24.5.2009 | 13:55
Vaknaðu og lyktaðu af kaffinu
Alltof margir, bæði konur og karlar, leyfa líkamanum að drabbast niður og safna fitu undir hinum ýmsu kringumstæðum. Það getur verið meðganga, prófatörn, skilnaður, atvinnumissir, slys... hvað sem er. Sumir vakna upp við vondan draum og eru búin að bæta á sig 10,20, 30 kg yfir mánuði jafnvel ár.
Eitt sem Naglinn skilur ekki. Svona fitusöfnun krefst stöðugt stærri fatastærða. Kaupir fólk hugsunarlaust næstu stærð fyrir ofan þegar sú "venjulega" passar ekki lengur? Er það ekki kinnhestur í andlitið og lykt af kaffi??
Naglinn skilur heldur ekki hvernig er hægt að hunsa heilsusamlegan lífsstíl og nota ytri aðstæður sem afsökun fyrir að hreyfa sig ekki og borða óhollt. Til dæmis er alltof algengt að fólk í prófatörn sukki í nammi og snakki, og "hafi ekki tíma" til að hreyfa sig. Í gegnum allt háskólanámið, bæði B.A og M.Sc, datt ekki út ein einasta æfing hjá Naglanum né heldur fór eitt einasta óplanaða svindl upp í túlann. Bitnaði það á náminu? Nei, síður en svo. Að hreyfa sig í 1 klst á dag kemur blóðrásinni í gang og þar með eykur blóðflæði til heilans. Eins hressir það fólk við að komast burtu frá námsefninu í smástund og leyfir heilanum að sortéra upplýsingarnar. Þú kemur bara sterkari inn í lærdóminn á eftir.
Alveg er Naglinn viss um að eiginmenn sem fá samúðarbumbu fara með bílinn í skoðun á þessum 9 mánuðum, og að fólk í prófatörn baði sig og tannbursti. En líkaminn er látinn sitja á hakanum.
Það er þrautinni þyngri að ná af sér mikilli fitu, og krefst gríðarlegrar þolinmæði, staðfestu og dugnaðar.
Er ekki gáfulegra að koma í veg fyrir slíka ferð með því að setja líkamann alltaf í forgang?
Verðandi feður fá samúðarbumbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 550730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ahaha að það sé búið að gera rannsókn um þetta er bara fyndið. en alveg satt. á minni meðgöngu þyngdist ég um 15 kg og er búin að ná helmingnum af. kallinn þyngdist líka á meðgöngu þó töluvert meira en ég. og er hann ekki enn farin að huga að því að taka bumbuna af sér, þó að strákurinn okkar sé 4 ára í dag HAHA.. tekur oft lengri tíma hjá köllunum heldur en konunum að missa meðgöngufituna :9
Heba Maren (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 17:19
Sammála með prófatarnirnar... ekkert betra en að hreyfa sig og sérstaklega þegar það er pressa á manni til að losa aðeins um stressið! hef aldrei sleppt ræktinni í prófunum....
Vonandi nær Helgi að halda sig frá samúðarbumbunni =)
Nanna (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 18:21
úff já... ég þyngdist um yfir 30 kg á meðgöngunni...var bara temmileg áður en núna sitja ennþá 10-12 kg á mér sem fara bara ekki neitt... held þó að ég þurfi ekki að missa þau alveg öll þar sem ég er í betra ásigkomulagi heldur en þegar ég varð ólétt...
... (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 19:06
Já, prófatarnir eru rosalega "góð" afsökun :) Ég hef að vísu notið þess að komast frá bókunum og henda mér í ræktina þegar svoleiðis ástand ríkir og finn einmitt fyrir því hvað ég er miklu ferskari á eftir við lesturinn. Núna er ég ólétt og hef bara lést hingað til en er heldur ekki ennþá komin í kjörþyngd (er hálfnuð). Hef passað mig að borða hollt og oft á dag og fer að hreyfa mig 5-6 sinnum í viku en hef breytt æfingaplaninu og fer t.d. 3x í viku í sund í stað þess að taka hefðbundna brennslu. Hef samt heyrt ótal sögur frá konum sem nota meðgöngu sem afsökun fyrir því að borða kannski 2x franskar og kokteilsósu á dag eða einn ís á dag kemur skapinu í lag. Ef þú ert í stuði máttu sko alveg taka fyrir þetta með óléttuna og heilbrigt líferni því ekki held ég að það veiti af. Takk annars fyrir frábæra pistla sem og áður.
Soffía, 24.5.2009 kl. 23:15
Er einmitt að losa mig við prófbumbuna
Maður þarf að ver meðvitaðari um heyfingu og gott mataræði á meðan maður er í prófum!
kv,
Hjörtur
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:14
Svo satt Ragga mín, þú kannt að koma orðum að þessu. Stöndum saman góðir hálsar og berjumst við okkar innri Fituhlunk hahaha c",)
Helgi Tul (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:04
Heba! Já og konur missa oft slatta við brjóstagjöfina á meðan kallarnir halda jafnvel áfram í sömu neyslunni. Skoraðu á kallinn að rífa kílóin nú af sér.
Nanna! Ég er alveg viss um að Helgi heldur sér í skefjum þegar hann sér hvað þú ert dugleg á meðgöngunni að hreyfa þig og borða hollt.
Soffía! Góð hugmynd að pistli. Leggst í rannsóknir, þar sem ég hef ekki persónulega reynslu af meðgöngu ;-)
Hjörtur! Þú verður fljótur að rífa hana af þér þegar þú byrjar að rífa í járnið aftur.
Helgi! Það er fituhlunkur inni í okkur öllum. Við þurfum að passa að hleypa honum ekki út.
Ragnhildur Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 12:05
Sammála þessu hjá þér Ragnhildur . Mikið auðveldara að vera alltaf að hreyfa sig nokkrum sinnum i viku frekar en jójóa upp og niður. Eins og þeir segja í Ameríkunni Slow and steady wins the race! Við hjónin segjum líka að það er svo fyndið að fólk sem hefur grennst mikið eða tekið mikið á og losað sig við mörg aukakíló er alltaf lytið á sem hetjur sem það svo sem er . Við hin sem höldum okkur alltaf í shape þó a fimmtugs aldurinn sé komið og raunverulega lýtum betur út en við gerðum fyrir 20 árum við fáum sjaldan rós í hnappagatið!
En það skiptir ekki máli ég gæti ekki lifað án hreyfingar og pilates . Sálin og líkaminn nærast af hreyfingu!
Kveðja úr feita landinu!
Binna Porter (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:57
Já þetta með þungun..
Ég er logandi hrædd við að detta í afsökunarpakka og raða á mig óþarfa umframþyngd á meðgöngunni (er á minni fyrstu)
Er Nenfilega komin nánast í kjörþyngd og fantaform í fyrsta skipti á æfinni
Samt hef ég svarið fyrir að ég láti það ekki gerast, en er samt smeyk!
Það er ekkert lítið sem margar í kringum mig blása út á meðgöngu, scary shit!
Ég æfi enþá eins og vanalega ( 1-2 klst á dag) er komin svo stutt.
Er hrædd um að ef ég leyfi mér eitthvað bresti allar flóðgáttir og ég bara fari að éta eins og svín!
Sæki innblástur í bloggið þitt sem er geggjað. Ég er sammála Soffíu hér að ofan, það væri gaman að fá góðan pistil um meðgönguofát!
Aðadaándi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 07:43
Binna frænka! Ég er svo sammála. Það er afrek að ná af sér mikilli þyngd, en það er enn meira afrek að halda því af, hreyfa sig og borða hollt ævina á enda. Alltof margir detta aftur í sama farið aftur og bæta öllu saman á sig.
Aðdáandi! Þú bætir engu á þig ef þú ert meðvituð um líkamann alla meðgönguna. Ekki leyfa þér að detta í afsökunarpakkann.
Er að vinna í pistli um næringu á meðgöngu, skrifaði einhvern tíma grein hér um hreyfingu á meðgöngu.
Takk fyrir hrósið og innlitið.
Ragnhildur Þórðardóttir, 27.5.2009 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.