Færsluflokkur: Uppskriftir

Eggjahvíturnar klikka aldrei

Morgunverður meistaranna er hafragrautur og eggjahvítur en það virðist vefjast fyrir mörgum hvernig sé best að borða eggjahvíturnar.  Harðsoðnar eggjahvítur beint af kúnni er bara ekki spennandi matur og algjör óþarfi að svekkja sig á hverjum morgni.  

Naglinn hefur áður póstað uppskrift að eggjahvítu-pönnuköku en hér er myndræn lýsing á mjög svipaðri uppskrift.  Naglinn notar reyndar minna af prótíndufti en konan í myndbandinu, eða c.a 1 msk, og fleiri eggjahvítur í staðinn.  Það má nota ýmsar bragðtegundir af prótíndufti og er bananabragð og berjabragð í sérstöku uppáhaldi hjá Naglanum, súkkulaðibragð virkar ekki eins vel í þessa uppskrift. Eins má nota ýmsa bragðdropa t.d vanillu, möndlu, appelsínu o.s.frv.

 

 


Naglinn mælir með....

Naglinn hefur borðað sjöhundruð þúsund grilljónir af kjúklingabringum í gegnum tíðina, enda á matseðlinum 365 daga ársins og það jafnvel oftar en einu sinni á dag.

Ótrúlegt en satt þá fær Naglinn bara ekki leið á því að snæða fiðurféð en það er aðallega kryddinu Bezt á kjúklinginn að þakka.
Þetta krydd sem fæst í Nóatúni gerir kjúllann gómsætan og passar með hvaða meðlæti sem er: salati, hrísgrjónum, kartöflum, möndlum....

Daglegur kjúlli Naglans:

Kjúllabringa skorin í bita
Bitarnir settir í skál
velt uppúr ólífuolíu
kryddað með Bezt á kjúklinginn
grillað í 5-6 mín í Foreman grilli

Bon appetit!


Pumpkin cookies

Nú er runninn upp tími smákökubaksturs. Það er samt óþarfi að missa sig í smjörlíki, sírópi og súkkulaðibitum þó að slíkt gúmmulaði sé auðvitað í lagi í hófi.

Hér kemur ein uppskrift sem er vinaleg við línurnar og má kjamsa á án þess að samviskubitið nagi kviðarholið.

Graskerssmákökur:

2 bollar gróft haframjöl
6 skeiðar mysuprótín (vanillu eða kanilbragð best)
1/8 tsk lyftiduft
1/8 tsk matarsódi
1-2 tsk kanill old fashioned oats
1 msk sætuefni

þurrefnum blandað saman

bæta svo við:

225 ml eggjahvítur
1 niðursuðudós af niðursoðnu graskeri
2 msk hnetuolía eða ólífuolía

Spreyja bökunarpappírsklædda plötu .
Gerir 20 meðalstórar kökur
Bake @ 180° C í 8-10 min


"No-bake" prótínstykki

Margir af fjarþjálfunar-kúnnum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki og aðrar fabrikkustangir milli mála.  Sumum finnast líka slík stykki slá á sykurþörfina. Naglinn er alfarið á móti slíkum afurðum, ef afurðir skyldi kalla.

Prótínstykki eru alltof unnin vara, stútfullt af sykri og yfirleitt súkkulaðihúðað með alvöru súkkulaði.  Það er því oft sáralítill munur á þessum svokölluðu heilsu-stöngum og djúsí sælgætisstöngum. Naglinn mælir frekar með skyrdós eða ávexti enda alveg jafn handhægt að hafa slíkt í töskunni.

Fyrir þá sem eru aðframkomnir af löngun í eitthvað sætt fann Naglinn uppskrift að prótínstykkjum sem er bæði holl og einföld enda þarf ekkert að baka. 

 "No-bake" prótínstykki


5 msk náttúrulegt hnetusmjör
1 bolli haframjöl
6 mæliskeiðar súkkulaði mysuprótín
1 tsk vanilludropar
2 msk hörfræ
1/2 bolli vatn (þarf kannski meira eftir því hvernig prótín) 


Blanda saman þurrefnum.  Bæta við hnetusmjöri og blanda.  Bæta við vatni og vanilludropum.  Notið sleif sem hefur verið spreyjuð með PAM og blandið alveg saman. 
Deigið getur verið mjög klístrað. 
Sett í lítið (8x8) olíusmurt form og sett í kæli eða frysti þar til harðnar. 
Skorið í 9 bita þegar harðnað. 

Næringargildi í 1 bita:
Hitaeiningar: 197
Prótein:21
Fita:7
Kolvetni:13.7
Trefjar:1.6

 


Hugmyndir fyrir hafragrautinn

Naglanum þykir fátt betra en hafragrauturinn sinn á morgnana.  Það er hin mesta bábilja að hafragrautur sé óæti og þeim sem finnst hann bragðvondur eru bara ekki nógu hugmyndaríkir í eldhúsinu. 

Hér koma nokkrar hugmyndir að afbragðsgraut.

  • Vanilludropar, kanill, múskat, niðurrifið epli
  • Vanilludropar, kókosdropar, kanill, múskat, niðurrifin gulrót, hakkaðar valhnetur
  • Súkkulaði prótínduft, kókosdropar
  • Bláber eða jarðarber: hita í örra í 15-20 sek, hræra í mauk og hella yfir.  Eða hræra frosnum berjum við graut eftir eldun.
  • Niðurskorinn banani, heitt hnetusmjör
  • Vanillu prótínduft, niðurskorin ferskja
  • Súkkulaði prótínduft, piparmintudropar
  • Hnetusmjör og maukuð jarðarber
  • Hreint ósykrað eplamauk, kanill, pekanhnetur
  • Vanilludropar, trönuber, valhnetur
  • Vanillu prótínduft, rifsber, skvetta af sítrónu/lime safa
  • Vanillu prótínduft, klementína í teningum (sett út í eftir eldun, rétt til að hitna)
  • Kanill, múskat, vanilludropar, rommdropar, möndlumjólk
  • Kirsuber, kókosmjöl
  • Möndludropar, rúsínur, blá sojamjólk
  • Appelsínudropar, rifinn appelsínubörkur

Bon appetit!


Sítrónu-bláberja hollustu múffur

Sítrónu-bláberja hollustu múffur


Gerir 12 múffur (4 múffur er sirka einn skammtur)

 Hráefni:

18 eggjahvítur
120 g haframjöl
1 tsk sítrónudropar
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
105 g frosin bláber

 

Aðferð:

Hita ofn í 200° C.

Blanda þurrefnum vel saman í skál, bæta svo eggjahvítum við og hræra vel. 

Spreyjaðu 2 x 6-múffu form með PAM.  Helltu deiginu eins jafnt og hægt er í múffuformin.  Settu frosin bláber (þurfa ekki að þiðna fyrst) ofan á hverja múffu og pressaðu varlega ofan í (ekki of mikið samt, deigið er frekar þunnt). 

Bakað í 20 mín.

Þessar má frysta og taka út á morgnana og skella í örrann og voilá! snilldarmorgunmatur með flóknum kolvetnum, prótíni og bláberjum sneisafullum af andoxunarefnum. 
Engin afsökun lengur fyrir tímaleysi á morgnana Smile

 


Næstum því KFC

Hráefni: 

Kjúklingabringa

Hakkaðar möndlur (u.þ.b 20 g er nóg fyrir eina meðalstóra bringu)

Hveiti/spelt hveiti

Eggjahvíta

Svartur pipar + Salt (má sleppa)

Aðferð:


Settu hveiti/spelt á disk, möndlur á disk og eggjahvítu í skál. 

Veltu kjúklingabringunni upp úr hveiti/spelti þar til hún er þakin. 
Dýfðu bringunni í eggjahvítu og veltu henni síðan yfir möndlurnar svo þær þeki hana nokkurn veginn.  Kryddaðu með salti og svörtum pipar. 
Bakað í ofni á c.a 170-200° í 15-25 mín (bökunartími fer eftir ofni).

 


Bananapönnukökur

Naglinn er ástfanginn.... af bananapönnukökum með hnetusmjöri. Þetta er nýja æðið, eftir að Naglinn fjárfesti í bananaprótíni frá Sigga. Kemst ekki í gegnum daginn nema að troða allavega einu stykki í andlitið á mér. Þær eru líka svo hrikalega einfaldar í matreiðslu: 5-6 eggjahvítur 1 msk mulin hörfræ 1 msk Scitec 100% banana prótín Hrært í blandara í 2-3 mín. Baka á pönnukökupönnu þar til loftbólur myndast, snúa við og baka í 30-60 sek á hinni hliðinni. Setja á disk Smyrja 1 tsk af hnetusmjöri yfir alla pönnsuna og njótið vel....mmmm

Djúsí fiskur

Fyrir eina hræðu:

Innihald

 150-200 g lax eða silungur (eða einhver annar fiskur)

 sítrónusafi

1 msk grófkorna sinnep

1 tsk Sesamfræ

svartur pipar

 

Aðferð

Setjið álpappír í eldfast mót og smyrjið álpappírinn með ólífuolíu. 

Sprauta smá skvettu af sítrónusafa yfir fiskinn og pipra vel. 

Smyrja fiskinn með sinnepinu og strá sesamfræjum yfir og dreifa vel úr þeim svo það myndist eins og skorpa utan á fiskinum.

 Setjið laxinn í eldfasta mótið og bakið í 170 - 200 ° heitum ofni í 15-20 mínútur. 
Það getur verið gott að setja ofninn á smá grill undir lokin svo sesamskorpan verði pínu brún.   


Laxarúlla

Á þessum síðustu og verstu borgar sig að vera hagsýn húsmóðir og nýta matarafganga en hverjum finnst upphitaður fiskur girnilegur? Ekki Naglanum allavega. En hér er hinsvegar snilldaruppskrift þar sem hægt er að nýta fiskafganga. Rest af laxi eða silungi 1/2 dós hrein jógúrt eða hreint skyr 1/2 hvítlauksrif 1/2 tsk þurrkað dill 1 sellerístilkur, fínsaxaður 1 tómatur, niðursneiddur kál 1 heilhveititortilla Fiskur settur í skál og stappaður aðeins í sundur með gaffli. Jógúrt, hvítlauk, dilli og sellerí blandað saman við. Fiskblandan sett í miðjuna á heilhveititortillu, tómatar og kál sett ofan á. Rúllað upp og snætt með bestu lyst.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 550733

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband