1.8.2008 | 11:40
Aðeins meira um vigtina
Eins og flestir lesendur vita er Naglinn að undirbúa sig fyrir bikarmót í fitness í nóvember og hefur undanfarna mánuði einbeitt sér að því að stækka vöðvana og þar af leiðandi stækka líkamann.
Með auknum vöðvamassa fylgir aukin þyngd, og þetta þykir mörgum, sérstaklega konum, mjög erfitt að sætta sig við. Þegar nálin færist óðum upp á við setja þær samasemmerki að þær séu að fitna.
En vöðvamassi er þyngri en fita, og því er óhjákvæmilegt að þyngjast þegar verið er að massa sig upp.
Í framhaldi af pistlinum um að vigtin er lygalaupur ætlar Naglinn að deila með ykkur nokkrum staðreyndum um eigin þyngd.
Naglinn var í sömu þyngd í nokkur ár en er nú 13 kílóum þyngri en aðeins einni fatastærð stærri, og kemst meira að segja ennþá í mörg af gömlu fötunum, með einhverjum undantekningum þó. Það eru aðallega gallabuxur sem eru of þröngar yfir lærin og sumir þröngir kjólar og bolir komast ekki yfir axlir og bak, enda hefur verið unnið að því að stækka þessi svæði.
Þegar Naglinn var síðast í þessari þyngd fyrir mörgum árum var Naglinn í tveimur fatastærðum stærri en núna. Sem segir okkur ýmislegt um hlutfall fitu og vöðva í skrokk Naglans fyrr og nú.
Í síðustu mælingu sem fór fram í síðustu viku hafði Naglinn þyngst um kíló, en sentimetri farið af rassi, sentimetri af vömb, og heilir tveir af mitti. Lærakvikindin stóðu hinsvegar í stað, en fyrir okkur konur er neðri hlutinn alltaf þrjóskastur.
Talan á vigtinni segir okkur ekkert til um hvað er fita og hvað eru vöðvar og þegar við erum komin með góðan grunn af vöðvamassa þá er það bara lögmál eðlisfræðinnar að líkaminn er þyngri en þegar við erum rýrari, hvort sem ásýnd líkamans er feitur eða grannur. Það er nefnilega hægt að vera "mjór-feitur", þá er líkaminn grannur en vöðvamassinn er lítill sem enginn og fitan getur verið að setjast innan í æðar og á líffæri en ekki á rass og læri eins og hjá þeim sem eru sýnilega holdmiklir.
Það er öllum öðrum sama hvað við erum þung, fólk spáir meira í hvernig við lítum út en ekki hvað við erum þung. Okkur ætti því að vera nokk sama sjálfum um hvað stafræna kvikindið segir að við séum þung.
Góð heilsa, hreysti og þrek skipta mun meira máli en einhver tala.
Flokkur: Fróðleikur | Breytt 3.11.2008 kl. 10:32 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekki einu sinni vigt...
Magnað samt hvað maður pirrar sig á vigtinni, þó maður viti að vöðvar eru þyngri en fita. Er ekki bara best að miða við fötin sín? ;)
Audrey, 1.8.2008 kl. 12:09
Fer aldrei á vigt. Er nefnilega alveg sammála þér varðandi hana. Hún segir okkur ekki allt og fer bara í skapið á mér að standa á þessu apparati. Ég finn það strax á fötunum ef ég hef bætt á mig ( eins og núna) og bjúgurinn mig að drepa eftir flug og vínsull síðustu daga
M, 1.8.2008 kl. 12:29
ohhh vá þurfti sko alveg á svona pistli að halda núna.. maður veit þetta allt, en alltaf gott að sjá þetta svona svart á hvítu
..og já, hlakka til að sjá þig á bikarmótinu, þú verður án efa SVAKALEG
Kristjana Ósk (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:57
Auður! Já alveg ótrúlegt hvað við getum böggast út í þessa græju.
M! Rétt hjá þér mín kæra, fötin og spegillinn eru miklu betri mælikvarðar. Ohh ég þoli ekki bjúginn, fæ alltaf eftir flug og sukk.
Kristjana! Þú sem lítur svo glæsilega út og hefur náð svo frábærum árangri þarft sko ekki að pirra þig á vigtinni. Vonandi veld ég ykkur ekki vonbrigðum á Bikarmótinu, ég geri allavega mitt besta.
Ragnhildur Þórðardóttir, 1.8.2008 kl. 22:33
Ég er himinsæl með skrifin þín og er viss um að þau hjálpa mörgum.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.8.2008 kl. 10:24
Við förum alveg bráðum að komast í fötin okkar ;) pre-cut byrjar í dag!
Nanna (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.