Færsluflokkur: Naglinn
28.4.2008 | 19:51
Hugulsemi Tjallans meiri en góðu hófi gegnir
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 11:30
Hippopotamus
Jæja, það er þá orðið opinbert. Naglinn er orðinn flóðhestur. Er jafnvel að hugsa um að fá það skráð í símaskrána sem starfsheiti: Ragga Nagli.......Flóðhestur.
Naglinn steig nefnilega upp á verkfæri djöfulsins í gærmorgun, og á stafræna skjánum blasti við tala sem Naglinn hefur ekki séð í tæpan áratug . Öllu verra en öll þessi kílógrömm, er að síðasta vígið er fallið, nú kemst Naglinn ekki lengur í víðu gallabuxurnar sínar, sem nota bene voru bjargvætturinn á mánudögum eftir sukk helgarinnar. Semsagt Naglinn er búinn að sprengja af sér allar buxur úr skápnum, feitabollubuxurnar líka. Nú klæðist Naglinn eingöngu víðum kjólum og leggings. Eru búrkur í tísku?
Nú finnst Naglanum vera komið gott af þessu off-season-i og myndi gjarnan vilja byrja að skera núna... en nei nei, það eru góðir 3 og hálfur mánuður eftir. Hvar endar þetta eiginlega?? Naglinn verður kominn í offitumeðferð á Reykjalund áður en yfir lýkur.
Hösbandið varð fórnarlamb æðiskastsins sem var tekið yfir rassi í hjólbörum, bumbu girta í sokkana, og bingó handleggjum. Hann tók þessu með stóískri ró, enda vanur að fá slíkar gusur yfir sig þegar Naglinn hefur vigtað sig. Hann benti sinni heittelskuðu á að þetta væru líklega að mestu leyti vöðvar og vöðvum fylgir fita, sérstaklega þegar borðað er meira og brennsluæfingar minnkaðar.
Naglinn veit þetta auðvitað allt saman , en eftir mörg mögur ár er erfitt að sætta sig við stærri líkama. En Naglinn verður að trúa að líkamssamsetningin sé að breytast. Mataræðið er tandurhreint, svo það hlýtur bara að vera að þessi gríðarlegu þyngsli séu gæðakjötframleiðsla með lágmarksfituhlutfall.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.4.2008 | 16:44
Naglinn deddar rör
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2008 | 13:29
Úldinn Nagli
Átti miður skemmtilegt móment í ræktinni í morgun.
Eftir að hafa djöflast á staurunum í beygjum, deddi, hacki og tilheyrandi hamagangi var planið að taka 20 mín brennslu.
Kjellingin fer að krönunum í Laugum til að væta elektróðurnar á sínum heittelskaða púlsmæli en krafturinn í krananum bleytti allt draslið, þar á meðal strappann sem fer utan um bakið svo hann varð rennblautur. Við það gaus upp þessi líka viðbjóðslegi fnykur, við erum ekki að tala um neina venjulega svitalykt, nei nei. Við erum að tala um að rauða málningin á veggjum World Class flagnaði og nærstaddir féllu í ómegin. Prófið að vera í sömu sokkunum í viku, bleyta þá svo, setja á ofninn í nokkra daga og þið eruð sirka nálægt óbjóðnum sem mætti mér í morgun. Mánaðargömul grásleppa lyktar betur. Það hafði greinilega farist fyrir hjá Naglanum að undanförnu að þvo strappann á púlsmælinum.
Ekki frá því að hafa bara komist í smá vímu þarna eitt augnablik.
En nú voru góð ráð dýr.
Ekki var hægt að sleppa brennslunni enda "operation 10 days" í fullum gangi.
Ekki er heldur hægt að brenna án púlsmælis, það er eins og að tannbursta sig með engu tannkremi.
Niðurstaðan varð sú að láta sig bara hafa það og vona að aðrir gestir stöðvarinnar þennan fimmtudagsmorgun aprílmánaðar væru allir með kvef, eða svo helköttaðir að þeir þyrftu ekkert að brenna. Naglinn klifraði upp á þrekstiga þar sem nærliggjandi stigar voru auðir. Naglinn vonaði heitt og innilega að enginn myndi koma á stigana sitt hvoru megin við í þessar aumu 20 mínútur.
Nei, Naglanum varð ekki að ósk sinni, og ekki virtist liðið vera með kvef heldur.
Fjórir.... já fjórir aðilar komu á stigana tvo sem stóðu lausir sitt hvoru megin við, og hver einn og einasti tróð marvaðann í innan við eina mínútu áður en þeir hættu skyndilega og færðu sig á aðra stiga.
Við skulum ekki ræða hvað þetta fólk hefur hugsað um Naglann: "Skítakleprapakk sem ekki baðar sig"
Já þetta var ekki besta móment Naglans, og 20 mínútur hafa aldrei liðið eins hægt.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.4.2008 | 11:59
Lítill skurður...bara pínulítill
Naglinn er í átaki.
Eftir rúma viku eru Naglinn og hösbandið að fara í afmælisbrjálæði á erlendri grund, nánar tiltekið í fyrrum höfuðborg heimsins Lundúnum.
Naglinn keypti sér reyndar nýjan kjól fyrir veisluna, sem er sérstaklega víður frá brjóstum niður á hné, felur akkúrat þau 70% af líkamanum sem eru ekki fyrir börn og viðkvæma.
Rassinn og bumban eru komin út fyrir öll velsæmismörk, það er dýrt að borga fyrir tvö sæti í flugvél, og það er ekki gaman að afmælisgestir uppnefni mann Heffalump eftir veisluna.
Þess vegna byrjaði Naglinn í míní - skurði á mánudaginn. Það er auðvitað ekki hægt að gera nein kraftaverk á 10 dögum, en vonandi losnar aðeins um vömbina og að eitthvað af lýsinu leki.
Svo nú er kellingin búin að hreinsa til í mataræðinu, kötta aðeins á kolvetnin og bæta í cardio-ið. Vonandi skilar þetta einhverjum árangri.
Svona stuttur skurður ætti ekki að hafa mikil áhrif á vöðvauppbyggingarferlið, en planið er að hoppa aftur í það prógramm um leið og gleðinni í Lundúnaborg lýkur.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 13:56
The liver is evil and must be punished
Naglinn refsaði lifrinni um helgina og líður ennþá eins og ég hafi lent undir valtara.
Man núna af hverju ég drekk svona sjaldan.... þynnka er verkfæri djöfulsins.
Lít út eins og dauðinn í dag.
Þurfti að fara í jogging buxum í vinnuna, gat ekki verið í neinu sem þrengdi að.
Líkar ekki við sjálfa mig í þessu ástandi. Þetta er ekki sú manneskja sem Naglinn vill vera, Naglinn er heilsusamleg fitness spíra, en ekki róni og pakk sem liggur á sínu græna heilan sunnudag.
Það verður langt í næsta skrall Naglans get ég sagt ykkur.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 11:23
Sperrur í staurunum
Sjæse... tók hrikalega á fótunum í gær og núna eru harðsperrur frá helvíti í staurunum. Þarf að halda í vaskbrúnina og láta mig síga hægt og rólega niður á klósettsetuna til að pissa, að labba niður stiga fær tárin til að spretta fram og það eru gríðarleg átök að klæða sig í sokkabuxur (já fór í kjól í vinnuna, vömbin og rassinn eru orðin of stór fyrir brækurnar í skápnum ).
Hnébeygjur (ass to grass): 65 kg x 10 reps, 65kg x 10 reps, 70 x 8 reps, 70 x 8 reps
Deadlift: 60 kg x 6, 60 kg x 6, 65 kg x 4, 65 kg x 4
Framstig: 4x10 @ 40 kg
Fótarétta (extension) (ein í einu): 20 kg x 10 reps, 20 kg x 10 reps, 22,5 x 8 reps, 22,5 x 8 reps (tók sömu þyngd og gaurinn sem var í tækinu á undan mér. Hann fylgdist grannt með mér allan tímann.... já sökker...ég er jafn sterk og þú muuhahahaha )
Fótabeygja standandi (ein í einu): 17,5kg x 10, 17,5kg x 10, 18,75 x 8, 18,75 x 8
Mjóbaksfettur (Hyperextension): 4 x 12 @ 5kg plata á brjósti
Eftir æfingu tróð Naglinn Protein Delite í andlitið á sér með muldum hrískökum og banana.
Hámaði líka í mig fjölvítamín, Beta Alanine, Seven, kreatín, BCAA og glútamín.
Góða helgi gott fólk!!
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 11:36
Míní-bumba á mánudegi
Naglinn hagaði sér loksins eins og manneskja þessa helgi og hélt sig við eina svindlmáltíð á laugardagskvöldið og smá nammi á eftir, jafnvel þó hjónakornin væru uppi í sumarbústað þar sem allt snýst um át.
Svo núna er bara míní-bumba á Naglanum á mánudegi. Síðustu helgar hefur Naglinn nefnilega teygt nammidagana ansi langt fram á sunnudag og afleiðingarnar af þessum átveislum var síminnkandi fataúrval úr skápnum.
Rass, læri, mjaðmir og kviður hafa stækkað svo um munar síðustu vikurnar og Naglinn sá meira að segja appelsínuhúð í fyrsta skipti í mörg ár. Það er að hluta til vegna þess að Naglinn er að reyna að stækka vöðvana og hefur því aukið kolvetnin og minnkað brennsluna og því sest eitthvað af ónýttri orku á vandræðasvæðin. En vömbina og síðan rassinn má samt að stærstu leyti rekja til óhóflegra nammidaga undanfarið. Þeir eru nefnilega ótrúlega fljótir að skemma árangur vikunnar.
Eins og hefur verið drepið á í fyrri pistlum þá á líkaminn auðveldara með að vinna úr sukkinu þegar fitu% er lág. Þá er líkaminn ekki eins næmur fyrir insúlíni. En eftir því sem líkamsfitan er meiri því meiri áhrif hefur sukkið á vöxtinn og til lengri tíma.
Naglinn hefur reynsluna af þessu. Þegar fitu% var agnarsmá rétt eftir mót gat Naglinn gúffað í sig heilu bílförmunum af mat og nammi og það eina sem gerðist var að vöðvarnir sáust bara betur. En eftir því sem kílóin hlaðast utan á skrokkinn og fitu% hækkar í off-seasoninu því erfiðara finnst Naglanum að höndla mikið svindl. Bumban er mætt "med det samme", andlitið eins og á hamstri með troðfulla sarpa og Naglinn kjagar í stað þess að labba í nokkra daga eftir nammidagana.
Nú ætlar Naglinn að taka á honum stóra sínum og halda þessu striki í nammidögunum og hætta þessu gegndarlausa áti um helgar. Bakaríisferðir hafa verið aflagðar eftir stutta endurvakningu enda fer brauðmeti ekki vel í Naglann, og er líka hættulegt því Naglinn á erfitt með að hætta að borða slíkt góðmeti og endar því iðulega með 7 mánaða óléttubumbu. Sama gildir um morgunkorn, en það eru fáir sem slá met Naglans í Cheerios áti. Þess vegna er best að sleppa bara svona "trigger" mat sem kallar fram "get ekki hætt að borða" genið .
Off-season á ekki að þýða of mikið spek og mör þó einhver þyngdaraukning og jafnvel stærri brækur sé óhjákvæmilegt.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 11:02
Axlir og mallakútur
Massaði axlakvikindin í gær með Jóhönnu. Tókum hrikalega á því enda eru sperrurnar í dag sendar með DHL hraðsendingaþjónustu beint frá djöflinum sjálfum.
Nýtt PR (Personal Record) var slegið í pressu með lóð, 20 kg takk fyrir takk, náði 3 repsum alveg ein og Jóhanna spottaði mig í því síðasta. Kellingin er þokkalega sátt við það .
Löggan tók eftir því að nokkrir karlmenn sem voru að lyfta í kringum okkur hættu allir því sem þeir voru að gera þegar Naglinn byrjaði að rymja og stynja undir stönginni.
Það var eins og einhver hefði ýtt á pásu . Það eru svo margir plebbar sem vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við þegar þeir sjá og heyra "kellingar" taka almennilega á því.
Æfing gærdagsins:
Axlir:
Axlapressa m/lóð: 17,5kg x 8 reps, 18kg x 7 reps, 18kg x 7 reps, 20 kg x 4 reps
Axlapressa m/stöng: 32,5 kg x 8 reps, 32,5kg x 8, 35kg x 6, 35kg x 6
Hliðarlyftur með lóð: 4x10 reps @ 8kg
Hliðarlyftur í vél: 3x10 reps 2 plötur
Framlyftur í vél: 3x 10 reps 1 plata
Kviður:
Swiss ball með lóð: 3 x 10-12 reps @ 6 kg
Decline með lóð: 3 x10-12 reps @ 6 kg
Fótalyftur hangandi beinir fætur: 3 x 15
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2008 | 09:31
Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, hefur heilsan ekki tíma fyrir þig á morgun !!!
Hösbandið stundar tuðruspark tvisvar í viku og er það vel. Nema að fyrir nokkrum dögum sneri greyið á sér ökklann svo nú lítur vinstri fótur hans út eins og hjá konu komin á níunda mánuð meðgöngu, allur bólginn og þrútinn. Eins og gefur að skilja er tuðrusparkið út úr myndinni næstu vikurnar, sem og veggjaboltinn á miðvikudögum.
Naglinn benti sínum heittelskaða á að þar sem skrokkurinn fúnkerar fullkomlega ofan sköflungs væri ekkert því til fyrirstöðu að fara í ræktina og lyfta upper body. Það væri nú ekki hægt að mygla úr hreyfingarleysi þrátt fyrir smá helti. Til eru dæmi sem Naglinn þekkir þar sem menn á hækjum, spelkum, haltir og jafnvel án útlims mæta harðir í ræktina.
Naglinn varð þess fljótt áskynja að hugmyndin hlaut ekki góðan hljómgrunn hjá húsbóndanum, eitthvað hummaði í honum og ræskingar og hósti fylgdu í kjölfarið. Svo klykkti hann út með að segja að þá þyrfti hann að kaupa sér kort, og hann TÍMDI því ekki.
Naglinn fékk næstum gyllinæð af hneykslun, enda fátt sem Naglinn þolir verr en afsakanir fyrir að fara ekki í ræktina, eina gilda afsökunin í bókum Naglans er að vera dáinn og grafinn. Allra ömurlegust er að hafa ekki tíma, hver hefur ekki 30 mínútur til að hreyfa sig af 24 klukkustundum dagsins??? Hversu miklum tíma er eytt fyrir framan skjáinn sem mætti nýta í göngutúr?? Að þykjast ekki hafa efni á líkamsræktarkorti fylgir svo fast í kjölfarið í ömurð, og er þyngra en tárum taki að fólk verðleggi heilsuna. Það er ókeypis að fara út að labba eða gera armbeygjur heima í stofu !!!
Naglinn lýsti því yfir hátt og snjallt að þessi hegðun húsbóndans væri Naglanum til skammar og um þetta skyldi sko bloggað svo öll heimsbyggðin fengi að vita hvers konar aumingjaskapur viðgengist á Sogaveginum.
Hana vessgú kallinn minn..... svo skalt þú díla einn við þína samvisku.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 550737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar