9.6.2008 | 10:26
Bananapönnukökur
Naglinn er ástfanginn.... af bananapönnukökum með hnetusmjöri. Þetta er nýja æðið, eftir að Naglinn fjárfesti í bananaprótíni frá Sigga. Kemst ekki í gegnum daginn nema að troða allavega einu stykki í andlitið á mér. Þær eru líka svo hrikalega einfaldar í matreiðslu: 5-6 eggjahvítur 1 msk mulin hörfræ 1 msk Scitec 100% banana prótín Hrært í blandara í 2-3 mín. Baka á pönnukökupönnu þar til loftbólur myndast, snúa við og baka í 30-60 sek á hinni hliðinni. Setja á disk Smyrja 1 tsk af hnetusmjöri yfir alla pönnsuna og njótið vel....mmmm
Flokkur: Uppskriftir | Breytt 3.11.2008 kl. 10:35 | Facebook
Spurt er
Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að prófa þetta, er samt virkilega gott að setja hnetusmjör á þetta (finnst að svo hryllilega vont)?
Jana (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:43
Mér fannst hnetusmjör alltaf hálf þurrt og vont eitthvað en er alveg "hooked" núna. Nota bara alveg hreint hnetusmjör, ekkert transfitusykur drasl. Hnetubragðið og bananinn fara alveg ótrúlega vel saman.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.6.2008 kl. 13:08
Ohh ég öfunda svo ykkur sem finnst þessar eggjahvítupönnslur góðar!Ég er búin að gera margar tilraunir og finnst þetta svo mikið horror. Og ætla ekki að prófa með bananabragði því ég borða ekki banana heldur.... erfið
Audrey, 9.6.2008 kl. 14:50
Ég þarf að bjóða þér í pönnsukaffi einhvern daginn, ég er viss um að ég geti opnað augu þín fyrir gæðum þeirra. Af hverju borðarðu ekki banana? Finnst þér þeir vondir?
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.6.2008 kl. 15:00
Já mér finnst bananir alveg ógeðis vondir. Ég er mjög erfið í þessu Ég þarf greinilega að smakka þetta hjá þér, það er alveg á hreinu svo maður geti vanist eggjahvítunum einhvernveginn með haustinu
Audrey, 9.6.2008 kl. 15:21
Sæl, er með nokkrar spurningar sem ég er að spá hvort þú hafir svarið við þeim.. Stundum þegar ég er að lyfta með löppunum þá fæ ég krampa.. mikla krampa þannig ég þarf aðeins að bíða og fara útí horn og tárast smá :P
Síðan þegar ég tek Arnold pressu þá brakar í bakinu þegar hendurnar fara saman? Hefur þetta gerst hjá þér? Er þetta einhver vítamín skortur eða?
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:57
Hhhmm, varðandi krampann. Færðu hann í öllum æfingum eða bara ákveðnum æfingum? Er hann í kálfanum eða í lærinu? Er þetta eins og sinadráttur? Oft má rekja krampa til skorts á kalíum, bananar eru kalíumríkir, eða vökvaskorts.
Nei það brakar ekki í bakinu í Arnold en oft í niðurtogi og þá bæði í baki og olnbogum. Ef það er ekki vont þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Bara einhver stirðleiki í liðum, gætir þurft að teygja meira á bakinu.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.6.2008 kl. 18:51
Hvað er Arnold pressa? Svona fyrir almúgan?
Palli (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:10
Sæll Palli, gerði einu sinni pistil um Arnold pressu: http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/408198
Hrikalega góð til að byggja upp fremri og miðjuhluta axlavöðvans.
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2008 kl. 09:12
Heyrðu ég fæ krampann alltaf í kálfann, fæ hann stundum þegar ég geri aftaná læris æfinguna (man ekki hvað tækið heitir )
Þetta er ekki eins og sinadráttur, mjög sársaukafullt þegar gerist.
Hm já nú verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei teygt á bakinu.. því ég hef ekki hugmynd hvernig á að gera það
Kv Eva
Eva (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:03
Getur verið að þú sért að spenna kálfann of mikið í þessari æfingu? Það er mjög auðvelt að kreppa hann of mikið þegar við tökum hamstring (aftan lærið). Prófaðu næst að rétta úr ristinni, bæði er það erfiðara og þannig tekurðu kálfann úr umferð og fókusar bara á hamstring-inn.
Teygjur á bakinu eru til dæmis að halda í rimla vítt grip (latsar) og þröngt grip (herðablöð) og halla sér aftur, eða láta sig hanga úr efstu rim.
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2008 kl. 15:05
Hvar pantaru Sci-tec próteinið?
Hrund (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:27
Hjá Sigga í Vaxtarræktinni, s. 462 5266, eða hjá Heiðrúnu s. 869 2971. Siggi sendir þetta með póstinum og þetta er komið daginn eftir heim til þín. Heiðrún er staðsett í Reykjavík og þú mælir þér bara mót við hana. Ég nota bara þetta prótín, þvílíkt gómsætt að manni finnst maður vera að svindla.
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.