3.12.2007 | 11:33
Að lyfta eða ekki lyfta....það er spurningin
"Ég hef bara klukkutíma til að æfa á daginn. Er ekki betra fyrir mig að brenna í klukkutíma frekar en eða lyfta ef markmið mitt er að missa fitu?"
Þessa spurningu fékk Naglinn um helgina. Ég tel vera þörf að svara henni einnig hér þar sem mikils misskilnings virðist gæta meðal kvenna að brennsluæfingar séu vænlegri kostur til fitutaps en lyftingar.
Ef planið er að missa fitu er tíminn í ræktinni best nýttur í lyftingar og HIIT brennsluæfingar. Ef bornar eru saman 30 mínútna brennsluæfing á meðalákefð (70-80% púls) og 10-setta lyftingaæfing sem samanstendur af fjölvöðva (compound) æfingum má sjá að þessar tvær æfingar brenna svipuðum hitaeiningafjölda á meðan æfingu stendur eða u.þ.b 300-350 hitaeiningum. Hins vegar eftir lyftingaæfingu helst efnaskiptahraðinn hár allan daginn og við brennum allt að 700 hitaeiningum aukalega í hvíldinni.
Lyftingaæfingar sem reyna á fleiri en einn vöðva í einu (fjölvöðva/compound), t.d: Hnébeygja, Réttstöðulyfta, Fótapressa, Framstig, Bekkpressa, Róður og Upphífingar eru orkufrekari en æfingar sem reyna aðeins á einn vöðva, t.d fótarétta. Þar af leiðandi stuðla fjölvöðvaæfingar að meiri fitubrennslu. Slíkar æfingar ættu að vera í aðalhlutverki í æfingaplaninu.
Nokkrir ávinningar styrktarþjálfunar fyrir konur:
- Sterkari bein = minni líkur á beinþynningu
- Sterkari bandvefur kemur í veg fyrir meiðsli með auknu stöðugleika liða
- Betri dagleg virkni fyrir daglegar athafnir s.s halda á börnum, innkaupapokum
- Aukinn vöðvamassi og minni fitumassi
- Aukin grunnbrennsla sökum aukins vöðvamassa og minni fitu. Öfugt við fitumassa er vöðvamassi virkur vefur sem brennir jafnvel þó hann sé í hvíld. Þannig eykur hann grunnbrennslu og hitaeiningaþörf líkamans. Sem þýðir að við getum borðað meira án þess að fitna því stærri vöðvar krefjast meiri orku.
- Aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað með þær sem kunna ekki nægilega vel á lóðin, hafa ekki efni á einkaþjálfara eða hafa ekki nægt sjálfstraust til að æfa einar í lyftingasalnum. Veit um ansi margar svoleiðis. Eru tímar eins og bodypump eða shape góður kostur?
Lesandi (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 14:52
Þessir tímar ganga út á að gera mörg reps með léttari þyngdir (20+ reps) og vinna því meira með hvítu vöðvaþræðina s.s vöðvaþolið, en ekki rauðu vöðvaþræðina sem stækka vöðvana. Þeir eru því ekki góður kostur til að byggja upp vöðvamassa. Á flestum líkamsræktarstöðvum er boðið upp á einn tíma í tækjakennslu í sal og fá prógramm og oftast er þjálfari á staðnum sem hægt er að leita ráða hjá og spyrja. Svo er til fjöldinn allur af vefsíðum og tímaritum og bókum sem útskýra þessa hluti vel. Hlekki á slíkar síður má finna á þessari síðu hér til vinstri undir Blóð Sviti og Tár.
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 17:38
Er að fikra mig áfram með hafragrautinn og próteinið Er betra að blanda vatni við próteinið áður en því er blandað við grautinn heldur en að setja bara próteinið beint út í?
Guðrún (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 08:21
Guðrún! Það er bara smekksatriði, sumir blanda því út í grautinn en mér finnst betra að hræra það saman með pínu vatni og hella því yfir. Prófaðu bara hvað þér þykir best.
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 09:26
Já auðvitað er þetta bara smekksatriði ´
Ég var líka að spá í varðandi brennslutöflur, notarðu eitthvað svoleiðis og er eitthvað vit í því að taka svoleiðis inn?
Guðrún (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 11:52
Guðrún! Lestu endilega pistilinn hér á síðunni sem ég skrifaði um fitubrennslutöflur frá 8.11.07.
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 13:08
Vil ekki vera með smámunasemi en rauðu vöðvaþræðirnir eru þolþræðirnir, hafa meira af umfrymi og frumulíffærum, en hvítu þræðirnir eru kraftþræðirnir.
Haukur (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:30
Sorrý víxlaði þeim í svarinu. Takk fyrir ábendinguna
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.