Varúð!! Bölsót frá Naglanum

Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu þá er fátt sem pirrar Naglann jafn mikið eins og yfirheyrslur um mataræði Naglans.  Í gegnum tíðina hefur Naglinn komist að því að það virðist vekja ómælda forvitni hjá náunganum þegar dregið er upp Tupperware box sem inniheldur ekki samloku eða pastasull.  Kjúklingur og hýðisgrjón, eða nautakjöt og möndlur, eða fiskur og salat gefur skotleyfi á spurningaflóð um matarvenjur og Naglinn lítur á slíkt sem afskiptasemi og leiðist fátt meira en að útskýra hvað sé að fara ofan í mallann. Sökum þessa hefur Naglinn vanið sig á að borða í einrúmi, að undanskilinni nánustu fjölskyldu sem spáir ekki lengur í fæðuval Naglans.

Hins vegar lenti Naglinn í þeirri stöðu um daginn að neyðast til að snæða kvöldmatinn fyrir framan konu sem Naglinn var að hitta í annað eða þriðja skiptið. Naglinn reiddi fram kjúlla með hnetusmjöri og spínatsalati, og þá var eins og skrúfað frá krana af spurningum sem dundu á Naglanum.   

Hvað er þetta sem þú ert að borða? Af hverju borðarðu þetta?  Borðarðu aldrei brauð?  Heldurðu að þú getir ekki borðað svona og svona brauð?  Borðarðu alltaf það sama? Langar þig aldrei í "normal" mat?  

Naglinn vildi auðvitað ekki vera dóni og svaraði öllum spurningum samviskusamlega, þrátt fyrir gríðarlegan pirring og að líða eins og múslima í yfirheyrsluklefa í Guantánamo.  

En þegar kom spurningin "Hvað gerist ef þú borðar eitthvað óhollt?", þá gat Naglinn ekki meir og horfði djúpt í augun á konunni og sagði:  " Þá springur alheimurinn!!"  

Heimskuleg spurning krefst heimskulegs svars.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

i feel your pain - ég hef vreið á "öðruvísi" mataræði síðan 2005 og það er alveg merkilegt hvað fólki gengur illa að sætta sig við það - "ætlarðu að vera á þessu kálfæði alla ævi?" - "þetta geeeetur nú ekki verið hollt?" - "leyfirðu þér ALDREI neitt?"  - það þarf auðvitað ekki að taka fram að þeir sem hafa mestu skoðanirnar eru að sjálfsögðu þeir sem ekki veitti af að taka til í ísskáp og kropp :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.3.2009 kl. 11:00

2 identicon

Djöfull er ég sammála þér Ragga!!! Maður fær bara nóg af þessu á ákveðnum tímapunkti!

Rakel (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:28

3 identicon

Hehe....ég hló innra með mér að lesa þennan pistil frá þér:) Skil þig sko mjög vel. Ég er búin að vera grænmetisæta í 18 ár og vil helst ekki borða fyrir framan annað fólk sem ekki þekkir mig mikið því þá get ég átt von á spurningarflóði. Eins og t.d. hvað borðar þú eiginlega á jólunum og hvort ég sé ekki orðin leið á því að borða bara endalaust af grasi og þ.h. fáránlegar spurningar....gott að ég er ekki ein um það að vilja borða í næði til að lostna við svona spurningarlista :o)

Adda, aðdáðandi:o) (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:39

4 identicon

Eins og talað úr mínum munni, ef það er einhvertíma sem að ég svindla þá er það í fjölmennum matarboðum með ókunnugum, nógu óþægilegt er að verða allt í einu miðdepill athyglinar hvað þá með munninn fullann af mat!

Óli Jóns (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:27

5 identicon

hahahaha - gott svar

Vonandi gengur vel í Kóngsins Kaupmannahöfn

Soffía (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:51

6 identicon

Má ég samt spyrja þig svona af því að það er uppáhaldið þitt að svara svona spurningum, hvað borðar þú?? Hvað borðaru til dæmis í morgunmat, alltaf hafragraut eða hvað? Og borðaru aldrei brauð yfirhöfuð eða borðaru brauð sem þú bakar sjálf t.d. speltbrauð? borðaru hrökkbrauð eða seturu það í sama flokk og brauð? færðu þér aldrei sósur? hvaða fæðubótaefni notaru? Ég veit að þú færð þér prótein en hvað færðu þér það oft? og ertu að taka einhverjar brennslutöflur eða hvað? Borðaru skyr eða hvað finnst þér um mjólkurvörur?

Ég er ekki að reyna að pirra þig með öllum þessum spurningum ég er bara að verða svo þreytt á aukakílóunum og langar svo að vita hvernig manneskja sem mér finnst ég geta tekið mér til fyrirmyndar borðar! ;) Vonandi nenniru að svara mér ;)

Með þökk fyrir frábæra síðu

Telma (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:39

7 identicon

Þú ert náttúrulega snillingur Ragga, þetta er eins og talað út úr mínu hjarta! Er sjálf tiltölulega nýbyrjuð í "heilsugeiranum", ef svo má að orði komast, og ekki búin að lifa á heilsusamlegu fæði í mjög langan tíma en það er ótrúlegt hvað maður er þegar farinn að fá yfir sig og það virkilega gerir það að verkum að maður leitast við að borða í einrúmi, sem er hálf sorglegt... en hvað leggur maður svo sem ekki á sig til að þurfa ekki að troða ofan í sig einhverjum viðbjóði sem sumir kalla mat. ;) Fyrir mér er þetta náttúrulega bara frelsun og þegar maðu hefur fundið hana snýr maður auðvitað ekkert til baka í kjaftæðið! En ekki nóg með að maður fái kommentin frá liðinu útaf því sem fyrir manni sjálfum er venjulegur matur, heldur líka ef það kemur fyrir á góðum degi að maður leyfir sér að stinga nefinu ofan í kræsingar fær maður engu að síður komment um hvort maður megi þetta nú og svo framvegis... sorrý varð að fá að tjá mig með þér í þessu! :) Þú ert flottust, haltu áfram að keep us updated!

Anna Sæunn Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:15

8 identicon

Bwaaaa.... þú ert svo mikill töffari :) sé alveg fyrir mér þegar þú svaraði tutlunni ;)

Nanna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:22

9 identicon

Mér finnst nú maturinn sem þú taldir upp "venjulegur" - það er kannski merki um að ég er orðin að matarheilsufríki  (bara jákvætt ).  Ég tek yfirleitt með mér nesti í vinnuna og uppsker yfirleitt öfund (enda ööööömurlegur kokkur á vinnustaðnum sem notar salt og mettaða fitu í óhófi).

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:04

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk öllsömul fyrir ykkar innlegg. Mikið er ég fegin að vera ekki eina grumpy týpan þegar kemur að spurningum um fæðuval.

Telma! Það sem hentar mér þarf ekki að henta einhverjum öðrum. Af hverju skellirðu þér ekki bara í fjarþjálfun til mín og þá förum við í gegnum mataræðið þitt frá A til Ö og hvað hentar þér og þínum markmiðum. Sendu mér póst á ragganagli@yahoo.com ef þú hefur áhuga.

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.3.2009 kl. 09:40

11 identicon

Eins og ég hef sagt þér áður og eins og Telma kemur inn á þá held ég að oftast, þegar fólk eins og þú sem borðar hollan og góðan mat og árangurinn er eftir því í útliti, heilsu og líðan, að þá vill fólk vita hver galdurinn er.
Það eru ótrúlega margir sem hafa ekki hinn minnsta grun um það hvað er hollt og hvað er ekki svo hollt.
Ég hef heyrt athugasemd um það að pylsa sé nú ekkert óholl...þetta er jú bara kjöt og brauð og hvað getur verið óhollt við það!
Það eru bara alls ekki allir með innihald og næringargildi á hreinu og átta sig því ekki á hvað er í matvælunum sem það er að láta ofan í sig.
Auðvita er það leiðinlegt ef fólk er eitthvað að hneykslast en ég myndi bara vera stolt og montin ef einhver vill vita fræðast...það er greinilega eitthvað að virka hjá þér og þú ert að uppskera eins og þú sáir og getur sagt fólki frá því teinrétt

Ingunn Þ. (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:51

12 identicon

Þegar einhver spyr: "Leyfirðu þér ALDREI neitt?"  Þá er eðlilegast að svara með spurningu: "Leyfir ÞÚ þér alltaf ALLT?"

Fjolnir G (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband