Einfalt en ekki auðvelt

 

Það vilja flestallir vera með flottan líkama og leita eftir að ná ákveðnum drauma líkamsvexti.  Staðreyndin er sú að það er ekki auðvelt, ef svo væri þá myndu allir sem stunduðu líkamsrækt vera helmassaköttaðir.  Ef það væri auðvelt þá væru ekki svona margir sem þjást af offitu, það væru ekki til svona margir skyndimegrunarkúrar eða aðrar lausnir í pilluformi. 
Það er reyndar mjög einfalt að móta sinn besta líkama en bara ekki auðvelt. 

Það er einfalt í orði en ekki á borði. 


Það sem þarf að gera til að skafa af sér mör eða byggja upp kjöt er einfalt.  Það þarf að passa mataræðið, mæta í ræktina og fá næga hvíld.


Þegar kemur að framkvæmdinni að halda sig við matarplan og fara í ræktina fer hins vegar oft að kárna gamanið. 
Það er ástæða fyrir því að fólk missir og bætir á sig sömu 10 kílóunum aftur og aftur, það er ástæða fyrir því að fólk nær engum árangri í ræktinni, það er ástæða fyrir því að aðeins 30% þjóðarinnar stundar líkamsrækt að staðaldri. 

Sálræni þátturinn gerir einföldu hlutina nefnilega oft erfiða:  Sjálfsagi, skuldbinding og dugnaður, eða öllu heldur skortur á þessum þáttum eru einu hindranirnar í veginum. 

Við þurfum að sætta okkur við þessa staðreynd og hafa hana í huga alltaf ef við viljum ná langtímaárangri í að móta draumavöxtinn, eða jafnvel bara ná góðri heilsu.

Þú þarft að færa allskyns fórnir til að komast í toppform og það kostar sitt. 
Hvort sem það felst í að þurfa að sleppa kræsingum í afmælum eða saumaklúbbum eða fara í ræktina þegar þú nennir því ENGAN veginn. 

Þú þarft að spyrja sjálfa(n) þig hvort þú sért tilbúin(n) í þessar fórnir. 
Ef þú ert ekki tilbúin(n), þá skaltu hætta að væla um að þú breytist ekki neitt og náir engum árangri.  

Ef þér finnst í lagi að svindla oft og "chilla" á mataræðinu, þá muntu líta eins út.  Matur mun alltaf vera til staðar, líka á morgun.  Ef þú þarft eða vilt missa ákveðið magn af fitu þá hefurðu ekki efni á að slaka mikið á í mataræðinu. 
Hins vegar þegar þú hefur náð fituprósentunni niður í æskilegt magn þá geturðu farið að leyfa þér meira.... í hófi þó!!

Eins og áður sagði er þetta ferli erfitt. 
En hvað er erfitt er alltaf afstætt og fer eftir hugarfarinu. 
Ef þú grenjar yfir því að fá ekki lengur pasta í kvöldmat, eða nammi með vídjóinu og þurfa að djöflast í ræktinni þegar þú vilt frekar vera með vinunum á kaffihúsi, þá er þetta allt saman auðvitað algjör kvöl og pína. 
En ef þú ákveður að hafa gaman að þessu þá er þetta ekki lengur neitt voðalega erfitt. 
Til dæmis ef þú prófar þig áfram að elda hollar máltíðir, tengir ferðirnar í ræktina við jákvæða upplifun, t. d þá vellíðan sem fylgir í kjölfar góðrar æfingar, eða ánægjuna yfir að geta lyft pínulítið þyngra í dag en í gær.

Þetta er allt í hausnum á okkur. 
Ef við ákveðum að njóta ferðarinnar þá getur okkur ekki mistekist. 
Ef við kvörtum og kveinum þá getum við ekki náð árangri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð ábending - þó maður viti þetta allt er maður aldrei of oft bent á þetta....

erka (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 19:16

2 identicon

Það böggar mig lítið meira en fólk sem segir að það gangi ekkert hjá því og gerist aldrei neitt þegar það reynir að létta sig.... fer svo heim og lætur ofan í sig allan viðbjóð sem það kemst í!  Þetta er lífstílsbreyting - nr. 1&2&3 !

Nanna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:34

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Erka!  Já, góð vísa er víst aldrei of oft kveðin .

Nanna!  Segðu!! Ég þoli ekki svona væl, þegar maður veit nákvæmlega hvað er í ísskápnum og rennur ofan í mallakút.  Lífsstíll absólút, öðruvísi gerist ekkert.

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 549189

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband