Færsluflokkur: Uppskriftir
8.5.2008 | 14:44
Krafta möffins
Uppskriftir | Breytt 31.10.2008 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 11:23
Sinnepskókoskjúlli
Naglinn hefur verið að prófa nýjungar með kjúllann undanfarið og er orðin alveg krækt (e. hooked) á þessa uppskrift.
Kókosbragðið kemur sterkt í gegn...algjört nammi.
Gaf Foremanninum heittelskaða smá hvíld og notaði pönnu í staðinn.
Sinnepskókoskjúlli:
1 tsk kókosolía
1 kjúllabringa
1 - 2 tsk hunangs sinnep eða annað sætt sinnep (Naglinn er núna að nota eitthvað danskt "gourmet" sinnep úr Íslendinganýlendunni Magasin du Nord)
Svartur pipar
Kókosolían látin bráðna á heitri pönnu (best að nota rifflaða steikarpönnu).
Bringan pipruð báðu megin og smurð öðru megin með sinnepi
Skellt á heita pönnuna með sinnepshliðina niður. Á meðan hún er að steikjast er hráa hliðin smurð með sinnepi.
Snúa yfir á hina hliðina og steikja þar til bringan er gegnumsteikt.
Þetta snæðir Naglinn mjög oft í kvöldmat um þessar mundir.
Meðlætið er þá gufusoðið brokkolí eða blómkál
og
Salat með grillaðri papriku og rauðlauk, 10 valhnetukjörnum og 1 tsk balsamedik.
Bon appetite!
Uppskriftir | Breytt 31.10.2008 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2008 | 13:54
Tzatziki sósa
Hér er einfaldasta uppskrift í heimi að bestu sósu í heimi sem passar með öllu í heimi. Kjúlla, fiski, grænmetisréttum, nautakjöti.... nefndu það bara. Og ekki spillir hollustan fyrir, en hún er nánast fitulaus og hitaeiningasnauð.
1/2 lítil dós hreint KEA skyr (í bláu dollunum)
1/2 lítil dós Mjólku Sýrður rjómi (í appelsínugulu dollunum)
1 bréf Græsk krydd frá Knorr (fást 3 í pakka í grænmetisdeildinni í Hagkaup)
Öllu hrært saman.
Geymist í kæli og er í góðu lagi í allavega 1-2 vikur.
Uppskriftir | Breytt 2.11.2008 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.2.2008 | 10:13
Appelsínu hafragrautur
1 tsk rifinn appelsínubörkur
1 tsk appelsínudropar eða kreista nokkra dropa úr appelsínu eða 1 tsk ósykraður appelsínusafi
Vatn (magn fer eftir hversu þykkan graut menn vilja: minna vatn = þykkari grautur)
Haframjöl, vatn, appelsínudropar og rifinn appelsínubörkur sett í pott og látið sjóða. Þegar suðan kemur upp, setja 2-3 skeiðar af Husk og hræra vel. Bæta vatni út í ef grauturinn verður of þykkur.
Best að láta standa í pínu stund áður en borðað til að fá appelsínubragðið vel fram.
Uppskriftir | Breytt 2.11.2008 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.2.2008 | 14:21
Pönnsurnar góðu
Naglinn var beðinn um að birta uppskriftina að eggjahvítupönnsunum aftur svo hér koma tvær útgáfur, þessi gamla góða og önnur low-carb varíasjón.
Gamla góða
4-5 eggjahvítur (má vera meira ef menn vilja og þurfa)
Haframjöl (magn eftir smekk, og hitaeininga og/eða kolvetna þörfum)
1 matskeið prótínduft (bláberja er í uppáhaldi hjá Naglanum um þessar mundir, en eitthvað berjabragð eða vanillu er rosa gott)
Hrært í blandara á high-speed í c.a 1 mínútu. Hellt á meðalheita pönnukökupönnu og bakað þar til koma loftbólur, snúa við og baka á hinni hliðinni í c.a 30 - 40 sekúndur.
Low - carb
4-5 eggjahvítur (má vera meira ef menn vilja og þurfa)
1 matskeið mulin hörfræ (pakkað af trefjum og góðri fitu og nánast engin kolvetni)
1 matskeið prótínduft
Hrært í blandara á high-speed í c.a 1 mínútu. Hellt á meðalheita pönnukökupönnu og bakað þar til koma loftbólur, snúa við og baka á hinni hliðinni í c.a 30 - 40 sekúndur.
Uppskriftir | Breytt 3.11.2008 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.1.2008 | 18:56
Naglasalat
Veislusalat (í poka) frá Hollt og Gott
Grilluð paprika, sveppir, rauðlaukur (í Foreman-inum)
Gúrka í sneiðum
Gufusoðið brokkolí
Macadamia hnetur
1 tsk sítrónuólífuolía og 1 tsk balsamedik
Þetta salat er rosa gott í kvöldmat með kjúklingabringu eða fiski.
Uppskriftir | Breytt 4.11.2008 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 10:30
Túnfisksalat frá USA
Hér er uppskrift að túnfisksalati sem ég lifði á í NY. Auðvitað low-fat, og stúfullt af prótíni.
1 dós túnfiskur í vatni
1/2 - 1 dós hreint skyr EÐA 1 dós jógúrt EÐA 1/2 dós 5% sýrður rjómi
Sólþurrkaðir tómatar, olían þerruð af með eldhúsrúllu. Skornir í strimla
Steinselja söxuð smátt
Öllu blandað saman í skál....and enjoy.
Uppskriftir | Breytt 4.11.2008 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 09:19
Gómsætur Hörpudiskur
Ég verð að deila með ykkur nýrri uppskrift sem var prófuð í eldhúsi Naglans í gærkvöldi.
Var ekki alveg í stuði fyrir kjúklingabringu númer þrjú þúsund þennan mánuðinn svo það var fjárfest í frosnum hörpudiski í Bónus.
Hörpudiskur er skelfiskur, mjög prótínríkur, hitaeiningasnauður (84 kal í 100g) og sérstaklega bragðgóður.
Innihald:
1 msk ólífuolía
skvetta af sítrónusafa
Timían krydd frá Pottagöldrum (má nota ferskt líka)
pipar
Salt-free Lemon-pepper (frá McCormick)
Sveppir
Skallottulaukur eða venjulegur laukur
200g hörpudiskur þiðinn, sigtaður og þerraður með eldhúspappír
Aðferð:
Blanda saman ólífuolíu, sítrónusafa, pipar, sítrónupipar og timjan saman í skál. Marinera hörpudiskinn í c.a 30 mín.
Steikja sveppi og skallottulauk á þurri pönnu í 2-3 mín
Bæta marineruðum hörpudisk við og steikja í 4-5 mín.
Bon appetit!!
Uppskriftir | Breytt 11.4.2009 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 11:02
EGG!!! EGG!!! (muniði ekki atriðið úr Stellu í orlofi???)
Naglinn prófaði nýja aðferð við að elda eggjahvíturnar sínar á morgnana sem ég ætla að deila með ykkur lesendur góðir.
4 eggjahvítur og 1 msk af sykurlausu Karamellusírópi hrært saman
Hitað í örranum í 2-3 mínútur. Ágætt að taka út eftir c.a 1 mínútu, hræra í og setja svo aftur inn í 1-2 mínútur.
Látið kólna í nokkra mínútur áður en borðað.
Algjört nammi!!
Uppskriftir | Breytt 11.4.2009 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2007 | 09:28
Spínatfylltur kjúlli
Innihald:
1 kjúklingabringa
150-200 g spínat - ef frosið: látið þiðna í sigti, ef ferskt: steikja á pönnu (án olíu) í nokkrar mínútur þar til orðið mjúkt *
1 hvítlauksrif
1 eggjahvíta
Aðferð:
Hita ofninn í 200°
Kreista vatnið úr spínatinu þegar þiðnað (ef notað er frosið)
Setja spínat, hvítlauk og eggjahvítu í blandara og blanda í mauk
Skera bringu næstum því í tvennt eftir endilöngu þannig að opnist eins og bók
Pipra bringuna og setja á ofngrind ofan á ofnskúffu með álpappír í botninum (ef fyllingin skyldi leka)
Setja fyllinguna á aðra hlið bringunnar og loka bringunni (hægt að nota tannstöngul til að bringan haldist lokuð)
Pensla bringuna með smá olíu
Ofnbaka bringuna í 20-25 mínútur
* Ef elda á fyrir marga þá er auðveldara að nota frosið spínat.
Uppskriftir | Breytt 4.11.2008 kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar