Færsluflokkur: Naglinn
11.1.2008 | 21:43
New York baby
Þá er Naglinn og hösbandið stödd í heimsborginni New York. Loksins komin í Honnímúnið.
Fór í gymmið í morgun, svaka flott stöð sem heitir New York Sports Club.
Þeir eru með stöðvar út um alla borg, nánast í þriðju hverju götu.
Mottóið þeirra er að fólk eigi alltaf auðvelt með að komast í ræktina, hvort sem það er statt í vinnunni, heima eða hvar sem er.
Kaup Naglans í dag hafa eingöngu snúist um ræktina og hollustuna í mataræðinu.
Byrjaði á að fjárfesta í nýju týpunni af Kitchen Aid blandaranum
Svo var brætt úr visa kortinu í fæðubótarefnabúðinni og í körfuna rataði kreatín, glútamín, Nitro Fire, CLA, Omega 3-6-9, Myoplex Lite (chocolate lovers pack), Scitec prótín og BCAA amínósýrur
Í Apple búðinni splæsti Naglinn í nýjan rauðan iPod nano.
Á morgun er svo planið að komast í íþróttafatabúð og spjara sig upp í æfingafötum.
Svo Naglinn verður fær í flestan sjó í ræktinni heima á Fróni.
Góða helgi gott fólk!!
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.1.2008 | 12:00
Ekki roð í Naglann
Naglinn stóð svo sannarlega undir nafni í ræktinni í gær.
Bibbinn og tribbinn voru viðfangsefnið gærdagsins og Naglinn að rembast í sitjandi hammer.
Í bekknum við hliðina var þjóðþekktur söngvari líka að pumpa bíseppinn.
Naglinn tók eftir því að félaginn byrjaði að stara og það ekkert í laumi og segir svo hátt og snjallt: "Helvíti tekurðu á því stelpa, maður á bara ekki roð í þig".
Sem var alveg rétt hjá kauða, því Naglinn var að taka á því með helmingi þyngri lóð en hann.
Reyndar sýndist Naglanum að hér væri um bullandi Janúarátak að ræða hjá söngfuglinum, og því kannski ekki langt að bíða þar til hann fer að ráða við sömu þyngdir og kellingin.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.1.2008 | 14:14
Stórar axlir, takk!!
Eitt af nýársheitum Naglans var að stækka axlirnar og því er ekki úr vegi að birta axlaæfingu gærdagsins.
Axlir + kviður
Axlapressa sitjandi m/stöng 5 sett x 5 reps
Axlapressa sitjandi m/lóð 5 sett x 5 reps
Arnold pressa 4 x 10-8-8-6 reps *súpersett* Kviðkreppa 4 x 12
Hliðarlyftur 4 x 10-10-8-8 *súpersett* Liggjandi kviðkreppa 4 x 15
Aftari axlir á skábekk 3 x 10 *súpersett* Kviðkreppa 3 x 12
Var nokkuð sátt við frammistöðuna á æfingu í gær, allavega sáttari en eftir hörmungina á miðvikudag í bekknum. Var líka með spott frá Jóhönnu í axlapressuæfingunum í gær og það hvetur mann til að fara þyngra. Það er alltaf erfitt að vera einn með einhverjar þyngdir í öxlunum, því það er svo erfitt að koma þeim upp í fyrsta repsið. Náði líka að kreista út auka reps í nokkrum settum svo nú hljóta þessar lufsur að stækka eitthvað.
Góða helgi gott fólk!!
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2008 | 16:36
Linur Nagli
Það hefur áður komið fram hér á síðunni að öl er böl enda örsjaldan sem Naglinn teygar mjöðinn.
Það var þó gert á gamlárskvöld og galeiðan stunduð langt fram á nýársdagsmorgun.
Mataræði nýársdags verður ekki rætt hér, því Naglinn er á fullu að bæla þann dag og allar sjö billjón kaloríurnar niður í undirmeðvitundina.
Djammið, sykurinn, svefnleysið og ólifnaðurinn sagði líka aldeilis til sín í ræktinni í dag.
Brennslan í morgun fer í sögubækurnar sem sú slappasta og frammistaðan á brjóst-æfingu seinnipartinn var vægast sagt ömurleg.
Reyndar svo ömurleg að Naglinn upplifði martröð hvers lyftingamanns.
Átti ekki séns í síðasta repsið í bekkpressunni og enginn að spotta.
Með stöngina boraða ofan í nýársbumbuna lá Naglinn eins og hvalur á þurru landi og gat sig hvergi hrært og lítið andað.
Maðurinn í bekknum við hliðina miskunnaði sig yfir Naglann og bjargaði frá ótímabærum dauðdaga.
Blóðrauð af skömm og súrefnisskorti reyndi Naglinn að afsaka sig við manninn en skömmin var samt á stærð við Síberíu því salurinn var fullur af fólki sem vafalaust urðu vitni að þessu atriði.
Ætli Naglinn megi ekki búast við fullt af hæðnisbréfum inn um lúguna næstu daga.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.12.2007 | 14:24
Kryddsíld Naglans
Nú eru allir sjónvarpsþættir að líta um öxl og gera upp árið 2007 á ýmsum vettvangi og horfa fram á veginn árið 2008.
Naglinn ætlar að gera slíkt hið sama í þessum pistli.
Í einkalífinu er það án efa brúðkaupið okkar Snorra sem stendur upp úr. Það var mikil hamingjustund og ógleymanleg athöfn og veisla, stuð og stemmning all the way.
Á vettvangi hreystinnar er það Fitness keppnin í nóvember sem stendur upp úr, enda snerist líf Naglans um þessa keppni bróðurpart ársins.
Í undirbúningnum fyrir keppnina lærði ég meira um næringu, þjálfun og hvað virkar á minn eigin líkama, en öll þau 7 ár sem ég hef pælt í þessum hlutum.
Naglinn eignaðist líka fullt af góðum vinum í gegnum undirbúninginn, Heiðrúnu, Ingunni, Önnu Bellu og Sollu sem hjálpuðu mér heilmikið og hefði aldrei farið í gegnum þetta án þeirra.
Þó ég hafi ekki staðið á palli þá fannst mér ég samt hafa sigrað, því ég sigraði allar neikvæðu hugsanirnar, eins og að ég gæti þetta aldrei og fitness væri bara fyrir annað fólk, og stóð uppi á þessu sviði í mínu besta formi.
En lengi má gott bæta og árið 2008 er stefnan að bæta verulega við vöðvamassann, þá sérstaklega axlir, bak og hendur.
Naglinn er líka stoltur af þátttöku sinni í Þrekmeistaranum í vor, þar sem tíminn frá haustmótinu var bættur.
Stefnan árið 2008 er að gera enn betur og bæta þær greinar sem ég er léleg í, eins og armbeygjur, fótalyftur og uppsetur, en ég tapaði dýrmætum sekúndum í þessu greinum á báðum síðustu mótum.
Naglinn óskar öllum lesendum síðunnar gleðilegs og heilbrigðs árs, og takk fyrir að nenna að lesa blaðrið árið 2007. Sjáumst vonandi heil og hraust á síðunni á nýju ári.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.12.2007 | 10:04
Kjaftstopp
Naglinn er kjaftstopp.
Var í ræktinni áðan sem er ekki í frásögur færandi nema að þar var miðaldra kona hjá einkaþjálfara.
Um var að ræða ósköp venjulega konu í meðalholdum, myndi giska á að hún hafi verið milli fimmtugs og sextugs.
Var ekkert að velta henni neitt fyrir mér fyrr en ég sé mína konu standa í hnébeygjubúrinu, græjuð belti, vafningum og með 100 kg á stönginni takk fyrir takk, og svo beygði hún bara eins og vindurinn.
Já ég skal segja ykkur það.... þessi kona er alvöru Nagli.
Það er alltaf gaman að sjá fólk taka almennilega á því óháð aldri og kyni.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.12.2007 | 14:32
Gleðileg jól
Naglinn óskar öllum gleðilegra og heilsusamlegra jóla.
Njótum matarins um jólin og munið að það skiptir meira máli hvað við borðum milli nýárs og jóla en það sem við borðum milli jóla og nýárs.
Gætum þó hófs í átinu og munum að hreyfa okkur, líka um jólin.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.12.2007 | 14:09
Brjóst og HIIT
Naglinn massaði tútturnar í morgun og sprettaði svo eftir lyftingar eins og vindurinn.
Til gamans og vonandi einhvers gagns (og þar sem ég er andlaus um efni fyrir pistil) ætla ég að birta æfingu dagsins.
Brjóst + kviður:
Bekkpressa 5 x 10- 8-8-6-6
Hallandi pressa m/lóð 4x8 *súpersett* Sitjandi Kviðkreppa 4x15
Hallandi pressa m/stöng 4 x 8-8-6-6 *súpersett* Kviður á skábekk
Flug m/lóð (hallandi) 4 x 10 *súpersett* Liggjandi kviðkreppa 4x 15-15-12-10
Flug í vél 4 x 10
HIIT 20 mín:
Halli : 6
Hraði: 9-16 km/klst => 30-50 sek á hverjum hraða
Prótínsjeik og 4 hrískökur eftir æfingu og kellingin reddí í daginn.
P.S Allar hugmyndir um efni í pistla eru vel þegnar .
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.12.2007 | 09:29
Wanna whole lotta love?
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2007 | 09:02
London baby
Ástæða fyrir bloggleysi undanfarinna daga er sú að Naglinn ól manninn í Lundúnaborg um liðna helgi.
Þar var að sjálfsögðu tekið vel á því í ræktinni um helgina, og Naglinn var samviskusamur og tók eingöngu lyftingaæfingar auðvitað.
Það virðist vera að í heimsborginni eru menn ekki vanir því að sjá konur lyfta lóðum sé miðað við allt glápið sem Naglinn fékk frá karlpeningnum.
Reyndar var Naglinn eina kvendýrið sem lét sjá sig hjá lausu lóðunum en kynsysturnar voru allar límdar við cardio-ið eða tækin.
Þegar strapparnir voru svo reyrðir og þyngstu lóðunum í rekkanum slátrað í róðri náði glápið nýjum hæðum hjá Tjallanum og hefði eflaust ekki verið minna þó Naglinn hefði verið nakinn með hala að lyfta.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 550739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar