Færsluflokkur: Naglinn
24.4.2007 | 13:54
Hreinn Loftsson....where are you?
Fór í spinning í morgun sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að tíminn var troðfullur og loftræstingunni verulega ábótavant, ef hún var þá yfir höfuð í gangi. Það var svo heitt og mollulegt í salnum að það láku af mér fleiri, fleiri lítrar af svita, og eftir tímann voru fötin mín svo rennandi blaut að það leit út eins og ég hefði farið í sund eða blautbolakeppni í þeim. Það er held ég fátt óþægilegra en að labba heim í meðvindi með rennandi blautan rass.
En þessar raunir mínar úr spinning í morgun eru hjóm eitt samanborið við þau skilyrði sem starfsmönnum í göngum Kárahnjúkavirkjunar er boðið upp á þessa dagana.
Þar er loftið svo mikill viðbjóður að fullhraustir menn verða veikir á örfáum dögum og fá einkenni astma og andþyngsli.
Gríðarlegur hiti er þarna niðri, og loftið mengað af drullu og óþverra. Grundvallarmannréttindi eins og hreint drykkjarvatn er ekki á boðstólum, og sleikja menn veggina til að svala þorsta sínum. Það er kannski ágætt að þeir séu ekki að drekka of mikið vatn því enginn staður er í göngunum til að kasta af sér þvagi og saur. Sem getur þó orðið hvimleitt vandamál þegar menn fá bæði uppköst og niðurgang af matnum sem þeim er boðið upp á.
Ætli það sé festur þvagleggur, stómapoki og ælupoki á verkamennina áður en þeir fara niður í göngin??
Það er spurning hvort það ætti að prófa að hafa einn spinningtíma í göngunum við Kárahnjúka og sjá síðan hvort fólk kvarti jafnmikið yfir lélegu loftræstingunni í Hreyfingu.
Naglinn | Breytt 10.11.2008 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 09:16
Af hverju ekki nammidagar með ZERO bumbu??
Alltaf jafn gaman á mánudögum, eða þannig....Rassinn er heldur sunnar en hann var fyrir helgi, og bumban skríður yfir buxnastrenginn. Franska súkkulaðikakan og fleiri ljúffengar veitingar í matarboðinu runnu einum of ljúflega niður á laugardagskvöldið. Að sjálfsögðu tók græðgin öll völd eins og vanalega og það var nartað svolítið í leifarnar á sunnudaginn yfir síðasta þættinum af Prison Break. Hann endaði nú ekki alveg nógu vel fyrir Scofieldinn minn. Nú bíður maður bara spenntur hvort að það komi ekki 3. sería, allavega gaf endirinn það til kynna.
Ég skráði mig til keppni í Þrekmeistaranum í morgun, svo nú verður allt gefið í botn enda ekki nema 12 dagar til stefnu. Ég verð hæstánægð með að bæta tímann minn frá því í haust, en annars ætla ég ekki að vera með neinar yfirlýsingar um hvert takmarkið er, því þá lít ég bara illa út ef það næst ekki.
Armbeygjurnar eru ennþá slappar hjá mér, en þessir spaghettí handleggir mínir linast bara upp eftir 15-20 armbeygjur og geta bara ekki meir nema að hvíla smá stund. Þetta fer ekki lítið í taugarnar á mér og ég þrjóskast bara á móti þar til ég get ekki meir .
Hins vegar hef ég bætt mig talsvert bæði á róðravélinni og á þrekhjólinu en eftir að ég byrjaði að æfa í Klassanum hef ég tekið þessi tvö tæki á hverjum degi. Vonandi vinna þau á móti slappleikanum í armbeygjunum .
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2007 | 09:56
Laugar...here I come
Það hljóp aldeilis á snærið hjá Naglanum í gær. Fór í Mekka líkamsræktar (a.k.a World Class) og ætlaði að kaupa mér mánaðarkort sem nota bene kostar heilar 10 þúsund krónur, en ég var alveg búin að réttlæta þau fjárútlát fyrir sjálfri mér. Þegar ég rétti afgreiðsludömunni debetið spyr hún mig að þar sem hún sjái að ég sé í Vörðunni, hvort ég vilji ekki nýta mér tilboðið þeirra á 3 mánaða korti á 15.500 fyrir Vörðufélaga. Að sjálfsögðu vidli ég það, svo nú mun Naglinn hrista skankana bæði í Laugardalnum og Faxafeninu næstu 3 mánuðina. Já, Landsbankinn sér um sína.
Tók svo hrikalega fótaæfingu í Laugum í gær, og notaði fullt af nýjum tækjum sem ekki eru í Hreyfingu, eins og ólympíska fótapressu, Hack squat vélina, og fótacurl ein í einu. Það voru greinilega einhverjir vöðvar í fótunum vaktir upp af værum blundi sem ekki hafa verið virkjaðir lengi, því þær gráta í dag.....sem er gott.
Ég er ótrúlega sátt við þessa fjárfestingu mína, enda fann ég það í gær hvað það er gott að breyta um umhverfi, sjá ný andlit og nota ný tæki. Þegar maður æfir 2x á dag alla daga vikunnar í sömu stöð, þá er nánast garanterað að maður fái leið á stöðinni. Það getur smitast út sem leiði á æfingunum og þá er hætta á að maður nenni ekki lengur á æfingu.
Fór reyndar í morgun í Hreyfingu í spinning sem er á þriðjudögum og fimmtudögum en ég er alveg háð þeim enda frábærir tímar. Þvílík brennsla og ekki þurr þráður á manni eftir tímann.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 11:46
Timing is everything
Mikið er gott að vera komin aftur í rútínulífið eftir frídagana, æfa, borða, sofa á réttum tímum. Ég var alveg í vímu í gær eftir að hafa komist aftur 2x á dag í ræktina og í mitt venjulega mataræði. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað reglubundið líferni veitir mér gríðarlega hugarró. Líf mitt er mjög rútínubundið og lífsstíll minn krefst gríðarlegrar skipulagningar. Yfirleitt er ég búin að plana margar vikur fram í tímann hvenær ég æfi, borða, hvíli mig o.s.frv. og geri yfirleitt aldrei neitt nema að velta því fyrir mér lengi og vega og meta kosti og galla áður en ég tek ákvörðun. Allt sem ég geri er nefnilega ákveðnum tímalegum skilyrðum háð. Tímasetningar eru mjög mikilvægar í mínu lífi, eiginlega svo mikilvægar að það jaðrar við áráttu-þráhyggju og gerir mig að mjög takmarkaðri og hreinlega leiðinlegri manneskju.
Til dæmis get ég ekki farið í bíó nema um helgar. Í fyrsta lagi get ég ekki farið í bíó kl. 18 því þá er kvöldmatartími. Í öðru lagi þarf ég að vera farin að sofa fyrir kl. 22 á kvöldin til að geta vaknað kl. 5.30 á morgnana til að brenna. Átta tíma svefn er lágmark fyrir mig. Það má samt alls ekki breyta svefntímanum og fara til dæmis að sofa kl 23 eftir bíó og vakna kl. 6.30 til að brenna því þá riðlast allt matarprógrammið yfir daginn um heilan klukkutíma. Um helgar opnar ræktin ekki fyrr en kl. 8 og þá er í lagi að fara aðeins seinna að sofa og því hægt að fara í bíó kl. 20.
Ég get ekki borðað kvöldmat seinna en kl 19.30 því það verða að líða allavega 2 tímar frá því ég borða þar til ég fer að sofa. Það mega heldur ekki líða meira en 2 tímar frá máltíð að æfingu.
Yfir vikuna borða ég bara mat sem ég elda sjálf og því er ekki hægt að fara út að borða eða í matarboð í miðri viku, bara um helgar þegar er nammidagur og þá bara ef ég hef ekkert svindlað yfir daginn.
Ég á mjög erfitt með að fara í löng frí því þá riðlast æfinga og matarprógrammið, og ég verð helst alltaf að geta komist í ræktina á þeim stað sem ég er. Ég á líka mjög erfitt með að gista á hótelum, og vil frekar vera í íbúð með eldhúsi því ég verð helst að geta eldað minn hafragraut og mínar eggjahvítuommilettur.
Stundum skil ég ekki alveg hvernig Snorri minn nennir að vera með svona takmarkaðri og uppskrúfaðri konu, sem getur bara farið í bíó og út að borða á ákveðnum dögum, en hann er nú svosem orðinn vanur þessu.
Eins og sést á þessum pistli þá ætti ég kannski betur heima á stofnun þar sem ég klæðist hvítum jakka með löngum ermum sem ná aftur fyrir bak.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2007 | 09:28
I never met a calorie I didn't like
Jæja páskarnir liðnir og það er ekki laust við smá eftir-frís niðurfall (post holiday blues) hjá Naglanum eftir að hafa spókað sig um götur Berlínarborgar yfir hátíðirnar. En nú tekur hversdagurinn við, og að sjálfsögðu þarf Naglinn að taka á honum stóra sínum í ræktinni til að losna við lýsið sem hlóðst upp í Þýskalandsförinni, því ekki voru eggjahvítur á boðstólum þar ónei. Hitaeiningafjöldinn sem innbyrtur var í þessari ferð í formi páskaeggja, morgunverðarhlaðborðs, tyrkneskra kræsinga hleypur eflaust á milljónum.
Fór reyndar í ræktina þarna úti á laugardagsmorgninum og ætlaði á mánudagsmorgun líka en það datt upp fyrir og engin afsökun fyrir því önnur en leti og ég er ennþá reið út í sjálfa mig yfir því.
Nú verður aldeilis spýtt í lófana enda eru bara tæpar 4 vikur í Þrekmeistarann. Ég ætla að splæsa á mig mánaðarkorti í World Class, því aðstaðan þar til að æfa brautina er miklu betri en í Hreyfingu. Í WC eru flest tækin úr brautinni á sama svæðinu og kassinn fyrir uppstigið í réttri hæð, og þessi fína róðravél en ekki veitir mér af að púla aðeins á henni. Ég er líka komin með pínu leið á að æfa alltaf á sama stað og því verður fínt að breyta aðeins um umhverfi og sjá ný andlit.
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 09:28
Traustur vinur getur gert kraftaverk
Tók hrikalega tvíhöfða-þríhöfða æfingu í gær með Jóhönnu og vááá hvað ég var búin að sakna hennar. Hún var að æfa fyrir Push and Pull mótið og því gátum við ekki æft saman í næstum 2 mánuði. Það skiptir rosa miklu máli að hafa einhvern með sér til að peppa sig upp. Maður tekur miklu betur á því, það er ekki spurning, Æfingafélagi getur líka spottað mann í síðustu repsunum og þannig getur maður kreist út 1-2 repsum meira en ef maður er einn. Þannig er hægt að lyfta þyngra næst, því skilaboðin til vöðvanna eru meira álag sem þeir reyna að aðlagast með að styrkjast.
Félaginn hvetur mann líka áfram til að taka betur á því, það er þó ekki hvetjandi ef félaginn mætir með svipu og hnúajárn ig kallar neikvæðar athugasemdir eins og "Geturðu ekki meira auminginn þinn". Við Jóhanna hvetjum hvor aðra á jákvæðum nótum, eins og "Koma kelling, þú getur þetta, eina í viðbót, koma svo, meira meira".
Svo líður tíminn miklu hraðar á æfingunni þegar maður getur slúðrað. Það má samt alls ekki gleyma sér í einhverjum kjaftavaðli, til þess eru kaffihús og saumaklúbbar.
Svo er það auðvitað hvetjandi fyrir byrjendur að hafa æfingafélaga , því það eitt að mæta getur verið mjög erfitt á meðan þeir eru að koma líkamsrækt inn í sína daglegu rútinu. Þá er gott að hafa æfingafélaga sem maður getur ekki svikið. Einkaþjálfari gerir auðvitað sama gagn, en æfingafélagi er talsvert ódýrari
Það stefnir í djamm hjá Naglanum og viðhengi í kvöld, enda er okkur boðið í þrítugsafmæli á REX. Þá sjaldan maður lyftir sér upp. Ætlum út að borða á undan, og Naglinn ætlar að taka hraustlega til matar síns og kominn tími til eftir 2 vikna svelti.
Góða helgi gott fólk og gangið hægt inn um gleðinnar dyr.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 11:31
Fleiri myndir komnar inn
Var loksins að setja inn myndir frá New York og frá árshátíð saumaklúbbsins
Annars er ég frekar andlaus í dag og hef ég ekkert að segja.
Læt þetta því duga í bili
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 13:18
Squat until you puke
Í gær var fótaæfing hjá Naglanum, og löppunum refsað grimmilega eins endranær.
Eftir átta sett af ass to ground hnébeygjum var ég við það að gubba, tók svo fimm aðrar fótaæfingar og kláraði mig gjörsamlega. Lappirnar grenjuðu sáran í morgun og nú sest ég á klósettið eins og áttræður gigtarsjúklingur.
Efni þessa pistils er einmitt sú yndislega æfing: Hnébeygja.
Hnébeygjur eru besta alhliða fótaæfing sem fyrirfinnst og ætti að vera undirstöðuæfing í hverju fótaprógrammi. Ekki nóg með að flestir vöðvar í fótum (framan- og aftanlærisvöðvar og kálfar) eru virkjaðir í beygjum, heldur reynir hún líka á axlir og bak.
Þar sem hnébeygjur taka á marga vöðvahópa í einu, krefjast þær mikillar orku og því þykir mér best að byrja á þeim á fótadegi þegar maður er ennþá óþreyttur.
En það er gríðarlega mikilvægt að framkvæma hnébeygjur rétt, til þess að komast hjá meiðslum.
Rétt æfingatækni skilar líka mestum árangri í öllum æfingum.
Hér koma því leiðbeiningar fyrir rétta æfingatækni í hnébeygjum:
Settu stöngina neðarlega á axlirnar, og haltu utan um stöngina til hliðanna.
Axlarbreidd skal vera milli fóta, og tær og hné vísa aðeins út.
Horfðu beint fram allan tímann.
Fyrir byrjendur er nóg að fara niður þar til læri mynda 90° horn við kálfa.
Ímyndaðu þér að þú sért að setjast í stól, rassinn fer vel aftur og bakið er beint í gegnum alla æfinguna. Þegar farið er niður er mikilvægt að beygja mjaðmir fyrst þannig að rassinn fer vel aftur, og beygja síðan hnén og passa að þau fari ekki fram fyrir tærnar þegar komið er niður í 90°.
Þá er rétt úr hnjám og mjöðmum þar til fætur eru beinir aftur.
Tvö til þrjú sett af 10-12 endurtekningum er hæfilegt fyrir byrjendur í hnébeygju.
Eftir því sem styrkur og æfingatækni í hnébeygjunni eykst má bæta við settum og þyngja, og jafnvel prófa að fara fulla hnébeygju eða ass to ground eins og við í bransanum köllum þær.
Njótið heil!
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 09:19
Þrekmeistarinn 5. maí 2007
Jæja nú eru akkúrat 2 mánuðir í Þrekmeistarann, og ég er alveg á fullu að æfa greinarnar, enda er ég að fara bæði í einstaklings-og liðakeppnina. Já ég veit að ég er geðveik, en langamma sagði að maður á alltaf að sækja á brattann, því auðveldasta leiðin er leiðin til uppgjafar.
Ég þarf að bæta mig í þrekhjóli og róðri, þær tvær greinar drógu mig aftur úr síðast. Af því þær tvær eru fyrstar þá er svo mikilvægt að klára þær á góðum tíma til að ná góðu forskoti á andstæðinginn, án þess þó að sprengja sig því maður þarf að hafa orku í hinar átta greinarnar. Ég vona að spinning manían mín undanfarna mánuði skili sér á þrekhjólinu, en róðurinn hef ég eiginlega ekkert æft enda er græna sjónvarpsmarkaðs-róðravélin í Hreyfingu ekki upp á marga fiska. Ég fer samt stundum í World Class og tek hana þar, en þarf að gera meira af því næstu tvo mánuði.
Ég hef ekki miklar áhyggjur af síðustu tveimur greinunum sem eru hlaup og bekkpressa, ég er ágæt í þeim báðum og heimtaði líka að taka þær í liðakeppninni og fékk því framgengt. Það getur stundum borgað sig að vera frekur
Helv... armbeygjurnar eru líka veikur blettur hjá mér, en það er eingöngu sökum æfingaleysis því mér finnst fátt leiðinlegra í þessu lífi en að gera armbeygjur, nema ef vera skyldi róðravélin. Sem er auðvitað fáránleg afsökun og til skammar fyrir Nagla, og því stefni ég á að bæta mig þar.
Ætla svo ekki allir að mæta norður 5. maí og hvetja Naglann til dáða?
Naglinn | Breytt 3.11.2008 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 550741
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar