29.7.2009 | 16:53
Fegurð skipulagningarinnar
Það eru fáir sem vita eins vel og Naglinn mikilvægi skipulagningar og undirbúnings til að haldast inni á braut hollustu og hreystis.
"If you fail to prepare, you prepare to fail" er tugga sem Naglinn mun ekki hætta að nudda ofan í lesendur.
Naglinn vill því deila með ykkur blómin mín, nokkrum strategíum úr undirbúnings-vopnabúri Naglans.
The beauty of cooking in bulks:
* Skera 2-3 bringur í bita, krydda og grilla í Foreman-inum. Geyma í ísskáp. Þá á maður alltaf tilbúna bringu fyrir snarholla máltíð.
* Krydda og þurrsteikja heilan pakka af hakki í einu. Setja í Tupperware og geyma í ísskáp. Þá þarf bara að steikja grænmeti og Erluréttur er klár.
* Sjóða haug af hýðisgrjónum og geyma í Tupperware í ísskáp. Þegar mann langar í þetta sjóðandi holla korn þá hendir maður bara nokkrum grjónum á disk
* Baka nokkrar sætar kartöflur í einu. Kæla og geyma í álpappír í ísskápnum. Svo kippir maður einni út, örrar, sker í bita og stráir haug af kanil yfir.... need I say more??
* Sjóða slatta af jarðeplum í einu, kæla og skella svo í Tuppó og inn í köleskab. Eru fínar kaldar eða örraðar.
Má svo krydda efter smag.
* Búa til nokkrar eggjahvítupönnsur í einu. Kippa svo 1-2 út í einu og afþíða í ísskápnum. Eða þeir sem hafa nægan tíma á kvöldin geta gert eins og Naglinn, og kokkað eitt kvikindi fyrir morgundaginn.
Má geyma í ísskáp eða við stofuhita.
Kvöldverk Naglans:
* Búa til eggjahvítupönnsu fyrir morgundaginn
* Vigta haframjöl og setja í hafragrauts-pottinn ásamt Husk og salti, fyrir morgunverðinn. Eina sem þarf er lífselixírinn vatn útí.
* Taka til skál og gaffal fyrir hafragrautinn, disk fyrir pönnsuna, og litla skál fyrir jarðarberin
* Vítamínum, andoxunarefnum, fiskiolíu, BCAA raðað í pilluboxið.
* Taka til æfingaföt og leggja á stól frammi (svo maður veki ekki hösbandið á morgnana)
* Pakka ofan í æfingatöskuna: Hrein föt, handklæði, snyrtidót, púlsmæli, strappa....o.s.frv
* Þegar Naglinn vann utan heimilisins var eitt af kvöldverkunum að vigta og raða saman máltíðum ofan í Tuppó í nestistöskuna.
Að vera viðbúin(n) eins og skáti kemur í veg fyrir ljóta hegðun eins og að sleppa ræktinni, grípa í Júmbó, panta pizzu... þá er einfaldlega ekki hægt að nota ömurlegar afsakanir eins og tímaleysi.
Meginflokkur: Naglinn | Aukaflokkur: Hugarfar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nöss! og ég hélt að ég væri skipulagsfrík.
Mama G, 29.7.2009 kl. 20:08
Brillíant eins og alltaf :) Á eftir að nýta mér eitthvað af þessu, ekki spurning!
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 00:02
hahaha þú ert svo mikill snillingur.... ef maður hefði eitthvað af þessum aga.... þú ert nú hálfgerður Monk eða rainman :)
Hulda (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:13
Ekkert smá ánægð með skipulagið hjá þér:D þekki sum af þessum kvöldverkum mjög vel...;)
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt!
Lena (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 09:17
Sæl og bestu þakkir fyrir frábæra síðu!
Alveg sammála þessum pisti og stunda skipulagsstörf af hermóð sjálf! Vildi samt bera undir þig spurningu sem tengist kannski pistlinum ekki beint. Vona að þér sé sama.
Eitt sem ég var að velta fyrir mér. Veit ekki hvort það komi fram á blogginu þínu en ég var að reyna að leita og fann ekki. Nú er ég að lyfta á morgnana klukkan 7. Hvað er best að borða fyrir og eftir æfingu á þessum tíma? Ég drekk próteinshake klukkan 6, lyfti frá 7-8, hreint prótein strax á eftir með hunangi og smá þrúgusykri (ca. 08:30) og svo hádegismat klukkan 11:30.
Mín spögúleríng er sumsé hvort þetta sé of lítið eða hvort ég þurfi að bæta við mat fyrir og/eða eftir og jafnvel 1 millimál?
Lilja (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:51
Smá spurning ef maður á að borða prótein í hverji máltíð,er þá í lagi að drekka 4 próteinshakea á dag?
Hvað eru fæðubótadrykkir?er það t.d próteinshake
Rut (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:21
Lena! Já ég skal trúa því að þú sért með "Rain-man" syndromið, enda þvílíkur árangur sem þú hefur náð mín kæra.
Lilja!
http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/463905/
http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/598199/
Rut! Mæli ekki með að drekka meira en 2 sjeika á dag. Heil fæða hefur alltaf vinninginn.
Ragnhildur Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 08:55
Alltaf jafn fræðandi færslur hjá þér - er ný orðin fasta lesandi á þínu bloggi.
En ég er með spurningu, reyndar ekkert tengd þessari færslu. Ég er að fara að koma mér af stað hvað varðar ræktina og ég var að pæla hver sé besta brennsluaðferðin (svona á milli lyftinga)? Ég er nefnilega með smá læri/maga og þarf að minnka það.
Harpa (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:27
Oh geggjað. Takk fyrir :)
Lilja (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.