Færsluflokkur: Naglinn
28.5.2008 | 16:01
Framhjáhald
Haldið þið að það hafi hlaupið snærið hjá hösbandinu.... honum bara boðið til NYC takk för. Naglinn er að berjast við öfundina, alveg skærgræn og fín.
Það er eiginlega eins og hann sé að halda framhjá með að fara án Naglans til uppáhaldsborgarinnar.
En félaginn sleppur ekki svo billega, nei, nei. Kallinn verður sendur með aukatösku undir öll fæðubótarefnin sem verða keypt "online"..... muuhahahahaha
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 15:40
Líkamsræktarstöðvar þar sem Naglinn hefur tekið á því
World Class Skeifunni: Hér fór Naglinn á átaksnámskeið ásamt vinkonum sínum í gamla, gamla daga. Vissi ekkert um mataræði né hreyfingu og látin skila matardagbók í hverri viku. Hún var ekki upp á marga fiska, hélt að það væri betra að fá sér 10 karamellur en einn popp poka í bíó þar sem karamellurnar væru minni en poppið.
Þokkabót (Þrekhúsið): Fyrsta stöðin sem Naglinn æfði í af einhverju viti. Voða kósý og heimilisleg stemmning. Aðeins of lítil en öll nauðsynleg tæki til staðar samt, t. d. hnébeygjubúr, bekkur o.s.frv.
World Class Fellsmúla: Þessi stöð var frábær. Stór og hátt til lofts og vítt til veggja og góður mórall. Öll tæki til staðar
World Class Laugum: Bara snilldarstöð, þrátt fyrir að vera stór er hún ekki yfirþyrmandi. Öll tæki sem þarf, nema vantar T-bar róður. Maður hittir alltaf einhverja sem maður þekkir. Aðeins of langt úr búningsklefanum og upp í sal.
Hreyfing Faxafeni: Þessi stöð toppar listann yfir góðan móral og elskulegt andrúmsloft. Tækin voru fín líka og allt til alls. Stöðin var björt og opin og þægilegt að æfa þar.
Hreyfing Glæsibæ: Var ekki að fíla mig þarna, alltof lágt til lofts og maður fékk hálfgerða innilokunarkennd. Dagsbirtan náði ekki almennilega inn í gegnum þrönga gluggana. Lyftingaaðstaðan fyrir neðan allar hellur, alltof lítil og þröng.
Pumping Iron: Naglinn æfði ekki lengi þarna. Alltof þröngt og lágt til lofts og þungt loft þarna inni. Naglinn fílaði ekki þessa stöð.
Judo Gym, Skipholti: Það er reyndar búið að rífa þetta hús núna. Vel hrá stöð og frekar sjúskuð, jafnvel skítug, en fínn tækjakosturinn vó það upp. Eigandinn var reyndar vel einkennileg týpa og endaði með að við hættum að æfa þarna út af honum.
World Class Brussel: Þetta er ágætis stöð, svolítið lítil enda bara hótel gym. En þrátt fyrir það voru bekkur, hnébeygju rekki og allt hard core stöffið til staðar.
Höfn í Hornafirði : Svolítið sjúskuð stöð. Þarna æfði Naglinn á einhverju ferðalagi um landið. Allt í lagi stöð, man að ég tók bak þarna og lenti ekki í teljanlegum vandræðum með tækjaskort. Mývatn
Vaxtarræktin Akureyri: Fín stöð. Reyndar ókostur að vera í kjallara. Naglinn kýs að hafa dagsbirtuna við æfingar. Siggi sér um að öll tæki séu til staðar fyrir alvöru lyftingafólk
Hótel, NY: Naglinn pantaði þarna því það var líkamsræktarstöð á hótelinu. Þegar Naglinn og hösbandið fengu að kíkja á stöðina biðum við eftir að Auðunn Blöndal stykki fram: TEKINN!!! en neeiii, liðinu var fúlasta alvara að kalla þetta líkamsræktarstöð: kústaskápur með þrekhjóli úr sjónvarpsmarkaðnum og einni niðurtogsvél. Það var hins vegar ekki hægt að nota bæði tækin í einu því þá rotaði stöngin náungann á hjólinu.
Hótel í North Carolina: Já já, ef stöð mætti kalla. Var meira eins og eitt hótelherbergi með tveimur þrekstigum, einu hlaupabretti og nokkrum lóðum. Tók bara brennslu á stiganum þessa tvo daga sem Naglinn dvaldi þarna.
NYSC, Times Square: Hluti af keðju í NY. Þessi stöð er inni á hóteli, og minnug kústaskápsins var Naglinn verulega kvíðinn að hér væri eitthvað frímerki með bleikum handlóðum og þrjátíu ára gömlum þrekstiga. En annað kom á daginn, risastór stöð með trilljón brennslutækjum, öllum lyftingagræjum og bara name it.... I love NY!!
NYSC, 92nd Street: Hluti af keðju í NY, það finnst ein nánast á hverju götuhorni. Þessi stöð er tvískipt, brennslutæki á efri hæð og lyftingasalur á neðri hæð og tækjakostur mjög góður á báðum hæðum. Naglinn tók nokkrar æfingar í þessari stöð og var mjög sátt.
Guildford Spectrum, Guildford: Yndisleg stöð, og svakalega fínt að æfa þarna. Þarna tók Naglinn vel á því í rúmt ár og eignaðist fullt af vinum, bæði starfsfólk og aðra kúnna. Var samt yfirleitt eina stelpan í salnum og fékk margs konar athugasemdir og spurningar. Tjallinn er ekki vanur trukkalessum með strappa og belti að dedda.
Islington, London: Ríkisrækt, tækjakostur frekar slappur. Ekki hugsuð fyrir hard core lyftingafólk, meira stílað inn á 3x í viku sér til heilsubótar týpuna. Fínt að brenna þarna samt, nýir þrekstigar og skíðavélar. Hinir innfæddu ekki vanir ströppum og mikið um langar, óþægilegar störur.
Sobell, London: Annað útibú af ríkisrækt Lundúnabúa. Ógeðslega dimm og drungaleg stöð og Naglinn þolir ekki teppi á gólfum í líkamsræktarstöð. Tækjakostur slappur, en ágætt að brenna þarna. Meðalaldur kúnnahópsins er í kringum sjötugt.
Craiglockhart Edinborg: Útibú frá ríkisrækt þeirra Skota í Edinborg. Naglinn og hösbandið tóku strætó þangað á hverjum morgni í heilt ár. Þetta var eitt af fáum útibúum sem voru með bekk og hnébeygjustöng. Helsti ókosturinn var teppi á gólfinu, og þjálfarinn sem talaði af manni eyrun.
Commonwealth Pool, Edinborg: Annað útibú ríkisræktarinnar í Edinborg. Hálf glötuð stöð, með ömurlegum tækjum og teppi á gólfinu. Fór stundum þangað til að brenna um helgar því þeir opnuðu svo snemma.
Meadowbanks, Edinborg: Enn ein ríkisræktin. Þessi er líka með "heavy weight floor" og það þurfti að stimpla inn kóða til að komast þangað inn. Vel hrátt og ekki ósvipað og verstu gettó gym. Þarf ekki að taka fram að það var lítið um estrógen þar inni.
Fitness First, Edinborg: Ojjj, ofan í kjallara, þröngt og lágt til lofts og ekkert nema fáránlegir ranghalar. Þetta húsnæði var engan veginn hæft til að hýsa líkamsræktarstöð.
Holmes Place, Edinborg: Rosa flott stöð. Meira að segja sundlaug þarna inni. Tækjakostur mjög góður, og allt til alls enda risastórt.... og rándýrt.
Gym 80, Suðurlandsbraut: Mekka lyftingafólks á Íslandi. Þarna sveif andi Jóns Páls heitins yfir vötnum, og ekki laust við að maður öðlaðist aðeins meiri kraft fyrir vikið. Vel hrá stöð með öllum nauðsynlegum græjum. Algjör snilld að taka fætur og bak þarna.
Gym 80, Stórhöfða: Ekki nógu góð stöð, vantar gamla móralinn þó tækjakosturinn sé frábær.
Sporthúsið: Ókostur að hafa ekki dagsbirtuna. En stór og fín stöð með öllum tækjum. Fíla reyndar ekki brennslutækin þarna.
World Class Turninum: Bara einu sinni æft þarna, og sólin skein þann dag og það varð mjög heitt og mollulegt þarna inni. Ágætis tækjakostur svo sem, en ekkert til að hrópa húrra fyrir.
World Class Nesinu: Ágætis stöð, og öll helstu tæki til staðar. Fínt útsýni úr brennslutækjunum en ókostur að hafa ekki sjónvörp nema í brennslutækjunum sjálfum. Naglinn þolir það ekki.
Toppsport/Styrkur Selfoss: Naglinn hefur nokkrum sinnum æft þarna. Ágætis stöð en ósköp lítil og þröng. Býð ekki í það að æfa þar á álagstíma. Hnébeygjustöng, bekkur, upphífingar, Smith vél...allt til staðar samt og þeir fá kredit fyrir það.
Tálknafjörður: Já sæll!! Eigum við að ræða þessa stöð eitthvað? Var himinlifandi að finna líkamsræktarstöð á þessum útkjálka, en Adam var ekki lengi í paradís. "Stöðin" var hálfur íþróttasalur stúkaður af með gifsplötum. Tækjakosturinn samanstóð af þrekhjóli frá A-Þýskalandi, sippubandi, niðurtogsvél og þremur þyngdum af handlóðum. Þarna kom gott "challenge" að vera hugmyndaríkur með æfingar.
Patreksfjörður: Nýbúið að byggja þessa stöð og allt nýtt þar inni. Tók reyndar bara brennslu á splunkunýrri Life Fitness skíðavél. Stutt yfirlit yfir salinn leiddi í ljós ágætis tækjakost.
Mývatn: Þarna var tekið á því þegar Naglinn og hösbandið fóru hringinn í kringum landið forðum daga. Ágætis stöð í húsakynnum sundlaugarinnar. Týpísk svona Nautilus stöð.
First Fitness Kaupmannahöfn: Fín stöð, en vantaði hnébeygjurekka. Bekkur samt til staðar. Reyndar teppi á gólfinu, og dálítið heitt seinnipart dags. Fínt að taka brennslu þarna.
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.5.2008 | 10:39
Byssurnar massaðar
Naglinn massaði byssurnar í gær, ekki veitir af að pumpa aðeins þessar spírur sem hanga utan á manni í þeirri veiku von að þær stækki nú eitthvað. Æfði með Jóhönnu svo það var vel tekið á því og spottað alveg grimmt í þyngstu settunum. Enda eru komnar góðar sperrur í tribbann, og vonandi tekur bibbinn við sér í dag líka.
Æfing gærdagsins:
Við tökum alltaf bibb og tribb til skiptis, til að þreyta þá jafnt í gegnum æfinguna.
Byrjuðum á dýfum með eigin þyngd. Þessi er mjög góð til að byggja upp kjöt á þríhöfðanum. Erum að reyna að repsa þessa, svo við erum hættar að nota lóðabelti, enda báðar off-season og alveg nóg þyngd bara einar og sjálfar .
Svo negldum við curl með E-Z stöng vítt grip fyrir bibbann. Þessi er eins og dýfurnar, hrikalega góð til að byggja upp massa. Hér er mikilvægt að standa beinn allan tímann, ekki sveifla mjöðmum og baki fram og til baka. Olnboga þétt við síðu allan tímann.
Næst var það Skull crusher með E-Z stöng. Þessi tekur hrikalega á þríhöfðanum og gott að hafa spott hérna. Mikilvægt að fara vel niður í neðstu stöðu og hafa stöngina í línu við augun í efstu stöðu.
Preacher curli-ið með E-Z stöng þröngt grip var svo massað. Hér er mikilvægt að láta bekkinn nema við handarkrikann og rétta vel úr handleggjum í neðstu stöðu.
Síðasta æfing fyrir tribbann var súpersett dauðans: Pressa með stöng í vél súpersettað með öfugri pressu með handfangi ein hönd í einu. Þegar þessu var lokið var þríhöfðinn algjörlega game over.
Síðasta æfingin fyrir bíseppinn var hammer curl. Hér er mikilvægt að hafa olnbogana þétt upp að síðunni allan tímann.
Eftir þessa æfingu vorum við algjörlega Dalai Lama í höndunum.
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 09:55
Lífrænar auglýsingar
Vá, hvað er í gangi á tattústofum landsins.
Ekki nóg með það að einn starfsmaður Klassans er með World Class merkið tattúverað á kálfann á sér og það í LIT, takk fyrir.
Svo sá Naglinn eina skvísu í gær með Nike merkið tattúverað á ökklann..... og var nota bene í Nike skóm og merkið á skónum var rétt fyrir neðan tattúið.
Ætli þetta fólk fái prósentur fyrir brennimerkingarnar, eða erum við bara að tala um "dedication" dauðans!
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.5.2008 | 17:31
Við skulum ekki gráta Björn bónda heldur safna liði....
Björninn er unninn... komst loksins aftur í gallabuxurnar mínar í morgun... vúhúú!!
Þurfti ekki smjörlíki og skóhorn til að koma þeim upp lærin, og gat meira að segja rennt upp án þess að halda niðri andanum. Auðvitað gubbast möffin toppurinn aðeins yfir strenginn, en það er allt saman í vinnslu.
Og ekki nóg með það, heldur gat ég farið niður um gat á lyftingabeltinu í beygjunum í morgun. Er ekki lengur í "feitabollu" gatinu, heldur komin niður í "normal" gatið.
Býst samt ekki við að komast niður í "mjónu" gatið fyrr en rétt fyrir keppni. Það er langtímamarkmiðið.
En ekki séns að ég stígi upp á stafræna djöfulinn niðri í Laugum, það er bara grátur og gnístran tanna sem fylgir því. Enda hvað skiptir einhver tala máli, miklu betra að nota föt, spegil, og líðan sem mælikvarða á mörinn.
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.5.2008 | 13:09
Út um græna grundu hleypur Naglinn
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.5.2008 | 16:15
Tútturnar massaðar
Í tilefni af því að Naglinn er með sperrur dauðans í brjóstinu ætla ég að fjalla aðeins um brjóstæfingu gærdagsins, muninn á æfingunum og hvaða vöðva þær virkja.
Byrjað var á flatri pressu með lóð
Hér er virkjaður miðhluti brjóstkassans, en þessi æfing reynir einnig á neðri og efri hluta brjóstkassans að nokkru leyti.
Aðferð: Flatur bekkur notaður í þessa æfingu. Leggstu aftur á bekkinn með lóð í sitthvorri hönd og lófar snúa fram. Fætur eru kyrfilega fastir við gólfið og spyrnt í hælinn. Rúnnaðu bakið pínulítið þannig að brjóstkassinn þrýstist upp á við, en herðablöð og rass eru föst við bekkinn allan tímann. Í byrjunarstöðu eru handleggir útréttir fyrir ofan brjóstkassann. Lóðin látin síga niður á miðhluta brjósts og pressað upp aftur í boga þar til lóðin mætast uppi.
Næst tók Naglinn hallandi pressu með lóð
Hér er virkjaður efri hluti brjóstkassans, en einnig miðju hlutann.
Aðferð: Bekkur stilltur í c.a 45 °. Leggstu aftur með lóð í sitthvorri hönd og lófar snúa fram. Handleggir eru útréttir fyrir ofan höfuð í línu við höku. Láttu lóðin síga til sitthvorra hliðanna þannig að í neðstu stöðu séu þau mitt á milli efsta og miðju hluta brjóstsins. Lyftu þeim svo upp með smá bogahreyfingu aftur í efstu stöðu.
Þriðja æfingin var hallandi pressa með stöng:
Þessi æfing tekur einnig á efsta hluta brjóstkassans, sem og miðju hlutann.
Aðferð: Bekkur stilltur í c. a 45 °. Ef þér finnst æfingin taka of mikið á miðju hluta brjóstsins ertu með bekkinn of neðarlega, en ef þér finnst hún taka of mikið í axlirnar ertu með bekkinn of ofarlega. Leggstu aftur og taktu stöngina af rekkanum. Axlabreidd á milli fóta sem eru fastir við gólf og spyrnt í hæl. Axlabreidd milli handleggja, handleggir útréttir fyrir ofan efsta hluta brjóstkassa. Láttu stöngina síga hægt og rólega þannig að hún snerti efsta hluta brjóstkassans. Pressaðu svo upp í beinni línu.
Fjórða æfing dagsins var svo flug með lóð
Hér er verið að skerpa betur á brjóstvöðvunum en þessi æfing er einangrandi æfing. Naglinn tók þessa æfingu á flötum bekk, en hana má einnig gera í hallandi bekk til að virkja betur efri hluta brjóstkassans.
Aðferð: Lagst niður með lóð í sitthvorri hönd og lófar snúa að hvor öðrum, eins og þegar við klöppum. Handleggir eru útréttir fyrir ofan brjóstkassa, og smá beygja í olnbogum allan tímann. Brjóstkassa er þrýst upp á við en mjaðmir og herðablöð eru föst við bekkinn allan tímann, og fætur fastir við gólf og spyrnt í hæl. Lóðin látin síga hægt út til beggja hliða með bogahreyfingu. Í lægstu stöðu mynda handleggir og líkami stafinn T.
Fimmta æfing voru dýfur.
Þessa æfingu tekur Naglinn bæði fyrir brjóst og þríhöfða. Dýfugræja er notuð til verksins. Bæði er hægt að gera hana með stuðningi og án stuðnings. Til að virkja brjóstið betur en þríhöfðann skaltu halla þér fram á við á leiðinni niður. Þegar þessi æfing er hins vegar gerð til að virkja þríhöfðann skaltu halda líkamanum í beinni stöðu í gegnum alla lyftuna.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2008 | 11:03
Hátíðisdagur
Í dag gleðjast hjörtu vor því hösbandið keypti sér kort í ræktina í morgun.
Naglinn leggur til að flaggað verði í tilefni dagsins.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2008 | 13:52
Mökk pirraður Nagli
Stundirnar í ræktinni eru uppáhaldsstundir Naglans, það jafnast ekkert á við tilfinninguna að rífa í járnið, massa stálið, berjast, hamast, mása og blása.
En annað var uppi á teningnum á æfingu í gær. Á dagskránni var að massa bakið, víkka latsana og þykkja herðablöðin. Eftir upphitun byrjar Naglinn á upphífingum, og greinilegt að morgunbrennslurnar og kaloríuköttið er byrjað að segja til sín á æfingum, því hífurnar gengu ekki eins vel og vanalega, og það fór í skapið á Naglanum Þessi pirringur magnaðist eftir því sem leið á æfinguna, og allt fór í taugarnar á mér, þó sérstaklega mín eigin risastóra spegilmynd.
Einhverjir aumingja Danir urðu fyrir því óláni að vera á bekk við hliðina á Naglanum á meðan ég var að taka róður með lóð. Þeir voru að spjalla saman á sínu hrognamáli og hvetja hvorn annan áfram: "Je, kom so, hallo, hallo, kom so...." Þessi hvatning og þeir yfirhöfuð fóru í gegnum merg og bein á pirruðum Naglanum og ekkert annað í stöðunni en að þyngja vel og fá útrás í gegnum lóðin. Enda djöflaðist Naglinn svo svakalega að eftir settið sá ég að Danakvikindin voru allir að glápa á aðfarir hlussunnar við hliðina.
Hleypti svo restinni af skapvonskunni út í brennslu og fór bara nokkuð sátt við lífið út úr Laugum.
Svona er maður klikkaður .
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2008 | 12:08
Naglinn á egó trippi
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550736
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar