Færsluflokkur: Naglinn
5.12.2007 | 11:20
Lélegur
Naglinn er miklu betri að "kötta" en að "bölka".
Naglinn kann bara ekki að vera off-season. Var skömmuð um daginn fyrir að vera alltof ströng í mataræðinu, og fyrir að brenna of mikið.
Er að rembast við að auka matinn en það er frekar erfitt þegar Naglinn hefur grandskoðað hverja einustu hitaeiningu sem ofan í maga hefur farið síðastliðin 7 ár. Núna er Naglinn að borða 7 máltíðir á dag en er samt ekki að ná ráðlögðum hitaeiningafjölda. Ég þarf kannski að fara að borða á nóttunni til að ná þessum kvóta, nú eða vera bara með næringu í æð 24/7.
Brennslan fer samt minnkandi með hverri vikunni, bæði fækkar skiptunum og lengd hverrar brennsluæfingar. Líkaminn bregst betur við því að minnka brennsluna smám saman en algjöru sjokki þar sem allri brennslu er bara hætt allt í einu.
Planið er að brenna bara 3-4 x í viku í 30-45 mínútur í senn fram að næsta kötti. Sjáum til hvernig það gengur hjá cardio drottningunni .
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.11.2007 | 08:54
Spennufall
Smá spennufall í gangi... fitnessið bara búið og kominn grámyglulegur mánudagur.
En Naglinn er í skýjunum ennþá enda var þessi keppni alveg frábær lífsreynsla og allt svo skemmtilegt og mikil stemmning í kringum þetta allt saman.
Hinir keppendurnir voru allt frábærar stelpur og allir að hjálpuðust að, hvort sem það var að líma rasskinnar, bera á brúnku, laga hár, meiköpp eða binda bikiní.
Það var ekki eins erfitt og ég hélt að standa á sviðinu, enda fékk Naglinn góðan stuðning úr salnum sem peppaði mann alveg rosalega.
Ástarþakkir til allra sem komu á keppnina og hvöttu Naglann áfram á sviðinu, ykkar stuðningur gerði þetta allt svo miklu auðveldara.
Naglinn | Breytt 10.11.2008 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.11.2007 | 13:48
Blessað köttið
Kostir við að kötta:
Tímasparnaður:
Maður þarf ekki lengur að hneppa frá buxunum til að pissa
Peningasparnaður:
Minni skammtar = ódýrari innkaupakarfa..... eða ekki.....
Ekkert djamm = engin óþarfa eyðsla í áfengi, leigubíla og þynnkupizzu.
Sjálfstraust:
Loksins er gaman að horfa í spegil
Ekki þarf lengur smurolíu og skóhorn til að komast í þröngu gallabuxurnar
Félagslífið:
Edrú í öllum partýum og man því ALLT sem sagt og gert er, öll trúnó inni á klósetti, dans uppi á borðum og játningar inni í eldhúsi....muuhahahahaha
Gallar við að kötta:
Löngunin ógurlega:
Risotto, bragðarefur með banana, jarðarberjum og pekanhnetum, brauð með osti og sultu, múslí með sojamjólk, suðusúkkulaði og lakkrís, hnetubarinn í Hagkaup, Betty Crocker súkkulaðikrem, gervirjómi.... The list goes on and on
Svengd:
Maður er aldrei saddur en samt aldrei svangur
Mónótónísk tilvera:
Maður borðar nokkurn veginn það sama alla daga
Peningaeyðsla:
Vantar ný föt því gömlu pokast utan á manni
Innkaupakarfan er full af rándýrum landbúnaðarafurðum með himinháa verndartolla: kjúklingur, egg, paprika.
Starfsmenn Wrigley's fara allir í heimsreisu þökk sé mér
Félagslífið:
Maður er edrú í öllum samkundum og þarf að taka á honum stóra sínum til að komast í stuð, stundum tekst það, stundum ekki
Félagslífið er dapurt, og felst aðallega í bíóferðum og te-sötri á kaffihúsum
Ekki er hægt að bjóða manni út að borða né í matarboð
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007 | 13:46
Hjólastóll óskast
Tók svo hrikalega fótaæfingu í gær og gjörsamlega rústaði staurunum.
Eigum við eitthvað að ræða harðsperrurnar í dag? Nei ég hélt ekki!!
Við erum að tala um að láta sig síga niður á klósettsetuna og gleymdu því að ég komist nokkurn tíma úr skónum því ég á ekki séns í að beygja mig fram.
Hamurinn (aftanlærið) er í verkfalli í dag og framanlærið grenjar.
Ætli ég geti stolið göngugrind hérna á Landsanum?? Eða hjólastól bara.
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 08:52
Líf Naglans um þessar mundir
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 16:37
Skömm
Vil ekki vita hvaða uppnefni er komið á Naglann í ræktinni, uppgötvaði nefnilega eftir æfingu áðan að það var gat á rassinum á buxunum.
Spurning hvort ekki sé kominn tími til að fjárfesta í nýjum æfingabuxum !!
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2007 | 09:44
Helmassaðir....kjálkar
Ætli ég geti fengið Wrigley's til að sponsora mig með ársbirgðum af jórturleðri??
Er komin með kjálka eins og David Coulthard af stöðugu jórtri.
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 11:39
Fiðurfé óskast
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.10.2007 | 16:50
Nútíminn er trunta
Lyfturnar hér á Landsanum voru bilaðar um daginn og þá fór ég að velta fyrir mér hvað nútímamaðurinn á landinu Ísa er ótrúlega þversagnakenndur.
Það er sko ekki vandamál fyrir landann að fara í ræktina á hverjum degi og jafnvel oft á dag til að hamast og djöflast en það var algjörlega ómögulegt fyrir hvern einasta kjaft í vinnunni að þurfa að labba upp nokkrar hæðir, það kvörtuðu og kveinuðu allir í kór.
Meira að segja Naglinn varð pirraður og engan veginn að nenna þessu, enda þurfti ég að príla tröppurnar alla leið upp á 14. hæð takk fyrir takk. Var alveg að gefast upp á 11. hæð, og fór þá að hugsa að ég hefði nú örugglega prílað 70-80 hæðir sjálfviljug á þrekstiganum um morguninn en nokkrar hæðir voru alveg að gera út af við mig, líklega af því að þetta tramp var ekki gert af fúsum og frjálsum vilja.
Við krefjumst þess að fá bílastæði beint fyrir utan ræktina, búðina eða bankann og jafnvel hringsólum um bílastæðið í þeirri veiku von að eitthvað kvikindi fari nú að hypja sig heim til sín. Naglinn gerist oft sekur um að sé sjálfrennireið ekki tiltæk þá stundina á heimilinu þá er búðaráp ekki inni í myndinni, jafnvel þó það taki ekki nema 20 mínútur að labba í Kringluna. Ég er nokkuð viss um að slík veruleikafirring eins og viðgengst á Sogaveginum er ekki einsdæmi hér í borg, enda ekki ofsögum sagt að Íslendingar eru bílaóðir.
Norðannepja og tuttugu vindstig í níu mánuði ársins eru reyndar ekki girnilegar aðstæður til samgangna á tveimur jafnfljótum. En rok og rigning er auðvitað engin afsökun á tímum 66°N og Cintamani. Ekki höfðu forfeður okkar slíkan munað þegar þeir reru á miðin íklæddir hriplekum lopavettlingum og sauðskinnsskóm.
Já, það er skondið að nútímamaðurinn er svo mikil kuldaskræfa að hann þarf að hlaupa eins og hamstur á bretti til að halda heilsu í stað þess að nýta hreyfinguna sem felst í að ferja skrokkinn frá A til B.
Naglinn | Breytt 11.4.2009 kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.10.2007 | 09:09
Oversovelse
Það hlaut að koma að því....eftir að hafa vaknað samviskusamlega kl. 5:30 á hverjum einasta virka morgni í mörg herrans ár til að fara í ræktina án þess að klikka, sváfu Naglinn og hennar ektamaður yfir sig í morgun og rumskuðu ekki fyrr en kl. 8:19. Fyrr má nú sofa yfir sig!!
Svo það varð ekkert úr brennslu þennan morguninn hjá Naglanum en verður bætt upp seinnipartinn eftir lyftingarnar.
Finnst eins og ég hafi ekki burstað í mér tennurnar eða sé skítug af því ég fór ekki í ræktina í morgun. VÁÁÁ hvað maður er orðinn mikill fíkill, þetta er bara eins og heróínneytandi að fá skammtinn sinn að fara og hamast og djöflast.
"Svarthvíti" hugsunarhátturinn er líka að lauma sér upp í heilabúið, með leiðinlegar hugsanir eins og að nú sé allt ónýtt fyrst það datt eitt skipti út.... en ég er á fullu að henda slíkum hugsunum út í hafsauga.
Naglinn | Breytt 4.11.2008 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Spurt er
Tenglar
Fróðleikur
- Lýðheilsustöð
- Heilsa og þjálfun Hér er hægt að reikna út kaloríufjölda
- Himnesk hollusta Hollar uppskriftir
- Café Sigrún Fleiri hollar uppskriftir
- Grænn kostur Gómsætar uppskriftir án aukaefna
- Fæðubótaefni-Hreysti Langódýrustu fæðubótaefnin
Blóð, sviti og tár
- Siouxcountry
- Muscular Development
- Vöðvafíkn
- Muscle with attitude
- Muscle & Fitness
- Bodybuilding.com Biblía lyftingamannsins
- Kraftasport
- Kraftsport
- Félag íslenskra kraftamanna
- Kraftaheimar
- World Class
- Bootcamp
- Sporthúsið
- Hreyfing Mitt annað heimili
- Fitnessvefurinn
- Biblía fallega fólksins
Myndir
- Myndir
- Brussel vor 2007
- Þrekmeistarinn maí 2007
- New York nóv 2006
- Bikarmót Fitness 07 Bikarmót í Austurbæ 24.nóv 2007
- Brúðkaupsferðin jan '08
Fitness
Eldri færslur
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Aðrir vaðlarar
-
Auðurin
Á nýjum stað -
Þrekmeistarakeppendur apríl '08
Þrekmeistarakeppendur - Nanna fitnessbeib
- Fannar Karvel frændi
-
Kristjana fitness
Fitnessrugl -
Valdís Jump-fit
Jump-fit - Ingunn fitnessskvís
-
Heiðrún fitnessgella
Heiðrún Fitness - Maja garpur
- Ingunn beib
-
Trúnó
Blogg fyrir hugsandi konur
Trúnó.... -
Erla Björg
MasiMas -
Maðurinn með stuðdverginn
Þvílíkt fyndið blogg - Fitnessgirls
-
Pirraði náunginn
Pirringur -
Anna Brynja
Anna Brynja í Reykjavík -
Arnbjörg
Eibie baby -
Fanney eðaltöffari
Fanney keepin't cool -
Svana Björk
Skottuskrif -
Lovísa
Lou og Gurr -
Óli frændi og Hólmfríður
Dagbók lífsins glósa
Bækur
Góðar bækur
-
: A Thousand Splendid suns
Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
-
: Kite runner
Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
-
: On beauty
-
: Espresso tales
Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna. -
: 44 Scotland Street
Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
-
: The time traveller's wife
Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
-
: We need to talk about Kevin
Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 550740
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar