Another year gone by...

Ástæða bloggleysis undanfarinna daga er dvöl Naglans í London að halda upp á 2 ára stórafmæli systurdóttur sinnar.
Af því tilefni fór Naglinn að hugsa hver staðan á skrokknum var fyrir ári síðan í 1 árs afmælinu. Þá var Naglinn á mjög vondum stað líkamlega, búin að fitna um 15 kg á 3 mánuðum. Þessi fitusöfnun var hörmulegt “rebound” eftir kolrangt undirbúningsferli fyrir fitness-keppni árið 2007, þar sem Naglinn gerði ómannlegt magn af brennsluæfingum og borðaði eins og 7 ára krakki.
Svona tímabil lítur líkaminn á sem hungursneyð og ógn við heilsuna. Þess vegna breytir líkaminn öllu sem að kjafti kemur, hvort sem það er kjúklingur og brokkolí eða súkkulaði og lakkrís, í fitu til að eiga nóg í bankanum fyrir næstu hungursneyð.
Þess vegna reynir Naglinn að brýna fyrir sínu fólki að hætta að kroppa eins og hænsn í hrökkbrauð og skitið epli og borða eins og fullvaxta fólk. Slíkt kropp og nart gerir ekkert annað en að skemma brennslukerfið og gera líkamann lamaðan í fitubrennslu. Fólk sem tutlar í 1200 hitaeiningar á dag og skilur svo ekkert í að lýsið haggist ekki, þýðir bara að líkaminn er í bullandi vörn, enda slíkur hitaeiningafjöldi eingöngu til að halda eðlilegri líkamsstarfsemi hjá fólki í dauðadái.

Síðasta ár hefur verið tileinkað fitubrennslu hjá Naglanum en það hefur langt í frá verið dans á rósum að losa sig við lýsið. Það tók líkamann langan langan tíma að detta í fitubrennslugírinn enda kerfið í rúst og hefur Naglinn og Þjálfi unnið hörðum höndum við að koma því á koppinn aftur.
Oft hefur Naglann langað til að hætta öllu saman og leggjast bara upp í rúm og grenja. En það hefur bara ekki verið í boði, því hverju skilar svoleiðis aumingjagangur?
Þeir sem ná árangri eru þeir sem halda áfram í mótlætinu.
Þess vegna hefur Naglinn vigtað og mælt, hamast og djöflast, hlaupið og lyft. Og hverju hefur það skilað?
Á þessu ári sem liðið er hefur Naglinn náð að skafa af sér 12 kg, og er í besta formi lífs síns núna.
Þolið er margfalt betra þrátt fyrir helmingi færri brennsluæfingar, styrkurinn er meiri þrátt fyrir að lyfta sjaldnar í viku en í gamla daga.
Meira er klárlega ekki betra þegar kemur að líkamlegu formi, hvíldin er alltof vanmetinn þáttur hjá mörgum.

Útlitslega er Naglinn mjög sátt, kemst í öll gömlu mjónu fötin sín, er samt 3 kg þyngri með stærri axlir og hendur en mjórra mitti.
Nú er svo komið að Naglinn fær heilan nammidag á planinu sínu… jebb þið heyrðuð rétt… ekki bara eina máltíð heldur heilan dag án takmarkana af gegndarlausu rugli.
Þessi dagur gegnir mikilvægu hlutverki í fitutapinu. Þegar fólk er komið niður í ákveðna fituprósentu dettur leptín framleiðslan niður og heill nammidagur virkar til að endurstilla leptínið og koma fitubrennslunni aftur í gang.
Eftir slíkan dag hefur Naglinn þyngst um heil 5 kiló en eftir 7 daga var Naglinn kílói léttari en fyrir nammidaginn. Eftir því sem fituprósentan er lægri verður líkaminn skilvirkari í að vinna úr sukkinu og minni líkur á að sukkið breytist í spek.

Vegna þess að Naglinn hefur sjálf þurft að berjast með blóði, svita og tárum (í bókstaflegri merkingu) við kílóin er vorkunn Naglans enginn þegar fólk vælir um að þetta sé svo erfitt, mikið vesen að borða hollt, allt svo vont á bragðið, leiðinlegt að fara í ræktina… og bla bla bla…. suck it up! hættið að grenja og gerið það sem þarf.
Nema að þið séuð svona svakalega sátt við spegilmyndina og skítsama um heilsuna þá skuluð þið bara halda áfram að slafra í ykkur Burger King. Það er enginn sem neyðir ykkur að hreyfa ykkur og borða hollt.

Naglinn hefur þurft að hanga á kjúllanum eins og hundur á roði, þurft að sleppa nammimáltíðum í fleiri vikur og rifið sig upp í ræktina fyrir dögun hvern dag.
En þetta hefur allt verið svo innilega þess virði…að vera sátt í eigin skinni hefur alltaf vinninginn yfir löngun í súkkulaði… og að vera komin á þann stað að fá heilan nammidag… need I say more???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fékk gæsahúð yfir síðustu línunum!! Heyr-heyr

Óli Jóns (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 12:35

2 identicon

Snilld! Til hamingju með þetta !

PS.

Smá hugmynd sem kveiknaði við lesturinn og sem ég hef verið að velta fyrir mér: Það væri vel þegið ef þú gæfir þitt álit á hlutfalli milli æfinga og hvíldar þegar verið er að lyfta þungu... fá reps. 

Ég æfi 3-4x á viku ( búin að æfa árum saman ) og tek vel á því. Þess fyrir utan hreyfi ég mig vel,geng, motocross og fl. Samt upplifi ég mig oft þreyttann og lurkum laminn, en er samt í mjög fínu formi. Ætti maður að hvíla sig meira ? Ég tek Glutamine og Creatine ... aðalega til að fá aukið recovery ... finnst samt eitthvað vanta uppá til að fá meiri orku svona daginn í gegn. Hvað er til ráða ?

PSS. Fyrirgefðu að ég skrifa þetta hér ... ég fann enga e-mail adressu.

Guðm.P.

GP (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þú ættir að fá nóg recovery að lyfta 3-4x í viku og engri brjálaðri brennslu s.s göngur. Myndi frekar skoða mataræðið ef þú ert oft þreyttur og orkulaus. Ertu að borða í samræmi við hreyfinguna, myndi skoða hvort heildarhitaeiningar séu nægar og hlutföll af kolvetni, prótín og fitu í mataræðinu.

Gangi þér vel!

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.7.2009 kl. 16:12

4 identicon

Sæl þetta var áhugaverð lesning:)

en getur sagt mér hvað ég ætti að drekka mikið af próteinshake á dag? Er í lagi að drekka 3-4 eða er það of mikið og byrjar maður að fitna þá í staðinn eða

Rut (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 01:05

5 identicon

Sæl, langar að vita hver hlutföllin af kolvetni, prótíni og fitu eiga að vera m.v. hreyfingu 4-6 sinnum í viku, lyftingar, stöðvaþjálfun, fjallgöngur og útihlaup.  Er 39 ára, 48 kg og 162 cm á hæð.

Tobba (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 20:22

6 identicon

Frábær pistill að vanda   Svona pistill rífur mig upp á rassgatinu... þyrfti helst að fá þig til að flengja mig á beran bossann reglulega svo ég passi helv... mataræðið almennilega!!!

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 01:13

7 identicon

Ég Hlakka svo til að líða vel í mínu eigin skinni.. hef aldrei upplifað þá tilfinningu og það er ömurlegt.... vonandi kemur sá dagur von bráðar... :)

takk fyrir frábært blogg.

Heba Maren (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:03

8 identicon

Vá hvað tíminn líður hratt. Ég er búin að fylgjast með og læra hér á síðunni þinni í rúmlega tvö ár...... vá finnst eins og það hafi verið í "gær" þegar ég datt inn á þess snilldarsíðu og varð algjörlega "húkkt" ...er búin að kíkja í heimsókn næstum daglega síðan.

Takk fyrir mig... ég held áfram að fylgjast með þér og stefna á að ná sama aga og þú 

Hulda (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 22:22

9 identicon

Góð lesning þetta :-)

"Þessi dagur gegnir mikilvægu hlutverki í fitutapinu. Þegar fólk er komið niður í ákveðna fituprósentu dettur leptín framleiðslan niður og heill nammidagur virkar til að endurstilla leptínið og koma fitubrennslunni aftur í gang."

er að hugsa, hver er ca þessi ákveðna fituprósenta.  36 ára með 22% fituprósentu, hvað þarf ég að fara langt niður???

takk fyrir mig

Harpa (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:19

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Takk fyrir sætu skvísur. Það geta allir náð sínum markmiðum, vilji er allt sem þarf!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.7.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband