Færsluflokkur: Lífstíll
13.6.2007 | 14:34
Skildu egóið eftir heima þegar þú ferð í ræktina
Við skötuhjúin skelltum okkur í heimsókn til pabba gamla í Brussel um liðna helgi og áttum ljúfar stundir eins og alltaf í þessari yndislegu borg. Það eru sko freistingar á hverju horni í þessari borg með vöfflurnar, súkkulaðið, Haagen-Dasz ísinn, og að sjálfsögðu lét Naglinn undan en bara á sunnudaginn auðvitað. Haagen Dasz ís með belgískri dökkri súkkulaðisósu og hnetukurli færir mann nær Guði og því ekki hægt að sleppa slíkri sælu.
Hina dagana var mataræðið tandurhreint og auðvitað farið í ræktina til að hafa efni á sukkinu.
Við pabbi tókum saman æfingu á laugardagsmorgun. Kallinn var bara seigur miðað við 59 ára mann, en ég þurfti samt að skipta mér svolítið af honum meðan hann var að lyfta því hann var ekki að beita sér rétt.
En lyftingatækni er einmitt umræðuefni dagsins.
Rétt líkamsstaða og lyftingatækni er lykilatriði fyrir vöðvauppbyggingu og styrktaraukningu en einnig til að koma í veg fyrir meiðsli. Sé líkamsstaða röng í langan tíma er þjösnast á vöðvum, liðum og liðamótum sem með tímanum getur leitt til álagsmeiðsla. Slíkt krefst yfirleitt læknismeðferðar og oftar en ekki hvíldar frá æfingum. Með því að beita líkamanum rétt á æfingu er hægt að koma í veg fyrir slík meiðsli og þá sálarangist sem fylgir því að geta ekki lengur tekið jafnvel á því eins og áður.
Rétt líkamsstaða fer eftir hvaða æfingu er verið að framkvæma.
Grunnstaða er samt yfirleitt axlabreidd milli fóta og tærnar vísa fram.
Bakið er beint, brjóstkassinn fram og upp eins og við séum montin og horft beint fram fyrir sig.
Kviður er spenntur og ágætt að ímynda sér að naflinn sé dreginn inn að hrygg.
Axlir eru slakar.
Hér koma nokkur grunnatriði í réttri lyftingatækni:
- Hver lyfta samanstendur af samdrætti vöðvans (contraction) og lengingu ( eccentric) hans. Einnig er talað um að samdráttur sé pósitífi hluti lyftunnar en lenging sá negatífi. Ef við tökum dæmi af klassískri æfingu sem er tvíhöfðakreppa (e. bicep curl), þá er pósitífi hlutinn þegar stönginni er lyft upp en þá styttum við vöðvann, þ. e hann dregst saman. Negatífi hlutinn er þegar stöngin er á leið aftur niður en þá lengjum við vöðvann.
- Upphitun er mikilvæg til að koma blóðflæðinu út í útlimina. Til dæmis að hlaupa / ganga í 10-15 mínútur, eða lyfta létt og oft.
- Ekki halda niðri í sér andanum þegar lyft er. Það takmarkar blóðflæði til og frá heila og getur valdið yfirliði. Anda inn í negatífa hlutanum (lengingu) og blása frá í pósitífa hlutanum (samdrætti).
- Ekki lyfta of þungt. Tölustafirnir á lóðunum ákvarða ekki hvort vöðvarnir stækki heldur framkvæmd lyftunnar. Ef nota þarf vogarafl líkamans til að koma þyngdinni upp þá eru vöðvarnir ekki lengur að sjá um vinnuna og vöðvastækkun á sér ekki stað. Sama gildir ef ekki er hægt að nota allan hreyfiferil (ROM) vöðvans sökum of mikillar þyngdar. Ef aðeins er farið hálfa leið niður eða upp þá er aðeins verið að virkja hluta vöðvans og því ekki hægt að búast við nema helmings árangri en ef allur vöðvinn er notaður. Pabbi gamli var einmitt að lyfta alltof þungu í tvíhöfðakreppu og notaði ekki fullt ROM. Eftir að ég leiðrétti hann þurfti að létta á stönginni svo hann gæti framkvæmt lyftuna rétt, en hann fann miklu meira fyrir tvíhöfðanum í lyftunni og var svo að drepast úr harðsperðum daginn eftir. Því meira af vöðvanum sem er notaður, því sterkari verður hann og því meiri vöðvavöxtur og stærri vöðvar og því stærri vöðvar því meiri grunnbrennsla.
- Ekki lyfta of hratt. Það er algeng sjón í ræktinni að fólk drífi sig á ógnarhraða gegnum settið og hugsi ekki um báða hluta lyftunnar, heldur keyri þyngdina upp og láti hana svo detta niður. Hver lyfta á að taka u.þ.b 4-5 sekúndur, 2 -3 sek á hvorn hluta og stjórna þyngdinni, líka í negatífa hlutanum !!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.6.2007 | 09:33
Allt er breytingum háð....
Nú er allt að gerast í ræktinni. Alls konar breytingar verið gerðar og þær hafa greinilega verið til góðs.
Byrjaði á kreatíni aftur fyrir u.þ.b viku og það er aldeilis að virka. Tók tvíhöfða og þríhöfða í gær og var öflugri en ég hef verið í langan tíma. Gat þyngt í nánast öllum æfingum. Svo er ég ekki frá því að vöðvarnir hafi bara hafa stækkað, svei mér þá. Ég tók nefnilega eftir því fyrir stuttu að ég hafði rýrnað enda búin að vera í allt of mikilli brennslu undanfarið. Svo ég köttaði út brennslu seinnipartinn og tek núna bara brennslu á morgnana í 45-60 mínútur.
Svo skipti ég um lyftingaprógramm og lyfti nú hvern vöðvahóp tvisvar í viku í staðinn fyrir bara einu sinni áður. Er búin að vera á þungu prógrammi í langan tíma, þar sem ég lyfti fáar endurtekningar með miklar þyngdir. Ég var algjörlega stöðnuð í þyngdunum og bara hálf-orkulaus og áhugalaus á æfingum. En núna er ég að lyfta fleiri endurtekningar (12-15) með aðeins minni þyngdir en áður og keyri á meiri ákefð, tek styttri hvíldir milli setta og fullt af súpersettum.
Mataræðið er samt ennþá það sama: kjúlli, lax, eggjahvítur, hýðishrísgrjón, gróft haframjöl, sojamjólk, myoplex, grænmeti. Ég er reyndar byrjuð að taka CLA fitusýrur aftur og vítamíntöflur. Ávexti og mjólkurvörur borða ég ekki nema kotasælu og einstaka sinnum epli. Mér fannst ég alltaf svo uppþembd eftir að hafa borðað skyr, og hætti algjörlega að borða það þegar ég var í náminu úti í Guildford, enda ekki fáanlegt þar, og fann strax mun á mér. Ég sá líka mun á skrokknum eftir að hafa köttað út mjólkursykurinn.
Það er alveg nauðsynlegt að breyta til þegar maður finnur fyrir stöðnun, eða áhugaleysi. Líkaminn er svo fljótur að aðlagast að eftir ákveðinn tíma verða engar framfarir á sama æfingaprógramminu eða mataræðinu.
Eitthvað sem virkaði vel í ræktinni eða mataræði fyrir ári síðan virkar ekki endilega í dag.
Það er líka öruggt að ef maður gerir það sama dag eftir dag, þá kemur upp í mannskepnunni leiði og jafnvel uppgjöf því mannshugurinn þarf örvun og hún fæst ekki með að endurtaka sífellt það sama.
1.6.2007 | 08:42
Óþarfa áhyggjur
Þar sem ég djöflaðist í lóðunum í ræktinni í gær kemur til mín maður, kynnir sig og segist vera læknir.
Hann sagði að hann sæi sjaldan konu sem tæki jafn vel á því og ég og að hann vissi til þess að ég æfði mjög mikið. Hann sæi líka að ég væri "komin af stað" og væri því með áhyggjur. Ég áttaði mig ekki alveg á hvað hann meinti með "að ég væri komin af stað". Þá dregur hann mig afsíðis og segir: "Ég hafði bara áhyggjur að þú værir að lyfta of þungt verandi ófrísk". Ég tjáði honum að áhyggjur hans væru óþarfar þar sem ég sé EKKI ófrísk. "Nú" segir maðurinn, "mér fannst kviðurinn á þér sýna þess merki". Svo ég hló bara við og sagði honum að þetta væru nú bara leifarnar af velmegun helgarinnar. En mér var sko ekki hlátur í hug , enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona athugasemd. Ég meina hvað er að fólki.... þó mallinn sé ekki rennisléttur þá er bara ályktað strax að konan sé með barni.
Smá ráðlegging (til karlmanna sérstaklega).....ekki spyrja konu hvort hún sé ófrísk fyrr en á 9. mánuði og helst bara ekkert fyrr en á fæðingadeildinni til að vera alveg viss.
Nú verður sko googlað hvar er hægt að fá ódýra svuntuaðgerð !!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.5.2007 | 08:55
Allir á Esjuna á laugardaginn
Nú er tilvalið tækifæri fyrir þá sem aldrei hafa klifið djásn höfuðborgarinnar, okkur hin sem höfum bara farið einu sinni , og vanar fjallageitur að skella sér á Esjuna.
Veðurspáin góð og engin afsökun tekin gild fyrir að reima ekki á sig gönguskóna á laugardaginn.
Gangan tekur ekki nema mesta lagi 2 tíma ef farið er alla leið upp á topp, en það má auðvitað líka fara styttra. Bara að njóta hreyfingarinnar, útiverunnar og útsýnisins.
Koma svooo alle sammen !!
Ganga á fimm tinda um eina helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 11:24
Fæðubótarefni
Ég fékk fyrirspurn í gestabókina um hvort ég vissi um fæðubótaefni sem væri gott að taka með hlaupum til að þyngja sig.
Í fyrsta lagi vil ég vekja athygli á að til að þyngja sig þarf að auka vöðvamassann og það gerist ekki ef eingöngu þolþjálfun eins og hlaup eru stunduð. Lyftingar eru eina leiðin til að auka vöðvamassa. Í öðru lagi vil ég benda á á að það er til aragrúi af fæðubótarefnum á markaðnum en ef rétt mataræði og ástundun hreyfingar eru ekki til staðar, þá eru fæðubótarefni gagnslaus. Það getur hins vegar reynst erfitt að borða nákvæmlega rétt samsetta fæðu sem inniheldur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Slíkt mataræði er ekki á færi meðaljónsins sem er í vinnu frá kl. 9-5, því það krefst gríðarlegrar skipulagningar og undirbúnings hvern einasta dag. Það er samt mikilvægt að fá öll nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast til að ná árangri. Fæðubótarefni geta að þessu leyti verið gagnleg en eins og nafnið gefur til kynna eru þau einungis viðbót við fæðuna. Þeim er ætlað að veita þau næringarefni sem skortir í mataræðið, en ekki koma í staðinn fyrir venjulegan mat.Hér er listi yfir fæðubótarefni sem gætu gagnast þegar markmiðið er að massa sig upp:
Athugið að listinn er engan veginn tæmandi.- Prótínduft: Fín leið til að tryggja næga inntöku prótíns yfir daginn og viðhalda vöðvamassa. Mysuprótín er best.
- Kreatín: Hentar þeim sem vilja auka sprengikraft í þjálfun. Til dæmis spretthlaup, fótbolta, körfubolta, vaxtarrækt, kraftlyftingar. Kreatín er hins vegar gagnlítið fyrir þá sem stunda langhlaup eða langar þolæfingar.
- Glútamín: Amínósýra sem sér um að flytja vaxtaaukandi nitrogen inn í vöðvafrumur. Glútamín er lykilþáttur í viðhaldi og aukningu vöðvamassa og einnig í styrkingu ónæmiskerfisins. Það hentar því vel fyrir alla sem stunda íþróttir því það hindrar niðurbrot vöðva
- Þyngingarblöndur: Vörur eins og Progain, Mega Mass, Muscle Armor, Mass Factor. Formúlur sem innihalda hátt magn hitaeininga sem koma úr réttri samsetningu á kolvetnum, prótíni og fitu. Er aðallega ætlað þeim sem eru að massa sig upp í lyftingum og þurfa því að innbyrða haug af hitaeiningum.
- ZMA: Blanda af Zink og Magnesíum, eykur framleiðslu testósteróns og vaxtarhormóna en hvoru tveggja endurnýjar vöðvavefi líkamans. Rannsóknir hafa sýnt að hópur sem tekur ZMA bætir vöðvastyrk meira en hópur sem tekur lyfleysu.
- EFA / CLA: Líkaminn getur ekki framleitt Ómega 3 og 6 og þarf að fá þessar fitusýrur úr fæðunni. Þær eru nauðsynlegar fyrir sjónina, ónæmiskerfið og frumuuppbyggingu, auka framleiðslu vaxtarhormóna og eru því gagnlegar þegar verið er að byggja upp vöðvamassa.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 11:22
Algeng mistök í mataræði
- Telja hitaeiningar Bæði er það hundleiðinlegt, og allt of erfitt fyrir byrjendur að vita hve margar hitaeiningar eru í mismunandi fæðutegundum og reikna það svo allt saman fyrir heila máltíð. Til að byrja með skiptir meira máli hvað er borðað frekar en hve mikið. Miklu betra er að áætla skammtastærðir út frá disknum sínum: 40% prótín, 40% kolvetni og 20% góð fita.
- Borða of lítið Margir sem taka mataræði sitt í gegn lenda í þeirri gryfju að skera niður hitaeiningafjöldann of mikið í þeirri trú að því minna sem borðað er því mjórri verði þeir. En eins og ég fjallaði um í öðrum pistli þá hefur það þveröfug áhrif á líkamann og hann fer í "katabólískt ástand" þar sem hann brennir vöðvavef en ekki fituvef, því fitan er meginorkuforðinn í hungursneyð og í hana vill hann halda sem lengst í svona ástandi. Konur eiga aldrei að borða færri en 1200 hitaeiningar á dag og karlmenn 1800 hitaeiningar.
- Sleppa máltíðum Blóðsykur verður of lágur. Það hægist á brennslu líkamans því hann vill spara orkuna. Aftur fer líkaminn í katabólískt ástand. Með því að borða 5-6 litlar máltíðir á dag komum við í veg fyrir blóðsykursfall og niðurbrot vöðva.
- Borða of lítið af kolvetnum Kolvetni eru megin orkugjafi líkamans og eini orkugjafi heilans. Án kolvetna er vitsmunastarf ekki 100%. Kolvetnissvelti eða of lítið af kolvetnum tæmir sykur úr vöðvunum og því verðum við orkulaus á æfingu. Þegar líkaminn fær ekki næg kolvetni þá notar hann prótín sem orkugjafa í staðinn sem á að nýtast í að byggja upp vöðva. Því verður lítil sem engin vöðvauppbygging þegar kolvetni vantar í mataræðið. Kolvetni eiga að vera 40% af daglegri orkuneyslu.
- Fylgja nýjasta diet-inu Atkins, South Beach, Zone, greipsafakúr, Landspítalakúrinn og hvað þetta bull heitir allt saman. Langbest er að fylgja heilsusamlegu mataræði, sem hægt er að fylgja til langframa. Það fá allir leið á að borða sama matinn endalaust því ekkert annað er leyfilegt. Ég gerði þau mistök þegar ég byrjaði á breyttum lífsstíl og borðaði yfir mig af túnfiski og vanillu skyr.is. Ég kúgast í dag við lyktina af hvoru tveggja.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007 | 09:26
Yndislegur mánudagur !!
Fín helgi að baki. Var rosa dugleg að æfa báða dagana, fór meira að segja tvisvar á laugardag og tók brjóst seinnipartinn en það gerist ekki oft um helgar að ég nenni að fara tvisvar á dag. Finnst alveg nóg að gera það á virkum dögum. Svindlaði ekki neitt og hélt bara 100% hreinu mataræði alla helgina. Kellingin hélt meira að segja sínu striki í afmæli hjá tvíburunum í gær þar sem í boði voru girnilegar kræsingar, en ég drakk bara sódavatn og snerti ekki á veitingunum.
Engin mánudagsbumba í dag .
Kíkti á Thor Cup mótið í Smáralind þar sem greyið Íslendingarnir áttu ekki séns í þessa Skandinavísku trukka. Finnarnir rústuðu þessu auðvitað.
Tókum nettan menningarpakka um helgina og fórum á tónleika á föstudagskvöld með Samma úr Jagúar og Salsa Celtica, og í bíó á Zodiac á laugardagskvöld. Allt á rólegu nótunum og komin upp í rúm á miðnætti bæði kvöldin. Enda er maður endurnærður eftir helgina.
Svona eiga helgarnar að vera !!
Svo þurfti maður bara að skafa af bílnum í morgun.... það er lok maí for crying out loud.
Þetta land er nú á mörkum þess að vera byggilegt!!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 11:38
Sófakartöflur gleðjist
Þessi frétt er tekin af heilsuvef BBC.
Haldiði að það verði munur í framtíðinni þegar þetta lyf verður komið í hverja sjoppu. Líkamsræktarstöðvar munu sjálfsagt allar verða gjaldþrota með tilkomu þessa lyfs því það mun engum heilvita manni detta í hug að blása eins og búrhveli, þrammandi á hlaupabandi innan um annað sveitt og illa lyktandi fólk sem andar frá sér fuglaflensu út í loftræstikerfið.
Í stað þess að styrkja hjarta- og æðakerfið með þrotlausum þolæfingum, og styrkja vöðva og bein með linnulausum lyftingum, verður nóg að bryðja pillu og hlamma sér svo í sófann með stútfullan nammipoka úr Hagkaup og glápa á imbann.
Hins vegar verður blússandi bissness hjá heilbrigðisstéttinni, í að sinna öllum þeim sem hafa þróað með sér of háan blóðþrýsting, áunna sykursýki, kransæðasjúkdóma og fleiri lífsstílssjúkdóma vegna hreyfingarleysis. Sjúkraþjálfarar munu eflaust fá sinn skerf af kökunni, því einhver þarf að sinna öllum þeim sem munu eiga við stoðkerfisvandamál að stríða. Rýrnaðir vöðvar og lin bein sökum vannotkunar munu þá verða lífsstílssjúkdómar framtíðarinnar.
Já það verður sko sældarlíf hjá mörgum með tilkomu þessa nýja lyfs!!!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2007 | 12:02
Lotuþjálfun
Jæja ætli maður þurfi ekki að standa við stóru orðin og lýsa lotuþjálfun í brennslu.
Vilji fólk brenna fitu er nauðsynlegt að stunda einhvers konar þolþjálfun eða brennslu eins og ég kalla það. Brennsla ásamt hreinu og góðu mataræði er lykillinn að fitutapi.
Ég skal alveg verða fyrst til að viðurkenna það að fitubrennsla er ekki alltaf skemmtileg, og þar sem ákveðið magn af brennslu er nauðsynleg í hverri viku til að brenna fitu getur hún orðið algjör kvöl og pína ef maður nýtur hennar ekki.
Því er lotuþjálfun algjör snilld. Kenningin á bak við þessa aðferð við þjálfun er að blanda saman tímabilum af hámarksálagi við tímabil á minna álagi. Þannig má brenna fleiri hitaeiningum á skemmri tíma en þegar æft er á sama álagi í lengri tíma. Þessi aðferð bætir líka þol allverulega og er mikið notuð af íþróttamönnum.
Svona virkar lotuþjálfun:
Lotuþjálfunin sjálf er 20 mínútur, þar sem hver lota eru 5 mínútur. Við þann tíma bætast 5 mínútna upphitun og 5 mínútna "cool down". Heildartími æfingar eru því 30 mínútur.
1) Byrjaðu á að velja þér brennslutæki: Það getur verið hlaupabretti, þrekstigi, skíðavél, þrekhjól, hlaupa úti, sippuband eða hvað sem er. Mikilvægt er að skipta um tæki á c.a 2 vikna fresti til að sjokkera líkamann og svo maður fái ekki leið. Það er líka hægt að taka sitthvort tækið í hvert skipti sem lotuþjálfun er tekin.
2) Byrjaðu á upphitun í 5 mínútur. Hafðu lítið álag, en auktu það smátt og smátt fyrstu 5 mínúturnar og fylgstu með að púlsinn stígi hægt og rólega upp á við. upp í 70-75% púls.
3) Þegar þú ert orðinn heit(ur) er þér óhætt að byrja á fyrstu 5 mínútna lotunni. Þá er álagið aukið í eina mínútu í senn, í c.a 5 mínútur. Púlsinn á að hækka á hverri mínútu eftir því sem álagið eykst. Síðasta mínútan af þessum fimm á að vera mjög erfið og þú átt helst ekki að geta klárað heila mínútu. Púlsinn á að fara úr 75% upp í 90% á þessum 5 mínútum.
4) Eftir síðustu mínútuna í lotunni er álagið minnkað aftur , og púlsinum náð aftur niður í 70-75% í 1-2 mínútur. Þá er álagið aukið og næsta lota hefst. Endurtakið loturnar alls 4 sinnum yfir æfinguna.
5) Eftir því sem þolið eykst, verður æfingin léttari og líkaminn aðlagast. Þá er um að gera að reyna að vera lengur á hámarksálagi, auka hraðann í hverju álagsþrepi eða skipta um tæki.
Hversu oft skal stunda lotuþjálfun?
Fyrir byrjendur er ágætt að bæta einni slíkri æfingu inn í æfingaplanið fyrir vikuna. Þeir sem eru lengra komnir geta tekið lotuþjálfun 2-3x í viku. Þessi tegund æfingar er mjög krefjandi, svo það er mikilvægt að hlusta á líkamann og ofgera sér ekki til að byrja með.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 09:58
Gómsætur kjúllaréttur
Jæja góðan daginn.
Þá er kominn mánudagur og helgin að baki. Vömbin var að sjálfsögðu kýld um helgina, enda átti maður það fyllilega skilið eftir góða viku af hamagangi í ræktinni.
Sumir verða voða hissa þegar þeir heyra að ég svindli á mataræðinu um helgar, eins og ég fái mig aldrei fullsadda af brokkolí-áti.
En eins og ég hef áður sagt þá er maður nú einu sinni bara mannlegur og verður því líka að dekra aðeins við bragðlaukana af og til. Ef maður á alltaf að borða hollt þá hverfur bara lífslöngunin.
Það er líka miklu auðveldara að halda sér á beinu brautinni í mataræðinu yfir vikuna, ef maður veit að um helgina megi svindla.
Við skötuhjúin elduðum gómsætan rétt á laugardagskvöldið, sem ég ætla að deila með ykkur, lesendur góðir.
Chutney-kjúlli:
Innihald:
1 dós af Onion-chutney frá Geeta's (fæst í Hagkaup). Við elduðum fyrst þennan rétt með Mangó chutney en þá varð hann alltof sætur.
1 peli af Matreiðslu rjóma (fituminni en venjulegur)
handfylli af möndlum og cashew hnetum
handfylli af döðlum
tilbúinn kjúlli
Aðferð:
Setjið chutney í pott ásamt matreiðslurjóma og hitið á vægum hita.
Möndlur ristaðar á pönnu
Döðlur skornar í tvennt
Kjúlli rifinn í bita.
Döðlum, möndlum og kjúlla hent út í chutney gumsið og leyft að malla í c.a 15 mín.
Geggjað með hrísgrjónum, tzatziki sósu, kús kús og góðu brauði.
Bon appetit!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 550740
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar