Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
12.9.2008 | 08:18
Ný skæði
Í gær fékk Naglinn splunkunýja og sjóðandi heita Asics beint frá USA. Af því Naglinn er svo mikil skóhóra var ekki annað til umræðu en nýjasta týpan af Nimbus, numero 10 baby.
Þvílíkur munur að hlaupa, enda gömlu ræflarnir búnir að leggja mörg hundruð kílómetra undir hælinn og púðarnir orðnir handónýtir og Naglann farið að verkja í hné og sköflunga.
Naglinn bókstaflega sveif á brettinu í morgun á nýjum skæðunum, og keyrði á sprettina upp í áður óþekktar hæðir, 17 km/klst í 3°halla, og það þrátt fyrir 5 tíma svefn sökum útstáelsis í gærkvöldi.
Púlsinn fór upp í 96% í hörðustu sprettunum, en það hefur ekki gerst síðan í Þrekmeistaranum forðum daga.
Naglinn mælir með að fólk skipti um hlaupaskó á 9-12 mánaða fresti, sérstaklega þegar mikið mæðir á þeim greyjunum.
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.9.2008 | 09:54
Heilræði Naglans
Allir þeir sem stunda brennsluæfingar á fastandi maga ættu að gúffa í sig BCAA töflum fyrir og eftir átökin. BCAA (Branced Chained Amino Acids) samanstanda af þremur amínósýrum: Leucine, isoleucine og Valine og er Leucine þeirra mikilvægust.
Ástæðan fyrir því að Naglinn mælir með þessu athæfi er að þegar við vöknum er líkaminn algjörlega tómur eftir 8-10 tíma föstu.
Líkaminn kýs helst kolvetni sem eldsneyti fyrir öll átök. Hins vegar í föstuástandi kemur orkan úr fituforðanum, því það eru engin kolvetni til staðar í líkamanum.
Hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að hann nartar líka í amínósýrurnar í vöðvunum til að fá meiri orku þegar við erum fastandi.
Þess vegna er mikilvægt að veita líkamanum aukalega amínósýrur fyrir og eftir brennsluæfingar sem hann getur gætt sér á í stað þess að brjóta niður okkar dýrmæta vöðvamassa.
Fæðubótarefni | Breytt 2.11.2008 kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.9.2008 | 16:57
Le gym en Paris
Bon jour mon cheries.
París er yndisleg, algjörlega bjútíful borg.
Naglinn fór á stúfana að leita að líkamsræktarstöð um leið og rennt var inn í borgina.
Vopnuð niðurstöðum gúgglunar örkuðu Naglinn og hösbandið um hverfið og fundu eina sem hafði litið vel út á netinu, en að sjálfsögðu er ekki allt gull sem glóir, því engin lóð voru í stöðinni, aðeins tæki.
Þá var haldið á næsta gúgl, og þar var sama uppi á teningnum, engin lóð!!! og Naglanum tjáð að næsta slíka stöð væri talsverðan spöl í burtu. Frakkinn greinilega ekki að rífa of hart í járnið!!!
Svo Naglinn kyngdi stoltinu og framdi þau helgispjöll að hamast eingöngu í tækjum í morgun.
Aðrir meðlimir í tækjasalnum voru eingöngu karlkyns og Naglinn hefur ekki áður fundið jafn sterkt fyrir að vera nafli athyglinnar. Fransararnir greinilega ekki vanir dömum sem taka á því, enda voru þeir sjálfir ekki að toppa sig neitt. Einn var meira að segja með dagblað með sér sem hann las á milli setta í tækinu.
Naglinn skemmti sér hins vegar milli setta við að fylgjast með Jane Fonda leikfimitímanum í salnum við hliðina, og fannst magnað að sjá að ýmiss klæðnaður frá þeim tíma sé ennþá í góðu gildi hjá Frakkanum, t.d ennis svitaband og leikfimibolur utan yfir hjólabuxur.
Í brennslu eftir átökin var einnig boðið upp á skemmtiatriði, að þessu sinni var það sundleikfimi þar sem kennarinn var miðaldra karlmaður sem var örugglega Þjóðverji, ekki ósvipaður þjálfara þýska handbolta landsliðsins með yfirvaraskegg og grátt hár í tagli í stuttbuxum upp í görn.
Þarna stóð félaginn á bakkanum og sýndi kellingunum ýmsar hreyfingar sem þær áttu að framkvæma ofan í vatninu. Oftar en ekki leit hann út eins og hann væri að reyna að kúka.
Naglinn skemmti sér hreint konunglega og tíminn á þrekstiganum hefur aldrei áður liðið svona hratt.
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2008 | 17:39
Paris, je t'aime
Naglinn og hösbandið ætla að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í helgarferð til London og Parísar frá og með morgundeginum.
Ekki er ástæða til að fara út af matarplaninu í fríinu, enda aðeins 11 og hálf vika í mót og mikilvægt að halda á spöðunum.
Þess vegna er búið að pakka vog til að vigta skammtana, Tupperware dollurnar eru tilbúnar fyrir kræsingar, prótínduftið komið í minni pakkningar, bætiefnin eru komin í töfluboxið og síðast en ekki síst fær blandaragreyið auðvitað að fljóta með sem endranær, enda vafalaust leitun á víðförlari blandara.
Hótelherbergið í París er með eldhúsi, enda tók Naglinn ekki annað í mál en að hafa aðstöðu til að preppa hafragrautinn og eggjahvíturnar.
Ekki er heldur ástæða til að sleppa æfingum í fríi, frekar en að sleppa tannburstanum.
Því er búið að pakka hlaupaskóm, púlsmæli, iPod, æfingafatnaði. Til þess að ná brennslu fyrir flug verður ræs hjá Naglanum kl. 4:30 í fyrramálið og sprett úr spori um austurborgina áður en brunað verður út í Leifsstöð.
Ef Naglinn nær sambandi við veraldarvefinn á ferðalagi sínu verður að sjálfsögðu hent inn eins og einni færslu.
Þangað til óskar Naglinn öllum velfarnaðar..... og takið nú á því!!!
Naglinn | Breytt 2.11.2008 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.9.2008 | 11:56
Lingóið í gymminu
Finnst þér lingóið í ræktinni vera algjör latína?
Ertu stundum alveg týnd(ur) og skilur ekki hvað massarnir í kringum þig eru að segja?
Fílarðu þig útundan af því þú veist ekki hvað "að maxa bekkinn" eða "að pumpa byssurnar" þýðir?
Reps: Fjöldi endurtekninga. Hversu oft við lyftum þyngdinni í einu setti. 6-12 reps er mjög algengt, en fleiri og færri reps þekkjast líka og fer þá eftir markmiðum hverju sinni hvaða repsafjöldi er notaður.
Sett: Hversu oft við framkvæmum ákveðna æfingu. 3-5 sett af hverri æfingu er algengast en færri eða fleiri sett þekkjast líka.
Beygjur, að beygja: Hnébeygjur
Dedd, að dedda: Stytting á orðinu "Deadlift" eða Réttstöðulyfta á okkar ylhýra
Bekkur, að bekka: Bekkur er stytting á orðinu bekkpressa. "Hvað tekurðu í bekk" er ein þekktasta spurningin í ræktinni og þykir vera mælikvarðinn á karlmennsku hjá sumum.
Hífur: Upphífingar. Ein besta æfingin til að stækka latsana. Hægt að gera í vél og frístandandi. Hangið með rúmlega axlabreidd á milli handa, fókusa á að nota bakvöðvana til að hífa sig upp þar til haka er við eða yfir stöng.
Latsar: Stytting á heitinu Latissimus dorsi, sem er latneska heitið á bakvöðvum sem ná frá handarkrika og eru stundum nefndir sjalvöðvar. Konur vilja fá þessa vöðva sýnilega því þá virkar mittið mjórra.
Trapsar: Stytting á latneska heitinu Trapezius sem eru vöðvar sem ná frá hálsi niður að axlavöðva. Vöðvastæltir menn eru oft með massífa trapsa og líta þá út eins og þeir séu stöðugt að yppa öxlum.
Bibbi: Stytting á orðinu "bicep" sem er enska heitið yfir tvíhöfða.
Tribbi: Stytting á orðinu "tricep" sem er enska heitið á þríhöfða.
Byssurnar: Íslensk þýðing á orðinu "guns" sem oft er notað til að vísa í tvíhöfða og þríhöfða. Sögnin að pumpa byssurnar þýðir að taka fyrir handleggsvöðvana á æfingu.
Hamur: Stytting á enska heitinu Hamstring, sem vísar til aftari lærvöðva.
Cardio: Stytting á enska heitinu Cardiovascular exercise, sem þýðir þolþjálfun.
Brennsla, að brenna: Daglegt tal um þolþjálfun. Hér er vísað til þess að þolþjálfun brennir hitaeiningum, og eru því oft kallaðar brennsluæfingar.
HIIT: Skammstöfun á High Intensity Interval Training, sem er eitt form brennsluæfinga og að mati Naglans sú langskemmtilegasta. Oft talað um sprettæfingar, þá skiptast á stutt tímabil af sprettum þar sem púlsinn er keyrður vel upp, og svo hægt á sér og púlsinn kýldur niður aftur.
SS: Neibb ekki Sláturfélag Suðurlands. SS er skammstöfun á Slow-Steady sem er ein tegund af brennsluæfingum. Þá er púlsinum haldið lágum og stöðugum í langan tíma (60-90 mín)
Kött eða Prepp: Íslenskun áensku heitunum "cutting diet" og "preparation" og vísar til þess tímabils þegar keppandi í fitness eða vaxtarrækt býr sig undir mót. Kött er í raun bara annað orð yfir megrun.
Skurður, að skera: Aftur annað orð yfir megrun. Sama tilvísun og kött og prepp, eða undirbúningur keppanda fyrir mót sem tekur yfirleitt 12-15 vikur. Fólk notar mismunandi aðferðir við að skera sig niður en algengast er að fækka hitaeiningum og auka brennsluæfingar.
Bölk: Íslenskun á heitinu "bulking". Það vísar uppbyggingar tímabils þegar keppandi í fitness eða vaxtarrækt reynir að bæta á sig sem mestum vöðvamassa. Yfirleitt eru hitaeiningar auknar og brennsluæfingar minnkaðar á þessu tímabili.
Að maxa: Hér tekur maður eins þungt og maður ræður við í 1-2 reps.
Að spotta: Hér aðstoðar æfingafélagi við að kreista út 1-2 reps í viðbót þegar við getum ekki lyft þyngdinni sjálf lengur án þess að fórna gæðum og tækni. Til þess að vöðvarnir stækki þarf að ofhlaða þá og 1-2 reps eftir að þeir "klárast" geta oft skipt sköpum í vöðvastækkun.
Lyftingar | Breytt 27.4.2009 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 550733
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar