20.10.2007 | 16:50
Nútíminn er trunta
Lyfturnar hér á Landsanum voru bilaðar um daginn og þá fór ég að velta fyrir mér hvað nútímamaðurinn á landinu Ísa er ótrúlega þversagnakenndur.
Það er sko ekki vandamál fyrir landann að fara í ræktina á hverjum degi og jafnvel oft á dag til að hamast og djöflast en það var algjörlega ómögulegt fyrir hvern einasta kjaft í vinnunni að þurfa að labba upp nokkrar hæðir, það kvörtuðu og kveinuðu allir í kór.
Meira að segja Naglinn varð pirraður og engan veginn að nenna þessu, enda þurfti ég að príla tröppurnar alla leið upp á 14. hæð takk fyrir takk. Var alveg að gefast upp á 11. hæð, og fór þá að hugsa að ég hefði nú örugglega prílað 70-80 hæðir sjálfviljug á þrekstiganum um morguninn en nokkrar hæðir voru alveg að gera út af við mig, líklega af því að þetta tramp var ekki gert af fúsum og frjálsum vilja.
Við krefjumst þess að fá bílastæði beint fyrir utan ræktina, búðina eða bankann og jafnvel hringsólum um bílastæðið í þeirri veiku von að eitthvað kvikindi fari nú að hypja sig heim til sín. Naglinn gerist oft sekur um að sé sjálfrennireið ekki tiltæk þá stundina á heimilinu þá er búðaráp ekki inni í myndinni, jafnvel þó það taki ekki nema 20 mínútur að labba í Kringluna. Ég er nokkuð viss um að slík veruleikafirring eins og viðgengst á Sogaveginum er ekki einsdæmi hér í borg, enda ekki ofsögum sagt að Íslendingar eru bílaóðir.
Norðannepja og tuttugu vindstig í níu mánuði ársins eru reyndar ekki girnilegar aðstæður til samgangna á tveimur jafnfljótum. En rok og rigning er auðvitað engin afsökun á tímum 66°N og Cintamani. Ekki höfðu forfeður okkar slíkan munað þegar þeir reru á miðin íklæddir hriplekum lopavettlingum og sauðskinnsskóm.
Já, það er skondið að nútímamaðurinn er svo mikil kuldaskræfa að hann þarf að hlaupa eins og hamstur á bretti til að halda heilsu í stað þess að nýta hreyfinguna sem felst í að ferja skrokkinn frá A til B.
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.10.2007 | 09:09
Oversovelse
Það hlaut að koma að því....eftir að hafa vaknað samviskusamlega kl. 5:30 á hverjum einasta virka morgni í mörg herrans ár til að fara í ræktina án þess að klikka, sváfu Naglinn og hennar ektamaður yfir sig í morgun og rumskuðu ekki fyrr en kl. 8:19. Fyrr má nú sofa yfir sig!!
Svo það varð ekkert úr brennslu þennan morguninn hjá Naglanum en verður bætt upp seinnipartinn eftir lyftingarnar.
Finnst eins og ég hafi ekki burstað í mér tennurnar eða sé skítug af því ég fór ekki í ræktina í morgun. VÁÁÁ hvað maður er orðinn mikill fíkill, þetta er bara eins og heróínneytandi að fá skammtinn sinn að fara og hamast og djöflast.
"Svarthvíti" hugsunarhátturinn er líka að lauma sér upp í heilabúið, með leiðinlegar hugsanir eins og að nú sé allt ónýtt fyrst það datt eitt skipti út.... en ég er á fullu að henda slíkum hugsunum út í hafsauga.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.10.2007 | 11:20
Súpermatur # 2
Í síðasta pistli um grundvallaratriði í mataræði þeirra sem vilja ná árangri í sinni þjálfun fór ég yfir næringargildi í algengum skömmtum af kjöti, fiski og eggjum.
Jafnframt lofaði ég að fjalla um grænmeti og ávexti og Naglinn lofar ekki upp í ermina á sér
.... vessgú gott fólk....
Til upprifjunar:
Skammstafanir fyrir markmið og tímasetningar: Vöðvauppbygging (VÖ), fitutap (FT), FYRIR æfingu(FYR), EFTIR æfingu (EFT)
Appelsínur (VÖ, FT, FYR)
Skammtur: 1 stór
Hitaeiningar: 86
Prótín: 2g
Kolvetni: 22 g
Fita: 0 g
Frábært fyrir æfingu. C-vítamín örvar nitric-oxide flæði í líkamanum sem hjálpar til við að pumpa vöðvana í ræktinni.
Aspas (FT)
Skammtur: 100 g (10 strimlar)
Hitaeiningar: 16
Prótín: 2,3 g
Kolvetni: 1,2 g
Fita: 0,2
Fullt af andoxunarefnum. Hjálpar til við að losna við bjúg.
Avókadó (VÖ, FT)
Skammtur: 1/2 meðalstórt
Hitaeiningar: 145
Prótein: 2 g
Kolvetni: 8 g
Fita: 13 g
Þessi ávöxtur er mjög orkuríkur og skal því passa skammtana ef fitutap er markmiðið. Avókadó er fituríkt en það er góð fita sem getur aukið hormónaflæði í skjaldkirtli.
Bananar (VÖ, FT, FYR,EFT)
Skammtur: 1 meðalstór
Hitaeiningar: 105
Prótín: 1 g
Kolvetni: 27 g
Fita: 0 g
Frábært fyrir æfingu. Rosa gott að blanda út í prótínsjeikinn eftir æfingu. Einföld kolvetni sem skila sér hratt út í blóðrás og fylla hratt á tómar glýkógenbirgðirnar eftir átök.
Blómkál (FT)
Skammtur: 100 g
Hitaeiningar: 19
Prótín: 2 g
Kolvetni: 1,8 g
Fita: 0,4 g
Hitaeiningasnautt grænmeti sem gefur góða fyllingu og seddutilfinningu. Frábært þegar erum í megrun.
Brokkolí (FT)
Skammtur: 100 g
Hitaeiningar: 36
Prótín: 5,3 g
Kolvetni: 1,5 g
Fita: 0,9 g
Ein næringaríkasta fæða sem völ er á . Inniheldur næringarefni sem geta aukið testósterónmagn líkamans og hjálpað þannig til við vöðvauppbyggingu og fitutap.
Bökunar kartöflur (VÖ, EFT)
Skammtur: 1 meðalstór
Hitaeiningar: 160
Prótín: 4 g
Kolvetni: 37 g
Fita: 0 g
Til að byggja upp vöðva þurfum við sterkju. Kolvetnin í hvítum kartöflum meltast hratt sem gerir þær að góðum kosti eftir æfingu og fólat hjálpar til við vöðvauppbyggingu.
Epli (VÖ, FT, FYR)
Skammtur: 1 stórt
Hitaeiningar: 100
Prótín: 1 g
Kolvetni: 20 g
Fita: 0 g
Frábært fyrir æfingu
Grænar baunir (FT)
Skammtur: 50 g
Hitaeiningar: 58
Prótín: 3,5
Kolvetni: 10 g
Fita: 0,4
Góð uppspretta trefja. Kolvetnaríkar og flokkast yfirleitt undir sterkju frekar en grænmeti.
Jarðarber (VÖ, FT, FYR)
Skammtur: 1 bolli
Hitaeiningar: 46
Prótín: 1 g
Kolvetni: 11 g
Fita: 0 g
Frábært sem snarl og stútfullt af C-vítamíni og andoxunarefnum.
Rósakál (FT)
Skammtur: 100 g
Hitaeiningar: 37
Prótín: 3,5 g
Kolvetni: 1,4 g
Fita: 1,4 g
Mjög góð uppspretta C-vítamíns. Í 100 g af rósakáli eru 115 mg en aðeins 53 mg í 100 g af appelsínum.
Spínat (FT)
Skammtur: 100 g
Hitaeiningar: 22
Prótín: 2,6
Kolvetni: 1,5
Fita: 0,6
Stjáni blái hafði rétt fyrir sér,hitaeiningasnautt en sneisafullt af vítamínum og trefjum.
Sætar kartöflur (VÖ, FT)
Skammtur: 1 meðalstór (100g)
Hitaeiningar: 97
Prótín: 1, 6 g
Kolvetni: 22 g
Fita: 0 g
Mjög góður kostur fyrir hæglosandi kolvetni
Tómatar (FT)
Skammtur: 1 meðalstór
Hitaeiningar: 12
Prótín:0,8
Kolvetni: 2 g
Fita: 0,2 g
Góð uppspretta andoxunarefnisins lýkópen.
Hnetur og grjón í næsta pistli .
Mataræði | Breytt 4.11.2008 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.10.2007 | 08:56
Prótín + Kolvetni = sönn ást
Það var mjög áhugaverður þáttur frá BBC á RÚV á mánudagskvöldið sem heitir "Matur er mannsins megin".
Þar var gerð smá tilraun á því hvaða næringarefni halda manni söddum lengst.
Þrír menn voru látnir fasta í nokkra klukkutíma og var svo gefið að borða, einn fékk pasta með kjúklingi (prótín), annar fékk eingöngu pasta (kolvetni) og sá þriðji fékk pasta með rjómasósu (fita). Þeir voru svo spurðir reglulega hvort þeir væru orðnir svangir aftur og hvort þeir gætu hugsað sér að borða eitthvað fljótlega.
Sá sem fékk prótín máltíð var saddur mun lengur en hinir tveir. Hann borðaði líka minna en hinir tveir í næstu máltíð.
Sá sem fékk fituríku máltíðina borðaði hins vegar mest í næstu máltíð.
Naglinn predikar mjög oft um mikilvægi þess að borða skammt af prótíni á móti skammti af kolvetnum í hverri máltíð og þessar óvísindalegu niðurstöður gefa þessu nöldri mínu aldeilis byr undir báða vængi.
Við eigum að reyna að borða allavega 2 g af prótíni per kg af líkamsþyngd og dreifa því yfir 5-6 máltíðir dagsins. Prótín hefur stjórn á insúlín flæði sem er losað út í blóðrás í kjölfar neyslu kolvetna. Þannig er komið í veg fyrir það blóðsykursfall sem gerist þegar máltíðin samanstendur eingöngu af kolvetnum. Þess vegna borðum við minna í næstu máltíð þar sem orkuflæðið er stöðugt yfir daginn.
Mataræði | Breytt 11.4.2009 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2007 | 09:28
Spínatfylltur kjúlli

Innihald:
1 kjúklingabringa
150-200 g spínat - ef frosið: látið þiðna í sigti, ef ferskt: steikja á pönnu (án olíu) í nokkrar mínútur þar til orðið mjúkt *
1 hvítlauksrif
1 eggjahvíta
Aðferð:
Hita ofninn í 200°
Kreista vatnið úr spínatinu þegar þiðnað (ef notað er frosið)
Setja spínat, hvítlauk og eggjahvítu í blandara og blanda í mauk
Skera bringu næstum því í tvennt eftir endilöngu þannig að opnist eins og bók
Pipra bringuna og setja á ofngrind ofan á ofnskúffu með álpappír í botninum (ef fyllingin skyldi leka)
Setja fyllinguna á aðra hlið bringunnar og loka bringunni (hægt að nota tannstöngul til að bringan haldist lokuð)
Pensla bringuna með smá olíu
Ofnbaka bringuna í 20-25 mínútur
* Ef elda á fyrir marga þá er auðveldara að nota frosið spínat.
Uppskriftir | Breytt 4.11.2008 kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 11:21
Þú veist að þú ert fitnesskeppandi þegar....
1) Þú getur í hreinskilni sagt að þú hafir eytt meiri pening í baðföt en brúðarkjólinn
2) Þú færð póstinn sendan í ræktina þar sem þú ert líka með svefnpokapláss
3) Fataskápurinn er tvískiptur: On-season og Off-season. Það er ekki hægt að blanda saman fötum úr þessum tveimur deildum.
4) Það er aðeins þrennt sem kemst að á hverjum degi: Æfa, borða hreint og skoða fitness síður á netinu.
5) Þú getur nefnt fræga fitnesskeppendur með því einu að sjá rassinn þeirra.
6) Þegar einhver vill taka mynd af þér stendurðu bein í baki, breikkar latsana, dregur inn kviðinn, spennir alla vöðva líkamans og BROSIR.
7) Þú tekur fleiri töflur á dag en amma þín.
8) Að klæða sig upp er að taka hárið úr tagli sem það er búið að vera í alla vikuna.
9) Þú hefur látið einhvern nákominn fela mat fyrir þér á þínu eigin heimili.
10) Auðveldur dagur er lyftingaæfing og bara ein brennsluæfing
11) Tupperware er besti vinur þinn
12) Ekkert gleður þig jafn mikið og að vakna með svo miklar harðsperrur að þú kemst varla fram úr rúminu.
13) Þú getur ekki unnið því þú ert of upptekin við að telja sekúndurnar fram að næstu máltíð.
14) Þú færð fiðrildi í magann við að finna lyktina af brúnkukremi
15) Maðurinn þinn lætur þig nota gestaklósettið því þú borðar aspas í öll mál.
16) Hann lætur þig líka sofa í gestaherberginu: Brokkolí og prótínsjeikar....need I say more??
17) Þú ert með helauma kjálka því þú jórtrar sykurlaust tyggjó allan liðlangan daginn.
18) Það tekur þig 10 mínútur að panta mat á veitingastað því þú þarft að sleppa allavega 3 atriðum úr réttinum, hafa dressinguna til hliðar, vita hvort fiskurinn sé steiktur í smjöri eða olíu og hvort það sé rjómi í sósunni.
Fitness-undirbúningur | Breytt 11.4.2009 kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 11:17
Súpermatur
Allir hafa mismunandi markmið í sinni þjálfun, allt frá að byggja upp vöðvamassa til að missa fitu, frá maraþonhlaupi til kraftlyftinga. En grundvallaratriði í allri þjálfun er að næra líkamann rétt til að átökin í ræktinni skili okkur í átt að settum markmiðum.
Sjöfaldur Hr. Olympia, Lee Haney sagði eitt sinn til að byggja upp vöðva þarftu að æfa eins og hross sem þýðir að þú getur ekki borðað eins og fugl. Eins og Naglinn hefur margoft prédikað hér á síðunni er gott og rétt mataræði lykilatriði til að fylgja eftir púlinu og puðinu. Í þessum og næstu pistlum ætla ég að útlista nokkrar fæðutegundir sem ættu að vera grundvallaratriði í mataræðinu og skila árangri fyrir nánast hvaða markmið sem er.
Skammstafanir fyrir markmið: Fitutap(FT), Vöðvauppbygging (VÖ), Gott FYRIR æfingu (FY), Gott EFTIR æfingu (EFT)
Listinn inniheldur algengan skammt hverrar fæðutegundar, magn næringarefna og hitaeininga í skammtinum.
Kjöt, Egg, Fiskur
Eggjahvítur (FT)
Skammtur: 1 stór eggjahvíta
Hitaeiningar: 17 Prótín: 4g
Kolvetni: 0g
Fita: 0g
- Smávegis af prótíni tapast með því að aðskilja hvítuna frá rauðunni en þá fer líka fitan.
Egg (VÖ)
Skammtur: 1 stórt egg
Hitaeiningar: 74
Prótín: 6 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 5 g
- Rauðan er full af B-vítamíni og smá prótíni, og inniheldur líka choline sem hjálpar til við vöðvastyrk og heilastarfsemi.
Kjúklingabringa án skinns (VÖ, FT)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 150
Prótín: 35 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1,5 g
- Mikið magn af prótíni, mjög lágt innihald fitu-og kolvetna innihald
Túnfiskur niðursoðinn í vatni (VÖ, FT)
Skammtur: 100 g
Hitaeiningar: 94
Prótín: 21 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1 g
- Mjög hentugt milli mála, fullt af prótíni og engin kolvetni.
Kalkúnabringa (VÖ, FT)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 150 g
Prótín: 32 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1 g
- Einn fituminnsti prótíngjafinn
Lax (VÖ, FT)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 310
Prótín: 28 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 20 g
- Hátt fitumagn en það er holl og góð fita sem hjálpar til við að brenna líkamsfitu
Ýsa og Þorskur (VÖ, FT)
Skammtur: 200 g
Hitaeiningar: 160
Prótín: 38 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 1,2 g
- Ýsa og Þorskur hafa svipað innihald. Hvoru tveggja fitulítill og hitaeiningasnauður prótíngjafi.
Nautalund (VÖ)
Skammtur: 150 g
Hitaeiningar: 200
Prótín: 30 g
Kolvetni: 0 g
Fita: 8 g
- Magurt kjöt með hátt prótínmagn
Grænmeti og ávextir í næsta pistli .
Bloggar | Breytt 15.10.2007 kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2007 | 11:37
Hvatning í ræktinni og mataræðinu
Það upplifa allir tímabil þar sem viljinn til að fara í ræktina og púla og puða eða löngunin í enn eina kjúklingabringuna eru hreinlega víðsfjarri. Þá getur verið gott að hafa hvatningarorð við höndina til að leggja frá sér Homeblest pakkann og koma rassinum upp úr sófanum og í ræktina.
Ekki grafa þína eigin gröf með hníf og gaffli
Þú ert það sem þú borðar
6-pack magavöðvar verða til í eldhúsinu, ekki í ræktinni
Sársauki er veikleikinn að yfirgefa líkamann
Andartak í munni, alla ævi á rassi
Eftir nammidag sem fór úr böndunum: Þó eitt dekk hafi sprungið er engin ástæða til að sprengja hin þrjú
Það bragðast ekkert eins vel og að líta vel út
Þeir sem ná árangri gera það sem hinir þora ekki að gera
Þú ert það sem þú hugsar og ef þú hugsar heilbrigt þá ertu heilbrigð(ur)
Eini staðurinn þar sem árangur kemur á undan vinnu er í orðabókinni
Uppgjöf er ekki í boði sem valkostur
Eina hindrunin ert þú sjálfur
Viljinn til að breytast verður að vera meiri en viljinn til að vera óbreyttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.10.2007 | 10:57
Tuna with a twist
Jæja nú eru eflaust margir búnir að prófa túnfisksalat Naglans og jafnvel komnir með leið á því. Þess vegna ákvað Naglinn að birta nýja útgáfu af því með sinnepsdresingu og kapers. Fjölbreytni er jú krydd lífsins .
Uppskriftin að sinnepsdressingunni er frekar stór og því upplagt að geyma restina og nota út á salat eða til að búa til meira túnfisksalat seinna.
Sinnepsdressing
Hráefni:
4 matskeiðar Dijon sinnep
1/2 bolli sítrónusafi
1/2 bolli ólífuolía
Dill (ferskt, ekki í kryddstauk)
Svartur pipar
Aðferð:
Sinnepi, sítrónusafa og svörtum pipar hrært saman í blandara eða matvinnsluvél.
Olíu hellt rólega út í þar til hefur blandast við.
Dilli bætt við í lokin og hrært í örstutta stund.
Túnfisksalat
Hráefni:
1 dós túnfiskur í vatni
Sítrónubörkur
Rauðlaukur
Sellerístilkar
1 msk kapers
Aðferð:
Sigta vatnið frá túnfisknum
Saxa rauðlauk og sellerí smátt
Rífa sítrónubörk smátt á rifjárni
Sigta vatnið frá kapers
Blanda öllu saman í skál og hræra 1/4-1/2 bolla af sinnepsdressingu saman við. Best ef geymt í ísskáp í nokkra klukkutíma.
Voilá.... holl, prótínrík og bragðgóð máltíð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2007 | 10:56
Hreyfing fyrir sálina
Með því að púla, puða og svitna fáum við ekki eingöngu fallegan og heilbrigðan líkama heldur einnig heilbrigt sálartetur.
Nýleg bresk rannsókn fylgdist með eitt þúsund karlmönnum yfir fimm ára tímabil. Líkurnar á að fá þunglyndi, kvíða eða aðra geðræna kvilla á næstu 5 árum minnkuðu um 25% hjá þeim sem stunduðu reglulega hreyfingu af meðal til mikilli ákefð, eins og líkamsrækt, hlaup, fótbolta og körfubolta, miðað við þá karlmenn sem stunduðu litla eða enga hreyfingu.
Konur örvæntið eigi... það sama gildir líka um okkur.
Allir að mæðast og svitna eitthvað í dag... fyrir bæði líkama og sál !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 551984
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar