10.9.2008 | 09:54
Heilræði Naglans
Allir þeir sem stunda brennsluæfingar á fastandi maga ættu að gúffa í sig BCAA töflum fyrir og eftir átökin. BCAA (Branced Chained Amino Acids) samanstanda af þremur amínósýrum: Leucine, isoleucine og Valine og er Leucine þeirra mikilvægust.
Ástæðan fyrir því að Naglinn mælir með þessu athæfi er að þegar við vöknum er líkaminn algjörlega tómur eftir 8-10 tíma föstu.
Líkaminn kýs helst kolvetni sem eldsneyti fyrir öll átök. Hins vegar í föstuástandi kemur orkan úr fituforðanum, því það eru engin kolvetni til staðar í líkamanum.
Hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að hann nartar líka í amínósýrurnar í vöðvunum til að fá meiri orku þegar við erum fastandi.
Þess vegna er mikilvægt að veita líkamanum aukalega amínósýrur fyrir og eftir brennsluæfingar sem hann getur gætt sér á í stað þess að brjóta niður okkar dýrmæta vöðvamassa.
Flokkur: Fæðubótarefni | Breytt 2.11.2008 kl. 17:59 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En ef að maður tekur kreatín skammtinn sinn á morgnana eftir æfingu? Þarf maður þá að taka eitthvað meira til að seðja þörfini á amínósýrum eftir morgunæfinguna?
Er kannski ekkert sniðugt að vera að taka kreatín á morgnana? Sá einhvurstaðar að það skipti engu máli hvenær maður tæki það....
Palli (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:12
Kreatín er ekki amínósýra, það er myndað úr amínósýrunum glycine, arginine og methionine. Þú mátt alveg bæta við BCAA fyrir og eftir æfingarnar. Persónulega tek ég alltaf kreatín eftir lyftingaæfingu, þá man ég allavega eftir því, ég tek líka BCAA fyrir og eftir lyftingar og fyrir og eftir brennslu. Ég geri ráð fyrir að þú sért ekki að lyfta á fastandi maga, enda vita lesendur síðunnar betur .
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 14:13
Nei að sjálfsögðu ekki. En takk kærlega fyrir leiðréttinguna, viskubrunnur þinn virðist ótæmandi
Palli (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:59
Sæl Ragga
Hvar fær maður þessar undratöflur og manstu hvað þær kosta?
Hvernig er með aðrar fitubrennslutöflur t.d. Hydroxicut? Notar naglinn slíkt?
Arnar G (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 15:34
Hæ skvís! Guðrún H., kærastinn hennar og Elís Hólm eru með Brútalsport... verður á www.betterbodies.is. Þau eru komin með myspace síðu sem þú getur kiggað á í millitíðinni myspace.com/icelandicpro
Nanna (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 15:39
Arnar G! Naglinn notar eingöngu brennslutöflur rétt fyrir mót, reyndar aldrei prófað Hydroxycut. Ég nota Lipo 6. Að mínu mati eru brennslutöflur gagnslausar nema mataræði og æfingar séu 100%. Til vinstri er gamall pistill um fitubrennslutöflur.
BCAA fæst t.d hjá Vaxtarvörum í Hfn, minnir að þær kosti í kringum 2000 kallinn.
Nanna! Takk fyrir þetta, kannast við parið úr Laugum. Kíki á síðuna.
Halldóra! Frábær árangur hjá þér kona góð!! Það er ólíklegt að þú náir af þér 7 kg á einum mánuði áður en þú ferð út, enda væri það óráðlegt því þá ferðu að ganga á massann. Stefndu frekar á c.a 4 kg áður en þú ferð út, það er raunhæft markmið.
Ragnhildur Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 21:06
Ein spurning enn handa Naglanum:
Í síðasta settinu á æfinguni, ef að þú telur þig ná einu eða tveimur reps í viðbót við það sem að stendur á planinu, hvað gerir maður? Tekur maður endurtekningar þangað til að maður getur ekki meira eða á maður bara að fara algjörlega eftir bókinni? Ef að tilgangurinn er vöðvavöxtur...
Palli (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:16
langar svo að forvitnast... þekkir þú Betagen (EAS) og ef svo er hvað finnst þér um það, hefur það eitthvað frammyfir Kreatín (phosphagen hp), ef markmiðið er að auka vöðvamassa og ekki myndi skemma fyrir að minnka fitu í leiðinni
Kveðja Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:41
Palli! Þú þyngir lóðin ef þér finnst þú geta tekið 1-2 reps í viðbót. Þá geturðu kannski bara tekið 1-2 repsum minna en áður, en þú þarft að "overloada" vöðvana til að þeir stækki og styrkist, og með tímanum kemstu upp í fyrri repsafjölda. ÞYNGJA ÞYNGJA ÞYNGJA er gullna reglan í lyftingum.
Harpa! Ég hef sjálf aldrei notað Betagen svo ég get ekki svarað þér því miður. Ég nota alltaf bara hreint kreatín.
Ragnhildur Þórðardóttir, 12.9.2008 kl. 07:51
hvað er hægt að taka margra daga frí án þess að byrja að tapa áranginum?
Berglind (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 08:04
Það er í lagi að taka 1-2 vikur, eftir það byrjarðu að tapa vöðvamassa.
Ragnhildur Þórðardóttir, 12.9.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.