Einfalt mál

Eftir lyftingaæfingu fá flestir sér hreint prótín, enda þurfa niðurtættir vöðvarnir á amínósýrum að halda á þessum tímapunkti. Það vita hins vegar ekki margir að kolvetni eru gríðarlega mikilvæg eftir æfingu og margir eiga erftt með að melta þá staðreynd að eftir æfingu séu einföld kolvetni besti kosturinn.

Við sem pössum sykurstuðulinn daginn út og inn allan ársins hring, eigum oft erfitt með að sökkva allt í einu tönnunum í franskbrauð án þess að fá samviskubit á stærð við Síberíu.
En það er óþarfi því að eftir æfingu geturðu fengið þér hvítu beygluna sem þig langaði í í morgun, eða hvít hrísgrjón eftir að hafa tuggið hýðisgrjón allan daginn og það með tandurhreinni samvisku. Morgunkorn úr pakka er leyfilegt á þessum tímapunkti, meira að segja “krakka” morgunkornið.

Ástæða þess að við megum leyfa okkur svona gúmmulaði eftir að hafa lyft eins og skepna er sú að eftir æfingu er eini tíminn sem of mikil insulin losun er í lagi, og ekki bara í lagi, heldur afar nýtileg. Einföld kolvetni skila sér hratt út í blóðrás, insúlínið fer upp í hæstu hæðir sem hjálpar til við að þrýsta prótíni á ógnarhraða inn í hungraða vöðva sem eru eins og svampar á þessum tímapunkti og soga í sig prótínið. Þannig erum við að stuðla að því að viðgerð á vöðvunum hefjist hratt og örugglega.

Það þarf samt að passa að fituinnihald kolvetnanna sé í lægri kantinum, þar sem fita hægir á allri meltingu og dregur þannig úr losunarhraða kolvetna út í blóðrás og prótínið skilar sér hægar til vöðvanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Þú ert sjálfsagt að tala um eftir lyftingaæfingu....  En hvað með eftir brennslu?

Audrey, 30.7.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Já, það var ekki skýrt í textanum svo ég lagaði það. Eftir brennslu fæ ég mér alltaf morgunmat: hafragraut + eggjahvítur. Eftir brennslu má fá sér hæglosandi kolvetni og prótín því næringin þarf ekki að skila sér eins hratt út í líkamann. Eins má fá sér bara prótín, allt eftir tíma dags og markmiðum.

Ertu byrjuð að skera?

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.7.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Audrey

Takk fyrir svarið ;)

Njaa það er búið að setja á mig strangt aðhald.... þetta fer að skella á fljótlega á fullu ;)

Audrey, 30.7.2008 kl. 17:33

4 identicon

Hæ Ragga

Frábær síða hjá þér, skemmtileg og full af fróðleik. Það væri nú agalega gaman að sjá eitthvað matarprógram hjá þér, t.d. hvað þú setur ofan í þig yfir eina viku  

Linda (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 02:30

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæl Linda,  þakka þér fyrir hrósið.  Ég hef verið beðin um þetta áður en hef ekki viljað gera það af ýmsum ástæðum. Nú er ég hins vegar komin með þjálfara sem býr til matarprógramm fyrir mig og er ég bundin trúnaði við hann og má ekki gefa upp matseðilinn.  Ég get hins vegar sagt gróflega hvaða fæðu ég set ofan í mig og hvenær.  Myndi það hjálpa?

Ragnhildur Þórðardóttir, 31.7.2008 kl. 08:46

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jahá, þú segir nokkuð.  Það er aldeilis ódýr lausn. 
Því miður getum við ekki öll höndlað mjólkurvörurnar, þá þyrfti ekki að tæma pyngjuna í allt þetta prótínduft .

Ragnhildur Þórðardóttir, 31.7.2008 kl. 10:53

7 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Já fólki finnst oft erfitt að kyngja þessari staðreynd. Ég segi einmitt við nammigrísina, að ef þeir geti ekki verið á nammis þá er skást að fá sér nammi beint eftir lyftingaræfingu, nema nottla ekki súkkulaði, einmitt útaf fitunni eins og þú bendir á. Og þetta hjálpar mér allavega helling að halda mér á beinu brautinni, "svindla" aðeins eftir lyftingarnar, og þ.a.l er auðveldara að vera strangari í hinum máltíðum dagsins

Ég dáist að því hvað þú nennir að skrifa um þetta, ég er alltaf að segja fólki þettan en ég bara nenni ekki að koma þessu á prent!! Fínt að geta bent fólki bara á síðuna þína, sérstaklega þar sem við erum greinilega að aðhyllast sömu fræðin í þessum málum

Bjarney Bjarnadóttir, 31.7.2008 kl. 17:17

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gott að hafa þig hér til að skrifa þetta allt sammen. 

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.8.2008 kl. 08:52

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sælar skvísur, þakka ykkur fyrir það.  Ég dáist sjálf að ykkur fyrir að sparka í rassinn á lýðnum á líkamsræktarstöðvunum, á meðan ég geri það bara stafrænt.  Við erum allar að vinna saman að sama markmiði:  að stuðla að bættri heilsu landans.

Ragnhildur Þórðardóttir, 1.8.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 549157

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband