Færsluflokkur: Fitness-undirbúningur

Spennufall

DSC_1689 

Smá spennufall í gangi... fitnessið bara búið og kominn grámyglulegur mánudagur. 

En Naglinn er í skýjunum ennþá enda var þessi keppni alveg frábær lífsreynsla og allt svo skemmtilegt og mikil stemmning í kringum þetta allt saman. 

Hinir keppendurnir voru allt frábærar stelpur og allir að hjálpuðust að, hvort sem það var að líma rasskinnar, bera á brúnku, laga hár, meiköpp eða binda bikiní. 

Það var ekki eins erfitt og ég hélt að standa á sviðinu, enda fékk Naglinn góðan stuðning úr salnum sem peppaði mann alveg rosalega.  

Ástarþakkir til allra sem komu á keppnina og hvöttu Naglann áfram á sviðinu, ykkar stuðningur gerði þetta allt svo miklu auðveldara.


Blessað köttið

  Megrun

 

Kostir við að kötta:

 

Tímasparnaður:

Maður þarf ekki lengur að hneppa frá buxunum til að pissa

 

Peningasparnaður:

Minni skammtar = ódýrari innkaupakarfa..... eða ekki.....

Ekkert djamm = engin óþarfa eyðsla í áfengi, leigubíla og þynnkupizzu.

 

Sjálfstraust:

Loksins er gaman að horfa í spegil

Ekki þarf lengur smurolíu og skóhorn til að komast í þröngu gallabuxurnar

 

Félagslífið:

Edrú í öllum partýum og man því ALLT sem sagt og gert er, öll trúnó inni á klósetti, dans uppi á borðum og játningar inni í eldhúsi....muuhahahahaha Devil

 

 

Gallar við að kötta:

 

Löngunin ógurlega:

Risotto, bragðarefur með banana, jarðarberjum og pekanhnetum, brauð með osti og sultu, múslí með sojamjólk, suðusúkkulaði og lakkrís, hnetubarinn í Hagkaup, Betty Crocker súkkulaðikrem, gervirjómi.... The list goes on and on

 

Svengd:

Maður er aldrei saddur en samt aldrei svangur

 

Mónótónísk tilvera:

Maður borðar nokkurn veginn það sama alla daga

 

Peningaeyðsla:

Vantar ný föt því gömlu pokast utan á manni

Innkaupakarfan er full af rándýrum landbúnaðarafurðum með himinháa verndartolla: kjúklingur, egg, paprika.

Starfsmenn Wrigley's fara allir í heimsreisu þökk sé mér

 

Félagslífið:

Maður er edrú í öllum samkundum og þarf að taka á honum stóra sínum til að komast í stuð, stundum tekst það, stundum ekki

Félagslífið er dapurt, og felst aðallega í bíóferðum og te-sötri á kaffihúsum

Ekki er hægt að bjóða manni út að borða né í matarboð

 

 

 


Þú veist að þú ert fitnesskeppandi þegar....

  Maður verður nú að hafa smá húmor fyrir þessu öllu saman.....

 

1) Þú getur í hreinskilni sagt að þú hafir eytt meiri pening í baðföt en brúðarkjólinn

2) Þú færð póstinn sendan í ræktina þar sem þú ert líka með svefnpokapláss

3) Fataskápurinn er tvískiptur: On-season og Off-season.  Það er ekki hægt að blanda saman fötum úr þessum tveimur deildum.

4) Það er aðeins þrennt sem kemst að á hverjum degi: Æfa, borða hreint og skoða fitness síður á netinu. 

5) Þú getur nefnt fræga fitnesskeppendur með því einu að sjá rassinn þeirra. 

6) Þegar einhver vill taka mynd af þér stendurðu bein í baki, breikkar latsana, dregur inn kviðinn, spennir alla vöðva líkamans og BROSIR. 

7) Þú tekur fleiri töflur á dag en amma þín.

8) Að klæða sig upp er að taka hárið úr tagli sem það er búið að vera í alla vikuna. 

9) Þú hefur látið einhvern nákominn fela mat fyrir þér á þínu eigin heimili.

10) Auðveldur dagur er lyftingaæfing og bara ein brennsluæfing

11) Tupperware er besti vinur þinn

12) Ekkert gleður þig jafn mikið og að vakna með svo miklar harðsperrur að þú kemst varla fram úr rúminu.

13) Þú getur ekki unnið því þú ert of upptekin við að telja sekúndurnar fram að næstu máltíð.

14) Þú færð fiðrildi í magann við að finna lyktina af brúnkukremi

15) Maðurinn þinn lætur þig nota gestaklósettið því þú borðar aspas í öll mál. 

16) Hann lætur þig líka sofa í gestaherberginu:  Brokkolí og prótínsjeikar....need I say more??

17) Þú ert með helauma kjálka því þú jórtrar sykurlaust tyggjó allan liðlangan daginn.

18) Það tekur þig 10 mínútur að panta mat á veitingastað því þú þarft að sleppa allavega 3 atriðum úr réttinum, hafa dressinguna til hliðar, vita hvort fiskurinn sé steiktur í smjöri eða olíu og hvort það sé rjómi í sósunni.

 


Fitness og Þrekmeistarinn....not the same thing

Skrýtin tilviljun en um síðustu helgi spurðu mig tvær manneskjur hvort ég hefði verið að keppa í fitness um páskahelgina.  Báðar höfðu þær ruglað saman Fitness og Þrekmeistaranum, og af því tilefni vil ég útskýra nánar hvað felst í þessum tveimur keppnum og muninn á þeim. 

Í Fitness er farið í gegnum hindranabraut, og í sumum keppnum keppa konur sín á milli í armbeygjum og karlar í upphífingum og dýfum. 

Síðan er samanburður þar sem kvenkyns keppendur koma fram á bikiníi og/eða sundbolum og karlar á sundskýlum.  Dómarar meta bestu líkamsbyggingu keppenda út frá skurði, brúnku, samræmi milli hægri og vinstri/efri og neðri skrokk, og fleiru sem ég kann ekki að segja frá.Í Þrekmeistaranum er keppt í 10 greinum í kapp við klukkuna. Greinarnar eru eftirfarandi:HjólRóðravélNiðurtogFótalyfturArmbeygjurUppstigUppseturAxlapressaHlaupabrettiBekkpressaEkki eru gerðar kröfur um líkamsbyggingu né klæðaburð í Þrekmeistaranum.  Fólk má þess vegna keppa í jólasveinabúning, næpuhvítt og með aukakíló, svo lengi sem það er í góðu formi og getur klárað brautina á sæmilegum tíma.  Ef einhver sprengir sig í miðri braut þá verður hann að hætta keppni ef sá sem var ræstur á eftir honum nær honum inni í brautinni.  Það er því nauðsynlegt að vera í góðri þjálfun fyrir Þrekmeistarann og passa að sprengja sig ekki í byrjun keppni.Ég vona að fólk átti sig nú á muninum á þessum tveimur keppnum en ég stefni semsagt á keppni í Þrekmeistaranum þann 5. maí n.k. 

« Fyrri síða

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband