Lélegur

Naglinn er miklu betri að "kötta" en að "bölka".

Naglinn kann bara ekki að vera off-season.  Var skömmuð um daginn fyrir að vera alltof ströng í mataræðinu, og fyrir að  brenna of mikið. 

Don't starve

Er að rembast við að auka matinn en það er frekar erfitt þegar Naglinn hefur grandskoðað hverja einustu hitaeiningu sem ofan í maga hefur farið síðastliðin 7 ár.  Núna er Naglinn að borða 7 máltíðir á dag en er samt ekki að ná ráðlögðum hitaeiningafjölda.  Ég þarf kannski að fara að borða á nóttunni til að ná þessum kvóta, nú eða vera bara með næringu í æð 24/7. 

 

 Brennsla

Brennslan fer samt minnkandi með hverri vikunni, bæði fækkar skiptunum og lengd hverrar brennsluæfingar.   Líkaminn bregst betur við því að minnka brennsluna smám saman en algjöru sjokki þar sem allri brennslu er bara hætt allt í einu. 

Planið er að brenna bara 3-4 x í viku í 30-45 mínútur í senn fram að næsta kötti.  Sjáum til hvernig það gengur hjá cardio drottningunni Blush.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Audrey

Ég bara skil ekki hvernig er hægt að brenna of mikið!  Verð að segja að mér finnst það síst skemmtilegast.... og mætti alveg gera miklu meira af því reyndar  

Audrey, 5.12.2007 kl. 13:18

2 identicon

Þú ert alveg ótrúleg!

Ef ég aðeins hefði snefil af sjálfsaga þínum og dugnaði..... þá væri lífð ljúft

Mína (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:53

3 identicon

Ég skal glaður lána þér smá af mínu "nenni-ekki-að-brenna", á nóg til sko

Þyrfti að vísu að fá smá "lélegur-offseasonari" á móti 'cause your's truly needs it right about now

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Auður!  Get ekki sagt að mér finnist gaman að brenna ekki frekar en heróínneytandanum þykir gaman að sprauta sig....ég er bara háð daglega brennsluskammtinum .  Spurning með að fara í 12 sporin til að venja mig af cardioinu .

Kæri Fannar frændi!  Ertu að taka off-seasonið of alvarlega?  Það gengur nottla ekki, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og páskarnir nálgast eins og óð fluga.  Snap out of it boy!! 

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 16:01

5 identicon

Má maður spyrja.. hvað ertu þá að brenna oft og lengi eins og staðan er núna? Þ.e. hvernig er það "ástand" sem þú ert að reyna að trappa þig niður úr?

Óla Maja (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:37

6 identicon

I am snapping :) búinn að elda fyrir vikuna og að græja mig í cut gírinn

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:57

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Óla Maja, þetta er viðkvæmt mál. Segi bara að ég er að brenna of mikið eins og staðan er núna, en samt minna en ég er vön. Ég er ekki alveg normal þegar kemur að þessum hlutum, er öfgamanneskja dauðans.

Hvernig gengur annars að breyta mataræðinu ? Verður gaman að fylgjast með eftir c.a 2 vikur hvort þú finnir einhvern mun.

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 17:57

8 identicon

Ég hef náð að fylgja mataræðinu ansi vel eftir en verð að viðurkenna að mér finnst ég alltaf vera svöng og finnst ég í dag vera komin í svona "megrunarpirring". Var einu sinni sett á agalega einhæft fæði um tíma og ég held að fjölskyldan mín hafi verið tilbúin til að selja mig eftir nokkra daga  Varð semsagt agalega pirruð og gat ekki hugsað um annað en allan mögulegan mat sem ég "mátti ekki" borða. Þetta er náttúrulega miklu girnilegri matur sem ég borða í dag en einhverra hluta vegna virðist ég ekki fá fylli mína. Verð kannski bara að auka grænmetisneysluna!? Heldurðu að það geti verið að brennslan sé hraðari þessa dagana og það hafi áhrif? Ég var búin að slá svolítið slöku við í ræktinni í 2 vikur en hef verið á mínu prógrammi þessa vikuna.

Óla Maja (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:44

9 identicon

Er að spá í kjölfar færslunar þinnar um lyftingarnar og að maður brenni jafnmikið af því að lyfta og vera í cardio en efnaskiptahraðinn eykst í lengri tíma í kjðlfarið.  Dugar þá ekki bara að lyfta ef maður er ekki að spá í þoli.  þ.e fyrst að lyftingar eru betri brennsluæfingar.  Æ ertu að fatta mig?  Ef ég semsagt ætla að létta mig þ.e. minnka fituprósentu er þá ekki best að eyða öllum tíma í lyftingar?

lesandi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:52

10 identicon

Hvaða skoðun hefurðu á Body pump?

Lena (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:26

11 identicon

Jæja á ekkert að henda inn nýrri færslu?

sas (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:45

12 identicon

Hver er þinn ráðlagði hitaeiningafjöldi og hvernig skiptist það á milli prótein, kolvetna og fitu? Hvenær á svo að byrja að kötta?

Guðrún (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:18

13 identicon

Þetta er óvenjulöng þögn hjá Naglanum  Ég er farin að sakna fróðleiksmolanna frá þér krúttið  

Langaði að bæta við það sem kom fram að ofan hjá mér að þetta með svengdina lagaðist seinni partinn af vikunni. Líklega hef ég verið farin að borða helst til mikið áður en ég byrjaði á þessu matarræði og ástæðan fyrir svengdinni verið fyrst og fremst viðbrigði !?

Óla Maja (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:06

14 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Lesandi! Það er best að blanda saman lyftingum og brennslu en láta lyftingar alltaf vera í forgangi.  Þannig nærðu að byggja upp vöðva og brenna fitu um leið.  Hversu mikla brennslu og hversu lengi fer eftir hversu mikla fitu þú þarft eða vilt missa.  Það er líka nauðsynlegt að styrkja hjarta og æðakerfið með þolæfingum til að halda góðri heilsu.

Lena! BP er frábært fyrir fólk sem hefur aldrei lyft áður til að læra rétta líkamsbeitingu en dugar skammt til að byggja upp vöðva.  Vöðvauppbygging gerist með þyngdum sem leyfa 6-12 reps, en 15 + reps vinna með vöðvaþol.

Guðrún! Hitaeiningafjöldi og skipting kolvetna, prótína og fitu er afar einstaklingsbundið og fer eftir markmiðum hvers og eins.  Viltu missa fitu, byggja upp vöðva, bæta þolið, toppa þig í lyftingum eða spretthlaupi o.s.frv.  Sumir ná að byggja sig vel upp á lágum kolvetnum á meðan aðrir hrynja bara niður án kolvetna.  Það er um að gera fyrir þig að prófa þig áfram og gefa líkamanum 2-3 vikur að venjast nýju mataræði til að sjá hvort það virki.

 Óla Maja!  Gott að heyra að þú ert ekki lengur svöng.  En ef þér finnst þú vera alltaf svöng þá skaltu bæta við máltíðirnar t.d meira grænmeti eða stækka skammtinn aðeins.  Líkaminn er að segja þér að þú sért ekki að borða nóg ef þú ert alltaf svöng og þú skalt hlusta á hann.  Frekar borða aðeins meira heldur en að finna fyrir hungri því þá ertu að hægja á brennslunni.

Ragnhildur Þórðardóttir, 10.12.2007 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 549166

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband