Færsluflokkur: Naglinn

Paris, je t'aime

Naglinn og hösbandið ætla að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í helgarferð til London og Parísar frá og með morgundeginum.

Ekki er ástæða til að fara út af matarplaninu í fríinu, enda aðeins 11 og hálf vika í mót og mikilvægt að halda á spöðunum.
Þess vegna er búið að pakka vog til að vigta skammtana, Tupperware dollurnar eru tilbúnar fyrir kræsingar, prótínduftið komið í minni pakkningar, bætiefnin eru komin í töfluboxið og síðast en ekki síst fær blandaragreyið auðvitað að fljóta með sem endranær, enda vafalaust leitun á víðförlari blandara.
Hótelherbergið í París er með eldhúsi, enda tók Naglinn ekki annað í mál en að hafa aðstöðu til að preppa hafragrautinn og eggjahvíturnar.

Ekki er heldur ástæða til að sleppa æfingum í fríi, frekar en að sleppa tannburstanum.
Því er búið að pakka hlaupaskóm, púlsmæli, iPod, æfingafatnaði. Til þess að ná brennslu fyrir flug verður ræs hjá Naglanum kl. 4:30 í fyrramálið og sprett úr spori um austurborgina áður en brunað verður út í Leifsstöð.

Ef Naglinn nær sambandi við veraldarvefinn á ferðalagi sínu verður að sjálfsögðu hent inn eins og einni færslu.

Þangað til óskar Naglinn öllum velfarnaðar..... og takið nú á því!!!


RannsóknarNagli- the saga continues

Naglinn fór í seinni hluta hlaupa rannsóknarinnar í morgun. 


Í þetta skiptið þurfti að festa átta elektróður á vinstri fótlegg Naglans, en þær nema vöðvavirknina í fætinum en verið er að mæla hvenær vöðvarnir þreytast og hvernig hinir vöðvarnir bregðast þá við.

   
Naglinn þurfti því að leggjast á bekk meðan rannsakandinn og aðstoðarkona hans pikkuðu og potuðu og merktu við hina ýmsu staði á fótleggnum til að finna vöðvana þar sem átti að festa elektróðurnar.

Eftir smástund af þessu þukli sagði aðstoðarkonan við Naglann:  "Það er nú lítið mál að sjá vöðvana á þér, þú ert svo rosalega mössuð." 

Þeir sem vilja ná tali af Naglanum í dag geta fundið hana dansandi nakta niður Laugaveginn af hamingju og monti.


RannsóknarNagli

Naglinn bauð sig fram sem þátttakandi í rannsókn hjá sjúkraþjálfunarskor við Háskóla Íslands, þar sem verið er að athuga hvernig hreyfiferlar og vöðvavirkni í neðri útlimum breytist með tilkomu þreytu hjá heilbrigðum einstaklingum við hlaup.  Semsagt hvaða vöðvar í fótunum þreytast fyrst við hlaup, og hvernig bregðast hinir vöðvarnir við þegar það gerist.  Fara þeir að vinna meira eða öðruvísi? 
Naglanum finnst þetta afar athyglisverð rannsókn, og hlakkar til að heyra niðurstöðurnar. 

Naglinn mætti í fyrra mælinguna af tveimur í gær.  Þá hljóp Naglinn á stigvaxandi hraða á hlaupabretti þangað til ég treysti mér ekki lengur að halda hraðanum.  Semsagt að uppgjöf. 
Í seinni mælingunni á Naglinn að hlaupa í 20-30 mínútur á jöfnum hraða sem ákvarðaður verður út frá niðurstöðu fyrri mælingarinnar.  Þegar Naglinn metur álag 19-19,5 á Borg skala á að hætta að hlaupa.

Þar sem Naglinn verður allur í rafskautum og elektróðum á fótunum þá var beðið um að mæta í stuttbuxum. 
Naglinn gróf upp eina slíka spjör lengst innan úr skápnum, sem voru keyptar þegar Naglinn var töluvert léttari og minni um sig en nú.  Sem betur fer voru engir speglar á svæðinu, enda brækurnar ósiðlega stuttar og ekki að gera vextinum neinn greiða.  Vægast sagt óþægilegar aukaverkanir fylgdu því líka að vera í brókum sem ná upp í görn, en lærin nudduðust svona skemmtilega saman og nú er Naglinn með svöðusár innan á lærunum.  Naglinn labbar því eins og með gulrót upp í ....  

Spurning með að redda sér nýrri brók fyrir næsta hlaup og þá einhverjar sem ná niður á mið læri takk.


Naglinn maxar deddið

"Já fínt, já sæll skilurðu." "Dingdongdengdengdeng, skil ekki orð af því sem þú segir."

Kellingin toppaði sig og maxaði 90 kg í deddi.

Það verður líklega lítið um toppa héðan af, enda preppið byrjað og lítil orka í að taka massaþyngdir í skurði.
Það getur líka beinlíns verið hættulegt, því þegar hitaeiningar eru skornar niður eru meiri líkur á meiðslum.

En það þýðir bara að markmiðið fyrir dead-lift næsta off-season verður að sjálfsögðu þriggja stafa tala.


Kortérið mikla

Jæja, Naglinn bara frægur í fimmtán mínútur.

Vil samt leiðrétta strax misskilning varðandi mataræðið í greininni í Fréttablaðinu.
Það gleymdist að nefna aðaluppistöðuna í fæði Naglans, nefnilega prótínið: kjúkling, fisk, nautakjöt eggjahvítur, prótínduft, Naglinn borðar nefnilega ekki eingöngu flókin kolvetni, eins og mætti misskilja. Þau eru samt þarna á kantinum og aðallega á morgnana og kringum æfingar.


Naglinn maxar

Verð að deila þessu með ykkur lesendur góðir....

Naglinn toppaði sig og maxaði 70 kg í bekkpressu 1 reps.  Löggan stóð hjá en þurfti ekkert að spotta.  Naglinn bað Lögguna um að þetta met yrði bókfært í dagbækur lögreglunnar.

 

 

Bench press

Naglinn á breskri grund

Góðan og blessaðan alle sammen.

Afsakið þögnina en Naglinn dvaldist í höfuðstað þeirra Englendinga um liðna helgi og var fjarri tækninni um stund.

Auðvitað var tekið á því í Lundúnaborg, og ásamt hamagangi í ríkisræktinni ákvað Naglinn að prófa Fitness First stöð sem er nýopnuð rétt hjá heimili NaglaSys til þess að taka fótaæfingu enda allt til alls þar fyrir slík átök: Hnébeygjur og dedd.

Í þetta skiptið er Naglinn því með tvær ræktarsögur, enda alltaf gaman að æfa þegar stóreygðir og opinmynntir Tjallar eru í kring. 

Í ríkisræktinni spurði Naglinn einn meðlim hvort lóðin væru pund eða kg.  
Félaginn svaraði að lóðin væru pund, og benti svo á kettlingaþyngdirnar og sagði: "Þú þarft því að deila með cirka 2 til að fá út þyngdina."  
Svipurinn á kauða var "priceless" þegar Naglinn pikkaði upp 50 pundin úr þunga rekkanum og tók pressu með lóð. 
Eftir annað settið kom hann yfir og sagði: "Ég hef aldrei séð konur lyfta þessari þyngd, ekki einu sinni þegar hér var "heavy weights room" í gamla daga."  

Í Fitness First borgaði Naglinn sig inn, og stúlkan í afgreiðslunni dró upp tímatöflu og hóf að þylja upp fyrir Naglann hvaða tímar væru u.þ.b að byrja. 
Naglinn hló í huganum, enda væri hægt að setja video af Naglanum í tíma á YouTube og ná miklum vinsældumLoL.
 
Naglinn tjáði afgreiðsludömunni að stefnan væri eingöngu tekin á lóðin. 
Hún hváði við og sagði: "Ohh, are you a bodybuilder?" 
Naglanum fannst þetta nokkuð kómískt, að gera ráð fyrir að allt kvenfólk sem lyftir séu í vaxtarrækt.  Þessi athugasemd stúlkunnar sagði Naglanum meira en mörg orð um hegðun breskra kvenna í líkamsræktarstöðvum. 
Það tók svo steininn úr þegar inn var komið og beygjurnar hamraðar, að þá komu tveir helmassaðir blökkumenn til Naglans og sögðust aldrei hafa séð konu í tækjasalnum, hvað þá að taka beygjur og hvað þá svona þungt.  Enda var Naglinn eina estrógen eintakið í salnum innan um haug af karlmönnum. 

Það er greinilegt að breskar kynsystur Naglans þurfa að fara að hysja upp um sig spandex brækurnar og koma sér af skíðavélinni og inn í sal að rífa í járnin. 


Sögustund

Verð að deila með ykkur glóðvolgri sögu úr ræktinni sem gerðist í gær.

Í upphitun á brettinu fyrir fótaæfingu dauðans tók Naglinn eftir þekktri kraftlyftingakonu á næsta tæki.  Sú er búin að vera lengi í bransanum.  Naglinn hefur nokkrum sinnum séð hana æfa í World Class en aldrei talað við hana, bara dáðst að henni úr fjarlægð. 

Svo fer Naglinn að massa beygjurnar og sú sterka fer að taka bekkinn skammt frá.  

Nemahvað... að eftir þriðja sett Naglans í beygjunum kemur sjálfur reynsluboltinn yfir og segir: " Þetta þykir mér gaman að sjá.  Alvöru átök.  Það er ekki algengt að sjá konur taka svona beygjur." 
Naglinn sem kann ekki að taka hrósi, hvað þá frá frægum átrúnaðargoðum, beyglaðist í keng, roðnaði og stundi upp úr sér einhverju hljóði sem átti að vera "Takk."  Blush
Sú sterka hélt áfram:  "Ég er nefnilega í kraftlyftingum."
Naglinn: "Já ég veit hver þú ert."
Sterka: "Nú höfum við hist."
Naglinn: "Nei, ég er bara aðdáandi."  (hefði betur sleppt því að segja þetta, nú heldur hún að ég sé psycho stalker Woundering)
Sterka:"Og hvað er svo markmiðið?" 
Naglinn: "Að komast upp í 100 kg."
Sterka: "Nei, ég meina með að keppa.  Þú ættir alvarlega að hugsa um að keppa, verandi að taka þessar þyngdir á æfingu þá átt þú fullt erindi í keppni."

HA!! Naglinn fékk bara pínulitla fullnægingu við að heyra þetta.... og það frá þessari konu.  
Það verður nú að viðurkennast að kraftlyftingakeppnir hafa kitlað Naglann lengi, og Löggan hefur verið ötul baráttumanneskja þess að Naglinn taki þátt. 

Svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér á næstu misserum.  
  


Kjöt eða mör?

Jæja, stund sannleikans runnin upp. 

Það kom ósk um mynd af Naglanum og eftir töluverða umhugsun og kjarksöfnun ákvað Naglinn að láta vaða.   Er kellingin búin að safna kjöti eða mör?

Þeim sem verður flökurt er bent á að ýta snarlega á krossinn upp í vinstra horni síðunnar.  Það er alveg ástæða fyrir því að ég er í svörtum fötum sem hylja vömbina á myndinni. 

Hæðnisbréf eru vinsamlegast afþökkuð.

Here goes nothing....

DSC04332

Sprettur dauðans

 

Í morgun gat Naglinn ekki ákveðið sig með hvort ætti að fara út að hlaupa eða taka brennsluna í WC.  Þegar út var komið var eitthvað svo kalt, svo Naglinn settist upp í bílinn og ók sem leið lá í Laugardalinn.  Þegar þangað var komið var veðrið hreint og beint bjútifúl, logn og ágætis hiti og Naglinn pirraðist út í sjálfa sig fyrir að hafa ekki nýtt þessar kjör aðstæður til hreyfingar undir beru lofti. 

Til að bæta gráu ofan á svart var Sky news (sem Naglinn horfir alltaf á í brennslu) bilað í sjónvörpunum.... nota bene hún var eina stöðin sem virkaði ekki af öllum skjáunum. 
Í staðinn þurfti Naglinn að glápa á tónlistarmyndbönd sem öll voru eins: hálf berar og skinhoraðar en óeðlilega barmmiklar stúlkur að bóna bíla.  Við og við kemur afrísk-amerískur náungi á skjáinn, þakinn keðjum, með fullan skoltinn af gulli, og nuddar sér upp við píurnar og steytir hringaklædda fingurna fram að myndavélinni.

Naglinn var alveg óendanlega pirraður að sjá góða veðrið fyrir utan og að þurfa að hafa þessa froðu fyrir augunum Angry.  Það er magnað að Naglinn tekur alltaf best á því þegar hann er mökkpirraður. 

Sprettir voru réttur dagsins og í pirringskasti var hraðinn keyrður í botn og púlsinn fór í splunkunýjar hæðir: 93% takk fyrir takk.  

Ólundin var fljót að hverfa eftir þetta brjálæði.... Halo 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband