning, þú segir: "Koffín hefur líka áhrif á ATP kerfið, en ATP er, eins og margir muna úr fyrri pistlum Naglans, sú orkueining sem líkaminn notar til að framleiða kraftinn sem þarf í lyftingar og snarpa spretti."
Bara svo ég nái þessu alveg, áttu ekki örugglega við ATP-CrP orkukerfið (sem notar ATP og kreatín fosfat við þungar lyftingar), en ekki ATP sameindina? Veistu hvernig koffín hefur áhrif á þetta kerfi? Bara forvitin :)
Annað sem ég var að pæla í og var í eldri færslu, um ávaxtasykur og ávexti eftir æfingar. Það væri áhugavert að vita hvernig kolvetnin í ávöxtum, sérstaklega banana (því ég borða mikið af banana fyrir og eftir æfingar) skiptast í frúktósa og glúkósa. Veit að banani inniheldur sterkju (sem brotnar niður í glúkósa við þroskun) en væri gaman að vita hlutfallið :)
Soffía (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 12:11
Best ég svari sjálfri mér varðandi kolvetnin... grúskaði og fann síðu á netinu þar sem kolvetnainnihald matvæla er greint niður:
http://www.nutritiondata.com/facts/fruits-and-fruit-juices/1846/2
Þarna kemur fram að í einum skammti (225g) af bönunum eru um 45 g af kolvetnum (dró frá trefjar enda ekki nýtanleg kolvetni), þar af 12 g af sterkju, ca 11 g frúktósa, 11 g af glúkósa og 5 g af súkrósa. Sterkjan er glúkósaeiningar og súkrósi er frúktósi og glúkósi. Af þessari síðu að dæma eru bananar eftir sem áður heppilegir sem kolvetnagjafi eftir æfingar (hjúkk :)
Til samanburðar athugaði ég epli. Þar er frúktósahlutfallið miklu hærra en í banana; í skammtinum (125 g) eru 7,4 g af frúktósa vs 3 g af glúkósa og 2,6 g af súkrósa, og 0,1 g af sterkju.
Óþolandi samt þessar bandarísku merkingar þar sem einn skammtur er mismunandi (sbr 225 g af banana og 125 g af eplum). Ekki almennilega hægt að bera þetta saman nema umreikna. Og hver nennir því endalaust :)
Soffía (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:50
Glúkósi úr ávöxtum fer fyrst og fremst til lifrar til að fylla á glýkógenið þar áður en það fer til vöðvanna, en glúkósi úr öðrum kolvetnagjöfum, t.d hrísgrjónum fer beint í vöðvana til að fylla á glýkógenbirgðirnar þar. Þess vegna eru ávextir ekki eins heppilegir eftir æfingu og t.d hrískökur, hvítar beyglur og önnur einföld kolvetni. Epli eða banani fyrir æfingu eru hins vegar frábær kostur fyrir skjóta orku í átökin.
Ragnhildur Þórðardóttir, 2.6.2008 kl. 09:23
Ragnhildur nennir að gera pistill um ávexti bara almennt hverjir eru mega hollir og hverjir eru ekki eins hollir ekki bara eftir æfingar bara svona almennt séð.
Elsa (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 09:35
Mér finnst kaffi nú alveg hrikalega ofmetið í þessum heimi, hef átt miklu auðveldara að vakna síðan að ég hætti að drekka kaffi, ég tala nú ekki um ef að maður gleipir svosem eitt epli í staðinn...
En annars takk fyrir fróðlegan og góðan pistil.
Palli (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:53
Elsa! Já góð hugmynd. Skal henda einum saman
Palli! Ég hef aldrei drukkið kaffi svo ég skil ekki alveg þetta "hype" í kringum kaffi. Ég á líka alveg sérstaklega auðvelt með að vakna á morgnana, allt saman spurning um að fara að sofa á réttum tíma.
Ragnhildur Þórðardóttir, 2.6.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.