Einblínt á lausnir en ekki vandamálið

Einhvern tíma skrifaði Naglinn um að þeir sem ná árangri eru þeir sem hugsa í lausnum frekar en að hengja sig á vandamálið. 

Til dæmis ef þeir sjá fram á annasaman dag í vinnunni, reyna þeir að fara í ræktina fyrir vinnu eða í hádegishléinu. 
Ef þeir komast ekki í ræktina, reyna þeir að bæta sér það upp næsta dag. 
Ef þeir missa úr máltíð, bæta þeir sér það upp í næstu máltíð og passa að ná inn öðrum máltíðum dagsins. 
Semsagt gefast ekki bara alfarið upp þó æfing eða máltíð detti út og detti í sukkið eða æfi ekki í viku.  Reyna að finna aðrar lausnir til að koma inn æfingu eða máltíð þegar erfiðar aðstæður  koma upp.

Með þetta hugarfar fór Naglinn í ræktina í morgun, haltrandi á einni löpp. 
Ökklinn hefur verið með einhverja stæla undanfarna daga en Naglinn hefur ekki hlustað á svoleiðis kjaftæði og hlaupið samt.  Í morgun svaraði ökklinn með mótþróaþrjóskuröskun og leyfði ekki að setja neinn þunga á sig. 

Nú voru góð ráð dýr.  Ekki séns að Naglinn ætlaði að sleppa morgunbrennslu svo ökklinn var klæddur í teygjusokk og svo var kannað hvort hann samþykkti ekki þrekstigann í Laugum. 
Jú það gekk upp, kvikindið kvartaði rétt aðeins fyrst en þagnaði svo og Naglinn gat klárað sína brennslu í friði.

Í stað þess að væla:  "Ohh, ökklinn er bilaður, ég get ekkert æft." var hugsað í lausnum: "Ökklinn er bilaður, hvaða æfingar get ég gert með hann svona?"  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáá that's the spirit! Gaman að sjá að það eru fleiri svona..

Ég á einmitt við öklavandamálum að stríða.. en hef kosið að gera þetta vandamál að seinnitímavandamáli Hef nægan tíma til að gráta í ellinni.. 

Það er oft með svona meiðsl að maður finnur minnst fyrir þeim á meðan maður hleypur.. það er svona helst daginn eftir.. en þá í versta falli fær maður sér eina bólgueyðandi og þá er maður góður obsession? eða dedication?

Elísa (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Einmitt, maður fær aldeilis á baukinn daginn eftir.  Ég gat svosem sagt mér það sjálf, var farin að haltra undir lokin á hlaupunum í gærmorgun
"Obsessed is what the lazy call the dedicated"  

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2008 kl. 13:26

3 identicon

En það verður nú að gæta hófi í að pína sig áfram og vita hvenær á að stoppa. Langvarandi áverkar byrja alltaf sem smáskeinur.

Palli (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jú jú, hárréttur punktur.... .  Fékk aldeilis að finna fyrir því með öxlina nýlega, rotator cuff-inn var búinn að vera að kvarta ansi lengi en ég djöflaðist samt.  Nema hvað, var gjörsamlega að drepast í nokkrar vikur og þurfti að sleppa alls konar æfingum á meðan ég var að styrkja hann og leyfa honum að jafna sig.

Núna ætla ég ekkert að hlaupa í nokkra daga og sjá hvort þetta lagist ekki.  Stundum er betra að hvíla ákveðnar æfingar í nokkra daga í staðinn fyrir að þurfa svo að hvíla allt heila draslið í marga mánuði vegna meiðsla.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2008 kl. 14:39

5 identicon

Sæl Ragga, annað sem ég ætlaði að spyrja þig að.. í einhverjum pistli fyrir slatta síðan þá varstu að tala um lyftingar á baki.. vítt grip og þröngt grip.. ef mig minnir rétt? Hver var aftur ástæðan á þessu?

Kv Eva og takk fyrir góð svör ;) 

Eva (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Hey skvís, ég skal bara skrifa nýjan pistil um bakæfingar. Fín hugmynd. Takk fyrir að lesa.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.6.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 549234

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband