Að mega eða mega ekki.... það er spurningin

Það er fátt sem pirrar Naglann jafn mikið og þegar fólk er að spá í hvað Naglinn borðar og hvað ekki. 
Til dæmis fær Naglinn mjög oft spurningar á borð við:  Máttu borða þetta?" eða "Máttu ekki fá þér köku í dag?" 
Eins og gefur að skilja koma slíkar spurningar iðulega upp þar sem matur er á boðstólum, eins og í afmælum, matarboðum, brúðkaupum, og þess háttar samkundum.

Þarna gætir alvarlegs misskilnings, því Naglinn MÁ borða allt sem að kjafti kemur, séu það kökur og sætabrauð eða pizza og brauðstangir. 
Naglinn VELUR hins vegar að borða ekki kökur og sætabrauð í hvert skipti sem slíkt er í boði. 
Naglinn VELUR að borða holla fæðu 90% af vikunni. 

Þetta er ekki spurning um að boð og bönn. 
Það að mega ekki troða ofan í sig transfituhlöðnum brauðtertum og súkkulaðisnúðum er ávísun á að gefast upp því allt sem er bannað verður ósjálfrátt svo spennandi.
Þetta er nefnilega spurning um VAL.  Að velja að sleppa því að belgja sig út af óþörfu af tómum hitaeiningum úr strásykri eða fylla æðarnar af kólesteróli. 
Að velja frekar hollari kosti sem veita okkur hámarksnæringu, steinefni og vítamín og stuðlar að bættri heilsu og betri skrokk.  

Um leið og við hættum að hugsa um að hitt og þetta megi ekki, og lítum á breyttar matarvenjur sem valkost verður allt ferlið svo miklu auðveldara. 

Stundum vill svo vel til að mannfagnaðir bera upp á nammidegi Naglans og þá er iðulega tekið hraustlega til matar síns. 
Naglinn sleppur samt ekki við athugasemdir þá heldur, því það detta inn gullkorn eins og:  "Mikið er gaman að sjá þig borða."  "Vá, hvað þú getur borðað mikið." 
Já, það er vandlifað í þessum heimi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er svo sannalega að lenda í því sama...

Alltaf að lenda í því að fólk sé að tala óbeint við mann við matarborðið, "fólk hefur ekkert við allt þetta auka prótein að gera" og  "að borða ekki eðlilegann heimilsmat getur ekki verið heilbrigt"...

Hef lært að taka þetta ekki inná mig, læt sem ég heyri þetta ekki. En viðurkenni þó að stundum þegar familíunni er boðið í mat annarsstaðar fæ ég mér sósur og annað eins nánast til þess að lenda ekki í leiðindar umræðum um matarræðið mitt.. ekki gott

Elísa (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: M

Hef stundum hugsað, hvað skyldi hún vera að leyfa sér á "nammidögunum" sínum

Úðaru þá í þig kökum, blandi í poka, snacki, víni osfrv. ?    Sjokkerar líkamann svolítið ?

M, 8.8.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Elísa!  Er alltaf búin að athuga fyrirfram hvort ég geti borðað eitthvað sem er í boði, ef ekki þá mæti ég með Tupperware-ið hiklaust og snerti ekki veitingarnar.  Ekki sósu eða neitt.  Nenni ekki að vera að þóknast fólki og sitja svo uppi með afleiðingarnar.

M! Já já, ég ligg í víninu frá hádegi og þegar ég er orðin vel kennd, þá treð ég ofan í mig snakki og kökum þar til maginn getur ekki meir.   Nei annars, þá er þetta yfirleitt eitthvað gott að borða og eitthvað nammi í kjölfarið.  Engar öfgar, enda höndla ég það ekki vel lengur.  Hér áður fyrr sukkaði ég heilan dag, en hef minnkað það niður í eina máltíð + nammi núna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 15:05

4 identicon

hæhæ

ég var að spá í einu, það er nokkuð síðan þú fjallaðir um low GI og high GI.. Svo sá ég bakaðar baunir.. sem stendur á að séu low GI. En eru þær hollar? 

Kv Eva 

Eva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég á góða vinkonu sem er ca 40 kílóum of þung. Hún borðar það sem hana langar í, hugsar ekki um heilsuna og finnst mér oft eins og hún sé að ögra samfélaginu með lifnaðarháttum sínum. Undanfarin 10 ár hef ég verið að berjast við mín 10- 20 kíló, svo ég er mjög grönn að sjá við hlið hennar. Það fer mjög svo í taugarnar á henni þegar ég hef verið að fara í ræktina og reyna að halda mig við nammidag einu sinni í viku. Það er svo slæmt að ég var á tímabili farin að leggja á mig erfiði við að halda þessu leyndu fyrir henni. Hún virkilega lagði mig í einelti fyrir að vilja lifa hollu lífi. Síðan fór ég að pæla í hvers vegna hún lét svona, og komst að þeirri niðurstöðu að hún leið fyrir sína fitu, en var búin að sjá að ef allir nálægt henni voru feitir, þá bæri minna á hennar vandamáli. Það er svo sem lausn sem dugar fyrir einhverja. Umgangast feitari manneskjur en þú ert, þá ber minna á eigin fitu. Ég neitaði þó að fara í það hlutverk og er hætt að fela mína hollustu. Hún er líka orðin hundleið á að hneikslast á henni, svo þetta er farið að ganga fínt.

Ásta Kristín Norrman, 9.8.2008 kl. 14:40

6 identicon

Já ég hef nú heyrt þetta líka, og svo hef ég heyrt setningar eins og: HVah, ertu alveg hætt að borða?", "Hvað ætlaru svo að gera? Æla þessu?", "Hvaða lyf ertu að nota til að losa?" "Við ætlum að fá okkur að borða! E!, mannstu þegar þú gerðir það einu sinni??" "Þú mátt sko ekki grennast meira, þú verður að passa þig að fá ekki anorexíu, því það er hættulegra en að vera of feitur!" blebleble

Oftar en ekki þá kemur þetta frá fólki sem er of þungt og þarf að gera eitthvað sjálf í sínum málum og í staðnn fyrir að hrósa manni fyrir góðan árangur þarf það að týna til alls konar óþverra :( því nú verr og miður.

SKiljanlega sárnar manni, því það er eins og fólk trúi því ekki að það er í alvörunni til þessi holla aðferð til að grennast, sem er holl næring og hreyfing.

E (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:03

7 identicon

Sæl,

Les oft síðuna þína og langar svo til að freista þess að spyrja þig að einu. Þannig er að ég er soldið rugluð hvað varðar Kreatín og Prótein. Ég lyfti 5x í viku og er ca 20% fita!! Mig langar að auka vöðvamassa og skera fituna meira niður. Á ég ekki að taka Mysuprótein strax eftir æfingu... en hvað með Kreatínið?? Eða er eitthvað annað sem ég ætti frekar að nota??  Vona að þú gefir þér tíma í að svara mér ;-) Bestu kveðjur, Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:51

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Eva!  Bakaðar baunir eru oft með viðbættum sykri í tómatsósunni.  Ég held að Ora séu með minni sykri en Heinz.  Annars eru bakaðar baunir mjög góður kostur sem kolvetnagjafi. 

Ásta!  Mikið er gaman að heyra svona sögur.  Takk fyrir að deila henni með okkur.  Fita er mjög félagslegt fyrirbrigði, t.d feitir vinir og systkini, og hjón eru mjög oft bæði feit.  Við sækjum auðvitað í fólk með svipuð áhugamál, sem í slíkum tilfellum er líklega að borða óhollustu og horfa á sjónvarpið.  Þeir sem stunda líkamsrækt og borða hollt eru ógn, og vekja upp öfund og vanlíðan hjá hinum feita.  Í eigin vanmetakennd getur hann ekki hrósað eða samglaðst þeim sem ná árangri.

E!  Ég fékk einmitt oft að heyra anorexíu spurninguna þegar ég var mjög grönn.  Samt hef ég alltaf borðað vel og finnst alveg sérstaklega gaman að borða og er því ekki líklegur kandídat til að fá slíkan sjúkdóm.  Þeir sem eru óánægðir í eigin skinni fá útrás fyrir eigin vanlíðan með að sverta aðra og geta með engu móti samglaðst eða hrósað öðrum fyrir þeirra árangur.

Harpa!  Takk fyrir að kíkja í heimsókn á síðuna .  Varðandi kreatín þá er það ekki spurning að bæta því við.  Lestu endilega pistilinn um kreatín á síðunni, finnur hann í greinasafninu til vinstri.  Mysuprótín + hraðlosandi kolvetni eftir lyftingar.  Gætir prófað amínósýrur, fyrir og eftir æfingar til þess að varðveita vöðvamassann.  Annars snýst þetta allt á endanum um gott mataræði.  Borðaðu 5-6 litlar máltíðir á dag, flókin kolvetni á morgnana og fyrripart dags og kringum æfingar, minna af kolvetnum seinnipart dags og á kvöldin ef þú vilt skera niður fitu.  Bættu líka við brennsluæfingum, helst á fastandi maga 3-4 x í viku.
Gangi þér vel

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband