Færsluflokkur: Uppskriftir

Krafta möffins

Þessar eru hrikalega góðar, pakkaðar af prótíni og flóknum kolvetnum. Flottar líka í afmælin því þær eru bragðgóðar þrátt fyrir alla hollustuna. Krafta möffins 15 eggjahvítur 1/2 dós kotasæla 120 g haframjöl 1 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk vanilludropar slatti af kanil 1-2 tsk gervisykur (t.d hermesetas) PAM sprey Öllu blandað saman í blandara þar til deigið er orðið þykkt. Hellt í möffins álform, (ekki pappírsform því deigið festist of mikið við þau) sem hafa verið spreyjuð vel með PAM eða öðru olíuspreyi. Bakað í 180° heitum ofni í 20-25 mín. Það má líka bæta við sykurlausu sírópi, t.d karamellu, hnetu, kókos eða nota annars konar bragðefni en vanillu, t.d möndludropa eða appelsínudropa. Einnig er algjör snilld að bæta við 1 banana. Líka hægt að bæta við þurrkuðum berjum, eða hnetum en það verður að gera eftir að deigið er komið í formin.

Sinnepskókoskjúlli

Naglinn hefur verið að prófa nýjungar með kjúllann undanfarið og er orðin alveg krækt (e. hooked) á þessa uppskrift. 

Kókosbragðið kemur sterkt í gegn...algjört nammi.

Gaf Foremanninum heittelskaða smá hvíld og notaði pönnu í staðinn.

 

Sinnepskókoskjúlli:

1 tsk kókosolía

1 kjúllabringa

1 - 2 tsk hunangs sinnep eða annað sætt sinnep (Naglinn er núna að nota eitthvað danskt "gourmet" sinnep úr Íslendinganýlendunni Magasin du Nord)

Svartur pipar

 

Kókosolían látin bráðna á heitri pönnu (best að nota rifflaða steikarpönnu). 

Bringan pipruð báðu megin og smurð öðru megin með sinnepi

Skellt á heita pönnuna með sinnepshliðina niður. Á meðan hún er að steikjast er hráa hliðin smurð með sinnepi.

Snúa yfir á hina hliðina og steikja þar til bringan er gegnumsteikt.

Þetta snæðir Naglinn mjög oft í kvöldmat um þessar mundir.

Meðlætið er þá gufusoðið brokkolí eða blómkál

og

Salat með grillaðri papriku og rauðlauk, 10 valhnetukjörnum og 1 tsk balsamedik.

 

Bon appetite!

 


Tzatziki sósa

Hér er einfaldasta uppskrift í heimi að bestu sósu í heimi sem passar með öllu í heimi.  Kjúlla, fiski, grænmetisréttum, nautakjöti.... nefndu það bara.  Og ekki spillir hollustan fyrir, en hún er nánast fitulaus og hitaeiningasnauð. 

 1/2 lítil dós hreint KEA skyr (í bláu dollunum)

1/2 lítil dós Mjólku Sýrður rjómi (í appelsínugulu dollunum)

1 bréf Græsk krydd frá Knorr (fást 3 í pakka í grænmetisdeildinni í Hagkaup) 

Öllu hrært saman.

Geymist í kæli og er í góðu lagi í allavega 1-2 vikur.


Appelsínu hafragrautur

Skammtur af haframjöli

1 tsk rifinn appelsínubörkur

1 tsk appelsínudropar eða kreista nokkra dropa úr appelsínu eða 1 tsk ósykraður appelsínusafi

Vatn (magn fer eftir hversu þykkan graut menn vilja: minna vatn = þykkari grautur)

 

Haframjöl, vatn, appelsínudropar og rifinn appelsínubörkur sett í pott og látið sjóða.  Þegar suðan kemur upp, setja 2-3 skeiðar af Husk og hræra vel.  Bæta vatni út í ef grauturinn verður of þykkur.

Best að láta standa í pínu stund áður en borðað til að fá appelsínubragðið vel fram.


Pönnsurnar góðu

Naglinn var beðinn um að birta uppskriftina að eggjahvítupönnsunum aftur svo hér koma tvær útgáfur, þessi gamla góða og önnur low-carb varíasjón.

Gamla góða

4-5 eggjahvítur (má vera meira ef menn vilja og þurfa)
Haframjöl (magn eftir smekk, og hitaeininga og/eða kolvetna þörfum)
1 matskeið prótínduft (bláberja er í uppáhaldi hjá Naglanum um þessar mundir, en eitthvað berjabragð eða vanillu er rosa gott)

Hrært í blandara á high-speed í c.a 1 mínútu.  Hellt á meðalheita pönnukökupönnu og bakað þar til koma loftbólur, snúa við og baka á hinni hliðinni í c.a 30 - 40 sekúndur.

Low - carb

4-5 eggjahvítur (má vera meira ef menn vilja og þurfa)
1 matskeið mulin hörfræ (pakkað af trefjum og góðri fitu og nánast engin kolvetni)
1 matskeið prótínduft

Hrært í blandara á high-speed í c.a 1 mínútu.  Hellt á meðalheita pönnukökupönnu og bakað þar til koma loftbólur, snúa við og baka á hinni hliðinni í c.a 30 - 40 sekúndur.

 


Naglasalat

Veislusalat (í poka) frá Hollt og Gott

Grilluð paprika, sveppir, rauðlaukur (í Foreman-inum)

Gúrka í sneiðum

Gufusoðið brokkolí

Macadamia hnetur

1 tsk sítrónuólífuolía og 1 tsk balsamedik

Þetta salat er rosa gott í kvöldmat með kjúklingabringu eða fiski.


Túnfisksalat frá USA

Hér er uppskrift að túnfisksalati sem ég lifði á í NY. Auðvitað low-fat, og stúfullt af prótíni.

1 dós túnfiskur í vatni

1/2 - 1 dós hreint skyr EÐA 1 dós jógúrt EÐA 1/2 dós 5% sýrður rjómi

Sólþurrkaðir tómatar, olían þerruð af með eldhúsrúllu. Skornir í strimla

Steinselja söxuð smátt

Öllu blandað saman í skál....and enjoy.


Gómsætur Hörpudiskur

Ég verð að deila með ykkur nýrri uppskrift sem var prófuð í eldhúsi Naglans í gærkvöldi. 

Var ekki alveg í stuði fyrir kjúklingabringu númer þrjú þúsund þennan mánuðinn svo það var fjárfest í frosnum hörpudiski í Bónus. 

Hörpudiskur er skelfiskur, mjög prótínríkur, hitaeiningasnauður (84 kal í 100g) og sérstaklega bragðgóður.

 

Innihald:

1 msk ólífuolía

skvetta af sítrónusafa

Timían krydd frá Pottagöldrum (má nota ferskt líka)

pipar

Salt-free Lemon-pepper (frá McCormick)

Sveppir

Skallottulaukur eða venjulegur laukur

200g hörpudiskur þiðinn, sigtaður og þerraður með eldhúspappír

Aðferð:

Blanda saman ólífuolíu, sítrónusafa, pipar, sítrónupipar og timjan saman í skál.  Marinera hörpudiskinn í c.a 30 mín.

Steikja sveppi og skallottulauk á þurri pönnu í 2-3 mín

Bæta marineruðum hörpudisk við og steikja í 4-5 mín.

 Bon appetit!!

 


EGG!!! EGG!!! (muniði ekki atriðið úr Stellu í orlofi???)

Naglinn prófaði nýja aðferð við að elda eggjahvíturnar sínar á morgnana sem ég ætla að deila með ykkur lesendur góðir.

4 eggjahvítur og 1 msk af sykurlausu Karamellusírópi hrært saman

Hitað í örranum í 2-3 mínútur.  Ágætt að taka út eftir c.a 1 mínútu, hræra í og setja svo aftur inn í 1-2 mínútur.

Látið kólna í nokkra mínútur áður en borðað.

Algjört nammi!!


Spínatfylltur kjúlli

  spínatkjúlli

 

Innihald:

1 kjúklingabringa

150-200 g spínat - ef frosið: látið þiðna í sigti, ef ferskt: steikja á pönnu (án olíu) í nokkrar mínútur þar til orðið mjúkt * 

1 hvítlauksrif 

1 eggjahvíta

 

Aðferð:

Hita ofninn í 200°

Kreista vatnið úr spínatinu þegar þiðnað (ef notað er frosið)

Setja spínat, hvítlauk og eggjahvítu í blandara og blanda í mauk

Skera bringu næstum því í tvennt eftir endilöngu þannig að opnist eins og bók 

Pipra bringuna og setja á ofngrind ofan á ofnskúffu með álpappír í botninum (ef fyllingin skyldi leka)

Setja fyllinguna á aðra hlið bringunnar og loka bringunni (hægt að nota tannstöngul til að bringan haldist lokuð)

Pensla bringuna með smá olíu

Ofnbaka bringuna í 20-25 mínútur

 

 

* Ef elda á fyrir marga þá er auðveldara að nota frosið spínat

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband