4.6.2007 | 11:49
Góð fita vs. Vond fita
Í Ameríku og víðar á Vesturlöndum hafa "low-fat" megrunarkúrar notið gríðarlegra vinsælda en samt sem áður fer offituvandinn alltaf stækkandi í þessum löndum. Það er nefnilega ekki samasem merki milli þess að borða ekki fitu og vera ekki feitur.
Há líkamsfita stafar venjulega af slæmu mataræði með of mikið af einföldum kolvetnum og vondri fitu.
Fita er einn af orkugjöfunum ásamt prótíni og kolvetnum (og alkóhóli).
En öll fita er ekki eins, því það eru til fjórar gerðir af fitusýrum í mat:
mettaðar, einómettaðar, fjölómettaðar og transfitusýrur.
Mettuð fita og transfitusýrur flokkast undir slæma fitu og neysla þeirra stuðlar að þyngdaraukningu og eykur líkur á ýmsum kvillum, en einómettaðar og fjölómettaðar fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir góða heilsu og eðlilega líkamsstarfsemi. Fita gegnir nefnilega mikilvægu hlutverki í líkamanum því hún umlykur og verndar líffæri gegn hitasveiflum, styrkir frumur líkamans, heldur hári og nöglum heilbrigðum, stuðlar að réttu hlutfalli fitu og vöðva og veitir vörn gegn ýmsum sjúkdómum. Vilji fólk halda góðri heilsu og/eða líta vel út þá ætti það að skipta mettaðri og transfitu í mataræði sínu út og neyta ómettaðrar fitu í staðinn.
- Mettuð fita finnst í dýraafurðum, s.s rauðu kjöti, kjúklingaskinni og eggjarauðum. Hún finnst einnig í feitum mjólkurvörum s.s smjöri, nýmjólk, rjómaís og feitum ostum og í pálmaolíu og kókoshnetuolíu. Mettuð fita er hörð við stofuhita, sbr. smjör. Mettaðar fitusýrur hækka slæma kólesterólið (LDL) sem getur valdið æðaþrengingu og þar með aukið líkur á hjartaáfalli.
- Transfitusýrur finnast í kexi, kökum, snakki, örbylgjupoppi og frönskum kartöflum. Transfitusýrur myndast þegar fljótandi olía er hert að hluta til með vetni en það er gert til að hún þráni síður og matvælin geymist því lengur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á transfitu veldur röskun í ónæmiskerfinu og tengist langvarandi sjúkdómum eins og sykursýki, heilaáfalli og hjartasjúkdómum.
- Einómettaðar fitusýrur finnast aðallega í ólífuolíu, kornolíu, hnetum, avocado. Þær lækka magn LDL (slæma) kólesteróls í líkamanum og stuðla þannig að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi. Þessi tegund fitu er fljótandi við stofuhita.
- Fjölómettaðar fitusýrur eru hinar frægu Omega 3-6-9 fitusýrur sem finnast í feitum fiski (lax, makríll, síld, sardínum), sólblómaolíu, hörfræolíu, valhnetum og kornvörum. Þessar fitusýrur eru taldar vernda gegn sykursýki því þær vinna gegn insúlínónæmi í líkamanum. Þær hjálpa einnig til við að þynna blóðið og draga því úr líkum á ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum.
Þar sem 1 gramm af fitu inniheldur 9 hitaeiningar skal varast að neyta of stórra skammta af ómettuðum fitusýrum. Ráðlagður dagskammtur af fitu er 20 % af heildar hitaeiningum.
Mataræði | Breytt 4.11.2008 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2007 | 08:42
Óþarfa áhyggjur
Þar sem ég djöflaðist í lóðunum í ræktinni í gær kemur til mín maður, kynnir sig og segist vera læknir.
Hann sagði að hann sæi sjaldan konu sem tæki jafn vel á því og ég og að hann vissi til þess að ég æfði mjög mikið. Hann sæi líka að ég væri "komin af stað" og væri því með áhyggjur. Ég áttaði mig ekki alveg á hvað hann meinti með "að ég væri komin af stað". Þá dregur hann mig afsíðis og segir: "Ég hafði bara áhyggjur að þú værir að lyfta of þungt verandi ófrísk". Ég tjáði honum að áhyggjur hans væru óþarfar þar sem ég sé EKKI ófrísk. "Nú" segir maðurinn, "mér fannst kviðurinn á þér sýna þess merki". Svo ég hló bara við og sagði honum að þetta væru nú bara leifarnar af velmegun helgarinnar. En mér var sko ekki hlátur í hug , enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona athugasemd. Ég meina hvað er að fólki.... þó mallinn sé ekki rennisléttur þá er bara ályktað strax að konan sé með barni.
Smá ráðlegging (til karlmanna sérstaklega).....ekki spyrja konu hvort hún sé ófrísk fyrr en á 9. mánuði og helst bara ekkert fyrr en á fæðingadeildinni til að vera alveg viss.
Nú verður sko googlað hvar er hægt að fá ódýra svuntuaðgerð !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.5.2007 | 08:55
Allir á Esjuna á laugardaginn
Nú er tilvalið tækifæri fyrir þá sem aldrei hafa klifið djásn höfuðborgarinnar, okkur hin sem höfum bara farið einu sinni , og vanar fjallageitur að skella sér á Esjuna.
Veðurspáin góð og engin afsökun tekin gild fyrir að reima ekki á sig gönguskóna á laugardaginn.
Gangan tekur ekki nema mesta lagi 2 tíma ef farið er alla leið upp á topp, en það má auðvitað líka fara styttra. Bara að njóta hreyfingarinnar, útiverunnar og útsýnisins.
Koma svooo alle sammen !!
![]() |
Ganga á fimm tinda um eina helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 11:44
Kaloría smaloría
Þessi 45 kg písl er ótrúleg!!! Ég kem ekki einu sinni niður einni pylsu, og hef ekki gert í mörg ár. Ég er víst ekki sannur Íslendingur þar sem ég hef viðbjóð á þjóðarréttinum .
En hefði verið keppni í hitaeiningainntöku og magnáti yfir liðna helgi þá er ég viss um að hafa staðið uppi sem ótvíræður sigurvegari. Sumarbústaðaferðir hafa einhvern veginn mjög jákvæð áhrif á matarlystina , og slíkar ferðir snúast oftar en ekki um að borða, borða, borða.
En það er bara nauðsynlegt að kitla bragðlaukana af og til, þó sumu megi kannski ofgera , því maður kemur sér bara aftur upp á heilsuvagninn með rétt mataræði og hreyfingu eftir slíkar átveislur. Á sunnudagsmorgun voru hlaupaskórnir reimaðir á bjúgaða fætur og 10 km lagðir undir fót í sólskini og sveitailmi, og gamli matseðillinn með haframjöli, myoplex, brúnum hrísgrjónum og kjúlla tekinn upp að nýju
og bumban fer nú óðum minnkandi.
![]() |
Át 36 pylsur á 12 mínútum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2007 | 11:24
Fæðubótarefni
Ég fékk fyrirspurn í gestabókina um hvort ég vissi um fæðubótaefni sem væri gott að taka með hlaupum til að þyngja sig.
Í fyrsta lagi vil ég vekja athygli á að til að þyngja sig þarf að auka vöðvamassann og það gerist ekki ef eingöngu þolþjálfun eins og hlaup eru stunduð. Lyftingar eru eina leiðin til að auka vöðvamassa. Í öðru lagi vil ég benda á á að það er til aragrúi af fæðubótarefnum á markaðnum en ef rétt mataræði og ástundun hreyfingar eru ekki til staðar, þá eru fæðubótarefni gagnslaus. Það getur hins vegar reynst erfitt að borða nákvæmlega rétt samsetta fæðu sem inniheldur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Slíkt mataræði er ekki á færi meðaljónsins sem er í vinnu frá kl. 9-5, því það krefst gríðarlegrar skipulagningar og undirbúnings hvern einasta dag. Það er samt mikilvægt að fá öll nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast til að ná árangri. Fæðubótarefni geta að þessu leyti verið gagnleg en eins og nafnið gefur til kynna eru þau einungis viðbót við fæðuna. Þeim er ætlað að veita þau næringarefni sem skortir í mataræðið, en ekki koma í staðinn fyrir venjulegan mat.Hér er listi yfir fæðubótarefni sem gætu gagnast þegar markmiðið er að massa sig upp:
Athugið að listinn er engan veginn tæmandi.- Prótínduft: Fín leið til að tryggja næga inntöku prótíns yfir daginn og viðhalda vöðvamassa. Mysuprótín er best.
- Kreatín: Hentar þeim sem vilja auka sprengikraft í þjálfun. Til dæmis spretthlaup, fótbolta, körfubolta, vaxtarrækt, kraftlyftingar. Kreatín er hins vegar gagnlítið fyrir þá sem stunda langhlaup eða langar þolæfingar.
- Glútamín: Amínósýra sem sér um að flytja vaxtaaukandi nitrogen inn í vöðvafrumur. Glútamín er lykilþáttur í viðhaldi og aukningu vöðvamassa og einnig í styrkingu ónæmiskerfisins. Það hentar því vel fyrir alla sem stunda íþróttir því það hindrar niðurbrot vöðva
- Þyngingarblöndur: Vörur eins og Progain, Mega Mass, Muscle Armor, Mass Factor. Formúlur sem innihalda hátt magn hitaeininga sem koma úr réttri samsetningu á kolvetnum, prótíni og fitu. Er aðallega ætlað þeim sem eru að massa sig upp í lyftingum og þurfa því að innbyrða haug af hitaeiningum.
- ZMA: Blanda af Zink og Magnesíum, eykur framleiðslu testósteróns og vaxtarhormóna en hvoru tveggja endurnýjar vöðvavefi líkamans. Rannsóknir hafa sýnt að hópur sem tekur ZMA bætir vöðvastyrk meira en hópur sem tekur lyfleysu.
- EFA / CLA: Líkaminn getur ekki framleitt Ómega 3 og 6 og þarf að fá þessar fitusýrur úr fæðunni. Þær eru nauðsynlegar fyrir sjónina, ónæmiskerfið og frumuuppbyggingu, auka framleiðslu vaxtarhormóna og eru því gagnlegar þegar verið er að byggja upp vöðvamassa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 11:22
Algeng mistök í mataræði
- Telja hitaeiningar Bæði er það hundleiðinlegt, og allt of erfitt fyrir byrjendur að vita hve margar hitaeiningar eru í mismunandi fæðutegundum og reikna það svo allt saman fyrir heila máltíð. Til að byrja með skiptir meira máli hvað er borðað frekar en hve mikið. Miklu betra er að áætla skammtastærðir út frá disknum sínum: 40% prótín, 40% kolvetni og 20% góð fita.
- Borða of lítið Margir sem taka mataræði sitt í gegn lenda í þeirri gryfju að skera niður hitaeiningafjöldann of mikið í þeirri trú að því minna sem borðað er því mjórri verði þeir. En eins og ég fjallaði um í öðrum pistli þá hefur það þveröfug áhrif á líkamann og hann fer í "katabólískt ástand" þar sem hann brennir vöðvavef en ekki fituvef, því fitan er meginorkuforðinn í hungursneyð og í hana vill hann halda sem lengst í svona ástandi. Konur eiga aldrei að borða færri en 1200 hitaeiningar á dag og karlmenn 1800 hitaeiningar.
- Sleppa máltíðum Blóðsykur verður of lágur. Það hægist á brennslu líkamans því hann vill spara orkuna. Aftur fer líkaminn í katabólískt ástand. Með því að borða 5-6 litlar máltíðir á dag komum við í veg fyrir blóðsykursfall og niðurbrot vöðva.
- Borða of lítið af kolvetnum Kolvetni eru megin orkugjafi líkamans og eini orkugjafi heilans. Án kolvetna er vitsmunastarf ekki 100%. Kolvetnissvelti eða of lítið af kolvetnum tæmir sykur úr vöðvunum og því verðum við orkulaus á æfingu. Þegar líkaminn fær ekki næg kolvetni þá notar hann prótín sem orkugjafa í staðinn sem á að nýtast í að byggja upp vöðva. Því verður lítil sem engin vöðvauppbygging þegar kolvetni vantar í mataræðið. Kolvetni eiga að vera 40% af daglegri orkuneyslu.
- Fylgja nýjasta diet-inu Atkins, South Beach, Zone, greipsafakúr, Landspítalakúrinn og hvað þetta bull heitir allt saman. Langbest er að fylgja heilsusamlegu mataræði, sem hægt er að fylgja til langframa. Það fá allir leið á að borða sama matinn endalaust því ekkert annað er leyfilegt. Ég gerði þau mistök þegar ég byrjaði á breyttum lífsstíl og borðaði yfir mig af túnfiski og vanillu skyr.is. Ég kúgast í dag við lyktina af hvoru tveggja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2007 | 09:26
Yndislegur mánudagur !!
Fín helgi að baki. Var rosa dugleg að æfa báða dagana, fór meira að segja tvisvar á laugardag og tók brjóst seinnipartinn en það gerist ekki oft um helgar að ég nenni að fara tvisvar á dag. Finnst alveg nóg að gera það á virkum dögum. Svindlaði ekki neitt og hélt bara 100% hreinu mataræði alla helgina. Kellingin hélt meira að segja sínu striki í afmæli hjá tvíburunum í gær þar sem í boði voru girnilegar kræsingar, en ég drakk bara sódavatn og snerti ekki á veitingunum.
Engin mánudagsbumba í dag .
Kíkti á Thor Cup mótið í Smáralind þar sem greyið Íslendingarnir áttu ekki séns í þessa Skandinavísku trukka. Finnarnir rústuðu þessu auðvitað.
Tókum nettan menningarpakka um helgina og fórum á tónleika á föstudagskvöld með Samma úr Jagúar og Salsa Celtica, og í bíó á Zodiac á laugardagskvöld. Allt á rólegu nótunum og komin upp í rúm á miðnætti bæði kvöldin. Enda er maður endurnærður eftir helgina.
Svona eiga helgarnar að vera !!
Svo þurfti maður bara að skafa af bílnum í morgun.... það er lok maí for crying out loud.
Þetta land er nú á mörkum þess að vera byggilegt!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 18:36
Ertu ólétt?? Lestu þá þetta!!
Fréttir af frjósemi vinkvenna minna rigna yfir mig þessa dagana. Ætli það sé ekki aldurinn sem skýrir þessa framtakssemi í fjölgun mannkynsins, enda dynja á mér spurningar um hvenær lítill Nagli komi í heiminn.
Þar sem ég verð brátt umkringd af bumbulínum þá langar mig að koma með fróðleiksmola um líkamsrækt á meðgöngu.
Sýnt hefur verið fram á að líkamsrækt á meðgöngu dregur úr mörgum þeim neikvæðu einkennum sem geta fylgt meðgöngu, eins og ógleði, bakverkjum og þreytu en eykur hins vegar jákvæða þætti eins og orku og sjálfstraust. Líkamsrækt á meðgöngu minnkar einnig líkurnar á of mikilli þyngdaraukningu á meðan og eftir meðgöngu.
Það sem skiptir kannski mestu máli er að fæðingin sjálf verður auðveldari ef góður styrkur og úthald eru til staðar.
Loftháða þjálfun má stunda á meðgöngu, en forðast skal æfingar sem reyna um of á líkamann eins og spretthlaup. Ganga á hlaupabretti í halla, sund, hjól eru góðir kostir. Gæta skal að æfingapúls fari ekki yfir leyfileg mörk.
Æfingapúls fyrir ófrískar konur á aldrinum 20-29 ára er 135-150 slög á mínútu.
Of hár æfingapúls leiðir til mikillar hækkunar á líkamshita og það getur skaðað fóstrið þar sem blóðflæðið fer allt í vöðvana en ekki til barnsins.
Meðganga er semsagt ekki tíminn til að maxa spretti á brettinu og kýla púlsinn upp í hið óendanlega, frekar skal leitast við að viðhalda þoli og þreki.
Lyftingar eru mikilvægar á meðgöngu því þær styrkja stoðkerfið.
Það veitir ekki af sterku stoðkerfi þegar borin eru nokkur aukakíló framan á sér í 9 mánuði
Forðast skal samt æfingar þar sem liggja þarf á maganum eins og liggjandi fótabeygjur (fyrir hamstring) og mjóbaksfettur.
Eftir 20 vikna meðgöngu er ekki mælt með að gera æfingar á bakinu, þar sem þyngd barnsins getur truflað blóðflæði.
Best er að gera sitjandi æfingar eins og:
Sitjandi róður
Fótaréttur
Sitjandi tvíhöfða curl
Sitjandi þríhöfðaréttur
Niðurtog
Bekkpressa í vél
Ekki nota of miklar þyngdir í lyftingum á meðgöngu því það reynir of mikið á líkamann og hann því lengur að jafna sig en ella sem getur stofnað heilsu barnsins í hættu.
Á meðan meðgöngu stendur er því ekki rétti tíminn til að toppa sig í bekknum eða massa sig upp í köggul. Leitast skal frekar við að viðhalda sínum styrk og vöðvamassa.
Jóga er líka góður og vinsæll kostur fyrir ófrískar konur til að losa um streitu, og auka teygjanleika.
Margar líkamsræktarstöðvar bjóða bæði upp á meðgöngujóga og meðgönguleikfimi.
Til hamingju bumbulínurnar mínar með fjölgunina!!
Lyftingar | Breytt 4.11.2008 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 09:49
Öl er böl !!
Af hverju gerir maður sjálfum sér þetta?? Djammar langt fram eftir morgni og er svo gjörsamlega handónýtur allan sunnudaginn og mánudaginn líka. Þegar vekjaraklukkan hringdi í gærmorgun langaði mig til að gráta og eina hugsunin var "neeeiii....leyfið mér að sofa bara pínu lengur plíííís".
En með herkjum dru#$&aði ég mér framúr og niður í Hreyfingu og tók brennslu og leið svo milljón sinnum betur á eftir.
Þessi pistill er því tileinkaður öllum þeim sem fóru á djammið á laugardaginn, og ég veit að þeir eru margir, þar sem miðbær Reykjavíkur var gjörsamlega stappaður fram eftir sunnudagsmorgni þegar ég loksins drattaðist heim.
Bæði áfengisdrykkja og svefnleysi eru örugglega það versta sem maður gerir líkamanum.
Hér koma nokkrar staðreyndir um áfengi og neikvæð áhrif þess á líkamann:
1) Hvert gramm af áfengi inniheldur 7 hitaeiningar, en kolvetni og prótín innihalda aðeins 4 hitaeiningar. Í áfengi eru svokallaðar "tómar" hitaeiningar, því þær veita engin næringarefni s.s vítamín og steinefni.
2) Léttvín og bjór innihalda mikinn sykur og því er magn hitaeininga sem neytt er umfram þörf líkamans. Þetta veldur losun á háu magni insúlíns og hitaeiningar eru geymdar í fitufrumum sem hækkar fitumagn líkamans.
3) Þar sem áfengi veitir litla sem enga næringu, hefur það örvandi áhrif á matarlyst bæði á meðan neyslu stendur og eftir hana. Áfengi losar líka um hömlur, og undir áhrifum verður manni oft sama um heilsusamlegt mataræði.
4) Áfengi truflar meltingu prótíns og kolvetna í lifur og hún getur ekki myndað nýjan glúkósa. Áfengi truflar líka framleiðslu ensíma í brisi sem sjá um niðurbrot fitu í líkamanum. Sterk tilhneiging verður hjá líkamanum til fitusöfnunar og erfitt að byggja upp vöðvavef.
5) Áfengi þurrkar upp líkamann. Vökvabúskapur líkamans fer úr skorðum við neyslu áfengis því mikið af vatni líkamans þarf til að vinna úr áfengi í nýrum í stað þess að nýtast í aðra starfsemi. Það getur tekið líkamann nokkra daga að vinna upp þetta vökvatap.
Eru fleiri en ég hættir að drekka??
Fróðleikur | Breytt 2.11.2008 kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.5.2007 | 09:01
Teknikal problemer
Fólk hefur kvartað yfir tæknilegum erfiðleikum á síðunni minni.
Sumir geta ekki skrifað athugasemdir og aðrir geta ekki skoðað myndir frá Þrekmeistaranum.
Til þess að skrifa athugasemdir við blogg á fólk að skrifa netfangið sitt í báðar línurnar, ef viðkomandi er ekki með blogg á mbl.
Þrekmeistaramyndirnar voru á vitlausri stillingu og ég er búin að laga það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 551993
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar