Færsluflokkur: Dægurmál
8.10.2008 | 13:55
Ljósið í kreppunni
Kreppa kreppa kreppa kreppa......
Naglinn er á fullu að reyna að horfa á bjartsýnum augum á lífið og tilveruna í allri þeirri katastrófu sem dynur á landanum og já, allri heimsbyggðinni um þessar mundir.
Hrynjandi krónugrey, bankakrísur, skuldahalar heimila, óðaverðbólga og mafíuvextir gera þessa tilraun Naglans til að nota sólgleraugu ekki auðvelt verkefni, en Naglanum líkar fátt betra en áskoranir.
Naglinn sér samt eitt jákvætt atriði við kreppuna.
Við Íslendingar höfum ekki verið mjög flink í að spara, en þessi rennblauta gólftuska í smettið undanfarna daga mun vonandi breyta því. Nú má kannski losa sig við þriðja bílinn, sleppa heimsreisunni og afbóka Robbie Williams í 43ja ára afmælið í nóvember.
En hvað er það sem við getum ekki sleppt? Við neyðumst víst alltaf til að borða sem flestum þykir nú ekki allskostar leiðinlegt (ég).
En þar má spara heil ósköp með smá skynsemi.
Nú er vonandi flottræfilsháttur landans liðinn undir lok þar sem farið var út að 'lönsa' alla vinnuvikuna. Aðalpleisið í bænum var lengi vel VOX í hádeginu þar sem vömbin var kýld með ótakmörkuðu úrvali kræsinga fyrir 2500 kr og kverkarnar vættar með góðum árgangi af Reserva rauðvíni.
En þótt fólk væri ekki endilega í slíku úttroðelsi var mjög algengt að skreppa í 10/11 eða út í sjoppu og kaupa sér eina með öllu eða einn Júmbó sammara og öllu skolað niður með svörtum óbjóði í flösku.
Nú er öldin önnur, budduna munar aldeilis um þessar verðlausu krónur sem fara í slík óþarfa útgjöld.
Hagsýnar húsmæður hafa í áranna rás lagt áherslu á að taka með sér nesti í skóla og vinnu. Nágrannar okkar í Noregi mæta til dæmis flestir með heimasmurt í vinnuna, og eiga þeir nú aldeilis aurana. Naglinn hefur gert þetta í áraraðir enda hvort tveggja nískupúki og hollustufíkill.
Með því að útbúa sitt eigið nesti spörum við ekki eingöngu aurinn, heldur getum við útbúið hollari bita fyrir lítinn pening. Og á landi með besta vatn í heimi sem er ókeypis, skýtur það skökku við að kaupa kolsýrða litarefnisdrykki.
Mörgum vex í augum vesenið og tímaeyðslan sem fer í nestisgerð.
En það er bara kjaftæði og leti.
Til dæmis á sunnudögum má steikja fullt af kjúklingi eða kjöti fyrir vikuna, sjóða helling af hrísgrjónum, eggjum og kartöflum, skera niður fullt af grænmeti og geyma allt saman í Tupperware í ísskápnum.
Þá tekur enga stund að henda saman girnilegum blöndum á morgnana eða kvöldið áður. Svo er bara skemmtileg áskorun að finna nýstárlegar aðferðir til að kokka upp holla bita.
Hjartað, æðarnar og bumban eru öll þakklát fyrir að losna undan kólesterólflæðinu, pyngjan verður þyngri og brækurnar víðari.
Það græða allir!!!
Sko.... sjáiði, það er víst ljós í þessu svartnætti.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.10.2008 | 11:46
7 vikur.... and counting
Jæja.... tæpar 7 vikur í mót hjá kellingunni.
Nú eru 4 vikur síðan vikuleg nammimáltíð Naglans var grimmilega tekin burtu og því aðeins verið borðað samkvæmt plani síðan án nokkurs einasta svindls.
En það er líka að skila sér.
Smjörið lekur, sentimetrarnir fjúka og kílóin þokast (hægt) niður á við.
Föt sem hafa ekki passað í marga mánuði hafa verið dregin fram í dagsljósið.
Til dæmis pössuðu nýþvegnar gallabuxur í síðustu viku eins og hanski, hægt að hneppa OG anda sem er lúxus, en þær höfðu ekki komist yfir vömbina frá því í mars.
Meira að segja hösbandið sem þarf að glápa á Naglann alla daga sér mun á spúsu sinni í bikiníi í vikulegum sundferðum hjónanna.
Sérstök ánægja er með kviðinn, sem hefur alltaf verið vandræðasvæði Naglans en hann hefur aldrei litið eins vel út þrátt fyrir að nú gerir Naglinn 1/3 af kviðæfingum miðað við fyrri tíma. Nú er hann sléttur og helst inni, en ekki útstandandi og bumbulegur eins og áður. Nýtt mataræði og nýjar þjálfunaraðferðir eiga klárlega allan þátt í þeirri umbreytingu.
Nú er sko ekki lengur hægt að bomba óléttuspurningunni á Naglann
En það er ennþá langt í land. Það vantar ennþá góðan skurð, handleggir og axlir mættu vera harðari, rassinn og lærin mættu fara að sýna smá lit og minnka meira og skerast.
Það er því ekki annað í boði en að halda vel á spöðunum áfram.
Það er hins vegar spurning hversu lengi geðheilsan heldur út, hungrið er farið að herja verulega á og matarlanganir í alls kyns sukk og ófögnuð hafa látið verulega á sér kræla að undanförnu.
Slíkar hugsanir eru þó yfirleitt kæfðar í fæðingu með sjálfsrökræðum um hvað skipti meira máli, að komast í besta form lífsins eða ein súkkulaðikökusneið??
Þetta er allt saman spurning um val og forgangsröðun.
Dægurmál | Breytt 27.10.2008 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.8.2008 | 09:07
Til hamingju Ísland
Jahérna hér!!!
Ekki grunaði Naglann að forseti vor væri einn lesenda síðunnar, en það hefur nú komið á daginn.
Hann hefur gripið hugmynd Naglans um fálkaorðuna til landsliðsins á lofti og gert að sinni við blaðamenn úti í Peking.
Það er bara vel ef hann fylgir orðum sínum eftir enda eiga fáir Íslendingar þessa viðurkenningu meira skilið en þessir 14 drengir og Guðmundur þjálfari.
TIL HAMINGJU ÍSLAND!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.8.2008 | 12:18
ÁFRAM ÍSLAND!!!
Naglinn er fyrst núna að jafna sig og fá málið aftur eftir einhverja mestu snilld sem fyrir augu hefur borið í íslensku sjónvarpi.
Þessir drengir í íslenska landsliðinu eiga að fá fálkaorðuna næst segi ég og skrifa.
Hvort sem þeir fá silfur eða gull á sunnudagsmorgun eru þeir þjóðhetjur og verður minnst í sögubókum framtíðarinnar.
Þvílíkur metnaður
Þvílík einbeitning
Þvílíkur sigurvilji
Þvílík samheldni
Þvílíkir snillingar
ÁFRAM ÍSLAND!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.7.2008 | 11:57
Bikarmót IFBB 29. nóvember 2008
Jæja!! Það er komin dagsetning á bikarmótið 2008, mótið sem líf Naglans hefur snúist um síðan mánudaginn 26. nóvember árið 2007, en þá hófst fyrsta almennilega uppbyggingartímabil Naglans. Síðan þá hefur Naglinn lagt áherslu á að stækka vöðvana, borðað vel og rétt, lyft eins og berserkur og stundað færri og styttri brennsluæfingar en áður. Naglinn hefur aðeins misst úr einn æfingadag (vegna flensudruslu) síðan uppbygging hófst og mataræðið verið alveg "clean" með einni nammimáltíð í viku.
Bikarmótið árið 2008 verður haldið 29. nóvember í Háskólabíói. Það þýðir að núna eru 20 vikur í mót svo það er um að gera að halda rétt á spöðunum og ekkert pláss fyrir neitt kjaftæði. Komin með þjálfara og þegar byrjuð á stífu matar-og æfingarprógrammi en harðkjarna (hard core) planið byrjar svo þegar 12-14 vikur eru í mót.
Vonandi verður lokaafurðin betri en á mótinu í fyrra, en hver sem útkoman verður þá er aðalatriðið að hafa gaman að þessu ferli. Naglinn er bara rétt að volgna í þessu sporti og því ennþá bleyta bakvið eyrun varðandi ýmislegt. En svo lengi lærir sem lifir og hvert mót og hvert undirbúningstímabil er lærdómur á sinn eigin líkama og síðast en ekki síst hugarfarið.
Dægurmál | Breytt 27.10.2008 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.6.2008 | 09:24
Massaður í drasl
Naglinn er sáttur, Naglinn er verulega sáttur.
Þjálfari í Laugum spurði Naglann í gær: " Varstu að slasa þig, ég sá þig haltra hér í gær?"
Naglinn: "Nei, nei, þetta eru bara einhver álagsmeiðsli."
Þjálfarinn: " Hva!! Þú ert bara orðin svo mössuð að liðirnir ráða ekki við svona miklar bætingar."
Naglinn klökknaði nánast. Kjellingin hlýtur bara að vera að bæta á sig kjöti fyrst að maðurinn kemur með svona athugasemd. Varla hefði hann farið að segja að ég væri orðin svo feit að liðirnir væru allir að kikna undan spikinu. Kannski hefur hann samt meint það .
Nei, ekkert svona... bara jákvæð hugsun.... Naglinn er að massast í drasl!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.12.2007 | 11:33
Að lyfta eða ekki lyfta....það er spurningin
"Ég hef bara klukkutíma til að æfa á daginn. Er ekki betra fyrir mig að brenna í klukkutíma frekar en eða lyfta ef markmið mitt er að missa fitu?"
Þessa spurningu fékk Naglinn um helgina. Ég tel vera þörf að svara henni einnig hér þar sem mikils misskilnings virðist gæta meðal kvenna að brennsluæfingar séu vænlegri kostur til fitutaps en lyftingar.
Ef planið er að missa fitu er tíminn í ræktinni best nýttur í lyftingar og HIIT brennsluæfingar. Ef bornar eru saman 30 mínútna brennsluæfing á meðalákefð (70-80% púls) og 10-setta lyftingaæfing sem samanstendur af fjölvöðva (compound) æfingum má sjá að þessar tvær æfingar brenna svipuðum hitaeiningafjölda á meðan æfingu stendur eða u.þ.b 300-350 hitaeiningum. Hins vegar eftir lyftingaæfingu helst efnaskiptahraðinn hár allan daginn og við brennum allt að 700 hitaeiningum aukalega í hvíldinni.
Lyftingaæfingar sem reyna á fleiri en einn vöðva í einu (fjölvöðva/compound), t.d: Hnébeygja, Réttstöðulyfta, Fótapressa, Framstig, Bekkpressa, Róður og Upphífingar eru orkufrekari en æfingar sem reyna aðeins á einn vöðva, t.d fótarétta. Þar af leiðandi stuðla fjölvöðvaæfingar að meiri fitubrennslu. Slíkar æfingar ættu að vera í aðalhlutverki í æfingaplaninu.
Nokkrir ávinningar styrktarþjálfunar fyrir konur:
- Sterkari bein = minni líkur á beinþynningu
- Sterkari bandvefur kemur í veg fyrir meiðsli með auknu stöðugleika liða
- Betri dagleg virkni fyrir daglegar athafnir s.s halda á börnum, innkaupapokum
- Aukinn vöðvamassi og minni fitumassi
- Aukin grunnbrennsla sökum aukins vöðvamassa og minni fitu. Öfugt við fitumassa er vöðvamassi virkur vefur sem brennir jafnvel þó hann sé í hvíld. Þannig eykur hann grunnbrennslu og hitaeiningaþörf líkamans. Sem þýðir að við getum borðað meira án þess að fitna því stærri vöðvar krefjast meiri orku.
- Aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.11.2007 | 11:13
Sperrur....eigum við að ræða það eitthvað?
Já fínt, já sæll.... eigum við eitthvað að ræða harðsperrurnar?
Ég hef nú bara sjaldan lent í öðru eins, allur skrokkurinn er í hönk og ég ennþá eftir að taka brjóst og bibb og tribb í vikunni.
Nú væri gaman að vita hvort það sé eðlilegt eftir mót að fá strengi sem eru ekki þessa heims. Lyfti reyndar ekkert frá miðvikudegi fram á mánudag, svo það er spurning hvort þessi nokkura daga pása hafi eitthvað að segja, eða hvort vöðvarnir séu bara eins og svampar eftir sveltið síðustu dagana fyrir mót. Hhhhmmm .... Naglinn þarf greinilega að leggjast í rannsóknir um þetta mál .
Er reyndar sterkari en terpentína þessa dagana og gat þyngt í nánast öllum fótaæfingum í gær.
Það er greinilegt að pizzu kvikindið og sykurinn úr 10 mojito-um frá því um helgina eru ennþá að synda í blóðrásinni. Eins og sést reyndar á bumbunni sem er ekkert að haggast. Fimm kíló á einni helgi taka víst sinn tíma að hypja sig .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.11.2007 | 13:47
Hreinn Loftsson
Þegar við breytum mataræði í "hreint" mataræði er gott að tileinka sér lífsstíl forfeðra okkar og hugsa: "Get ég veitt, skotið eða ræktað fæðuna sem ég ætla að láta ofan í mig ?" Með öðrum orðum eigum við að borða eins nálægt jörðinni og við getum.
Dæmi um "hreinar" fæðutegundir eru til dæmis: kjúklingur, egg, fiskur, magurt nautakjöt, grænmeti, ávextir og hafrar.
Við getum hins vegar ekki skotið kjötfars, eða ræktað brauð og pasta. Slíkt eru dæmi um unnar vörur, og til þess að búa þær til þarf fabrikkur, haug af E-efnum, salti, sykri, mettaðri fitu og öðrum viðbjóði. Forfeður okkar nærðust ekki á Samsölubrauði, kexi og pasta heldur kjöti, grænmeti og ávöxtum og líkami okkar er gerður til þess að melta slíka fæðu.
Þegar mataræðið er "hreint" skal forðast unna fæðu. Þegar fæða er unnin, eins og þegar heilhveiti er mulið niður í öreindir eða hýðið skrælt utan af hrísgrjónum, þá hækkar sykurstuðull fæðunnar (GI).
Hár GI = hærri blóðsykur eftir máltíð = of mikil losun á insúlíni út í blóðrás.
Insúlín slekkur á fitubrennslumekanisma á meðan það vinnur og kveikir á fitusöfnun. Arfleifðin gerir það að verkum að hár blóðsykur táknar mikinn mat og líkaminn vill geyma allan þennan mat til mögru áranna í geymslunni sinni sem eru fitufrumurnar.
Máltíð sem samanstendur af kjúklingabringu, hýðishrísgrjónum og grænmeti inniheldur mun færri hitaeiningar en pylsa í brauði með tómat, sinnep og steiktum og vel af tómat og sinnep. Hver einasta hitaeining í kjúklingi, hýðishrísgrjónum og grænmeti er hins vegar nýtileg fyrir vöðvavöxt og fitutap, á meðan næringarefni úr pylsu eru einskis nýtar nema til að bæta við líkamsfitu.
Dæmi um fæðu sem ætti að forðast á hreinu mataræði:
Kex
Kökur og sætabrauð
Sætindi
Morgunkorn
Brauð
Pasta
Núðlur
Pakkasúpur
Álegg
Kjötfars, pylsur, bjúgu og annað unnið kjötmeti
Hvít hrísgrjón
Smjör
Majónes
Dæmi um hreina fæðu:
Egg (aðallega eggjahvítur)
Kjúklingur
Kalkúnn
Fiskur
Rautt kjöt (velja magurt)
Grænmeti
Ávextir
Hnetur, möndlur og fræ
Hýðishrísgrjón
Haframjöl
Ólífuolía
Hörfræolía
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2007 | 12:57
Fleiri myndir frá Fitness '07
Þessar myndir hér að ofan eru teknar af Vöðvafíkn.
Naglinn sáttur með langþráða pizzu á sunnudaginn .
Og hér nývöknuð og mygluð að gæða sér á Cheerios með sojamjólk... jammí
Fleiri myndir frá keppninni má sjá HÉR og HÉR
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar