Færsluflokkur: Hugarfar
10.5.2007 | 13:55
Vellíðan eða kíló?
Fór í killer Júróvisjón spinning tíma í morgun sem kom manni aldeilis í gírinn fyrir kvöldið og laugardaginn.... hver kemst ekki í stuð við að spretta við lög eins og Eitt lag enn, Hard Rock Halleluja, Waterloo og Nínu? Lýsið rann af manni í stríðum straumum og allt blóðið sem streymdi niður í fæturna losaði aðeins um harðsperðurnar eftir fótaæfingu dauðans í gær. Samt kjaga ég svolítið ennþá eins önd .
Mig langaði að röfla pínu meir um kíló og áráttuna að vera alltaf að vigta sig. Ég rakst nefnilega á ansi áhugaverða grein eftir Gígju Gunnarsdóttur verkefnisstjóra hreyfingar hjá Lýðheilsustöð, sem birtist í fylgiriti Fréttablaðsins um Megrunarlausa daginn síðastliðinn sunnudag (6. maí). Greinin fjallaði um vinkonu hennar sem var búin að æfa samviskusamlega í nokkra mánuði en vigtin haggaðist ekki . Við nánari eftirgrennslan kom reyndar í ljós að vinkonunni leið mun betur, var ekki eins þreytt á daginn og hafði meiri orku. Hún var líka ekki frá því að fötin hefðu aðeins víkkað.
Það er einmitt alltof mikil áhersla lögð á kíló sem mælikvarða á árangur í ræktinni. Þeir sem byrja að æfa fá nær undantekningalaust spurninguna: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Og fólk almennt hrósar hvort öðru nær eingöngu fyrir líkamsvöxt. Vá hvað þú hefur grennst !! Mikið líturðu vel út, hefurðu grennst?? EKki það að slíkt hrós eigi ekki rétt á sér, enda á maður að hrósa þeim sem uppskera árangur erfiðis síns og missa aukakíló. Hins vegar getur slíkt hrós valdið því að fólk verður svo upptekið af þyngdartapi að þegar viðkomandi hefur náð kjörþyngd og enginn hrósar lengur geta alls kyns óæskilegar hugsanir farið af stað. "Af hverju hrósar mér enginn lengur....ætli ég hafi fitnað....er ég aftur orðin feit...ég er ekki að missa nein kíló.... verð að gera eitthvað í málunum". Slíkar hugsanir geta leitt til þráhyggju um þyngdartap, og dramatískra úrræða sem oft geta verið undanfarar átröskunar eða líkamsræktarfíknar.
Í staðinn fyrir að klípa, mæla og vigta og nota það sem eina mælikvarðann á árangur ættu einkaþjálfarar í ríkara mæli að spyrja sína kúnna hvernig þeim líði andlega og líkamlega eftir að hafa byrjað að æfa, hvernig er svefninn, hvernig er húðin, eru þau orkumeiri? Einkaþjálfarar ættu að hamra á við sína kúnna að almenna heilsan skipti meira máli en tala á vigt eða keppur á maga. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli fyirir manneskju í mikilli yfirþyngd að létta sig sökum heilsunnar, því eins og ég hef röflað um áður þá eru svo ótalmörg heilsufarsleg vandamál sem fylgja því að vera of þungur. En sé fólk að byrja á reglulegri hreyfingu til að losa sig við nokkur aukakíló eða er nálægt kjörþyngd er léttari lund, betri svefn og heilbrigðara hjarta mun jákvæðari styrking á puðinu og púlinu heldur en vigtin sem stundum haggast ekki .
Það eru svo ótalmargir kostir sem fylgja reglulegri hreyfingu fyrir heilsuna, sterkari bein, hjarta og æðakerfi styrkist og að ganga upp stiga og bera þunga innkaupapoka eða börnin sín verður auðveldara. Kílóatap er því aðeins ánægjuleg aukaverkun þegar til lengri tíma er litið .
Hugarfar | Breytt 4.11.2008 kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 11:50
Spegill, spegill, herm þú mér....
Ég ráðlegg fólki sem er að gera heilsusamlegar lífsstílsbreytingar að henda vigtinni út í hafsauga. Þrátt fyrir þessar predikanir freistast ég sjálf alltof oft og uppsker aldrei neitt nema svekkelsi enda er talan sem kemur upp á vigtinni aldrei sú rétta.
Fitumælingaklípur, fötin manns, spegilinn og eigin líðan eru miklu betri mælikvarði á hvort árangur hafi náðst af öllu púlinu og hollustunni heldur en vigtarskömmin.
Gott dæmi er reynsla mín í morgun en þá asnaðist ég einmitt upp á gamla vigtarjálkinn í Hreyfingu og var alveg viss um að nú væri kellingin orðin létt sem fiður. En neineinei, þyngdin er í sögulegu hámarki og með þá tölu í hausnum var ég orðin flóðhestur sem trampaði á brettinu.
Þegar heim var komið var mjónupilsið (rykfallið) dregið út úr fataskápnum, og stund sannleikans runnin upp. Fyrir mánuði síðan komst ég ekki í þetta helv... pils nema að smyrja líkamann með smurolíu, fá svo kranabíl til að hysja það yfir afturendann, en hefði samt ekki getað rennt því upp.
En viti menn! Í morgun passaði pilsið eins og flís við rass, þrátt fyrir að kellingin sé 5 kg þyngri en þegar það var keypt og notað sem mest. Ekkert mál að renna upp og meira að segja smá bil frá maga að streng svo inn- og útöndun var gerleg.
Af þessu má sjá að líkamsþyngd er algjörlega afstæð og helst engan veginn í hendur við útlit okkar.
Þyngd getur rokkað dag frá degi og jafnvel frá morgni til kvölds. Líkamsþyngd er háð ýmsum þáttum eins og vökvasöfnun í líkamanum, hvað var borðað yfir daginn, tíðahring, hægðum, vöðvamassa o.fl. Fyrir okkur sem lyftum lóðum og vöðvamassi kominn í stað fitu er eðlilegt að þyngjast aðeins og tala nú ekki um ef stundaðar eru þungar lyftingar. Því meiri vöðvamassi, því meiri hitaeiningum brennum við, hvort sem er í hvíld eða átökum. Það hefur verið sýnt fram á að með því að bæta á sig 1,5 kg af vöðvamassa aukum við brennsluna um 120 hitaeiningar á dag, sem eru 3.600 hitaeiningar á mánuði!!
Af hverju einblínum við (konur) svona mikið á einhverja tölu? Hvaða andsk... máli skiptir hún fyrir líf manns og hamingju? Þyngdin er ekki brennimerkt á ennið á okkur, það mun enginn senda okkur hæðnisbréf um þyngdina, né úthrópa okkur úti á götu.
Er ekki mikilvægara að líða vel í líkama sínum, sáttur við sjálfan sig, í góðu formi, hraustur og heilbrigður frekar en að eltast við einhverja óskaþyngd? Lífið er einfaldlega of stutt til þess!
Hugarfar | Breytt 3.11.2008 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2007 | 09:28
Traustur vinur getur gert kraftaverk
Tók hrikalega tvíhöfða-þríhöfða æfingu í gær með Jóhönnu og vááá hvað ég var búin að sakna hennar. Hún var að æfa fyrir Push and Pull mótið og því gátum við ekki æft saman í næstum 2 mánuði. Það skiptir rosa miklu máli að hafa einhvern með sér til að peppa sig upp. Maður tekur miklu betur á því, það er ekki spurning, Æfingafélagi getur líka spottað mann í síðustu repsunum og þannig getur maður kreist út 1-2 repsum meira en ef maður er einn. Þannig er hægt að lyfta þyngra næst, því skilaboðin til vöðvanna eru meira álag sem þeir reyna að aðlagast með að styrkjast.
Félaginn hvetur mann líka áfram til að taka betur á því, það er þó ekki hvetjandi ef félaginn mætir með svipu og hnúajárn ig kallar neikvæðar athugasemdir eins og "Geturðu ekki meira auminginn þinn". Við Jóhanna hvetjum hvor aðra á jákvæðum nótum, eins og "Koma kelling, þú getur þetta, eina í viðbót, koma svo, meira meira".
Svo líður tíminn miklu hraðar á æfingunni þegar maður getur slúðrað. Það má samt alls ekki gleyma sér í einhverjum kjaftavaðli, til þess eru kaffihús og saumaklúbbar.
Svo er það auðvitað hvetjandi fyrir byrjendur að hafa æfingafélaga , því það eitt að mæta getur verið mjög erfitt á meðan þeir eru að koma líkamsrækt inn í sína daglegu rútinu. Þá er gott að hafa æfingafélaga sem maður getur ekki svikið. Einkaþjálfari gerir auðvitað sama gagn, en æfingafélagi er talsvert ódýrari
Það stefnir í djamm hjá Naglanum og viðhengi í kvöld, enda er okkur boðið í þrítugsafmæli á REX. Þá sjaldan maður lyftir sér upp. Ætlum út að borða á undan, og Naglinn ætlar að taka hraustlega til matar síns og kominn tími til eftir 2 vikna svelti.
Góða helgi gott fólk og gangið hægt inn um gleðinnar dyr.
Hugarfar | Breytt 4.11.2008 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 550737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar