Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hollar og gómsætar pönnukökur

Hollar pönnsur

 

4-5 eggjahvítur

1/4 dós Kotasæla eða 2-3 msk ósætt eplamauk

1 dl haframjöl (gróft er hollara)

1 skeið hreint prótín

Má setja vanillu- eða möndludropa, kanil eða múskat út í til að bragðbæta ef vill

Blanda saman

Skella á pönnukökupönnu eða venjulega pönnu (engin olía) og snúa við þegar loftbólur byrja að myndast

Má setja 1 msk af sykurlausu sýrópi út á, eða spreyja með Pam spreyi nú eða sleppa og borða bara eins og kemur af kúnni.

Má líka bæta við banana áður en blandað saman eða hræra rúsínum, hnetum eða möndlum út í áður en skellt á pönnuna.

Vær so god!!


Tuna baby

Túnfisksalat Naglans:

1 dós túnfiskur í vatni

1 dós hreint skyr EÐA hálf dós hreint skyr blandað við hálfa dós af sýrðum rjóma EÐA 1 dós kotasæla. Sumum finnst of þurrt að nota bara skyr og geta því blandað sýrðum rjóma við en sumir vilja halda fitunni í lágmarki og nota því bara skyr. Allt saman smekksatriði og fer eftir óskum hvers og eins.

1 msk sinnep (mér finnst sætt sinnep best)

Laukur saxaður smátt

Gúrka eða ananas saxað smátt

Harðsoðið egg og rauðan fjarlægð. Skorið í eggjaskera fyrst á þverveginn og svo langsum svo út komi mjög smáir bitar

Stundum set ég 1 tsk Sweet relish út í.

Þetta salat má borða eitt og sér í kvöldmat eða í hádegismat en þá með kolvetnaskammti t.d ofan á gróft brauð eða hrökkbrauð eða með hýðishrísgrjónum.


Ljúffengur lax

Það kom ósk frá dyggum lesanda um uppskrift í athugasemdum og að sjálfsögðu verður Naglinn við slíkum beiðnum. Því slengi ég hér fram vinsælum hádegisverði á borðum Naglans.

Lax með spínati og hýðishrísgrjónum:

Lax (frábær uppspretta af Omega fitusýrum). Marineraður í 1 msk af Teriyaki í 2-3 klst í nestispoka í ísskáp. Bakaður í ofni við 200° í 15-20 mínútur. Tíminn fer eftir ofninum, því betri ofn því styttri tími en ofninn á heimili Naglans er jafn öflugur og ljósapera og því hef ég hann inni í 20 mínútur.

Spínat (grænmeti á að vera í hverri máltíð enda fjörefni og gott í kroppinn). Skolað og skellt á sjóðandi heita pönnu í 2-3 mínútur (engin olía) og hrært í á meðan. Spínatið sett á disk og piprað veeeel með svörtum pipar.

Skammtur af hýðishrísgrjónum (flókin kolvetni eru orkugjafi  fyrir átökin í ræktinni).

 Hér er dýrindis máltíð sem er holl og rétt samsett af kolvetnum, prótíni og fitu.

Bon appetit!!!


Happy day

Í dag eru nákvæmlega 10 vikur í fitnessmótið. Í dag er líka brúðkaupsdagurinn minn og því mun án efa einhver óhollusta rata inn fyrir varir Naglans næsta sólarhringinn, bæði í föstu og fljótandi formi.

En á morgun er nýr dagur sagði Scarlett O'Hara forðum daga og á mánudag verður Naglinn kominn aftur í heilsugírinn, galvösk á brettinu og hafragrautur á diskinn minn.

Góða helgi gott fólk!!


Hollt eða óhollt? Þitt er valið!

Dyggur lesandi spurði hvað ég gerði í óþægilegum aðstæðum þar sem matur á “bannlista” er í boði. Allir lenda í því reglulega að vinir og vandamenn bjóða manni út að borða á pizzastaði eða í mat heima hjá sér og þegar maður er að passa mataræðið upp á punkt og prik þá þarf maður bara að vera harður bæði við sjálfa sig og gagnvart öðru fólki. Það má líkja þessu saman við ef einhver myndi biðja þig að taka þátt í sadó-masó athöfn með sér. Ef maður er ekki fyrir svoleiðis samkomur þá er enginn að ætlast til þess að maður strippi sig klæðum og hoppi í leðurgalla og sveifli svipu. Sama gildir um matarvenjur, þú átt ekki að láta annað folk stjórna því hvað fer ofan í þig, ef þú vilt ekki borða pizzur eða hamborgara þá einfaldlega læturðu það í ljós við viðkomandi. Þegar mér er boðið í mat þá spyr ég yfirleitt hvað sé í matinn og ef það samræmist ekki mínum matarvenjum þá kem ég einfaldlega með mat með mér. Flestir sem mig þekkja vita að ég læt ekki hvað sem er ofan í mig og móðgast því (vonandi) ekki þegar ég dreg upp Tupperware boxið. Eins með saumaklúbba, það er engin ástæða til að sleppa því að mæta heldur er hægt að borða bara sinn kvöldmat áður en farið er og sleppa kruðeríinu eða ef niðurskorið grænmeti eða ávextir eru í boði má narta í það.
Ef vinur eða vinkona biður mig um að koma út að borða á sveitta hamborgarabúllu, sem enginn gerir lengur reyndar, þá segi ég bara einfaldlega að ég borða ekki slíkan mat og hvort viðkomandi sé ekki til í að koma frekar á Vegamót eða eitthvert annað þar sem ég geti pantað hollustu.
Þetta er allt spurning um val, hvað velurðu að borða og hvað velurðu að borða óhollt oft í viku, og þetta val er algjörlega undir manni sjálfum komið.
Maður á ekki að þóknast öðrum með að gúffa í sig einhverjum viðbjóði og líða illa líkamlega og andlega eftir á.

Er nauðsynlegt að skjóta þá....

Vissuð þið að hrefnukjöt er frábær viðbót við hollustuna. Það er meira prótín og minni fita í 100 g af hrefnukjöti en í 100 g af kjúklingabringu.

Hrefna 100 g: Prótín 25, 9 g, fita 0,9 g, kolvetni 0 g

Kjúklingabringa 23 g, fita 1,1 g, kolvetni 0 g

Þetta þykir mér stórkostleg tíðindi því ekki veitir af smá fjölbreytni í fæðið hjá okkur heilsumelunum, og svo er hrefnan svo guðdómlega gómsæt.

Ég segi bara: Áfram Kristján Loftsson!!


Nokkrar gómsætar hugmyndir fyrir kjúllann

Uppskriftahornið fékk svo góðar viðtökur að ég ákvað að skella inn fleiri hugmyndum að ljúffengu hollmeti svona rétt fyrir helgina.

Kjúklingabringur án skinns eru fitulítil og prótínrík fæða og ein sú besta sem við hollustuhákarnir komumst í.  Bringur eru líka svo ansi hentugar og fljótlegar í eldun, það má baka þær í ofni, henda á grillið eða í Foreman grillið.

En þurr kjúklingabringa er álíka gómsæt og ljósritunarpappír og því er ekki úr vegi að skella á lesendur nokkrum hugmyndum að hvernig má útbúa djúsí kjúklingabringur án þess að fórna hollustunni.

Hægt er að leika sér með ýmis konar krydd til að fá fram bragð frá hinum ýmsu heimshornum.  Það eru til margar gerðir af hollum kryddum án salts, t.d frá Pottagöldrum eru Tandoori, Arabískt krydd, Karrý og Karrý de luxe, chilli öll án salts og msg.  Svo að sjálfsögðu eru Basilíka, Oreganó, Engifer, Kóríander, Timjan, Hvítlauksduft, laukduft og önnur jurtakrydd öll án salts og msg.

Svartur pipar er ómissandi og einnig er hægt að fá saltlausan sítrónupipar (Salt-free Lemon Pepper) frá McCormick.

 

Sinnep-það eru til ótal afbrigði af sinnepi í stórmörkuðum, t.d sinnep með hvítum pipar, hvítlaukssinnep, gamla góða dijonið, sætt sinnep.....

1 msk smurt yfir bringuna og bakað í ofni eða á grilli.

 

Tómatpúrra hrærð út með smá slettu af ólífuolíu (má sleppa) og Tandoori kryddi frá Pottagöldrum.

Smurt yfir bringuna og best bakað í ofni.  Þegar hún kemur heit út úr ofninum má setja 1-2 sneiðar af 11% osti yfir eða eina sneið af sojaosti sem svo bráðnar ofan í tómatgumsið.... Jammí.  Stundum hita ég ananas með í ofninum og brytja svo bæði kjúllann og ananasinn (vá erfitt orð) út í salat.

 

Teriyaki sósa: 1 msk sett í plastpoka með bringunni og geymt í ísskáp í 1-2 klst.  Snilld að skella svo í Foreman grillið. 

Ostrusósa: 1 msk smurt á bringuna áður en sett í ofn eða á Foremaninn.

Hvoru tveggja ljúffengt með hýðishrísgrjónum og brokkolí.

BBQ sósa: 1 msk smurt á bringuna og skellt á grillið.

Athugið að það er sykur og salt í þessum sósum en þegar notað er svona lítið magn á það ekki að koma að sök fyrir hinn venjulega Jón.

 

 

Góðar marineringar:

 

1)

Sletta af ólífuolíu (Extra virgin)

Pressað hvítlauksrif

Oggu pínu sojasósa c.a 1-2 tsk (passa saltið gott fólk)

Hellingur af svörtum pipar

Pískað saman

Bringan sett í nestispoka og maríneringu hellt yfir og geymt í ísskáp í c.a 4-6 klst.

 

2)

Sletta af ólífuolíu

Hellingur af svörtum pipar

Hellingur af Salt free sítrónupipar

Pískað saman

Bringan sett í nestispoka og maríneringu hellt yfir og geymt í ísskáp í c.a 4-6 klst.

 

3)

Sletta af ólífuolíu

1 tsk sinnep

Sletta af sojasósu

Svartur pipar

Bringan sett í nestispoka og maríneringu hellt yfir og geymt í ísskáp í c.a 4-6 klst.

 

4) Hreinn ávaxtasafi t.d Trópí hellt yfir bringuna í nestispoka og geymt í ísskáp c.a 1-2 klst.

 

Njótið helgarinnar gott fólk, þið eigið það skilið.

 

 

 

 

 

 

 


Ommiletta kaupfélagsstjórans

Lítill fugl læddi að mér þeirri hugmynd að setja inn á síðuna uppskriftir að hollmeti.  Ég brást hin skjótasta við enda tek ég öllum uppástungum um efni á síðuna fegins hendi.  Hver veit nema þetta verði vikulegur þáttur hér á síðunni Wink.

Hér deili ég með ykkur lesendur góðir uppskrift að vinsælum kvöldmat / hádegismat Naglans.  Svo vinsæll hefur þessi réttur verið í lífi Naglans að hann er nú í pásu sökum ofneyslu Blush.

Ommiletta kaupfélagsstjórans:

Innihald:

5 eggjahvítur pískaðar saman í skál (rauðunni er alltaf hent á mínu heimili en það má setja eina rauðu ef fólk vill)

Grænmeti, það sem til er í ísskápnum hverju sinni, t.d laukur, sveppir, blaðlaukur, paprika, rauðlaukur, hvað sem er bara.  Grænmetið þurrsteikt í nokkrar mínútur eða þangað til laukurinn er orðinn sveittur.  Það er lykilatriði að eiga góða teflonhúðaða pönnu  svo ekki þurfi að drekkja matnum í olíu.  Sjálf steiki ég aldrei upp úr olíu, alltaf á þurri pönnu.

Eggjahvítum bætt út í grænmetið á pönnunni og látið malla á vægum hita í c.a 10 mínútur eða þar til efri hlutinn er orðinn þurr á að líta.  Þá er lettunni vippað á hina hliðina í nokkrar mínútur, smá pipar og voilá komin dýrindis prótínrík og fitulítil máltíð. 

Ofan á ommilettuna má setja 2-3 sneiðar af 11% osti, eða eina sneið af sojaosti sem svo bráðnar ofan á...jammí Tounge og herlegheitin svo borin fram með gufusoðnu brokkolíi eða aspas og 1 msk af tómatsósu eða salsasósu ef vill. 

Bon appetite!!


Fróðleiksmoli dagsins

Ég má til með að benda ykkur á snilldarvef þar sem má finna næringargildi fyrir langflestar matvörur. 

Hitaeiningar, kolvetni, prótín og fita í 100 g af ætum hluta er gefið upp sem auðveldar manni lífið í þessum endalausu útreikningum um hvað mikið má borða Woundering

Einnig eru alls kyns aðrar upplýsingar um hin ýmsu næringarefni sem ég kann ekki einu sinni skil á Blush

Semsagt afar gagnlegur vefur Smile.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnhildur Þórðardóttir
Ragnhildur Þórðardóttir

Hér læt ég gamminn geysa um ýmislegt sem tengist hreyfingu, heilbrigðum lífsstíl og hollu mataræði í formi pistla og fróðleiks.  Mín lífsviðhorf eru að góð heilsa er gulli betri og að í hraustum líkama býr heilbrigð sál. 
Ég tek einnig að mér fjarþjálfun.

Allar upplýsingar um fjarþjálfun á www.ragganagli.com

Spurt er

Hvað gerirðu margar brennsluæfingar á viku?

Nýjustu myndir

  • front-plank-exercise
  • binge_barbie
  • sleep-deprived
  • phpwWI9BvAM
  • eating too much

Aðrir vaðlarar

Bækur

Góðar bækur

  • Bók: A Thousand Splendid suns
    Khaled Hosseini: A Thousand Splendid suns
    Frábær bók en jafnframt mjög átakanleg. Þurfti að loka henni nokkrum sinnum og jafna mig því lýsingarnar á heimilisofbeldinu voru einum of grafískar fyrir minn smekk.
    *****
  • Bók: Kite runner
    Khaled Hosseini: Kite runner
    Algjör snilld. Fjallar um tvo drengi í Afganistan í kringum 1970 áður en allt fór til fjandans þar í landi.
    *****
  • Bók: On beauty
    Zadie Smith: On beauty
    ***
  • Bók: Espresso tales
    Alexander McCall Smith: Espresso tales
    Framhald af 44 Scotland Street. Er að lesa hana núna.
  • Bók: 44 Scotland Street
    Alexander McCall Smith: 44 Scotland Street
    Gerist í Edinborg og þvílík nostalgía sem ég fæ við að lesa þessa bók enda kannast maður við alla staðina sem fjallað er um.
    ****
  • Bók: The time traveller's wife
    Audrey Niffenegger: The time traveller's wife
    Með betri bókum sem ég hef lesið. Falleg ástarsaga um mann og konu sem þurfa að díla við tímaflakk mannsins.
    ****
  • Bók: We need to talk about Kevin
    Lionel Shriver: We need to talk about Kevin
    Hugleiðingar móður fjöldamorðingja um áhrif uppeldis og erfða. Mjög athyglisverð lesning, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á "nature-nurture" deilunni.
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 549150

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband